Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 BM Eldfœrin Hundurinn varð ekkert var við, hvernig grjónin sáldruðust niður alla leiðina frá höllinni og þangað sem dátinn var til húsa. Morguninn eftir sáu þau kóngur og drottning, hvar dóttir þeirra hafði verið, og létu þá taka dátann og sfetja hann í svartholið. Þarna sat hann nú. Ó, hvað þar var dimmt og leiðinlegt, og svo sögðu þeir líka við hann: „Á morgun verðurðu hengdur.“ Og til allrar ógæfu höfðu eldfærin orðið eftir, þegar hann fór úr gisti- húsinu. Um morguninn sá hann út um járngrindurn- ar fyrir fangelsisglugganum, hvílíkur asi var á fólk- inu að komast út úr borginni til þess að horfa á, eftir H. C. Andersen Steingrímur Thorsteinsson þýddi Ae/o-c Brúðkaupsóskir í mörgum þjóðlöndum tfðkast það, að sáldra yfir nýgift brúðhjón hrísgrjónum. Þetta átti uppruna sinn austur í Kína og Indlandi, og var þetta hrís- grjónaregn yfir brúðhjónin tákn velgengni. Nú á tfmum er það gert til gamans, er nýgift brúðhjónin aka á brott, að hnýta aftaní bílinn pönnur og potta, sem mikill hávaði stafar frá, er þau skondra eftir bíinum. Sagt er, að við það flúi allir illir andar frá brúðhjónunum. þegar hann yrði hengdur. Hann heyrði trumbuslátt- inn og sá dátasveitina þramma til aftökustaðarins. Allt þusti af stað, sem vettlingi gat valdið. Þar á meðal var skóarapiltur einn með skinnsvuntu og á töplum; hann anaði svo hart áfram, að önnur taplan rauk af fætinum og beint í vegginn, þar sem dátinn sat fyrir innan og horfði út um jarngrindurnar. „Heyrðu, skóarapiltur! Þú þarft ekki að flýta þér svona ákaflega," sagði dátinn við hann, „ekkert verður gert hvort sem er, fyrr en ég kem; en ef þú vilt hlaupa fyrir mig þangað, sem ég hef verið til húsa, og sækja eldfærin mín, þá skaltu fá fjóra skildinga, en þú verður að taka duglega til fótanna." Skóarapilturinn vildi feginn fá skilding og þaut sem kólfi væri skotið eftir eldfærunum og fékk þau dátanum. Heyrum svo, hvernig fer! Fyrir utan borgina var reistur upp feiknastór gálgi, og stóðu hermenn í kring um hann og fólks- fjöldi svo að hundruðum þúsunda skipti. Kóngur og drottning sátu í glæsilegu hásæti andspænis dómurunum og öllu ráðinu. Dátinn var þegar kominn efst upp í stigann, en þegar smeygja skyldi hengingarólinni um háls hon- um, þá sagði hann, að það væri ætíð síður að veita sakamanni ósk sína á undan aftökunni, ef óskin væri meinlaus. Hann sagði, að sig langaði svo mikið til að reykja sér eina pípu, það yrði svo hvort heldur er seinasta pípan sín í þessum heimi. Konungurinn vildi nú ekki synja honum þess, og tók dátinn þá eldfærin og sló eld, — einn, tveir, þrír, — og í sama bili stóðu þar hundarnir allir, sá, sem hafði eins stór augu og undirskálar, sá, sem hafði þau eins stór og mylluhjól, og sá, sem hafði þau á stærð við „Sívalaturn“. „Hjálpið þið mér nú, svo að ég verði ekki hengd- ur,“ sagði dátinn, og i sama vetfangi ruku hundarnir i dómarana og allt ráðið, þrifu einn upp á fótunum og annan á nefinu og þeyttu þeim margar mannhæðir í loft upp, og þeir féllu niður og duttu sundur í ótal stykki. „Nei, þetta vil ég ekki hafa,“ sagði konungurinn, en stærsti hundurinn tók bæði hann og drottninguna og þeytti þeim á eftir öllum hinum. Þá urðu dátarnir skelkaðir og allur lýðurinn æpti: „Þú skalt verða kóngurinn okkar og eiga fallegu kóngsdótturina.“ Þar með settu þeir dátann í kerru konungsins, og allir þrír hundarnir dönsuðu á undan og æptu: oAJonni ogcTVfanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Nú glaðnaði yfir Manna. Niður undan okkur blasÞ við héraðið baðað í sólskini, víðlent og fagurt. Manna varð svo starsýnt á þetta, að hann gat ekki haft af því augun. Við sáum fjölda bæja, tún og engi, menn og skepnur. Dalirnir teygðu úr sér austur, norður og suður, svo langt sem augað eygði. Hörgá, sem annars er stórt og mikið vatnsfall, svndist nú ekki stærri en dálítill bæj- arlækur, sem glitraði í sólskininu. Allt í einu kallaði Manni og benti í norðurátt um leið: „Sjáðu, Nonni, er þetta ekki sjórinn, sem við sjáum þarna á milli fjallanna?“ Ég leit þangað, og þegar ég hafði starað þangað stundarkorn, sá ég glóra í kringlóttan, bjartan blett. Hann var blár eins og loftið, en sólin glampaði á hann, svo að hann var til að sjá eins og gimsteinn, sem greyntur er í gull. „Jú, íHanni. Það er víst rétt hjá þér. Þetta er At- lantshafið“. „Þá hljótum við líka að vera komnir hátt upp“, sagði Manni og tókst allur á loft. „Þá komumst við alla leið upp“. Við lögðum nú af stað vestur yfir grænu flötina og leiddumst og gengum hart. Síðan özluðum við lyngið upp hæðina. Það náði okkur stundum í mitt læri. Þegar við komumst upp á brúnina, eftir langa mæðu, tók þar við alveg nýtt landslag. Það var aðlíðandi brekka, öldumynduð og alþakin grjóti. Þar voru hellur margar, og mestallt grjótið var þéttvaxið fjallagrÖ8um. En alstaðar á milli steinanna óx venjulegt gras, sumstaðar voru kafloðnir toppar, og innan um grasið voru alls konar fjallablóm, rauð, gul og blá. Fyrir ofan brekkuna, sem var svo sem hálftíma- gangur, gnæfðu snarbrattir klettar, háir og tröllslegir. Þeir minntu okkur á hamravegginn fræga í Al- íTkÖtnorgunkoffinu * — Svo máttu ekki koma ná- lægt kertunum, því þá geturðu brennt þig. =-v — Veiztu það, systir mfn er bara veik af þvf að þú vildir ekki gefa henni pelsinn. — Þú ferð ekki út, fyrr en þú hefur hjálpað pabba þínum að þvo upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.