Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 31 — Stjórn Wilsons — ísraelar Framhald af bls.l þeirra hótuðu að setja þá af. Ihaldsmenn eru ekki algerlega sammála um stefnu Heaths um kaupgjalds- og verðlagseftirlit. Breytingartillagan var um stefnu stjórnarinnar á þessu sviði. 1 dag var lengi óljóst hvern- ig sjö þingmenn skozkra þjóð- ernissinna mundu greiða atkvæði, en eftir yfirlýsingu Foots lýstu þeir sig fúsa til að styðja stjórn- ina. Þeir reyndu að hagnast á loforði um að styðja stjórnina og vonuðu einkum að fá loforð um aukna sjálfstjórn. — Orly-slysið Framhald af bls. 16 neinni þeirra 130 þota af gerð- inni DC10 sem nú eru í notkun. Allar öryggisráðstafanir f þessu sambandi hafa nú að sjálfsögðu verið teknar til rækilegrar end- urskoðunar. Það má nokkuð treysta því að þær endurbætur sem nú verða fyrirskipaðar verði til þess að slys geti ekki aftur orðið á þennan hátt. Sum flugfélög hafa þegar gert sínar eigin öryggisráðstafanir, til bráða- birgða a.m.k. Meðal þeirra er Laker Airways, eina brezka flugféiagið sem á DC-10 þotur. Freddie Laker, forstjöri félags- ins, fyrirskipaði að farangurs- dyrnar skyldu innsiglaðar á þotum þess, sem eru þrjár tals- ins. ,,Þær eru lokaðar og ef ég fæ að ráða þá verða þær lokaðar þartil einhver kemur með betri lausn." (Unnið að mestu úr Observer og Sunday Times). — Þjóðhátíðar- gjof Framhald af bls.l í Afjorden og að sögn sérfræð- inga líkist sú tegund mest þeirri, sem notuð voru til vfk- ingaferða, svo og til fiski- og verzlunarferða til Islands, þeg- ar fyrir aldamótin 1000. Á þeim tímum stunduðu bændur í Þrændalögum sjómennsku samhliða búskap og á Afjords- bátunum gátu þeir af fullu öryggi sótt á fjarlæg mið. En þegar vélarnar héldu innreið sína voru dagar Afjordbátanna taldir, sagði Gilde. Magnas Gilde hefur fengizt við bátasmfði f sjö ár og þá aðallega við smfði minni báta. En hann segir, að áhugi á Afjordbátum hafi aukizt mikið upp á síðkastið og ekki sé úti- lokað að hann fari af stað með sérframleiðslu á þeim. Eru þessir bátar nú notaðir sem skemmtibátar. Meðal þeirra sem hafa pantað Afjordbát hjá Gilde er einn Islendingur og er ráðgert, að bátur hans hafi sam- flot við bát Norðmannanna. Eins og áður hefur komið fram, er það Jon Godas Raudan, sem átti hugmyndina að því að gefa íslendingum Áfjordsbát, en það er Norsk-islandsk sam- band sem hefur komið hug- mynd hans á framfæri við bæjarstjórnir viðkomandi borga, þ.e. Óslóar, Þrándheims og Björgvinjar. I dag sagði Jon Erlien, form. Norsk-islandsk samband, i viðtali við Mbl., að Jon Godas hefði sýnt honum teikningar af Afjordbátnum sl. haust og beðið Sambandið að koma hugmynd hans á fram- færi. Var þá haft samband við bæjarstjórnirnar þrjár og einn- ig sendiherra Islands í Ósló og leizt öllum aðilum mjög vel á hugmyndina. Jon Erlien sagði, að Godas væri fjölhæfur maður og hefði hann fylgzt nákvæm- lega með smíði skipsins og gef- ið góð ráð og skal hann eins og áður er sagt, stjórna ferðinni til Islands. Til gamans má geta þess, að Godas er barnabarn Johans Bojers rithöfundar, sem skrif- aði „Síðasti vikingurinn“ og er Bojer ættaður frá Rissa, sem er skammt frá Afjorden. Framhald af bls. 15 í Golan-hæðum síðan í stríðinu 1967. Moshe Dayan landvarnaráð- herra sagði, að 90% vopnabirgða Araba kæmu frá Rússum. Hann sagði, að jarðneskum leifum 243 fsraelskra hermanna úr október- striðinu hefði verið skilað. 136 er enn saknað á suðurvígstöðvunum. Israel hefur skipað Dayan full- trúa sinn í viðræðum þeim, sem munu hefjast í Washington sfðar f mánuðinum um aðskilnað herj- anna íGolanhæðum. Fulltrúi Sýr- lendinga verður sennilega Abduk Ghani Dardarry hershöfðingi. Viðræðurnar hefjast sennilega ekki fyrr en dr. Kissinger hefur rætt við sovézka leiðtoga í Moskvu í þessum mánuði. — Kauphækkun Framhald af bls. 32 kaup í uppmælingu hefur hækkað. Kaup málara hefur hækkað um 35%, en þeir fá inn svokallað verkfæragjald, sem þeir höfðu ekki áður. Eins og sést af framanskráðu hækkar verkstæðisvinna öllu meira en venjuleg tímavinna. Ástæðan er sú að verkstæðin þurfa allmiklu hærri prósentu, þar sem ella myndu þau missa starfsmennina út i ákvæðisvinn- una, sem gefur alla jafna mun hærri tekjur en tfmavinnan. — Framkvæmda- stjórar Framhald af bls. 3 trygginga. Óskar er fæddur árið 1932. Hann útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum árið 1952 og hefur siðan gegnt ýmsum störfum hjá Sambandinu og dótturfyrir- tækjum þess. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Osta-og smjör- sölunnar s/f frá 1. janúar 1968. Jón Rafn Guðmundsson verður framkvæmdastjóri Líftrygginga- félagsins Andvöku og Endur- tryggingafélags Samvinnutrygg inga hf. Jón er fæddur 1928. Hann útskrifaðist frá Verzlunar- skóla Islands 1946 og hefur starfað hjá Samvinnutryggingum frá árinu 1947, hin síðustu ár sem aðstoðarframkvæmdastjóri félag- anna. — Bratteli Framhald af bls. 15 Hugsanlegt er talið, að Rússar vilji hafa markalínuna svo vestar- lega, að efnahagslegir hagsmunir Norðmanna á þessum slóðum verði fyrir tjóni. Viðræðum um skiptingu Barentshafs var fyrst hreyft 1970, en stutt er síðan hiki Rússa lauk og þeir tilkynntu opinberlega, að viðræður gætu hafizt. Talið er, að langur tími geti liðið þar til samn- ingur verði undirritaður. Jafnframt hefur áhugi Rússa á Svalbarða stóraukizt vegna hern- aðarlega mikilvægrar legu eyja- klasans. Norðmenn segja, að Rússar geti ekki aðeins samið við Norðmenn um Svalbarða; þeir verði að semja við þau 39 rfki, sem undirrituðu Parísarsáttmál- ann 1920. Samkvæmt honum hafa Norðmenn yfirráðin á Svalbarða. — Þingnefnd Framhald af bls.l forsetinn mundi sennilega segja af sér fyrir nóvember næstkom- andi. Hann sagði, að samkvæmt skýrslu nefndarinnar, sem mun liggja fyrir f lok mánaðarins, skuldaði Nixon 350.000 dollara í vangoldna skatta 1969—1972. Upphæðin væri svo há, að fast yrði lagt að Nixon að hætta. Newsweek segir, að samkvæmt skoðanakönnun Gallups vilji meirihluti Bandarikjamanna (60%) að réttarhöld fari fram i öldungadeildinni gegn Nixon vegna Watergate-málsins, en flestir vilja ekki, að talað sé um ríkisréttarákæru (47%). 36% telja í þjóðarþágu, að Ger- ald Ford varaforseti verði forseti. 23% telja, að Nixon hafi sagt satt um Watergate. 47% telja, að blöð- in hafi skrifað of mikið um Watergate. Fundur hjá einstæðum foreldrum ALMENNUR fundur verður f Félagi einstæðra foreldra fimmtudagskvöldið 21. marz að Hallveigarstöðum. Þar kynnir Dröfn Farestveit húsmæðrakenn- ari kryddvörur frá McCormick, Andarungakór FEF syngur við undirleik Áslaugar Bergsteins- dóttur og fundanefnd sýnir fjöl- þætt föndur og fljótlega handa- vinnu. Starf FEF hefur verið með miklum blóma í vetur og fjáröfl- un verið snar þáttur vegna fyrir- hugaðrar byggingar félagsins. Er skemmst að minnast tveggja vel heppnaðra barnaskemmtana í Austurbæjarbfói nýlega og um mánaðamótin vefður kaffisala og basar í Klúbbnum. — Friðmælast Framhald af bls.l ríkisráðherrann, Michel Jobert, reynt að Iægja öldurnar, sem hafa risið. Ræða, sem hann hélt tilþess að vísa á bug þeim staðhæfingum, sem Nixon forseti setti fram í ræðunni, var furðuvæg. Jobert hefur verið manna harð- astur i gagnrýni á Bandaríkin, en á fundi með þingmönnum gaull- ista forðaðist hann að svara beint þvf, sem Nixon sagði þess efnis, að Evrópa gæti ekki vænzt hern- aðarlegrar samvinnu við Banda- ríkin óg jafnframt storkað Banda- ríkjunum í stjórnmálum og efna- hagsmálum. Vestur-þýzki blaðafulltrúinn sagði, að Walter Scheel utanrikis- ráðherra hefði lagt til, að við- ræður yrðu hafnar til að auka samráð Bandaríkjanna og Evrópu. En blaðafulltrúinn sagði, að EBE mundi halda áfram til- raunum til að komast að sam- komulagi við Arabariki um sam- vinnu um efnahagsmál, iðnaðar- mál og menningarmál. - Samninganefnd Framhald af bis. 2 árinu 1974 verið trú þeirri launa- stefnu, sem kjaramálaráðstefna ASl f Reykholti hefði markað. Þeir, sem lægstu launin hafa hjá ÍSAL, fengu 21% kaup- hækkun við kjarasamningana nú, en þeir, sem hæstu launin hafa, fengu aðeins 13%. Þeir, sem lægstu launin hafa, fá á mánuði miðað við 8 stunda dagvinnu 41.420 krónur, en það eru byrj- unarlaun og er tímakaupið þar 239,02 krónur. Þeir, sem hæstu launin hafa, fá fyrir 8 stunda dag- vinnu 50.099 krónur og er tíma- kaup þeirra 289,04 krónur. Hermann Guðmundsson sagði: „Samningarnir i Straumsvik eru lýsandi fordæmi samninga, sem stuðla að launajafnaði milli verkamanna og iðnaðarmanna. Hins vegar er því nú ekki að leyna, að eftir ASl samningana getur horft til vandræða með iðnaðarmenn innan girðingar hjá ÍSAL, þar sem menn, sem vinna utan girðingar, eru nú á mun hærra kaupi, en starfsfélagar þeirra hjá ÍSAL." Hermann kvað það sárgræti- legt, hve nú saxaðist á þær kaup- hækkanir, sem fengust í kjara- samningunum. Hann kvað hækkun landbunaðarafurða vera hreint siðleysi, þótt sexmanna- nefndin gæti ef til vill skotið sér á bak við eitthvert lagaákvæði. „Min skoðun er sú, að það sé hreint siðleysi, að taka til baka þann árangur, sem náðist úr kjarasamningunum, jafnvel áður en blekið í undirskriftunum er þornað á samningnum. Megin- ástæðan til þess, að svona hefur farið, er ef til vill sú, að verka- lýðshreyfingin á engan mann f sexmannanefndinni og tel ég, að Alþýðusamband tslands verði að endurskoða afstöðu sina til til- nefningar á manni f nefndina hið skjótasta." Fleiri hækkanir kvað Hermann vera hreint hneyksli og virtist það nú vera svo, að hver reyndi í kapp við annan, að velta kauphækkununum út i verðlagið eins og raunar ríkisstjórnin hafði lofað atvinnurekendum. Spinola hershöfðingi. Kyrrt í Portúgal Lissabon, 18. marz. NTB. AP. AFLÉTT var í dag viðbúnaði, sem var enn fyrirskipaður f portú- galska heraflanum, þegar hópur ungra liðsforingja gerði uppreisn. Yfirstjórn heraflans ræður nú aftur lögum og lofum að sögn kunnugra eftir uppþotin, sem leiddu til þess, að 20—30 for- ingjar voru handteknir, auk 200 foringja og manna sem yoru handteknir fyrir þátttöku f her- göngu til Lissabon. Einn hinna handteknu er Joao Almeida Bruno, vinur Antonio de Spinola hershöfðingja, sem var leystur frá starfi varaforseta her- ráðsins vegna bókar, sem hann hefur samið, þess efnis, að Portú- galar gætu ekki sigrað f nýlend- unum. Yfirmaður Spinola, Francisco da Gomes hershöfðingi, var einnig settur af. Marcello Caetano forsætisráð- herra hefur átt nokkra fundi með ráðherrum um breytingar á stjórninni, en samkvæmt góðum heimildum er ekki að vænta skjótra breytinga á stefnu stjórn- arinnar. Hreinsanirnar í heraflanum héldu áfram eftir að viðbúnað- inum var hætt í dag. Samkvæmt góðum heimildum hefur Amaro Romano hershöfðingja verið vikið úr stöðu yfirmanns herskólans í Lissabon. Tierno Bugulho aðmfráll, full- trúi flotans f herráðinu, hefur einnig verið settur af samkvæmt heimi ldunum. — Leitar samninga Framhald af bls. 32 dag. „Það verður því ekki fyrr en eftir þær viðræður, að fyrir liggur hvort grundvöllur er til einhvers samkomulags," sagði Geir. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra tjáði Mbl. í gær, að hann hefði leitað til formanna stjórnar- andstöðuflokkanna til þess að „athuga, hvort möguleiki væri á að komast að samkomulagi um skattalagafrumvarpið". Ekki vildi Ólafur segja frá því, hvaða hugsanlega málamiðlun hann hefði í huga í þessu efni og vildi hann heldur ekki tjá sig um þær viðtökur, sem málaleitan hans hafði hlotið hjá stjórnarandstöðu- flokkunum. Málinu hafi aðeins verið frestað til morguns. Hannibal Valdimarsson, for- maður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sagði, er Morgun- blaðið spurði hann um skoðun hans á þessari málaleitan for- sætisráðherra: „Ég sé af málinu sjálfu, að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur hafa verið sam- mála um það, að það væri mikils um vert til þess að fá lausn á vinnudeilunum, að fá lækkun á tekjusköttum og þessi samtök hvortveggja vildu vinna það til, að á yrðu lögð 5 stig söluskatts i staðinn. Samt vildu bæði þessi samtök breytingu og lögðu mikið upp úr að fá hana. Ég hefði því viljað fylgja málinu eins og það var samkvæmt samkomulaginu, enda hefi ég aldrei upplifað það fyrr, að það samkomulag, sem verkalýðssamtök og atvinnurek- endur hafa komið sér saman um og sfðan farið fram á staðfestingu Alþingis — að það hafi ekki verið staðfest. En ef unnt er að fá það i gegn, að verkalýðshreyfingin fái það i lækkuðum beinum sköttum, sem hún samdi um og þyrfti að gjalda einu prósentustigi minna í söluskatt, heldur en um var sam- ið, þá segi ég að það er betri kostur, sem hún fær þá út úr þessu, heldur en hún samdi um. Ég vil vinna það til, að rikissjóður fái það knappari tekjur, heldur en menn fái sína skatta óbreytta á þessu ári og ekkert verði úr neinu.“ Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins sagði, að það væri rétt eins og komið hefði hjá Ölafi Jóhannessyni, að leitað væri samkomulags við stjórnarand- stöðuna um skattalagafrumvarp- ið, en um það kvaðst hann ekkert geta sagt, þar sem málið væri á það viðkvæmu stigi eins og á stæði. Ragnar sagði, að ef skipt væri á 5 stiga söluskattshækkun og tekjuskattslækkuninni þá væru þar jöfn skipti og þó frekar á þann veg, að ríkissjóður tapaði á þessari breytingu á árinu 1974. Hitt kvað hann þó annað mál, hvort unnt yrði að semja við Al- þýðuflokkinn um eitthvað annað til þess að koma málinu fram. Hvað Alþýðuflokkurinn vildi á móti vildi Ragnar ekki tjá sig um — taldi bezt að spyrja Alþýðu- flokkinn að því, en hann benti á, að Alþýðuflokkurinn hefði verið með tillögu um 3‘/i%. Gylfi Þ. Gislason, formaður Al- þýðuflokksins, sagði það rétt vera, að forsætisráðherra hefði í gærmorgun snúið sér til hans og forustumanna Sjálfstæðisflokks- ins og óskað eftir fundi með stjórnarandstöðunni siðdegis. „Þessi fundur var haldinn," sagði Gylfi, „og síðan héldu þingflokk- ar stjórnarandstöðunar fund um erindi það, sem forsætisráðherra átti við okkur. Það verður annar fundur um málið kl. 2 á morgun, þannig að engin afstaða hefur því enn verið tekin til erindis for- sætisráðherra." „Nei, stjórnarliðið hefur ekkert samband haft við mig út af þessu máli, virðist ekki telja ástæðu til þess,“ sagði Bjarni Guðnason, al- þingismaður, þegar Morgunblaðið spurði um afstöðu hans til þessa máls. „Ég vil aðeins segja það um þetta má!,“ sagði Bjarni ennfrem- ur, „að ég lít ekki á þessa skatt- breytingu sem spurningu um það hvort Pétur eða Pállgræða 5 þús- und eða 10 þúsund krónur heldur lít ég á hækkun söluskattsins — hvort sem hún verður 4 eða 5% — sem hreina uppgjöf i verð- lagsmálunum, og sem geti ekki annað en haft ill áhrif á efnahagslíf þjóðarinn- ar. Er þar sízt á bætandi eins og nú háttar til. Hið eina rétta er að lækka tekjuskattinn — sem er sjálfsagt mál — um Ieið og ríkis- útgjöld verða skorin niður. Það er hið eina raunhæfa i þessu dæmi." Bjarni kvað því afstöðu sína til söluskattsfrumvarpsins vera óbreytta, þó svo að eitt stigið yrði fellt niður. „Ég tek ekki þessi fjögur söluskattsstig i mál,“ sagði hann, „og mér er eiginlega alveg óskiljanlegt hvernig þessir menn standa að þessu.“ Loftpressur Tökum að okkur múrbrot, fleygun, borun og sprengingar í húsgrunnum og holræsum. Vélaleiga Símonar Símonarsonar sími 19808.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.