Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 15 Stórorrusta fjarar út á miðhálendinu Saigon, 18. marz. NTB. A.P. BLÓÐUG tveggja sólarhringa orrusta fjaraði út I dag á miðhá- lendi Suður-Vfetnams. Mannfall- ið er hið mesta, sem báðir aðiljar hafa orðið fyrir f 14 mánuði. Suður-Víetnamar segjast hafa misst 75 menn fallna ög 105 FRÁ strfðinu f Kambódíu. Öbreyttum borgurum bjarg- að I togara, sem flytur flótta- menn frá fylkishöfuðborg- inni Kampot, um 125 km suðaustur af Phnom Penh. Fóikið flýr til hafnarborg- arinnar Kompong Tom vegna harðnandi eldflauga- og sprengjuárása uppreisn- armanna. Bratteli býður Rússum skiptingu Barentshafs Moskvu, 18. marz, NTB. SKIPTING landgrunnsins á Barentshafi f norskt og sovézkt hafsvæði er eitt mikilvægasta um- ræðuefnið í viðræðum Trygve Brattelis forsætisráðherra og sovézkra ráðamanna, er hófust f dag, þegar norski forsætisráð- herrann kom til Moskvu f opin- bera heimsókn. Mikilvægi Barentshafs getur aukizt vegna þess, að þar getur fundizt gas og olia. Samkomulag er um að hefja samningaviðræður um markalínu og forsætisráðherr- arnir Bratteli og Alexei Kosygin eiga að ákveða, hvenær þær við- ræður hefjast. Hins vegar er ekki talið, að þeir taki fyrir efnahagsleg, pólitfsk og hernaðarleg mál, sem lína, er skiptir landgrunninu, hefur áhrif á. Samninganefndirnar verða að taka afstöðu til þessara stórmikil- vægu og erfiðu mála. Fulltrúar vestrænna rfkja í Moskvu gera sér litla grein fyrir þeim vandamálum, sem marka- línan veldur I sambúð Noregs og Sovétrfkjanna. Af sovézkri hálfu er málið ekki nefnt og um það hefur heldur ekki verið fjallað í sovézkum blöðum. En samkvæmt norskum heim- ildum hefur áhugi Rússa á fram- tíð Norðurheimskautssvæðanna aukizt verulega. Sama máli gegnir með Svalbarða. Rússar hafa áhuga á að bægja burtu erlendum olíufélögum ef mikið magn olíu og gass finnst i Barentshafi eins og líkur eru til og segja, að í skjóli þeirra yrði hægt að njósna um ferðir sovézka norðurflotans til og frá Mur- mansk. Stefna Norðmanna er sú, að olíuvinnsla á þessu svæði verði að vera undir stjórn og eftirliti Norð- manna og þeir segjast engan áhuga hafa á starfsemi, sem geti skaðað lögmæta sovézka öryggis- hagsmuni. Framhald á bls. 31 særða. Þeir segja að 440 Norður- Víetnamar hafi fallið. Þeir segja, að bardagarnir hafi byrjað á laugardagsmorgun, þeg- ar herlið Norður-Víetnams og Viet Cong hafi ráðizt með stór- skotaliði og eldflaugum á stöðvar stjórnarhermanna um 16 km norðaustur af Kontum. Hvorugur aðilinn hefur vegarkaflann alger- lega á valdi sínu að sögn þeirra. Vígstöðvarnar eru rétt við ána Dak Bla og í Saigon er sagt, að Norður-Víetnamar reyni að tryggja sér aðflutningsleið yfir hana áður en monsúnrigningarn- ar byrja í maí. I Kambódiu hafa uppreisnar- menn náð konungsborginni Ou- dong, 38 km norðaustur af Phnom Penh, algerlega á'sitt vald að sögn yfirherstjórnarinnar. Uppreisn- armenn hafa þar með tekið stóran bæ á sitt vald í fyrsta skipti í þrjú ár og réttum fjórum árum eftir fall Sihanouks fursta. Stjórnarhermenn hafa jafn- framt ráðizt á og tekið bæinn Siem Reapkandal suður af Phnom Penh f fyrsta skipti í eitt ár. Bærinn var miðstöð uppreisnar- manna, sem réðust á Phnom Penh í febrúar. Harðir bardagar geisa við fylkishöfuðborgina Kapot við Sí- amsflóa. Um 10.000 hermenn taka þátt i bardögunum. 3 tíma stórskotabardagi: r Israelar neita að hörfa frá gömlu Golan-línunni Tel Aviv, Damaskus, 18. marz. AP. NTB. SVRLENZKT og fsraelskt stór- skotalið börðust í rúma þrjá tíma í Golanhæðum f dag og fsraelsk blöð sögðu frá þvf, að Bandarfkja- stjórn legðist gegn kröfu tsraels um að halda Golan-hæðum ef samið yrði við Sýrlendinga um brottflutning. Bretar leita að kolmunna London, 18. marz, AP. BREZKIR vfsindamenn lögðu f dag af stað i leiðangur í því skyni að leita að kolmunna, sem talið er að veiða megi eina milljön lesta af á ári til manneldis. Frystitogarinn St. Benedict frá Hull leitar að kolmunnanum og nýtur við það aðstoðar rannsókna- skipanna Cirolana og Scotia að sögn landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytisins. Kolmunni er likur þorski, ýsu og lýsu, en verður aldrei lengri en 35 sentimetrar og sérstök verkun á honum er nauðsynleg. Ráðu- neytið sagði, að verkunaraðferðir hefðu nú verið fundnar upp og fiskverkunarfyrirtæki hefðu .áhuga á leiðangrinum. Ráðuneytið sagði, að rannsókn- ir fiskrannsóknastofnunar þess í Aberdeen ,hefðu leítt í ljós, að stórar torfur af kolmunna væru á vorin umhverfis Rockall og Porcupine-miðin á Atlantshafi og a' landgrunninu vestur af Suður eyjum. Ráðuneytið gerir ráð fyrir, að ársaflinn geti orðið éin milfjón lesta, álíka mikill og heildarárs- afli af öllum öðrum fisktegund- Sýrlendingar sögðu, að barizt hefði verið á tveimur þriðju hlut- um vfgstöðvanna og að Israels- menn hefðu orðið fyrir miklu tjóni. Þeir sögðu, að átökih hefðu byrjað þegar tsraelsmenn hefðu hafið stórskotahrfð til að bæta stöðu sfna á Damaskus-Kunaitra- veginum. Israelsmenn sögðu, að Sýr- lendingar hefðu átt upptökin og sjálfir aðeins misst tvo menn fallna. Israelska blaðið Maariv sagði í dag, að Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, féllist ekki á þá afstöðu Israels að neita að láta af hendi nokkurt land vestan hinnar svokölluðu purpurarauðu lfnu, þ.e. vopna- hléslínuna frá 1967 f Golanhæð- Blaðið kvað ráðherra stjórn- arinnar algerlega mótfallna brott- flutningi frá purpurarauðu lín- unni og sagði að allar umræður í stjórninni fjölluðu um svæðið, sem ísrael tók i októberstríðinu. ísraelsmenn hafa komið upp 17 landbúnaðar- og iðnaðarbyggðum Framhald á bls. 31 Hænur í fjallgöngu Katmandu, Nepal, 18. marz, Ap. FLOGIÐ var með fimmtán sprelllifandi hænur í þvrlum frá Katmandu til fjallgöngu- búða í Himalayafjöllum ! gær. I fylgd með hænunum voru fjallgöngukonur frá Japan. sem hafa f hyggju að leggja á Mount Everest. Fyrirliði hóps- ins, 35 ára gömul kona, Kvodo Sato að nafni, sagði, að fjall- göngukonurnar hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að eggja- snæðingur I fjal Igöngunni mvndi geta létt ferðina til muna. Engum sögum fer af, hvernig búizt er við, að hæn- urnar þoli loftslagið þarna uppi- Jafnaðarmenn tapa í V-Þýzkalandi Mainz, V-Þýzkalandi 18. marz NTB.AP. VESTUR-þýzki Jafnaðarmanna- LITVINOV ORÐINN VTLAGI — KOM TIL VÍNAR í GÆRMORGVN Vínarborg 18. marz AP. PAVEL Litvinov, einn af þekktari andófsmönnum í Sovétrikjunum, kom í dag til Vínarborgar frá Moskvu, en honum var vfsað úr landi fyrir nokkru. Blaðamenn fengu ekki færi á að ræða viðLitvinov, þar sem fulltrúar Gyðingasamtaka í Austurriki tóku á móti honum og flýttu sér að aka honum frá flugvellinum. Litvinov er 33ja ára að aldri og vinur Alexanders Solzhenit- syns. Með honum mun hafa verið Maja eiginkona hans og tvö börn þeirra. Litvinov hefur á ýmsan hátt látið í ljós andúð sina á þeirri kúgun, sem sovézkir borgarar hafa verið Pavel Litvinov beittir. Hann mótmælti innrás- inni í Tékkóslóvakíu árið 1968 á Rauða torgi og var dæmdur til fimm ára Síberíuvistar fyrir vikið. Um eitt hundrað vinir hans og konu hans fylgdu honum til Moskvuflugvallar, að sögn APfréttastofunnar. Litvinov er næstur á eftir Solzhenitsyn, sem stjórnvöld reka úr landi. Hann fékk vega- bréfsáritun til Parísar og er með öllu óvíst, að hann fái nokkru sinni að snúa til Sovét- rikjanna. Búizt er við, að Litvinov dvelji fyrst um sinn í sérstökum btiðum, sem Rauði kroSsinn rekur við Wöllersdorf, en ekki er vitað, hvért för hans verður síðan heitið. flokkurinn beið í dag annan ósig- ur á tveimur vikum við bæjar- stjórnarkosningar í Rheinland Pfalz, en aftur á móti styrktu kristilegir demókratar stöðu sina að mun. Samkvæmt tölum, sem hafa verið birtar, fengu kristileg- ir demókratar 51.7% atkvæða, en höfðu 43.9 þegar slfkar kosningar fóru þar fram siðast fyrir fimm árum. Aftur á móti hrapaði fylgi jafnaðarmanna frá 41.2% niður í 35.5%. FrjálSir demókratar unnu eilítið á, fengu nú 8,8%, en slétt 8% síðast. Við bæjarstjórnarkosningar f Hamborg fyrir tveimur vikum misstu jafnaðarmenn um 10.4%, en þar i borg hefur staða flokks- ins jafnan verið sterk. Helmut Kohl, stjórnandi fylkis- stjórnarinnar í Rheinland Pfalz, og framrhámaður kristilegra demókrata sagði, að úrslitin mætti túlka sem persónulegan ósigur Willy Brandts, kanzlara. Sagði Kohl úrslitir^ vera trausts yfirlýsingu á þá stefnu, sem kristilegir demókratar hafa fylgt á sambandsþinginu i Bonn, svo og i bæjar^ og sveitarstjórnarmálefn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.