Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 MAO lætur byltingar- fánann af hendi Wang Hung-wen og Mao Tse-tung „Æskari f dag og komandi kynsióðir munu meta bylting- una eftir eigin höfði. Tímarnir breytast með enn meiri hraða en áður — eftir þúsund ár verða meira að segja Marx, Lenin og Engels hlægilegir f augum fólksins." Mao var 72ja ára gamall, þegar hann mælti þessi orð, stuttu áður en hann tók sig til og synti hið fræga sund sitt á Gulafljóti, sem er eins konar táknræn byrjun á menningarbyltingunni. Það má með sanni segja, að Mao sé einn fjölhæfasti landsfaðir þessarar aldar; fyrir utan stjórnmála- starfsemi sína hefur hann lagt stund á heimspeki bæði klassíska og stjórnmálalega, herfræði, einkum skæruliða- baráttu, og skáldskap. I ágúst á siðastliðnu ári var 10. flokksþingið haldið. Mao og vopnabræður hans lýstu því yfir með stolti, að þeim hafi tekizt að yngja upp tæpan helming miðstjórnarinnar, en hún hafði verið árum saman eins og gamalmennaheimili í orðsins fyllstu merkingu. Þeim tókst sem sé að koma af stað kynslóðaskiptingu með skipun að ofan, og er það meira en hægt er að segja um stjórn- málaflokka hér á landi, þar sem kynslóðaskipti eiga sér ekki stað nema með miklum þrýstingi og hótunum frá yngri mönnum. Þannig lét-u gömlu foringjarnir merki byltingar- innar af hendi við yngri menn. Akveðið var með flokkslögum, að aldursskiptingin skyldi vera i þrennu lagi, þ.e. eldri, miðaldra og yngri flokks- foringjar skyldu sitja í öllum nefndum og ráðum flokksins, bæði í æðri og lægri stöðum. Nú stuttu fyrir áramótin varð Mao áttræður, og að eigin skip- un var ekkert um hátíðahöld, heldur átti kínverska þjóðin að ganga til vinnu sinnar sem endranær. Nú á níræðisaldrin- um getur Mao hrósað happi yfir tiltölulega friðsömu stjórn- málalífi i Kína eftir stormsama pólitíska og persónulega bar- áttu milli flokksmanna alla tíð síðan Lio Sehao-tschi var vikið úr embætti. Þær deilur, sem blossuðu upp um Líu Schao- tschi (fyrrum rikisforseti) og síðan um Lin Piao (fyrrum her- málaráðherra), áttu rót sína að rekja til þess, að þessir tveir voru hugsaðir sem arftakar Mao. En með ofangreindri reglugerð á að tryggja sam- felldni og viðhald byltingar- innar, og þar með að ákveða unga menn til framtiðar- forystu. Mao virðist hafa sérstakan augastað á Wang Hung-wen, 36 ára gömlum verkamanni frá Shanghai, og einnig á Tschou En-lai, en þeir báðir eru meðal fimm varaformanna flokksins. Wang Hung-wen og Mao eru eins og sonur og faðir. Báðir ha/a þeir sama andlitsfall, góð- mannlegt andlit, en fyrir utan sameiginleg útlitseinkenni munu þeir hafa mjög líkar skoðanir: uppreisnareðli, skilningur á rétti einstaklinga til að þroska og beita hæfileik- um sínum og einstaklings- ákvörðunartekt (þarna kemur fram athyglisverður mismunur á flokksforingjunum í Kreml og Maó). Skoðanir Wang kristallast í eftirfarandi tilvitn- un t ræðu hans á flokksþinginu, og bera sérstæðum skoðunum hans ljósan vott: „Sannur byltingarmaður er byltingar- maður í anda, t.d. að berjast gegn straumnum jafnvel þótt það þýði stöðumissi, brottrekst- ur úr flokknum, fangelsi, niður- lægingu eða jafnvel dauða." Þessi orð hans vöktu mikinn úlfaþyt meðal flokksstarfs- manna, sem töldu þau nánast villutrú. Sjálfvilji, frjótt ímyndunar- afl, gagnrýni og sjálfsgagnrýni, að vera ekki viljalaust verkfæri heildarinnar, þetta eru dyggðirnar, sem Maó hefur predikað og Wang tekið undir. I byrjun menningar- byltingarinnar var Wang venjulegur verkamaður í spunaverksmiðju í Shanghai. Þar skipulagði hann og kom á fót „rauðri uppreisnar- hreyfingu verkamanna", sem ásamt rauðu varðliðunum réðust á skriffinnskuveldi (blirokratisk hierarki) vel- efnaðra flokksforingja og em- bættismanna, og hina svo- nefndu kínversku Krústsjéva, sem allir voru haldnir kapitaliskum þankagangi. Wang og sex aðrir byltingar- menn tóku sér fyrir hendur að gefa út dagblað, sem fest var upp á veggi í verksmiðjunni. Stjórn verksmiðjunnar dæmdi Wang í margra ára fangelsi sem gagnbyltingarmann, en Wang tókst að komast undan til Pek- ing, þar sem hann náði tali af Maó. Síðan hélt Wang aftur til Shanghai og var þar í forystu fyrir menningarbyltingunni. Þessi mótþrói gegn flokkn- um, gegn hinni opinberu stefnu, er það, sem tengir Wang og Maó saman. Þannig var það með Maó í æsku. Um tima var Maó sviptur öllum embættum sínum innan flokks- ins vegna mótþróa gegn flokks- stjórninni. Upphafs þessa við- horfs hans er að leita aftur til ársins 1919, en þá var Maó ekki enn orðinn marxisti. Ung stúlka framdi sjálfsmorð vegna þess, að foreldrar hennar neyddu hana til að giftast manni, sem hún þekkti ekki og elskaði því síður. Af þessu tilefni skrifaði Maó: „Ef þetta sjálfsmorð er afleiðing þess, að þjóðfélagið, sem við nú búum við, hefur svipt menn allri von, er það skylda okkar að berjast gegn þjóðfélaginu og endur- vekja þar með von um betra líf. Okkur ber að deyja með sverð í hönd. Markmið baráttunnar er þó ekki að deyja sem píslarvott- ur heldur að þróa sérstakan persónuleika. Þótt lokatak- markið náist ekki (þ.e.a.s. að umbreyta þjóðfélaginu), en maðurinn berjist allt þar til yfir líkur, ber það vott um að viðkomandi er hugrakkari en hinir.“ Þetta viðhorf Wangs og Maós varðandi gagnrýni og rétt manna til að hafa aðra skoðun en meirihlutinn er f algerri mótsögn við það, sem kommúnistaforingjar Sovét- ríkjanna predika. Réttur til að •gagnrýna var lögfestur í flokks- lögum á síðasta þingi kommún- istaflokksins, þ.e., „hver og einn flokksfélagi hefur rétt til að halda fram afbrigðilegum skoðunum og það er algerlega óheimilt að berja niður gagn- rýni og að grípa til þvingunar- aðgerða". Sem stjórnmálalegt markmið er ákveðið að við- halda byltingunni með milli- stigsbyltingum (eins og menningarbyltingunni). Það, sem Maó hefur í huga, er hugmynd, sem heimspeking- urinn Ernst Bloch setti fram um „vonina sem grundvöll" (Prinzip Hoffnung),varmagjafa marxismans (Wármestrom) og kuldastraum (Káltestrom) f því samhengi. Maó leggur ríka áherzlu á að gera manninn náttúrulegri og náttúruna mannlegri, stefna, sem kín- verskir heimspekingar settu fram árhundruðum áður en Marx leit dagsins ljós. Þetta kalla Kínverjar ,jríki hinnar miklu samsvörunar" (Reich der Grossen Harmonie). Faðir Weng Hung-wen var veginn af hermönnumTschiang Kaischeks árið 1949, en stuttu áður hafði hann sent bréfmiða til konu sinnar, sem á var skrifað: „Vertu ekki hrygg, vertu varkár og aldu börnin rétt upp, segðu þeim hver drap föður þeirra." Þetta var sú arf- leifð, sem Wang fékk frá föður sínum, og þessi orð hafa orðið Wang að leiðarljósi æ síðan. (Úr Súddeutsche Zeitung) Kuldalegt yiðmót í stað samstarfsvilj a HONG Kong. — Stjórnmála- stjórviðrið, sem gengur yfir Kínverska alþýðulýðveldið þessa dagana, hefur haft það, i för með sér, að útlendir verzlunarerindrekar eiga sífellt erfiðara með að reka þar erindi sín og menn gerast uggandi um að vænta megi tíðari njósna- réttarhalda. Ástandið er farið að minna allmikið á þá tortryggni, sem rikti i garð útlendinga á dögum menningarbyltingarinnar á ár- unum 1966—’69, en þá voru all margir erlendir verzlunarer- indrekar og tæknifræðingar handteknir. Sumir þeirra voru jafnvel ekki látnir lausir fyrr en í aprílmánuði síðastliðnum. Stormurinn er farinn að hafa umtalsverð áhrif á daglegt líf í alþýðulýðveldinu, þar sem pólitískur áróður gengur fyrir flestu öðru þessa dagana. Flest bendir til þess, að róttækir vinstri sinnar beini nú spjót- um sínum gegn Chou En-lai forsætisráðherra, sem að und- anförnu hefur breytt um stefnu i ýmsum málum, að því er virð- ist til þess að þóknast vinstri- sinnunum og til þess að reyna að forðast hugsanlegar hreins- anir. Þegar maður les kínversk blöð verður að lesa á milli lín- anna, og í blöðunum hefur tví- vegis að undanförnu mátt sjá þess merki, að áróðrinum sé fyrst og fremst beint gegn for- sætisráðherranum. í fyrsta lagi ber þess að geta, að fyrir skömmu endurprentaði kommúnistiskt blað i Hong Kong grein, sem birzt hafði i róttæku dagblaði í Shanghai, en þar var ráðist harkalega að kínverskum skólamanni, sem reynt hafði að efla tengslin á milli Kina og Bandaríkja- manna. Maður þessi var gagn- rýndur fyrir að hafa snætt með erlendum gestum, í stað þess að sýna þeim tilhlýðilega tor- tryggni. i öðru lagi hefur „Dagblað alþýðunnar" í Peking ráðist gegn „flokki Lin Piaos“ fyrir að hafa notað kenningar Konfúsí- usar sem vopn gegn róttækum byltingarsinnum. Athugulum áhorfendum virtist svo sem þessum skeytum væri beint gegn Chou En-lai, en hann hafði einmitt beitt áhrifum sín- um til þess að draga sem mest úr öfgum menningarbyltingar- innar. Enginn vafi leikur á því, að upphafsmenn hinnar nýju áróðursherferðar eru hinir sömu, sem helzt hvöttu til menningarbyltingarinnar. Þeir eru verkfæri Maós formanns, og þeim hefur alltaf verið held- ur í nöp við Chou, sem vill fara að engu óðslega. Síðan storm- inn lægði á árinu 1969 héfur forsætisráðherrann lagt höfuð- áherzluna á hægar en stöðugar efnahagsframfarir og bætta sambúð við önnur ríki. A síðastliðnu ári gerðu Kin- verjar samninga við önnur ríki sem námu allt að 1.2 milljörð- um dollara — um byggingu verksmiðja og kaup á tækni- búnaði. Enn hefur þó ekki ver- ið hafist handa nema í litlum mæli. Meðan á menningarbylting- unni stóð voru nokkrir tugir erlendratæknifræðingavið upp- JíeuHDork (Ettncs EFTIR HENRY BRADSHER byggingu iðjuvera í Kína. Hinir nýju samningar tnunu krefjast starfskrafta hundruða erlendra sérfræðinga til starfa í hinum ýmsu kínversku borgum; hve margir þeir verða er ekki hægt að áætla nákvæmlega. Útlendingahatrið, sem nú má greina f skrifum kínversku blaðanna, minnir mjög á andrúmsloftið, sem ríkti á dög- um menningarbyltingarinnar. Utlendingar, sem dvöldust í af- skekktum borgum eins og til dæmis Lanchou, urðu fórnar- lömb. múgárása og sumir þeirra voru hnepptir í fangelsi, ákærð- ir fyrir njósnir. . Erindreki rikisstjórnar, sem nýlega hefur gert umfangs- mikla samninga við kínversk stjórnvöld, sagði i Hong Kong fyrir skömmu: „Okkur lizt ekki rétt vel á þróun mála, en við vonum að þetta (þ.e. fangelsun útlendinga vegna pólitískra stormsveipa innanlands) hendi ekki aftur.“ Ýmsar heimildir greina hins vegar frá því, að verzlunar- samningar við Kínverja gangi nú afar hægt, þar sem samn- ingamenn Kínverja séu svo uppteknir af pólitiskum funda- höldum, að þeir megi ekkert vera að því að sinna viðskipt- unum. Evrópskur verkfræðingur í Peking sagði, að nú væri allt orðið mun erfiðara í fram- kvæmd en í fyrrri ferðum hans þangað og annar, sem verið hef- ur í Peking um nokkurra mán- aða skeið sagði, að nú væri kuldalegt viðmót komið í stað samstarfsvilja. Haldi málin áfram að þróast í þessa átt er ekki ólíklegt, að verkfræðingar, sem eiga leið til Kína á næstunni, muni sakna hinnar frægu kínversku gest- risni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.