Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 Horft of víða vegu: ÞRUMURÆÐAN Þegar þing Norðurlandaráðs var síðast haldið, i Stokkhólmi, nú fyrir skömmu, gerðist einstæður atburður, enda í þeirri veru til hans stofnað. Þing þetta sátu nokkrir ráðherrar frá hverju ríki Norðurlandanna, þá fjölmennar fulltrúasveitir frá hverju landi, fjöldi fráttamanna, og margir gestir. Setið munu hafa þingið allt að sex hundruð manns. Þá var það við einndag, er menn voru komnir í sæti, að skugga bar yfirsalinn, vár þó bjart af degi og um leið gerðist loft svo þungt að undrun sætti. Voru þá tendruð öll ljós, er til voru, og gluggum slegið upp. Leið þá frá brjóstum manna velgja sú, er vart hafði orðið. Þingforseti setti þingfundinn og nefndi fyrsta mann á mælendaskrá. Fór þá þytur um salinn, sem forboði sterkviðris. Það brást og ekki. 1 ræðustólinn var kominn Magnús nokkur Kjartansson. Gneistaði af hverju hans hári, með lágum brestum, lfkt sem svörtum ketti er strokið, þá dimmt er orðið. Er ræðumaður lauk upp munni sinum var sem í eldtungur sæi og orðin flugu um salinn með kvæsi og gný sem sind- ur frá afli, þegar ákafast er blás- ið. Skall sindur þetta á eyru heyr- enda, og kenndu sumir sviða. í ræðustólnum stóð sá er valdið hafði. Að eigin áliti var hann hér maður mestur, svo hátt yfir hina hafinn sem sólin er jörðinni. Kjartansson dæmdi ráðherra hinna Norðurlandanna seka um, að hafa ekki aðstoðað islendinga i landhelgisdeilunni, og fyrir það ættu þeir skilið hirtingu og hana ómælda. Ávítur hans voru reiði þrungnar, talaði Kjartansson yfir hausamótum ráðherranna, lfkt sem strangur skólastjóri vítir pörupilta, er brotið hafa allar siðareglur skólans. Hljótt var í salnum, menn voru bókstaflega mælt þrumulostnir. Var þetta þó aðeins eins konar undanrás. Ræðumaður belgdist nú allur upp frá hvirfli til ylja. Þórdunur fóru um salinn: veggir skulfu, loftið bylgjaðist og sindrið hrann- aðist yfir höfðum norsku ráðherr- anna. Varð þá sumum á að hugsa hvort Ása-Þór væri endurvakinn, aðrir, sem heyrt höfðu getið um magnaða íslenzka galdramenn til forna, hugðu einn þeirra hér kom- inn, enn öðrum varð hugsað um heimsendi. Ræðumaður beindi nú eldskeytum sinum að ráðherrum Norðmanna. Kvað Kjartansson það ósvífni mikla af norsku rikis- stjórnínni að hafa sent stjórn Is- lands, þar sem hann sjálfur ætti sæti, bréf um álitNATO á varnar stöðu íslands, ef varnarliðið færi frá Keflavik. Þetta væri svo frek- leg ihlutun um innanríkismál ís- lands að hún urði ekki þoluð. Var- ið þið ykkur, Norðmenn, og bætti við i huga sér, en sagði ekki: „Skammt er frá Kolaskaga til Noregsstranda, og vígdrekar Rússa eru þegar hér skammt und- an ströndum Noregs.“ Ekki verður þrumuræða þessi rakin hér, enda öllum hérlendis kunn orðin.auk Þjóðviljans hefur Ríkisútvarpið birt ræðuna nokkr- um sinnum. Þegar Kjartansson hafði lokið reiðilestri sinum, staldraði stund við í ræðustóln- um, líklega búist við, að þeir, sem hann vítti kæmu krjúpandi að fót- um hans, biðjandi vægðar sér og sinum. En er enginn kom gekk hann hnakkakertur til sætis síns, vitandi um frægð sína. Af þessari ræðu mundi hann frægð hljóta um mestan hluta Evrópu. Alla sina ævi hafi Kjartansson dreymt, í svefni og vöku, um frægð. Hann var að visu orðinn þjóðfrægur á Islandi vegna ýmissa fram- kvæmda, er sumir kölluðu afglöp og ekki að ástæðulausu. En íslenzka þjóðin var bara svo fá- menn, takmarkið var heimsfrægð, ekkert minna. Þrumuræðan hlaut að fleyta honum langleiðina. Kjartansson hafði heyrt það haft eftirGretti Ásmundssyni, sem var maður vitur: ,,Að betra er að vera að illu getið en engu.“ Þessi fornu orð, er ekki geta talist heilræði, voru Kjartanssyni kærkomin lífs- speki. Það var þessi kenning, sem gaf ráðherranum kjark, styrk og eldlegt tungutak, þegar hann hirti ráðherrana, svo sem fyrr greinir. Kjartansson vissi að ræðu hans yrði þegar snarað á rússn- esku og allar mállískur i þvi við- lenda ríki, svo og tungumál allra leppríkjanna, og heima mundu samherjarnir fella gleðitár, hver rauðsokka væta kodda sinn á kvöldin. Ljómakrans mundi krýna höfuð hans í stað rosa- baugsins, er þar var fyrir stundu. Norðurlöndin mundu skjálfa og NATO riða til falls. Lærisveinar Stalíns mundu styðja hann upp á hátind frægðarinnar. Sú frétt barst austan frá Moskva, að meðan Kjartansson hefði verið í miðjum kjarnmesta hluta ræðu sinnar, hefði Stalín risið upp við dogg í grafhýsinu og glott við tönn. Ekki er þó örugg heimild fyrir frétt þessari, lfklega þjóð- saga. Þess skal og geta, svo ekki verði misskilið, að eldtungurnar, eldglæringar og fleira slíkt er líkingamál, til áherzlu á mikil- fengi ræðunnar, svo sem sagt var um skáldskap Bólu-Hjálmars: ,,0rð hans var þungt sem græðis- gnýr, þá gengur að ofsa veð- ur . .. “ Ég nefni ráðherrann okk- ar fræga bara Kjartansson, því svo var hann eingöngu nefndur á umtöluðu þingi, hvort tveggja var, að það er erlendur siður að kalla menn ættarnafni eða kenna þá eingöngu við föður sinn, svo var og að Norðmennirnir vildu ekki, að þrumumaðurinn bæri þarna sama nafn og þeirra ágætu fornkonungar: Magnús góði og Magnús lagabætir. Skil ég þá vel. Víkjum þá aftur til umræðna á þinginu. Ráðherrar Noregs og Danmerkur svöruðu Kjartanssyni kurteislega, en með nokkrum þunga, á viðeigandi hátt. Einn þeirra minntist á grafarraust, og var það sannmæli. Þeir bentu og á að slíkar umræður ættu ekki heima á þessu þingi, það væri ekki dómstóll i millirikjakærum. Hirði ekki að rekja ræður nefndra ráðherra frekar, en skeleggar voru þær og hófsamar, jafnvel meira en efni gafst tiL Sennilega þótti þeim Kjartansson eigi svara verður. Ölafur okkar forsætisráðh. tók loks þá ákvörðun, eftir stundar athugun þó, að standa upp og lýsa vanþóknun sinni á sumu því, er Kjartansson hafði sagt. Var for- sætisráðh. fyrst að hugsa um að víta samráðh. sinn í „áföngum", fyrst.lítið þarna og svo ósköplitið heima, en þar sem hann sá að heima yrði Lúðvíki að mæta, brá hann heldur á það ráð að víta Kjartansson hér, svo mjúklega, sem frekast var unnt, og drepa málinu á dreif, með því að mót- mæla um leið einhverju, sem Gylfi Þ. Gíslason hafði fyrr sagt á þinginu; eigi kom ljóst fram hvað það hafði verið. Ölafur hafði auðvitað átt að mótmæla þeim orðum Gylfa á réttum tíma, en nú fannst honum þetta mýkjandi smyrsl á sár Kjartanssonar, ef þá einhver væru. Ölafur er brjóst- góður, og sérstaklega nærgætinn við þá meðráðherra sína, er hafa fjöregg ríkisstjórnarinnar i úlpu- vasa sínum. Kjartansson bretti grönum við mjúkum vítum Olafs og glotti að klókindu karls, þetta með Gylfa. En þegar þeir islenzku ráðherr- arnir kæmu næst allir samt i „Múrinn", fengi Ólafur að vita hverjir hefðu húsbóndavöldin í ríkisstjórninni. Og enn hugsaði Kjartansson: „Ég heiti Magnús, það þýðir mikill. Nú hefi ég hreppt hnossið. Ég um alla jörð er frægur. Lúðvík er klókur, ágætur til allra launráða. Við Lúðvík erum sterkustu og valda- mestu menn á íslandi, og verðum enn sterkari, þegar búið verður að koma lýðræðinu fyrir kattar- nef.“ Margt ber í drauma hugsjóna-mannsins. Meðan á öllu þessu stóð var fremur rólegt hér heima, rauðliðar grétu gleðitárum sem fyrr getur. Fagnaðarlátunum var frestað þar til Magnús Kjartansson væri heim kominn. Hér brotnaði aðeins á Báru. Mörgum Islendingum fannst að ráðherranum hefði verið nær að huga hér fuekar að orkumálun- um, heldur en vera að flækjast út um lönd, verða þar sjálfum sér til skammar og gera þjóð sinni hneisu. „Hörmum eigi fjarveru Magnúsar, verði hún sem lengst, helst til næstu Alþingis- kosninga,“ sagði einn náun'gi við mig fyrir skömmu, ,Jiann gerir þá engar vitleysur í orkumálunum meðan hann er utanlands." Þjóðin verður að súpa seyðið af einræðisbrölú ráðherrans. Hann hefur stöðvað virkjanir, er vel voru á veg komnar, svo sem virkj- un Svartár i Skagafirði o. f 1., en tafið aðrar sbr. Sigölduvirkjun, í stað þess notað hundruð millj. til að leggja svokallaða tengilínu yfir hálendi milli héraða, þó ekkert rafmagn væri úl að flytja eftir lfnunni og mundi ekki verða til næsta áratug. Allt gerir ráð- herra þetta i andstöðu við vilja fólksins, kröfum þess og þörfum engu sinnt. „Vér einir vitum,“ segir ráðh. Fyrstu glöp forsætisráh. voru val manna i raðherrastöður eða samþykki hans, og næst skipting mála milli ráðherra. Það væri efni í sérstaka grein. Orkumálaráðh. verður ekki beint sakfelldur um vanþekkingu á þessum málum, því hvorki hafði hann hlotið hana í vöggugjöf eða á skólabekk, og eigi heldur starfi. En það er meg- in sök ráðherrans, að vilja ekki viðurkenna vanþekkingu sína og hlíta ráðum sér færari manna, og skeyta engu um kröfur fólksins i strjálbýlinu, er gerst veit hvar skórinn kreppir. Samband fsl. raf- veitna hefur margsinnis bent á, að smærri virkjanir út um dreifð- ar byggðir, á Austurlandi, Norð- urlandi og Vesturlandi væru stór- um hagkvæmari en leiðslur frá stórvirkjunum á Suðurlandi, m.a. tæki skamman tíma að byggja smærri veiturnar, og dreifinga- kerfi fljótlegt og ódýrt. í hverju héraði landsins eru fallvötn, sem auðvelt er að virkja. Stórvirkjanir eiga rétt að sér þar, sem orkuþörf er mikil til stóriðnaðar, og þar sem tugir eða hundruð þúsunda manna njóta aflsins frá virkjun- inni, svo sem er hér á Suðurlandi. Ráðh. hefur nú loks horfið frá Sprengisandslínunni. Öþarft var með öllu að verja milljónum til að rannsaka þá leið í þeim tilgangi að leggja þar um háspennulfnu. 11 Sumir menn eru svo blindir af sjálfbyrgingshætti, að þeir trúa ekki að gatan sé blind fyrr enn þeir brjóta vagninn á múrnum. Nú segist ráðh. hafa ráð á 300 millj. til lagningar svokallaðrar byggðalínu, en sú upphæð er ör- lítið brot af kostnaði við lagningu slíkrar línu, enda Iiggur ekki á, Sigölduvirkjun verður sennilega áratug í byggingu, ef miða skal við afköst við slík mannvirki allra síðustu ár. Nú er það út gefið að átta ár þurfi til að rannsaka, mæla og hanna meðalstóra virkjun. Áhugamenn telja tvö ár nægja. í Borgarfjarðar- og Mýrasýsl- um, Húnavatnssýslum og Skaga- firði má fimmfalda þá raforku, sem fyrir er með mjög hagkvæm- um virkjunum. Á Vestfjörðum skal gera slfkt hið sama, ef hyggi lega er að farið. Valdið í þessum málum þarf að færa heim í héruðin. Landshluta- samtökin verða að leggja hér hönd á plóginn og linna ekki fyrr en frumburðarréttur héraðanna er endurheimtur. 14/3 1974. Steingrímur Davfðsson. Gistilektor í bókasafnsfræði UM þessar mundir dvelst hér á landi D.J. Foskett yfirbókavörður kennaraháskólans f London (London University Institute of Education) og mun hann halda fyrirlestra hér og kenna á nám- skeiðum f bókasafnsfræðum við Háskóla Islands næsta mánuð. D.J. Foskett kemur hingað að ósk kennara í bókasafnsfræðum við H.í. og f ráði er, að hann leiðbeini þeim um framtfðarskipulagningu þessar námsgreinar við H.I. D.J. Foskett er víðkunnur fræðimaður á sinu sviði; hann hefur m.a. verið fenginn til að kenna bókasafnsfræði í Brasilíu Og skipuleggja bókasafnskerfi í Vestur-Afríku. D.J. Foskett hefur ritað margar bækur, einkum þó um flokkun og upplýsingamiðlun, en kunnastur er hann þó e.t.v. fyrir að semja sérstök flokkunarkerfi fyrir sér- bókasöfn og vísindastofnanir, að því er segir í frétt frá Háskóla- bókasafni. HESTAMENN í HAFNARFIRÐI Mikill áhugi er nú á hestamennsku um land allt, enda er fþróttin þjóðleg og á vel við, að hún eflist á þjóðhátíðarári. A myndinni sjást hafnfirzkir hestamenn á fundi, en þeir hafa haldið 3 fræðslufundi f vetur. Fjallað hefur verið um fóðrun hesta, dýralækningar og járnun. 1 Hafnarfirði eru um 300 hestar á fóðrum og mi Ui 70 og 80 menn eru í hestamannafélaginu þar. BINGÓ BINGÓ Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi heldur bingó aS Hótel Sögu (Átthagasal) í kvöld kl. 20.30. Fjöldi glæsilegra vinninga. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.