Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 HEILSUVERND AlþjóSlegt dreifingarfyrirtæki með sambönd í mörgum löndum hyggst opna markað á íslandi. Óska eftir að komast í samband við einstakling eða fyrirtæki, sem vill taka að sér að koma á markað stórkostlegum nýjum vörutegundum, sem nú þegar hafa selst fyrir hundruð milljóna sænskra króna. Viðkomandi íslenzkt fyrirtæki þarf að geta lagt fram $. 8000 Vlð bjóðum: 0 Einu vörutegundina af þessari gerð, sem er á markaðnum. 0 Alhliða þjálfun hjá sænsku skrifstofunni. Innifalið: Flugmiði, hótelkostnaður o.s.fr.v., greitt af okkur. 0 Einkaréttur. 41 Útvegum notkun á kvikmyndum, auglýsingum, bæklingum ofl. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum vinsamlega hafi samband við: DIR.GUY HANNERFALK. HÖTEL SÖ6U, SÍMI 20600 — Stríðshetjan Framhald af bls. 17 landamæri eru ógreinileg og erf- itt að verja þau. Þannig sé Portú- gölum um megn að uppræta þá og loka aðflutningsleiðum. Hann tel- ur, að Portúgalar geti í mesta lagi haldið í horfinu, en óttazt, að þjóðinni blæði út, hefur þungar áhyggjur af því, að iðnaður Portú- gals er skammt á veg kominn og lffskjörin svo bág, að fjöldi fólks neyðist til að flytjast úr landi, og er uggandi um, aðPortúgalar ein- angrist, að þeir geti ekki bjargað sér oe naumast séð sér farborða. Samkvæmt hugmyndum Spin- ola um sambandsríki eiga nýlend- urnar að fá sjálfsákvörðunarrétt. Portúgal, Mozambique, Angola og Guinea eiga að vera jafnréttháir aðilar, hver með sitt eigið þing og þjóðkjörinn landstjóra, sem yrði ábyrgur gagnvart sambandsþingi og sambandsstjórn, sennilega með aðsetri í Lissabon. Sam- bandsstjórnin, færi með fjármál, varnarmál og utanrikismál, en sérstakur ráðherra hefði það verkefni að samræma aðgerðir ríkjanna í menntamálum, þróun- armálum og á fleiri sviðum. Sam- bandsstjórnin gæti einnig beitt neitunarvaldi gegn ríkisfjárlög- um. Spinola gerir ráð fyrir fullri þátttöku blökkumanna í stjórn mála og óttazt, að stuðningsmenn hvítrar aðskilnaðarstefnu nái völdunum í Mozambique og Ang- ola. Nú hefur Spinola verið settur af og skoðanir hans bannfærðar. Harðari stefna er framundan í nýlendunum og heima fyrir. Dr. Caetano hefur orðið að láta undan þrýstingi manna, setn standa lengst til hægri, og tilraun hans til að vega salt milli hægri manna og frjálslyndra hefur farið út um þúfur. Brottvikning Spinola er greinilega mikið áfall fyrir Cae- tano. Fljött á litið eru auknar líkur á byltingu en hlutverk bylt- ingarforingja virðist ekki eiga við Spinola og bylting gæti alveg eins komið frá hægri. Bifvélavirkjar vélvirkjar eða menn vanir bifreiða- viðgerðum óskast. Uppl. í skrifstofunni Reykjanes- braut 12 og í síma 20720. ísarn h.f. STYRIMANN 0G VÉLSTJÓRA vantar á bát, sem er að hefja netaveiðar frá Þorláks- höfn. Vanur skipstjóri verður með bátinn. Upplýsing- ar i síma 99-3662 og 25741. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra Hjálpar- stofnunar kirkjunnar er laus til um- sóknar. Gert er ráð fyrir, að ráðning taki gildi 1. maí n.k. eða síðar eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar um starfsskilyrði og kjör veittar á Biskupsstofu Klapparstíg 27, Reykjavík. Framkvæmdanefndin Afgreiðslumaður í byggingarvöru- og búsáhaldaverzl- un, getur fengið trausta atvinnu. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 23. þ.m. markt: „TRAUSTUR — 4916“. Stórt bifreiða verkstæði óskar að ráða verkstæðisformann. Uppl. sendist Mbl. merkt: 5163. Óskum að ráða stúlku til afgreiðslustarfa í veitingasal. Vaktavinna. Upplýsingar í símum 25640 og 20490. Brauðbær Veitingahús, Þórsgötu 1. Heimilisstörf Dveljið í Danmörku í vor og lærið heimilisstörf. 10 vikna námskeið frá 1. apríl og 18 vikna frá 16. apríl. Frá ágúst 12 eða 20 vikna. Bæklingur sendur. Hedsten Husholdningsskole, 8370 Hedsten, Danmark sími 06 980145. Járnamenn Okkur vantar járnamenn nú þegar eða menn sem vilja læra járnlagnir. Uppl. í símum 82340 og 82380. Breiðholt h.f. JÁRNIÐNAÐARMENN ÓSKAST LANDSSMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.