Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1SI74 3 Popphátíð í Háskólabíói NOKKRIR þekktustu popp- hljómlistarmenn landsins ásamt tólf aðstðarhljómlistar- mönnum á biásturshijóðfæri og slagverk munu koma fram á hljómleikum, sem hefjast f Há- skólabíói f kvöld klukkan 22.00. Undirbúningsvinna vegna þess- ara hljómleika hefur nú staðið á þriðja mánuð og er þegar ljóst, að tónleikarnir verða með þeim umfangsmestu, er hér hafa verið haldnir á þessu sviði. A hljómleikunum koma fram hljómsveitirnar Brimkló, Change og Hljómar og og svo Jóhann G. Jóhannsson, sem sett hefur á laggirnar sérstaka hljómsveit fyrir þessa einu hljómleika. Þessir aðilar munu flytja nær eingöngu frumsamið Jóhann G. Jóhannsson og Sigurður Rúnar ganga úr skugga um, að hver nóta sé á réttum stað. Hluti af hljómlistarmönnunum, sem koma fram á tónleikunum f kvöld. Mvndin er tekin á æfingu fyrir tónleikana. efni og fær hver um sig til umráða um 40 mínútur. Þeim til aðstoðar verða Magnús Ingimarsson pfanóleikari, Reynir Sigurðsson, sem leikur á víbrafón, Elín Guðmundsdótt- ir hörpuleikari, Arni Scheving, sem leikur á enskt horn, vfbra- fón og barintonsaxofón, Rúnar Georgsson og Halldór Pálsson á flautu og saxófón, og örn Öskarsson og Sven Arve Hov- land, sem leika á trompet. I hljómsveit Jóhanns G. Jóhanns- sonar verða tveir gamlir félag- ar hans úr Öðmönnum, þeir Finnur Stefánsson og Ólafur Garðarson og auk þeirra Sigurður Rúnar Jónsson, sem annazt hefur útsetningar ásamt Jóhanni á Iögum hans. Þá má geta þess, að Hljómar mæta til leiks með tvo trommuleikara og mun Rafn Haraldsson lemja húðirnar með hljómsveitinni auk Engilberts Jensens. Að sögn Edwards Sverrisson- ar framkvæmdastjóra tónleik- anna hefur mikil áherzla verið lögð á alla skipulagningu og verða hljómflutningstæki hin fullkomnustu, sem völ er á hér- lendis. Sagði Edward, að mikill áhugi væri meðal hljómlistar- mannanna sjálfra á að gera þessa hljómleika sem bezt úr garði og er það samróma álit þeirra, að grundvöllur fyrir áframhaldandi tónleikahaldi á þessu sviði standi og falli með því hversu til tekst í kvöld. Að lokum gat Edward þess, að lita mætti á þennan viðburð sem þjóðhátíð þeirra popptónlistar- manna, sem þarna koma fram, framlag þeirra til hátíðarhalda vegna 1100 ára afmælis Islands- byggðar. Ráðnir framkvæmdastjórar sam- vinnutryggingafélaganna STJÓRN Samvinnutrygginga, Lfftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga hf. ákvað á fundi sfnum f gær að ráða tvo fram- kvæmdastjóra til félaganna, þá Óskar H. Gunnarsson og Jón Rafn Guðmundsson, en núverandi framkvæmdastjóri, Asgeir Magnússon, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Reykjavfkur. Um þetta segir f fréttatilkynningu frá félögunum: Ásgeir Magnússon, lögfræð- ingur, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga, Lfftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. frá 1. ágúst 1958 lætur af því starfi að eigin ósk hinn 15. maf n.k. Eins og komið hefur fram í fréttum, hefur hann frá sama tíma verið Óskar H. Gunnarsson Jón Rafn Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Um leið og stjórnin þakkar Ásgeiri vel unnin störf f þágu félaganna, óskar hún honum vel- farnaðar f nýju starfi. Með tilliti til síaukinna umsvifa i rekstri Samvinnutryggingafélag anna þykir stjórn félaganna nú eðlilegt, að framkvæmdastjórnin verði framvegisí höndum tveggja framkvæmdastjóra f stað eins áður. Hefur stjórnin á fundi sinum f dag ráðið eftirtalda menn til þess að hafa á hendi fram- kvæmdastjórn félaganna frá og með 15. maí n.k. með verkaskipt- ingu sem að neðangreinir: Oskar H. Gunnarsson verður framkvæmdastjóri Samvinnu- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.