Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 Þar á kímnin erfítt uppdráttar Oskarsverðlaununum úthlutað í dag AP —17. marz. ÖSKARSVERÐLAUNUNUM verður úthlutað í Hollywood á morgun. Það eitt liggur fyrir um verðlaunaveitinguna, að Groucho Marx, einn Marx- bræðra, hlýtur sérstök heiðurs- verðiaun fyrir framlag sitt til grínmyndarinnar og með þessu virðist kvikmyndaakademían vera að friða samvizkuna eftir að hafa vanrækt þessa grein kvikmyndanna um áraraðir. Akademían hefur jafnan á fjörutíu-og-sex ára ferli sínum haft tilhneigingu til að verð- ' launa fyrst og síðast dramatfsk tilþrif á hvfta tjaldinu, en gleymt öllum þeim fjölmörgu, er fengið hafá kvikmyndahús- gesti til að hlæja ærlega. Fyrir bragðið hafa sígildir grín- og gamanleikarar, svo sem Chap- lin, Horold Lloyd, W.C. Fields, Laurel og Hardy (Gög og Gokke), Buster Keaton og Marx-bræður, aldrei hlotið þessi eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins banda- rfska. Ymsir síðari tíma grín- leikarar eins og Bob Hope, Red ■ Skelton, Jerry Lewis, Danny Kaye og Woody Allen hafa einnig goldíð fyrir gamansemi sína. Venjan hef ur hins vegar ver- ið sú, að stjórn Akademíunnar hefur um síðir reynt að bæta fyrir yfirsjónir stofnunarinnar með sérstökum heiðursverð- launum og þannig fékk Edgar Bergen slíkan „heiðursóskar" árið 1937, Lloyd og Hope árið 1952, Kaye 1954, Eddie Cantor 1956, Keaton árið 1959, Stan Laurel árið 1960 og Chaplin árið 1971. Og í ár er það Groucho. Hann er nú 83ja ára að aldri og honum varð að orði, þegar hann fékk fréttir af verð- launaveitingunni: „Bræður mínir og ég hefðum átt að vera búnir að fá þau fyrir löngu.“ Hann kvaðst ekki skilja afstöðu Jack Lemmon — sigurstrang- legastur f ár fyrir leik sinn f Save the Tiger. Akademíunnar til grínmynd- anna en spáði því, að einhvern tfma myndi Woody Allen hljóta Óskarinn. Það verður þó ekki f ár, enda þótt síðasta gamanmynd Allen — Sleeper — hafi fengið mjög lofsamlega dóma og sé talin bezta mynd hans til þessa. Myndin fékk enga útnefningu í ár, og vakti það töluverða at- hygli í röðum kvikmyndaunn- enda. Þannig birtist til dæmis heilsíðu auglýsing í kvikmynda- blaðinu Variety án þess*að aug- lýsandinn væri auðkenndur: „Hamingjuóskir til Akademí- unnar fyrir að hafa enn einu sinni snúið bakinu við hæfileik- um og listfengi með því að loka augunum fyrir Woody Allen og frábæry mynd hans — Sleeper — við verðlaunaútnefninguna. Charlie Chaplin og Marxbræð- ur fengu heldur aldrei Óskar fyrir framlag sitt. Hafa engir af ykkur þarna gaman af því að hlæja?“ Hverjir eru svo þessir aka- demísku kjósendur? Þeir eru samtals , 3.200, fulltrúar allra skapandi greina kvikmynda- iðnaðarins og komast á félags- skrá fyrir „merkt framlag til iðnaðarins", eins og það heitir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að yngja akademfuna upp, er meirihluti félaganna kominn af léttasta skeiði og fhaldssamur í viðhorfum. Viðkvæmnin, væmnin á upp á pallborðið hjá þessu fólki en nekt, frumleiki og skop virðist eitur í þeirra beinum. Eina leiðin fyrir gamanleik- ara til að hljóta náð fyrir aug- um Akademíunnar er að taka að sér alvarlegt, dramatískt hlutverk. Þannig hlaut t.d. æðsti prestur hinna*léttu gam- anmynda. Cary Grant einu út- nefningar sínar — fyrir Penny Serenade árið 1941 og None but Barbra Streisand — er n einu sinni hlýtur hún útnefningu. the Lonly Hearts þremur árum síðar. í ár er það Jack Lemmon, sem líta má á sem arftaka Grants innan gamanmyndanna. Hann hlaut útnefningu fyrir leik sinn í háalvarlegu hlut- verki í myndinni Save the Tiger. Lemmon hlaut Óskarinn árið 1955 fyrir aukahlutverk í gamanmyndinni Mister Roberts — eitt af fáum skipt- um, sem gamanhlutverk hefur hlotið verðlaun. Brando — lfklegur Óskarsverðlaunahafi aftur f ár, svo og myndin Sfðasti tangó f Parfs. sannferðuga lýsingu á lífsbar- áttu miðaldra konu í „Summer wishes, winter dreams", hlut- - verk, sem ætji, að falla vel að smekk hinna akademísku kjós- enda um verðlaunaveitinguna. Bezta kvikmyndin: Aka- demísku kjósendurnir eru van- ir að horfa framhjá ýmsum.yan- köntum á kvikmynd, ef hún sýnir og sannar, að hún eigi eftir að gera það gott fjárhags- lega. Þar af leiðir, að The Exorcist er líklegastur sigur- vegarinn og 'um leið bendir flest til þess, að William Fried- kin, leikstjóri fyrrnefndrar myndar, hljóti Óskarinn sem bezti leikstjórinn. I keppninni um að hreppa Óskarinn fyrir beztan leik f aukahlutverki meðal leik- kvenna stendur baráttan m.a. milli tveggja ungstirna — þeirra Lindu Blair, er lék stúlk- una sem haldin var djöflinum í Excorist, og Tatum O’Neal (dóttur Ryan O’Neal úr Love Story), sem unnið hefur hug og hjörtu áhorfenda í The Paper Moon. Líklegasti sigurvegarinn þar er þó leikkona af eldri kyn- slóðinni — Silvia Sidney fyrir leik sinn f Summer dreams, winter wishes. I sama flokki meðal karlleikara berast öll bönd að John nokkrum Hous- man, virtum kvikmyndafram- leiðenda en nýliða innan vé- banda Þalíu, fyrir túlkun sína á kaldranalegum lagaprófessor í „Paper Chase“. Bezti leikstjórinn: Á undan er getið hversu sigurvænlegur William Friedkin verður að teljast í þessum flokki, en auk hans eru útnefndir: George Lucas fyrir American Graffiti, Ingmar Bergman fyrir Hvfsl og hróp, Bartolucci fyrir Síðasta tangóinn og George Roy Hill fyrir The Sting — sá siðast- nefndi gerði á sínum tfma myndina Bud Cassidy and the Sundance Kid og voru þeir Red- ford og Paul Newmann þar einnig í aðalhlutverkum. Glenda Jackson f myndinni A Touch of Class — hún og myndin hlutu útnefningu. „Serpico” og Robert Redford fyrir „Sting“. Allt eru þetta virtir og vinsælir leikarar en túlkun þeirra skortir dýpt Lemmons og Brando. Lemmon er því líklegasti sigurvegarinn í flokknum Bezti karlleikarinn 1974. Keppnin 'um titilinn Bezta leikkonan er hins vegar öllu tvfsýnni, þvf að þar er engin, sem sker sig sérstaklega úr. Glenda Jackson sýndi að vísu nýja hlið á sér sem gamanleik- kona í „Touch of Class” en eins og rækilega hefur verið undir- strikað hér á uridan, þá eiga gamanhlutverkin erfitt upp- dráttar innan Akademíunnar. Barbra Streisand var einnig sannfærandi sem byltingar- sinnuð hugsjónakona i „The Way We Were“ og Marsha Mason birti áhorfendum nýja gerð vændiskonu í „Cinderella Liberty". Nú, og ef myndin „The Exorcist" spjarar sig bærilega innan Akademíunnar, þá hefur Ellen Burstyn góða von um Óskar, þó að brellur leikstjórans skyggi á stundum á leik hennar. Að öllu athuguðu virðist þó Joanne Woodward líklegasti sigurvegarinn fyrir Jack Lemmon á þó í harðri samkeppni. Fyrstan keppi- nautanna má telja Marlon. Brando, sem væri væntanlega líklegasti verðlaunahafinn nú fyrir leik sinn í Síðasta tangó- inum í París, hefði hann ekki móðgað Akademíuna í fyrra með svo eftirminnilegum hætti. Þrír yngri leikarar koma einnig sterklega til greina: Þeír Jack- Nicholson fyrir „The Uast Detail", A1 Pacino fyrir Ungstirnið Tatum O’Neal, 10 ára, þykir lfkleg fyrir leik sinn f Paper Moon. 44 stúdentar ljúka prófum frá H.í. í LOK haustmisseris hafa eftir- taldir 44 stúdentar lokíð prófum frá Háskóla íslands: Embættispróf í læknisfræði: (13) Brynjólfur Á. Mogensen Friðrik Páll Jónsson Geir Friðgeirsson Gylfi Haraldsson Hafsteinn Sæmundsson Karl Haraldsson Kristján Arinbjarnarson Niels Chr. Nielsen Ólafur Eyjólfsson Páll Ammendrup Stefán Jóh. Hreiðarsson Sturla Stefánsson Þorsteinn Gíslason Embættispróf ílögfræði: (5) Atli Vagnsson Hrafnhildur Stefánsdóttir Jón Magnússon Kristján Sigvaldason Steindór Gunnarsson -i’ Kandfdatspróf f viðskiptafræð- um:(13) Árdís Þorðardóttir Guðjón Smári Agnarsson Guðmundur R. Ingvason Gunnar Rafn Einarsson Gunnar Kjartansson Gunnar Ólafsson Hilmar Sigurðsson Hinrik Greipsson Hjálmur S. Sigurðsson Ragnar Árnason Sigurður Haraldsson Sveinn G. Helgason Tómas Óli Jónsson Kandídatspróf í fslenzku: (1) Gunnlaugur Ingólfsson Kandfdatspróf Isagnfræði: (1) Kristján Sigvaldason B.A. -próf I heimspekideild: (6) Bjarney Kristjánsdóttir Bryndís Schram Brynjar Viborg Kristinn Jóhann Sigurðsson Sigrún Helga Árnadóttir Þórdfs Þorvaldsdóttir B.S. -próf f verkfræði- & raun- vfsindadeild Lfffræði sem aðalgrein: (3) Karl Gunnarsson Sigríður Guðmundsdóttir Tómas ísleifsson Jarðfræði sem aðalgrein: (2) Bessi Aðalsteinsson Þórunn Skaftadóttir Leiðrétting ÞAU mistök urðu f blaðinu sl. sunnudag, að með afmælisgrein um Ólaf Jóhannsson, Reykja- lundi, birtist mynd af föður hans, Jóhanni Gunnarssyni. Eru við- komendur beðnir velvirðingar á þessu. r I landnýt- ingarnefnd í GREIN um landgræðsluáætlun 1974—1978 féll niður nafn nefndarmanns i landnýtingar- og landgræðslunefndinni. Það var nafn Ingva Þorsteinssonar magisters, sem er einn 7 nefndar- manna. Rangt föðurnafn HÖFUNDUR athugasemdar á síð- unni „Krossgötum” í blaðinu sl. sunnudag er Jóhannes Tómasson, en ekki Frímannsson, eins og mis- ritaðist i blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.