Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 17 Olgan í Portugai: Stríðshetjan, sem spáði ósigri Maðurinn, sem kom af stað ókyrrðinni f portúgalska heraflanum með bók sinni „Portúgal og framtíðin“, Antonio de Spinola hershöfðingi, hefur orðið að víkja úr stöðu sinni sem varaforseti herráðsins. Forseti herráðs- ins, Costa Gomes hershöfðingi, hefur einnig verið settur af, þar sem hann aðhvlltist skoðanir hans. Harðlínumað- ur, áður æðsti herforingi Portúgala í Angola, hefur verið skipaður yfirmaður hersins. I bók sinni hélt Spinola því fram, að Portúgalar gætu ekki farið með sigur af hólmi i styrj- öldunum i nýlendunum í Afriku. Jafnframt hvatti hann til þess, að nýlendurnar fengju sjálfstæði og stofnað yrði sambandsríki Portú- gals og nýlendnanna. Spinola er fyrrverandi landstjóri í Portú- gölsku Guineu og eini herforing- inn, sem Portúgalar hafa dýrkað sem stríðshetju síðan styrjaldirn- ar f nýlendunum hófust fyrir þrettán árum. I En með bók sinni vó Spinola að undirstöðum stjórnarinnar og ýmsir hörðustu stuðningsmenn hennar kröfðust þess frá upphafi, að hann yrði settur af . Sam- kvæmt stjórnarskránni eru hörð viðurlög við því að hvetja til „upplausnar Portúgals'*, og stað- hæft var, að það hefði Spinola gert. Portúgalskir þjóðernissinn- ar telja, að Portúgal hafi sérstöku „siðmenningarhlutverki" að gegna og segja, að þjóðin líði und- ir lok, ef heimsveildið leysist upp og Portúgal verði aðeins kotríki á Pýreneaskaga. Áhrifamenn lengst til hægri, þeirra á meðal hinn aldni forseti Thomas aðmíráll, og landvarna- ráðherrann, Filva Cunha, hafa beitt sér fyrir brottvikningu Spin- ola, en upphaflega vildu þeir ekki víkja Gomes hershöfðingja þótt vitað væri, að hann aðhylltist sömu skoðanir. Hægrimennirnir vilja einnig, að hömlur verði sett- ar á þá frjálsræðisþróun, sem hef- ur átt sér stað, og að aftur verði horfið til harðlínustefnu, sem var fylgt á valdaárum dr. Salazars einræðisherra, sem nú er látinn. Frjálslyndir menn f stjórninni og annars staðar vilja á hinn bóg- inn gera Portúgal að meira Evrópuríki og tóku því bók Spin- ola fegins hendi. Sama máli gegndi um unga liðsforingja, tæknimenntaða menn og kaup- sýslumenn, sem eiga ekki miklar eignir í Afríku. Ungir liðs- foringjar urðu himinlifandi vegna þess, að áætlun Spinola mundi draga úr erfiðleikum þeirra f nýlendunum, ef hún yrði framkvæmd. Greinilegt er, að Spinola nýtur mikillar hylli al- mennings, og hann hefur verið kallaður eftirlæti heraflans. Kröfur öfgasinnaðra hægri- manna um brottvikningu Spinola ollu þeirri ókyrrð, sem hefur ver- ið í heraf lanum. Um 100 höfuðs menn héldu fundi til stuðnings Spinola, og þessi fundahöld leiddu til viðbunaðarins, sem var fyrirskipaður f heraflanum. Höf- uðsmennirnir mynduðu með sér samtök í fyrra til þess að krefjast hærri launa, vernda hagsmuni liðsforingja og tryggja stöðu- hækkanir. Þvf er haldið fram, að samtök höfuðsmannanna hafi gegnt úrslitahlutverki, þegar komið var í veg fyrir tilraun hóps herforingja til þess að steypa stjórn dr. Marcello Caetanos for- sætisráðherra rétt fyrir jólin. Bókin hefði ekki fengizt birt án leyfis dr. Caetanos, og raunar er hann fylgjandi því, að portúgalskt samveldi verði sett á laggirnar. Hann hefur lagt á það áherzlu i nokkrum ræðum, sem hann hefur haldið að undanförnu, að hann hafi sjálfur verið hlynntur stofn- un sambandsrikis portúgalskra ríkja síðan 1962, þegar hann sagði af sér embætti aðstoðarforsætis- ráðherra sökum ágreinings \ið dr. Salazar. Hann hefur áður lýst vfir því„ að endalok portúgalska heimsveldisins þurfi ekki endi- lega að hafa í för með sér „enda- lok Portúgals", þar sem landið muni fá veglegan sess i samein- aðri Evrópu. Áætlun Spinola um stofnun sambandsríkis er heldur ekki ný af nálinni. Helztu and- stæðingar stjórnarinnar hafa þrá- faldlega beitt sér fyrir slíkum hugmyndum. í þeim hópi hafa verið Morton de Matos hershöfð- ingi, frambjóðandi lýðræðissinna í forsetakosningunum 1949, og Humberto Delgado hershöfðingi, foringi andstæðinga Salazars, sem gerði grein fyrir svipaðri áætlun í bók, sem kom út 1962, tveimur árum áður en hann var ráðinn af dögum með dularfullum hætti, þegar hann var i leynilegri heim- sókn á Spáni. Og þegar uppreisn- in hófst í Angola 1961, sögðu þá- verandi landvarnaráðherra stjórnarinnar, Botelho Moniz hershöfðingi, og hópur herfor- ingja, sem þá reyndu að steypa stjórn dr. Salazars, að vandamál Portúgala f nýlendunum yrðu ekki leyst með hernaðarlegum ráðum, rétt eins og Spinola hefur nú gert. Hins vegar styrkir það rök- Portúgalar kveikja í kofum f Afrfku. semdir Spinola, að hann er i hópi beztu, portúgölsku herforingj- anna, sem hafa komið fram á sjón- arsviðið siðan nýlendustriðin hóf- ust, og að hann hefur verulega revnslu að baki. þar sem hann var landstjóri í Portúgölsku Guineu 1968 til 1973. Þar beitti hann sér fyrir þjóðfélagslegum umbótum og jók áhrif blökkumanna i stjórn nýlendunnar, enda taldi hann það forsendu þess, að sigur ynnist. Undir stjórn hans reisti herinn skóla og íbúðarhús og lagði vegi. herlæknar komu upp heilsumið- stöðvum og háskólamenntaðir ný- liðar voru Iátnir kenna blökku- mönnum. Stefna hans byggðist á þeirri von, að hann gæti koinizt að friðsamlegu samkomulagi við Amilcar Cabral, foringja hreyf- ingarinnar PAIGC, og eitt af því, sem kom til greina, var, að Portú- galska Guinea yrði hluti sam- bandsrikis Portúgals og Brazilíu. Þessar ráðagerðir fóru út um þúfur, þar sem Cabral var ráðinn af dögum. PAIGC hætti að nota portúgölsku við þjálfun stuðn- ingsmanna sinna og hre.vfingin hefur hallað sér meir og meir að róttækri stjórn Sekou Touré, for seta Guineu. Síðan Spinola hætti störfum hafa uppreisnarmenn sett ríkisstjórn á laggirnar og lýst yfir stofnun rikissins Guinea-Bi ssau. sem hefur hlotið viðurkenn- ingu Allsherjarþingsins og s;ekir senn um aðils að SÞ. Barizt er á tveimur vigstiiðvum en algert þrá- tefli er í viðureign uppreisnar- tnanna og 27.000 portúgalskra hermanna. Að undanförnu hefur athyglin einkutn beinzt að Mozambique. þar sem sú breyting hefur orðið á, að skæruliðar Frelimo stunda nú ekki aðeins aðgerðir nyrzt í land- inu heldur einnig i fjölbýlustu héruðunum. mörg huudruð kíló- metra frá stöðvum þeirra í Zam- bíu og Tanzaníu. Allstórir hópar sk;eruliða halda nú einttig uppi ívglubundnum árásutn á járn- brauta- og vegasamgöngur til Rhódesíu og Malawi. Arásir hafa jafnframt verið gerðar á víggirt þorp, þar st>m stóruin hluta ibúa á athafnasvieðum sk;eruliða er komið fyrir. Gert er ráð fyrir hiirðum árásum á orkuverið Car- bora Bassa. þegar það verður tek- íð í notkun á næsta ári. þótt Frel- iino hafi ekki tekizt að seinka smíði þess. A grundvelli reynslu sinnar tel- tir Spmola, að hernaðarleg lausn sé óluigsandi i Afríku. Skæruliðar í Guineu, Angola og Moz.ambitiue geti fengið óþrjótandi vistir er- lendis frá og notlært sér, að Framhald á bls. 20 Urslit brezku kosningaima — Viðtal við Tom Spencer formann E.C.C.S. HANNES Gissurarson hitti Tom Spencer formann Evrópu- samtaka borgaralegra stúdenta, E.C.C.S., f Vínarborg 2. marz sl. Þar sem þingkosningar höfðu farið fram f Bretlandi daginn áður og Tom Spencer starfað mjög að þeim, voru lagðar fyrir hann nokkrar spurningar um þau mál, og fara svör hans hér á eftir. Tom Spencer er B.Sc. f hagfræði og m. phil. f heim- speki frá háskólanum f Southampton. Hvers vegna galt íhaldsf lokkurinn slíkt afhroð í þessum kosningum? — Þrjár ástæður liggja aðal- lega til þess. í fyrsta lagi hvatti Enoch Powell, sem er eindreg- inn þjóðernissinni og andvígur miklum tengslum Bretlands við Evrópuríkin, menn til þess að kjósa Verkamannaflokkinn og gerði það sjálfur. Ætla má, að hægri armur íhaldsflokksins hafi gert slíkt hið sama og það verið ein aðalástæðan til þess, að íhaldsflokkurinn missti tólf sæta meirihluta sinn. 1 öðru lagi náðu tólf hægrisinnaðir mótmælendur kosningu á Norð- ur-írlandi, en ekki er unnt að telja þá til Ihaldsflokksins eins og var um fyrirrennara þeirra í þingmannasætum. Þarna höfðu norður-irskar stjórnmálaand- stæður áhrif á kosningaúrslit. Síðast en ekki sízt má rekja þessi úrslit til fylgisaukningar Frjálslynda flokksins á kostnað íhaldsmanna. Þar hafa skoðanakannanirnar vafalaust haft sín áhrif, en þær sýndu, að þessa fylgisaukningu mátti mjög ámóta skrifa á reikning Verkamannaflokksins sem íhaldsmanna. Vegna hins brezka kosningafyrirkomulags hefði slíkt svo til engin áhrif haft og sigur fhaldsmanna verið tryggður. Þessi vísbending skoðanakannana kann að hafa valdið því, að óánægðir kjós- endur Verkamannaflokksins hafi óttazt mikinn ósigur og kosið hann, en óánægðir íhalds- menn margir hverjir haldið til streitu að kjósa Frjálslynda flokkinn. Þarna virðist vera um gott dæmi um nýjan þátt f stjórnmálum að ræða, — áhrif skoðanakannana. Var kosningin ekki harðvftug? — Öðru nær. Jafnt fjölmiðlar sem stjórnmálamenn höfðu spáð því, að kosningabaráttan yrði mjög óvægin og hörð, en mér virtist hún hins vegar háð á mjög rökvísan og hófsaman hátt. Ég tók sjálfur þátt í henni f þrjár vikur sem aðstoðar- maður eins frambjóðandans og rakst hvergi á slíka hörku I fréttum kom verkfall námaverkamanna mjög við sögu og hugsanlegar reikniskekkjur f saman- burði á launum þeirra og annarra. Hvað er hæft í þessu? — Þar er um misskilning að ræða. Ýmsar kröfur náma- verkamanna voru reistar á samanburði á launum þeirra og annarra, sem ekki átti við. Hins vegar sýndu útreikningar hag- sýslustofnunar einnar, sem ríkisstjórn fhaldsmanna hafði stofnað, að nokkrar kröfur þeirra voru sanngjarnar. Það hafði hins vegar hvorki áhrif á verkfall þeirra né kosningarn- ar. Hins vegar kemur tilgangur hluta forystu námaverkamanna berlega í ljós i orðum McGahys varaformanns samtaka þeirra, en hann er kommúnisti, í sið- ustu samningaviðræðum hans við Heath: ,;Everything I do is designed to smash your government“. — Allt, sem ég geri, hefur þann tiigang að steypa stjórn yðar. Haft er á orði, að engin vinátta sé á milli flokks- foringjanna Heaths og Wilsons. Er það rétt? — Svo sannarlega. Þeir hafa óbeit hvor á öðrum. Vafalaust er þar um að ræða að miklu leyti persónulega óvild, einnig má liklega rekja þetta til þess, hversu þá greinir á um stjórn- un f grundvallaratriðum. Þetta kemur vel fram f umræðum, þar sem segja má, að gneista- flug sé á milli. Hvers vegna eru þeir Heath og Wilson svo miklu óvinsælli hjá almenningi í Bretlandi en t.d. Thorpe leiðtogi Frjálslynda flokksins? — Hver sá, sem reynir að stjórna Bretlandseyjum við þær aðstæður, sem nú eru, hlýt- ur að verða övinsæll. Menn hafa snúizt tii fylgis við Frjáls- lynda flokkinn vegna einhvers konar óskhyggju um endurnýj- un og umbætur, þótt aðstæður séu þannig, að ekki sé unnt að komast hjá erfiðleikum. Einnig er áberandi, hversu þjóðernis- sinnar sækja á. Iner kröfur verða æ háværari í Skollandi og Wales, að íbúum þessara lands- hluta sé veitt aukin sjálls- stjörn. Hvað er að segja um pólitíska framtíð Heaths? — Allt gott. Ileath vann mjiig ötullega að kosningahar- áltunni, varði ríkissljórn sína vel og einarðlega. Benda má á, að liann var sjálfur endurkjiir- inn með miklu meiri ineirihluta en búizt hafði verið við. Ilvað tekur nú við í brezkum stjórnmálum? — Það er erfill að gerasl spá- maður um þau efni. Ljóst er, að Ihaldsflokkurinn hefur misst þingmeirihluta sinn, þötl úrslit si“u ekki alls staðar kunn. El' til vill kæmi hagsiminum flialds- manna liezt, að nú t;eki við sam- steypust jórn Verkamanna- flokksins og Frjálslynda flokks- ins, svo geigvænlegir erfið- Jeikar bfða í brez.ku efnahags- lifi. Ilitl er eíns liklegt, að bráð- lega verði efnl til nýrra kosn- inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.