Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 58 — Ég skil ekki. Hvernig ætti maður að lifa. .. ef allir. — Svarið mér, sagði Martin. — Það kemur yður ekkert við, öskraði maðurinn tryllingslega. — Ógeðslega skriðdýr. — Hvers vegna, sagði ég? — Éfe vildi refsa þeim. Og ég skal líka refsayður. Smáþögn. Svo sagði Martin Beck vingjarnlega. — Þér drápuð Roseönnu. Þér munið það ekki sjálfur, eða þykist ekki muna það. En ég skal segja yður það. Þér voruð inni í klefan- um hennar og þar klædduð þér hana úr fötunum. — Nei, hún gerði það sjálf. .. Hún vildi smita mig af sinni sví- virðu. Hún var ógeð. — Refsuðuð þér henni? spurði Martin rólega. — Já, ég refsaði henni. Það hljótið þér að skilja? ÉG varð að r'efsa henni. — Hvernig refsuðuð þér henni? Drápuð hana? — Hún átti skilað að deyja. Hún vildi draga mig niður í sama svað- ið og hún var í sjálf. Skiljið þér það ekki? hrópaði hann hástöfum. ÉG VARÐ AÐ DREPA HANA TIL AÐ BJARGA SJALFUM MÉR. — Voruð þér ekki hræddur um að einhver sæiyður? — Eg var ekkert hræddur. Ég vissi að það var rétt, sem ég gerði. Þetta var henni sjálfri að kenna. — Og hvað gerðuð þér svo? Maðurinn hneig saman í stóln- um. — Hættið að pína mig. Hvers vegna haldið þér áfram að tala um þetta.Ég man það ekki? — Fóruð þér út úr klefanum þegar hún var dáin? — Nei. Jú. Ég man það ekki. — Hún lá nakin í kojunni. Og þér höfðuð drepið hana. Hvað gerðuð þér? — Æ verið ekki að spyrja mig! Ég veitþetta ekki. Og svo var allt henni að kenna. — Hvað gerðuð þér við hana? spurði Martin enn. — Eg henti henni i sjóinn. Ég gat ekki afborið að horfa á hana, hrópaði maðurinn æðislega. Hann féll saman og brast í grát. — Ég gat ekki horft á hana, ég gat ekki horft á hana, endurtók hann i sífellu og tárin flóðu um kinnar hans. Martin slökkti á segulbandinu og gerði boð eftir fangelsisvörð- unum. Þegar maðurinn, sem hafði drepið Roseönnu McGraw, var far- inn,kveikti Martin sér í sígarettu. Hann horfði fram fyrir sig og hugsaði. Svo tók hann penna og blað á skrifborðinu: „Hann hefur játað.“ Svo tók hann hatt sinn og frakka og gekk af stað. Fyrr um daginn hafði byrjað að snjóa og nú svifu stórar snjóflyksur til jarðar og bráðnuðu letilega á mal- bikinu og húsþökunum. Roseanna McGraw hafði farið í skemmtiferð til Evrópu. Á litlum stað sem hét Norsholm hafði hún rekizt á karlmann og tekið hann tali. Maðurinn var á leið í veiði- túr. Hún hefði ekki hitt han ef ekki hefði orðið vélarbilun i skip inu. Og þá hefði hann ekki drepið hana. En kannski hefði hún orðið fyrir bíl eða dottið í stiga og háls- brotið sig. Hver vissi það? Og svo hin konan Sonja Hansson. Von- andi myndi hún komast yfir það sem gerzt hafði igær og ná sálarró sinni aftur. Margir menn höfðu komið við sögu i þessum harm- leik, allt frá Motala í Sviþjóð til Nebraska í Bandaríkjunum. Þeir höfðu unnið að verki, sem þeir myndu aldrei gleyma. Martin Beck stef ndi heim á leið. SÖGULOK. Feikilegt hugmyndarleysi er þetta hjá þér maður Gólfið hefur gefið sig undan þunga reikninganna að aka í þriðja skiptið í röð á sama tréð. sem komu í póstinum í morgun. VEU/AKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 10.3.0 — 1 1 30. frá mánudegi til föstudags. # Ómanneskjuleg drápsadferö Ölafur Jónsson skrifar: „I Morgunblaðinu birtist grein 13. marz sl., og ber hún heitið „Bönuðu tófum með vélsleðum“. Er þessi grein tilefni þess, að und- irrituðum fannst ástæða til að láta nokkur orð falla þessu aðlútandi. Vanalega les undirritaður dag- blöðin ekki vandlega heldur flett- ir þeim litillega í þeirri von að finna einhverja áhugaverða fréttagrein, sem gæti leynzt með- al hinna fjölmörgu auglýsinga og erlendu frétta um hryllingsat- burði, hvort sem þeir eru af manna völdum eður ei. En með öðrum orðum, — þessi fyrrnefnda fréttagrein vakti strax hina sljóvguðu athygli undirrit- aðs. Hvað var hér á seyði? Voru nú einhverjir fimm vaskir menn komnir fram með nýja aðferð við útrýmingu á þeim mikla skað- valdi, refinum? Við nánari lestur komst lesand- inn að viðbjóðslegri niðurstöðu, því að svo var aðferð fimmmenn- inganna ómannúðleg við að drepa lágfótu. Allt i einu var þessi skemmtiferð fimmmenninganna komin anzi langt frá sínum upp- runalega tilgangi, sem var að skoða vetrarríki fósturjarðarinn- ar á fögrum vetrardegi, því að þar sem þeir aka eftir drifhvítum fannbreiðum koma þeir auga á tvær skepnur. Þær vekja með þeim þrá til að sýna nú karl- mennsku sína í verki og bana þessum óárgadýrum, sem reynd- ust vera tófur. En nú voru góð ráð dýr. Þá vanhagaði sem sé um þau verkfæri, sem vanalega eru notuð af siðuðum mönnum við aflífun á skepnum nú á tímum, skotvopn og skotfæri, sem deyða samstund- is ef þau eru ekki notuð af van- kunnáttu. Ef til vill kom fimm- menningunum ekki slík drápsað- ferð í hug, þar sem þeir áttu sína eigin aðferð, sem uppfyllti kröfur þeirra um skemmtiferð til hins ýtrasta. Hún var einfaldlega sú að aka á eftir skepnunum þar til þær örmögnuðust, og síðan var þeim sálgaS undir einum vélsleðanum. Þegar líða tók að kvöldi fóru kapparnir alsælir til byggða með tvær dauðar tófur. Það ætti að vera öllum heil- brigðum manneskjum ljóst, að þessar skepnur hafa orðið fegnar dauða sínum eftir að hafa hlaupið í tryllingslegri hræðslu, kílómetra eftir kílómetra, undan hvínandi vélsleðum til að bjarga sínu auma lífi þar til stund uppgjafarinnar var upp runnin. 0 Innlifun greinar- höfundar En það, sem einna helzt gerði þessa grein áhugaverða, var inn- lifun greinarhöfundar í frásögn sína af verkum þessara fimm- menninga. Við liggur, að hann færi þá í hlutverk ofurmenna í ævintýrum, sem berjast við dreka og finngálkn. En nú vaknaróneit- anlega sú spurning hjá velhugs- andi mönnum og konum, hvar Dýraverndunarfélagið sé þessa stundina, eða er lágföta e.t.v. ekki svo rétthá, að henni eigi að sálga á fljótlegan og þrifalegan hátt. Með þessum linum er undirrit- aður alls ekki að draga dul á nauð- syn þess að halda fjölgun refa í skefjum, þar sem ljóst er, að refir valda miklum skaða á fénaði margra bænda. En til að gera þetta nauðsynjaverk sem mann- úðlegast ættu einungis þeir menn að bana refum og öðrum villtum rándýrum, sem geta beitt fullri skynsemi, þegar þessi dýr verða á vegi þeirra og eiga í fórum sínum þau vopn, sem tryggja það, að dauðdagi dýrsins taki sem skemmstan tíma. Menn, sem uppfylla ofangreind skilyrði, eru karlmenni í eðli sínu og þarfnast þá ekki neinnar sýn- ingar á karlmennskunni. Að lokum vonar undirritaður, að þessir fimmmenningar eigi eft- ir að fara aftur á vélsleðum sínum upp f óbyggðir íslands til að njóta þeirrar náttúrufegurðar, sem þar er að finna, en láti það ógert að eyðileggja fegurðina með ómann- úðlegum drápum á varnarlausum skepnum. # Ábending til f jölmiðla Að endingu er hér örlitil ábend- ing til Morgunblaðsins og um leið til annarra fjölmiðla. Undirrituðum finnst, að frétta- flutningur fjölmiðla hér á landi beinist mjög í þá átt að sýna þá hlið mannlegs lífs, er snýr að hinu dapurlega, svo sem ofbeldis- og stríðsfréttir. Fellur ekki frétt Morgunblaðsins um ógeðfellt dráp á refum inn í þennan hóp? Ef dagblöðin drægju úr frétta- flutningi af atburðum svipuðum þeim, er að ofan greinir, þá yrðu þau mörgum skemmtilegri lesn- ing en nú er. Með þökk fyrir birtingu. Ólafur Jónsson." % Læknaskortur á Vestf jöröum og forystugrein Þjóöviljans Jónfna Asbjarnardóttir, Eyrar- vegi 12, Flateyri, skrifar: „I forystugrein Þjóðviljans 7. marz sl. miklast greinarhöfundur af þvi, að nú séu í fyrsta skipti um margra ára bil öll læknishéruð á landinu fullskipuð. Hann þakkar vitanlega heil- brigðismálaráðherra þá miklu lausn á einu alvarlegasta vanda- máli þjóðarinnar. Því miður er þessi lausn ekki fyrir hendi annars staðar en á pappírnum. Sá ágæti greinarhöfundur Þjóð- viljans ætti að hafa búsetu hér eins og einn vetur og búa við þá miklu einangrun, sem hér ríkir á þessum árstíma, sbr. sl. mánuði. í vetur hefur átt að heita svo, að Iæknir hafi verið settur í Þingeyr- ar- og Flateyrarlæknishéruðum með búsetu á Þingeyri. Síðan um jól hefur læknir verið hér hluta úr degi þrisvar sinnum. Má af því ráða, hvernig afstaða Önfirðinga er í læknamálum. Hvernig litist þéttbýlisbúum á það að geta aðeins vitjað læknis þrjá daga af sjötíu? 0 Erfiðar samgöngur og einangrun Samgöngur eru mjög erfiðar milli Dýrafjaróar og Önundar- fjarðar að vetrinum. Sem dæmi get ég nefnt, að póstur er stund- um allt að tvær vikur að komast frá Þingeyri til Flateyrar. Við er- um hér innilokuð um sex mánuði á ári -hverju. Væri það lágmarks- krafa, að læknar væru hér hjá okkur þennan erfiða og þrúgandi vetrartíma, þegar við höfum enga möguleika á að komast í burtu vegna veðurs. Svipaða sögu má segja frá fleiri stoðum en Flateyri. Æskilegt er, að kannað verði, hve raunhæf læknaskipunin er nú. Að sumarlagi eru læknar mun fúsari til að skfeppa úr streitunni út í strjálbýlið vegna þess, að þá komast þeir allra sinna ferða á bílum sínum. Að lokum: Hvers eigum við að gjalda hér víða á Vestfjörðum, sem allflest vinnum að einni mestu tekjuöflun þjóðarbúsins, fiskiðnaðnum? Er það kannski auðveldasta lausnin að gefa allt upp á bátinn og byggja eins og nokkrar blokkir í Svartsenginu? Þar myndu lækn- ar ekki fráfælast að búa. Jónína Asbjarnardöttir." — Geigvænleg hækkun Framhald af bls. 5 vöruhúsa innflytjenda og heild- sala. Við þetta skapast margvfsleg hagræðing, s.s. vinnusparnaður, aðflutningsgjöld innheimtast fyrr og komið yrði i veg fyrir vöru- rýrnun. Auk þess yrði miklu álagi létt af vörugeymslum skipa- félaganna. Gjaldeyrismál. Aðalfundur F.I.S. 1974 telur, að gjaldeyrisviðskipti séu sjálfsögð og eðlileg starfsemi allra banka og bankaútibúa á landinu. Fund- urinn álítur, að stjórnvöldum beri að veita öllum, sem hafa leyfi til að reka bankastarfsemi, full gjaldeyrisréttindi. E4 EGGERT KRISTJÁNSSON 8. CO. HF., SUNDAGORÐUM 4, SÍMI 85300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.