Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 13 Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Tengingu Breiðholts I og III lokið í haust I svari Birgis ísleifs Gunnars- sonar borgarstjóra við fyrirspurn Alfreðs Þorsteinssonar (F) um gatnagerð í Breiðholti kom m.a. fram, að á framkvæmdaáætlun ársins i ár eru miklar gatnagerð- arframkvæmdir i Breiðholts- hverfum og er áætlað að ljúka ýmsum þeirra fyrir haustið. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri: Alfreð Þorsteinsson hefur borið upp fyrirspurn í þrem liðum. i fyrsta lagi er spurt: Hvenær hefst breikkun Reykjanesbrautar frá Miklubraut að Breiðholtsbraut og hvenær er áætlað að Ijúka þvi verki? Því er til að svara, að fram- kvæmdir eru hafnar og þeim verður væntanlega lokið i október á þessu ári. i öðru lagi er spurt, hvort var- anlegt slitlag verði sett á syðri akgrein Breiðholtsbrautar í vor. Svarið við því er, að það verður gert í sumar jafnskjótt og lokið verður við að leggja hitaveitulögn undirgötuna. i þriðja lagi er spurt, hvenær hefja eigi tengingu Breiðholts- hverfa I og III um Vesturhóla. Höfðabakka og Stekkjarbakka. Þessar framkvæmdir munu hefj- ast síðla sumars 1974 og lokið við þær í haust. Alfréð Þorsteinsson (F) þakk- aði borgarstjóra svör hans og sagði, að í Breiðholti ríkti mikill áhugi á því, að vel yrði að þessum framkvæmdum staðið. r Askorun borgarstjórnar á Alþingi: Heildarstefna mörk- uð í skólamálum Sveinn Björnsson. Á fundi borgarstjórnar Reykja- vikur í siðustu viku var samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum til- laga frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins um skólamál. Til- lagan var svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir að skora á Alþingi og rikisstjórn að hraða mörkun heildarstefnu I málefnum barna-, unglinga- og framhaldsskóla, svo unnt sé að hefja markvissa skipu- lagningu og framkvæmdir við fyr- irhugaða endurmótun skólakerfis borgarinnar. Við mörkun slíkrar heildar- stefnu verði lögð sérstök áherzla á að samræma námsbrautaval ung- menna qg þekkingarþarfir í at- vinnulffinu betur en nú á sér stað og sömuleiðis að skipa verk- menntun verðskuldaðan sess inn- an skólakerfisins." Sveinn Björnsson (S): Eins og kunnugt er hefur endurskipu- lagning fslenzka skólakerfisins verið ofarlega á baugi siðustu misseri. Nægir i því sambandi að minna á grunnskólafrumvarpið, lög um fjölbrautaskóla og endur- skoðun löggjafar um iðnfræðslu. Út af fyrir sig er það ekkert undrunarefni, þótt breytingar á skólakerfi séu tímafrekar og sein- virkar, svo afdrifaríkar sem þær jafnan verða fyrir þjóðfélagið og þjóðarhag. Skólakerfið og heildarskipulag þess er verkefni ríkisvaldsins, en í framkvæmd skiptast hlutverk milli rikisvalds og sveitarfélaga. Eins og við er að búast eiga Reykvíkingar mikið í húfi, að fyllstu framsýni sé jafnan gætt í ákvarðanatöku og ráðstöfun fjár varðandi allt, er lýtur að skóla- byggingum, skipulagningu skóla- hverfa og starfstilhögun skól- anna. Skv. fjárhagsáætlun ársins í ár munu um 15.7% rekstrarút- gjalda borgarsjóðs fara til fræðslumála (427.4 millj. kr.), auk þess sem 375 millj. kr. mun verða varið til skólabygginga að meðtöldu framlagi ríkissjóðs. Þetta eru miklir fjármunir og ekkert útlit fyrir, að þeir fari minnkandi á komandi árum nema síður sé. Það liggur í hlutarins eðli, að nýjungar í skólamálum komi fyrst til framkvæmda á höfuðborgar- svæðinu, þar sem skólakerfið er að finna í sinni fjölbreyttustu mynd og aðstaða öl 1 er hagstæðust til að útfæra breytingar, vegna FRÁ BORGAR- STJÓRN fjölda nemenda, kennara og skóla og hvers konar sérhæfingar. Staða þessara mála nú er í stuttu máli, að í náinni, en ótiltek- inni framtíð verði gerðar víðtæk- ar breytingar á skólakerfinu, að því er tekur til barna-, unglinga- og framhaldsskóla, breytingar, sem liggja meira og minna í loft- inu. Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur gætu nú þegar hafið nauðsynleg- an undirbúning að fyrirhugaðri endurmótun á skólakerfi borgar- innar og þar með unnið mikinn tíma og umfram allt sparað borg- arbúum stóra fjármuni ákomandi árum, ef stefnumörkun ríkis- valdsins Iægi ljós fyrir. Því miður er því ekki að heilsa, að svo sé, og er tillögu þeirri, sem hér er flutt, ætlað annars vegar að vekja athygli Alþingis og ríkis- stjórnar á þessu brýna hagsmuna- máli Reykvfkinga, og hins vegar að stuðla að því, eins og segir í tillögunni, að hraðað verði mörk- un heildarstefnu f þessum mál- um. Varðandi einstök atriði má benda á, að verulegur ávinningur væri fólginn í ákvörðun um lengd (fjölda skólaára) barna- og unglingaskóla. Þá er einnig aðkallandi að fá lög um skipan framhaldsnámsins, þ.e. mennta-, eða verzlunar-, iðn- og gagnfræðanáms. i þessu sam- bandi er e.t.v. óþarft að benda á, að fjölbrautaskólinn verður væntanlega það skipulagsform, sem koma skal. Standa vonir til, að fjölbrautaskólinn fyrirhugaði í Breiðholú geti tekið til starfa innan tíðar. Þeirrar gagnrýni hef- ur löngum gætt, að ónóg tengsl væru milli skóla og atvinnulífs. Þótt ekki megi sniðganga þann megintilgang menntunar að gefa einstaklingnum tækifæri til að þroska hæfileika sína að eigin löngun og geðþótta, má ekki missa sjónar á nauðsyn þess, að skólagangan búi einstaklinginn undir þátttöku i atvinnulífinu. i reynd fara hagsmunir atvinnu- Iffsins og einstaklinganna saman að þessu leyti. Því betra sam- ræmi, sem er á milli námsbrauta í skólakerfinu og þekkingarþarfa í atvinnulifinu, þvi betri verða af- komumöguleikar einstaklingsins og þjóðarbúsins. Er sérstaklega vikið að nauðsyn þessarar sam- ræmingar í tillögunni, sem hér er flutt. Loks er drepið á hlut verk- menntunar í skólakerfinu. Svo undarlegt sem það er, virðast ís- lendingar leggja allt aðra og minni áherzlu á verkmenntun i skólakerfinu en grannþjóðirnar. Skýtur hér vissulega skökku við á öld iðnþróunar og aðlögunar að alþjóðlegum markaði, að verk- menntun skuli falla meira og minna i skugga bdknáms. Nægir í þessu sambandi að minna á, að mannflesta atvinnugreinin, verk- smiðjuiðnaðurinn, skuli nánast i engu fá notið skólakerfisins, þeg- ar um er að ræða verkmenntun iðnverkafólks. Virðist fyllilega tímabært, að verkmenntun verði hafin til meiri vegs og virðingar í skólakerfinu en tíðkazt hefur. Ég sé ekki ástæðu til að orð- lengja frekar rökstuðning fyrir tillögunni, sem hér liggur fyrir, en vænti þess, að allir borgarfull- trúar veiti henni samþykki sitt. Innrömmun Glæsilegt úrval af erlendum rammalistum. Límum upp myndir og auglýsingaspjöld. Eftirprentanir matt og glært gler. Myndamarkaðurinn við Fischerssund. Opið mánu- daga til föstudaga kl. 1 —6. Sími 27850. Sjúkrali&ar Aðalfundur verður haldinn í Sjúkraliðafélagi fslands þann 2. apríl kl 20 I Tjarnarbúð. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur málefni. Stjórnin. PHILIPS HEIMURINN INN A HEIMILIN PHILIPS HEIMILISTÆKIf HAFNARSTRÆTI 3. SlMI 20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.