Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 1
96. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. JUNÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mál Kissingers tekið fyrir í dag U tanr 1 kisr áðherr ann hótar að segja af sér Salzburg og Washington 11. júni AP-NTB Utanrfkismálanefnd bandarísku Öldungadeild- arinnar kom saman til fundar í kvöld og sam- þykkti einróma, aö taka fyrir á ný mál Henry Kiss- ingers utanrfkisráðherra varöandi ásakanir á hend- ur honum um að hann hafi fyrirskipað sfmahleranir hjá 17 ráðgjöfum Bandaríkjastjórnar og fréttamönnum, til að reyna að komast fyrir leka ríkisleyndarmála til fjöl- miðla. Kissinger var spurð- ur þessarar spurningar, er utanrfkismálanefndin fjallaði um útnefningu hans í embætti utanríkis- ráðherra í haust og þá neit- aði hann eindregið að hafa átt nokkurn þátt f að koma símahlerununum á. Kissinger hélt sem kunnugt er blaðamannafund í Salzburg f Austurríki síðdegis i dag, þar sem hann lýsti því yfir, að hann myndi segja af sér, ef hann yrði ekki algerlega hreinsaður af þessum ásökunum, sem hann sagði setja Ásakanir um þetta mál birtust í nokkrum fjölmiðlum í Bandaríkj- unum í sfðustu viku, eftir að Kiss- inger kom heim eftir 34 daga ferð um Miðausturlönd. Hann vísaði þeim tvisvar á bug á fundi með fréttamönnum og reiddist heiftar- lega á fundi sl. föstudag, er einn fréttamaður spurði hann hvort hann hefði fengið sér lögfræðing með það í huga, að hann gæti fengið á sig ákæru um meinsæri. Kissinger svaraði þvi þá til, að hann væri að halda blaðamanna- fund, en væri ekki við yfirheyrslu i réttarsal. í morgun gerðist það svo, að Joshua Eilberg, fulltrúa- deildarþingmaður og nefndar- maður í dótnsmálanefnd deildar- innar, sagði í blaðaviðtali, að gögn þau, sem dómsmálanefndin hefði fengið í hendur frá Hvita húsinu, bentu til þess, að Kissinger hefði átt beinanþáttíþvíaðfyrirskipa Framhald á bls. 18 Salzburg og Kairó 11. júní AP. NIXON Bandaríkjaforseti kemur í opinbera heimsókn til Kafró í dag og er búizt við, að Sadat for- seti taki vel á móti honum. Flug- vél forsetans á að lenda á Kafró- flugvelli um kl. 11.30 að fsl. tíma og eiga viðræður forsetanna að hefjast þegar eftir móttöku- athöfnina. Gert er ráð fyrir, að viðræður forsetanna komi til með að snúast að verulegu le.vti um mál Palestínuaraba, sem er eitt helzta vandamálið í vegi f.vrir blett á heiður sinn og orðstfr og varanlegum friði í Miðaustur- Nixon fer til Kaíró í dag tengsl Bandaríkjanna séu sterk- ust við ísraela. Leggja blöðin áherzlu á, að heimsókn Nixons geti því aðeins heppnazt vel, að samkomulag náist um framtíð Palestínuaraba. Nixon forseti ræddi í dag við dr. Bruno Kreisky kanslara Austur- ríkis, en Nixon kom fyrst við í Salzburg í Austurríki, þar sem hann dvaldist í 36 klst. til að venj- ast tfmamismuninum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Kissinger alvörugefinn á fundinum í Salzburg í gær. hindra beinlínis framkvæmd utanríkismála landsins. Kissinger var mjög mikið niðri fyrir á blaða- mannafundinum og rödd hans titraði margoft og hann þurrkaði tár úr augum sér. löndum. Viðræður þessar eru mjög mikilvægar, því að báðtr forsetarnir hafa hug á því að nota þær til að auka vinsældir sínar heima f.vrir. Forsetarnir munu einnig ræða samskipti Egypta og Bandarfkj- anna, en löndin tóku upp stjórn- málasamband á ný fyrir þremur mánuðum, f kjölfar samkomulags Egypta og Israpla, en Egyptar rufu sem kunnugt er sambandið í októberstríðinu 1967. Mikill viðbúnaður var í egypzku höfuðborginni í dag vegna komu Nixons og voru götur og bygg- ingar prýddar fánum Bandaríkj- anna og Egyptalands. Mikill við- búnaður var einnig i höfuð- borgum Sýrlands, Israeis, Saudi- Arabíu og Jórdaníu, en Nixon heimsækir öll þessi lönd á næstu 7 dögum. Hann verður í ísrael á sunnudag. Viðbrögð blaða í Arabaríkjun- um við heimsókninni eru nokkuð mismunandi, enþóeruflest þeirra nokkuð á verði og vara fólk við of mikilli bjartsýni, benda á, að Dökkt útlit á Ítalíu Róm, 11. júní. AP—NTB. ALVARLEGA horfir nú um stjórnarmyndun á Ítalíu, eftir að Mariano Rumor forsætisráðherra sagði af sér í gær. Forystumenn Sósfalistaflokksins, sem myndaði síðustu stjórn með flokki Rumors, Kristilegum demókröt- um, lýstu þvf yfir í kvöld, að ólíklegt væri, að flokkurinn myndaði á ný stjórn með Kristi- legum demókrötum. Engar aðrar leiðir til mvndunar meirihluta- stjórnar virtust fyrir hendi í kvöld. Astandið í itölskum efnahags- málum er heldur dökkt um þessar mundir. Gengi lirunnar hefur fallið um 18%, verðbólgan er um 20% á ársgrundvelli og vöru- skiptajöfnuður landsmanna við útlönd hefur verið óhagstæður um 1 milljarð dollara á mánuði undanfarið. Stjórnmálafréttarit- arar telja líklegast, að Kristilegir demókratar muni mynda minni- hlutastjórn, sem geri ráðstafanir til að reyna að rétta efnahagsmál- in við. Ástæðan fyrir stjórnarslit- um var deila samstarfsflokkanna um hvort hægt væri að stemma stigu gegn verðbólgunni, án þess að auka fjölda atvinnulausra. Flokkarnir hafa sameiginlega farið með völd á italiu sl. áratug, en þeim hefur ekki tekizt á þessu tímabili að halda verðbólgunni i skefjum. Þetta var 5. ríkisstjórnin undir forsæti Rumors og var hún mynd- uð í marz sl. 10 dögum eftir að 4. ríkisstjórn hans hafði orðið að segja af sér. Mikil upplausn hefur ríkt í landinu undanfarið og þá einkum í kjölfar þjöðaratkvæða- greiðslunnar, þar sem meiri- hlutinn samþykkti að staðfesta lögin, sem heimila skilnað í land- inu. Glæpir hafa aukizt gffurlega svo og pólitísk hermdarverk. Ríkisstjórnin, sem nú féll, var sú 36., sem mynduð hefur verið frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Mál Ehrlichmans aðskilið Washington 11. júní AP. GERHARD A. Gesell, alríkis- dómari t Washington, ákvað í dag, að réttarhöldin yfir John Ehrlichman, fyrrum ráðgjafa Nixons forseta, vegna meintrar þátttöku hans í innbrotinu í skrif- stofu sálfræðings Daniels Ells- bergs, sk.vldu aðskilin frá réttar- höldunum yfir hinum sakborn- ingunum þremur, Gordon Lidd.v, Bernard L. Barker og Eugenio R. Martinez. Gesell tók þessa ákvörðun eftir að lögfræðingur Nixons forseta hafði skýrt frá því, að forsetinn neitaði að afhenda Ehrlichman persónuleg skjöl hans varðandi störf hans f Hvíta húsinu sl. 2‘A ár. Ehrlichman hafði lýst því yfir, að skjöl þessi væru nauðsynleg til að tryggja réttlát réttarhöld. Gesell dómari var mjög reiður vegna neitunar forsetans og sagði, að neitunin gerði það að verkum, að það væri nær ógjörn- ingur fyrir réttinn að rækja sk.vldu sína. Hann sagði, að þessi neitun for- setans væri óbein beiðni um að málinu yrði vísað frá, en slfkt myndi hann ekki gera fyrr en allt hefði verið reynt til þrautar, sem gæti tryggt Ehrlichman réttlát réttarhöld. Ehrlichman var mjög ánægður er hann heyrði, að mál sitt hefði verið aðskilið. Hann var að því spurður hvort neitun for- setans væri bragð til að fá málinu vísað frá, en hann svaraði þvi til, að það væri ekkert bragð, aðeins aðgangur að þessum skjölum gæti tryggt réttlát réttarhöld. Réttar- höldin yfir þremenningunum hefjast nk. mánudag, en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin yfir Ehrlichman hefjast. ISLAND SIGRAÐI GUERNSEY 4—0 Nissa, 11. júní AP. ÍSLENDINGAR sigruðu í kvöld skáksveitina frá Guerns- ev með 4 vinningum gegn eng- um í 5. umferð Olympíuskák- mótsins, sem fram fer í Nissa. í gærkvöldi tefldu islendingar við Hong Kong og fengu 2 vinninga gegn einum og 1 skák fór í bið. Önnur úrslit í 5 riðli urðu þau, að Írar höfðu VA vinning á móti l'/i vinn- ingi S-Afríku, en 1 skák fór í bið, V-Þýzka- land 4, Portúgal 0, Sví- þjóð 4, Trinidad 0. I 1. riðli fengu Sovétríkin 2H vinning, en Pólverjar l'A, en Skotar sigruðu Puerto Ricana með 3 vinningum gegn 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.