Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1974 29 s <uggamync iif inrskn FRAMHALDSSAGA EFTIR 1^1 vJÍXV^ MARIULANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 29 — Já, á Lidingö. — Yfirlætið í rödd hennar leyndi sér ekki, yfirlæti í garð þeirra, sem ekki þekktu Herman Fahlgren og glæsilegt hús hans á Lidingö. — Getur einhver staðfest að þér hafið verið heima? — Já, sagði hún kæruleysislega. — Ætli einhverjar af vinnu- konunum gætu það ekki.... En samt var eins og nú yrði hún óstyrk á ný. Þegar öll kurl komu til grafar, þá vissi hún kannski meira en hún vildi vera láta.... KARL GUSTAF SEGERBERG var síðastur, sem gaf skýrslu. Hann var skorinorður og kom sér strax að efninu. Eg sá að CHrister gazt vel að Dalamanninum. Karl Gústaf hafði komið til bókasafnsins á sunnudagskvöldið, þegar klukkuna vantaði stundar- fjórðung í átta. Og þá hafði hann talað við Jan í reykherberginu í um það bil hálfa klukkustund. Pelle hafði komið um hálf níu- leytið, uppstökkur og kvíðin, skömmu síðar hafði Jan slegist í samræðuhópinn og svo Staffan Arnold. Þeir höfðu rætt um nýj- ustu atburði í Uppsölum, sem þar höfðu orðið og vakið hneyksli við doktorsvörn af ýmsum ástæðum. Þeir höfðu allir lagt sitt til mál- anna, en Pelle hafði verið þeirra háværastur.. .. Hvað viðvék Evu þá sagði Karl Gústaf að hún hefði verið ljóm- andi félagi og trú vinum sínum. Hún hafði áð vísu ekki öðlast telj- andi hylli hjá hinu kyninu og taldi Karl Gustaf skýringuna á því vera einfaldlega þá, að hún hefði verið feimin og hlédræg og ekki sérlega lífleg... . hún reyndi ekki að koma sér í mjúkinn hjá neinum og hún hafði ekki til að bera kvenlegan yndisþokka að hans dómi. Hann hafði aldrei fundið hjá sér löngun til að eiga náin skipti við hana. — Hún var ekki beinlínis mín gerð, sagði hann. — Ég bar til hennar bróðurlegar tilfinningar frá bernskuárum okkar. Það var komið fram á rauða- nótt, klukkan var orðin tvö og ég geispaði í sífellu. Ég gat ekkert hugsað af viti lengur og mig lang- aði ekki til neins annars en fara i rúmið og fá góðan nætursvefn. Ég heyrði að Karl Gustaf var að tala um að hann skyldi taka að sér að „þekkja líkið“ til að losa Kersti Ryd við það. Svo læddist ég út á salernið og þegar ég opnaði dyrn- ar og ætlaði að fara inn heyrði ég raddir. Ég sá ekki hverjir voru inni í dimmu hornherberginu gegnt salerninu, en ég nam staðar og hlustaði af alefli. Karlmannsrödd sagði eitthvað lágt og biðjandi. Þvínæst heyrði ég rödd hennar.... — Nei... nei.. . ég vil það ekki. Hann reyndi að segja eitthvað, en hún greip fram i fyrir honum og ég heyrði og skynjaði að hún var á barmi örvæntingar. — Nei.. . nei.. . hrópaði hún. — Ekki eftir það sem hefur gerzt.... ekki eftir að Eva og þú.. .. ó, guð minn góður! Ég veit ekki hvað gerðist, en ég heyrði lága stunu, svo varð allt hljótt. Svo hljótt, að ég taldi hyggileg- ast að fara aftur inn á salernið. Þegar ég opnaði dyrnar augna- bliki síðar og gekk fram, stóð Görel ein frammi á. ganginum. Andlit hennar var þrútið af gráti, en ég nam ekki staðar til að hug- hreysta hana. Þvert á móti. Ég þaut fram i forstofuna... og eitt andartak fannst mér ég sjá skuggæl fjarska meðfram bókahillunum.... svo hvarf hann og ég var á ný ein.. . Ellefti kafli Ég var enn að brjóta heilann um atburði næturinnar daginn eftir, þegar ég lagði af stað á bókasafnið og ég sagði við sjálfa mig að skugginn, sem ég hafði séð hefði getað verið skuggi hvers sem var — Pelle, Staffan, Jan, Ingmar. Já kannski lika Karl Gustaf, þar sem Christer hafði sagt mér að þeir hefðu slitið tali sínu í sömu mund og ég fór fram. Christer hafði þá farið niður á næstu hæð til að hringja og hann vissi auðvitað ekki, hvað Karl Gustaf og þau hin höfðu haft fyrir stafni á meðan. Einhver þeirra hafði verið á tali við Görel.... á einkennilegu tali, sem ég gat ekki skýrt í fljótu bragði. Eitthvað um, að Görel vildi ekki... eitthvað, vegna þess að hann þessi óþekkta stærð og Eva höfðu. ... ja, höfðu gert hvað? Það var ómögulegt að vita. En ég dró í efa, að tilvera Evu hefði verið jafn náttúrulaus og vinir hennar vildu fá okkur til að halda. Ég reyndi að komast að ein- hverri raunhæfri niðurstöðu um árangur yfirheyrslna Christers, en var litlu nær. Nú vissum við hver hin látna var, við vissum, hvers vegna hún hafði haldið til i íbúðinni minni og við vissum svona undan og ofan af um það, sem hún hafi aðhafst síðasta sólarhringinn, sem hún lifói, en það var langt í frá nóg. Og um fram allt hafði enn ekkert komið fram, sem gaf til kynna, hvers vegna morðið hefði verið framið og meðan sú ástæða var ókunn, þá voru ekki miklar líkur á því að við hefðum upp á morðingjanum. Ég reyndi því — þegar ég sté út úr sporvagninum — að sætta mig við að enn væri of snemmt að ætlast til þess að niðurstaða gæti legið fyrir. Skynsamlegra væri að ég reyndi að hafa eyru og augu opin og safna staðreyndum, sem að gagni mættu koma. Og hvergi væri þægilegra og aðgengilegra að gera það en í reykherbergi bókasafnsins. Mér til undrunar voru aðeins Lillemor og Pelle fyrir í herberg- inu. Pelle hafði gert heiðarlega tilraun til að vatnskemba á sér hárlubbann og hann virtist mun rólegri en kvöldið áður og kannski rólegri en maður gat bú- izt við. Lillemor sat í eftirlætis- stellingu sinni uppi á einu borð- anna: hún var í blárri dragt og augu hennar glömpuðu af æsingi. — Þú getur ekki ímyndað þér, hvað allt er æsandi. Karl Gustaf fór til að skoða líkið, því að ann- ars er víst ekki hægt að kveða upp úrskurð um, að þetta hafi verið Éva — og reyndar væri það hreint ÆÐI, ef það væri nú alls ekki hún, heldur einhver allt önnur og við erum öll búin að vera í yfir- heyrsium og allt það og svo er búið að taka fingraförin okkar, rétt eins og við værum alvöru glæponar... . og það er búið að rekja svoleiðis úr mér garnirnar, að þú bara trúir því ekki og ég hef sagt allt sem ég vissi um Evu og Staffan og Ingmar og... og.. . VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 -— 1 1.30, frá mánudegi til föstudags 0 Alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn F.B. skrifar: „Velvakandi sæll. Það hefur vakið athygli mina, að ýmsir frambjóðendur á nýút- gefnum framboðslistum titla sig alþingismenn. Mér vitanlega eru engir alþingismenn til á Islandi þessa stundina, og þvi þætti mér vænt um að heyra álit þitt á þessu titlatogi. F.B.“ Velvakandi skilur ekki fremur i þessum skrautfjöðrum en bréf- ritari, en a.m.k. fyrrverandi þing- menn Alþýðubandalagsins hafa átt bágt með að skiljast við stöðu- heitið. # Ósk um endur- sýningu „Félaga Napóleons“ Sjónvarpsafnotagjalds- greiðandi skrifar: „Kæri Velvakandi, þú sem endist til að leggja eyrun við hvers konar kvabbi. Fyrir nokkrum árum var sýnd hér í sjónvarpinu mynd, sem gerð var eftir sögu George Orwell, „Animal Farm“, og minnir mig, að hún hafi verið nefnd „Félagi Napóleon“ á islenzku, enda mun sagan hafa komið út í islenzkri þýðingu einhvern tíma i fyrnd- inni undir sama titli. Nú langar mig til að mælast til þess við sjónvarpið, að það taki sig nú til og endursýni þessa mynd snarlega, eða geri ráð- stafanir tíl þess, sé hún ekki til- tæk nú. Það getur náttúrlega meir en verið, að núverandi æðsta ráð ríkisútvarpsins sé ekki hrifið af þessari hugmynd, þar sem Orwell barðist af alefli gegn hvers konar alræði, en sé frjálslyndi ráðsins til á borði sem í orði, skil ég ekki í öðru en að það þyldi, að myndin yrði endursýnd. Sjálfum finnst mér, að ráðið ætti að taka þessari hugmynd minni með fögnuði, þar sem sjón- varpsdagskráin hefur sjaldan ef nokkurn tima verið öllu snauðari en nú. Það er út af fyrir sig illskiljan- legt, hvers vegna sjónvarpið dreg- ur saman seglin löngu áður en sumarleyfi starfsfólksins hefst, og væri gaman að fá skýringu á því við tækifæri. Sjónvarpsafnotagjalds- greiðandi." Hvilikt orð, sjónvarpsafnota- gjaldsgreiðandi! Velvakandi myndi taka þátt i fögnuði bréfritara, ef ráðið liti til hans i náð sinni og yrði við ósk hans. Myndin, sem hér um ræðir, var teiknimynd, ef Velvakandi man rétt. Fleiri sögur eftir Orwell hafa verið þýddar á islenzku, a.m.k. 1984, en nú er orðið langt síðan þessar bækur komu út og ósenni- legt, að þær séu enn fáanlegar í bókaverzlunum. Þær eru hins vegar þörf lesning þeim, sem eitthvað eru að spekúlera í þjóðmálum, þannig að sem flestir ættu að kynna sér þessi rit. 0 Allt í skuld Þá er hér bréf norðan úr landi: „Það er þokkalegt ástandið á skútunni núna, og man ég ekki til þess, að verðbólgubálið hafi logað glaðlegar nokkru sinni fyrr, man ég þó tvenna tímana. Stöðugt eru þuldar yfir manni fréttir um nýjar verðhækkanir þar til nýverið, að ríkisstjórnin sló sér stóran vixil og hafði al- menning fyrir ábyrgðarmann. Þá hófust undarlega miklar niður- greiðslur og i kjölfarið sigldu svo skrif og yfirlýsingar skuldaranna i málgögnum ríkisstjórnarinnar um það, að stjórnin hefði svo sannarlega ekki svikið hinar vinn- andi stéttir, sem hefðu kosið hana til að stjórna sér. „Þarna getið þið séð, ágæta almúgastétt, hvort við höfum nokkuð svikið ykkur. Er- um við kannski ekki búnir að lækka kjötið, smjörið og kartöflurnar heilmikið, svo að þið getið fengið nóg að borða eins og áður?“ Þannig hljóðar boðskapur ríkisstjórnarinnar til kjósenda rétt fyrir kosningar. En hvað halda þessir menn eiginlega, að auðsvartur almúg- inn á íslandi sé? Halda þeir kannski, að hann sé heyrnarlaus, blindur og skilningslaus? Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að hverju dregur. Þennan óráðsiuvixil þurfa nú- verandi valdhafar ekki að greiða, því að hann fellur nefnilega ekki fyrr en eftir kosningar. Það verð- ur þjóðin sjálf, sem fær að borga brúsann. Það er þess vegna dálitið hlægi- legt svo ekki sé meira sagt, þegar lesendum Tímans er boðið upp á það, að forsætisráðherrann og hirð hans hafi tekið á efnahags- öngþveitinu af festu og ábyrgð. Þær ráðstafanir, sem gripið hefur verið til i óðagótinu, geta ekki flokkazt undir annað en óheiðar- leika, þvi að auðvitað er þeim ekki annað ætlað en að slá ryki í augun á almenningi. En herrarnir misreikna sig bara, — þvi er nú ver og miður. Fólkið lætur nefnilega ekki blekkjast, þegar svo klaufalega er að farið. Stjórnarherrarnir ætla sjálfsagt að skáka í þvi skjólinu, að sé lygin endurtekin nógu oft hljóti hún að ganga i fólkið, nákvæmiega eins og Magnús Kjartansson hélt, að hann gæti fengið fólkið fyrir norðan til að trúa því, að það hefði nóg raf- magn, þegar hann var búinn að leggja rauðu hundana og lét mál- pípur sínar tönnlast á þvi stanz- laust, að nú væri búið að leysa málið. En kjósendur vita alveg, hvað að þeim snýr, og þeir eiga eftir að segja sitt siðasta orð í þessu máli. Það er nefnilega ekki nóg, þött frystikisturnar séu fullar þessa stundina, þvi að það, sem i þeirn er, er allt í skuld, og sú skuld verður að greiðast. Sveinn Pétursson." íslenskir FÁNAR Allar stærðir Fánastangar- húnar Fánalínur Fánalínu- festingar Fánastengur á svalir Garðyrkju- áhöld Stunguskóflur Stungugafflar Ristuspaðar Kantskerar Rótajárn Garðhrifur Arfaklórur Plöntuskeiðar Plöntupinnar Plöntugafflar Greinaklippur Grasklippur Skrúðgarðahrífur Heyhrífur Heygafflar Orf, Ijáir og brýni Handsláttuvélar Stauraborar Járnkarlar Jarðhakar Haka- og sleggjusköft Girðingavír sléttur, galv., 2,3,4 mm. Garöslöngur úr gúmmi og plasti Slöngugrindur Slönguvagnar Slöngukranar Dreifarar Slönguklemmur Garðkönnur. Allt til handfæra- veiða i)«,jJiJiJaJi}s>JjiJ JJi1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.