Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 12. JÚNÍ 1974 Sjö sögur af Villa Rudolf O. Wiemer „Færðu ekkert að borða?“ „Ég hef ekkert fengið síðustu tvo daga. Ekki vænti ég, að þú eigir eitt eða tvö bein handa mér að naga.“ „Engin bein, nema mín eigin,“ segir Villi. „Skítt með það. Þegar sulturinn sverfur að, er hægt að gera sér allt að góðu. En hvað ert þú að gera hér?“ „Ég ætla að drepa Valdemar lögregluþjón.“ „O, svei því,“ segir Hektor. „Ekki tek ég þátt í því.“ Hann reynir að gelta, en getur það ekki. „Bara að ég gæti stigið í fæturna, því að ég er í þjónustu Valdemars. Ég á að verja hann og vernda.“ Hektor opnar munninn og lætur skína í tennurnar, en hann er svo veikburða, að ræningjanum stendur á sama. „Ekki vænti ég, að Valdemar lögregluþjónn hafi farið í ferðalag?“ „Ekki svo ég viti. Hann hlýtur að vera inni í húsinu. Ég hef ekki séð hann í tvo daga.“ „Vió skulum fljótlega komast að því,“ segir Villi. Hann læðist inn í húsið og kemur fyrst í anddyrið, þar sem byssa og sverð lögregluþjónsins hanga. Svo gengur hann að svefnherbergisdyrunum. Hann heyrir einhvern hósta. Það brakar í rúminu. Villi opnar gættina. Hann segir: „Er þetta Valdemar?“ „Það held ég.“ „En hvers vegna eruð þér ekki úti í eftirlitsferð? Lögregluþjónar eru alltaf í eftirlitsferðum á nótturtni.“ „Vegna þess að ég er veikur, fíflið þitt. Enginn sinnir mér. Komdu inn fyrir. Ert þú næturvörður- inn?“ „Nei,“ segir Villi. „Ég er ræningi. Og nú ætla ég að drepa yður.“ „Það er óþarfi,“ segir Valdemar. „Ég drepst hvort sem er, ef læknirinn kemur ekki bráðlega.“ „Hvað gengur að yður?“ „Hvernig ætti ég að vita það, úr því enginn læknir hefur komið? Mér er illt í maganum. Og bakinu. Og í höfðinu. Ogfótunum." „Nú, svo að segja um allt,“ segir Villi. Hann er í eðli sínu vorkunnsamur. Ræningjar eru það flestir. „Þetta er auma ástandið, Valdemar lögreglu- þjónn.“ „Það gæti verið betra. Réttu mér flöskuna, sem stendur þarna.“ „Er meðal í henni?“ „Nei, snafs.“ „Hvar er konan yðar?“ „Hún fór á markaðinn og kemur ekki fyrr en eftir tvo daga.“ „Og þér gætuð verið löngu dauður, þegar hún kemur," segir Villi og hnyklar brúnir. „Hundurinn hefur heldur ekki fengið neitt að borða. Á ég að gefa honum bita?“ „Sæktu lækninn fyrst. Hann býr handan við skóg- inn. En flýttu þér nú.“ „Nei,“ segir Villi. „Kemur ekki til mála.“ „Heyrðu góði, ætlarðu bara að láta mig drepast hérna?“ Þetta eru eins og álög. Villi ætlaði að drepa Valdemar lögregluþjón, en nú á hann að fara að sækja lækni til hans. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN cJVonni ogcyVfanni Jón Sveinsson Um leið og Manni sleppti orðinu, kallaði maðurinn til okkar hárri röddu: „Komið þið hingað undir eins, ef þið viljið ekki, að ég skjóti!“ Við skulfum báðir af hræðslu. „Hvað eigum við að gera, Manni?“ „Ég held við ættiun að ríða burt í spretti“. „Það held ég líka“, sagði ég og sneri við hestinum. Ég kippti í snærið, dinglaði fótunum og hvatti hest- inn á allar lundir. Hann fór á harða spretti. Litlu síðar gall við skot. Við heyrðum hvininn í kúlimni rétt við eyrun á okkur. Og í sama bili skall hún á steini fáa faðma fyrir framan okkur, og var einkennilegt brothljóð, sem kom, þegar hún small á steininum. „Nonni, ríddu á bak við steininn, en flýttu þér nú, flýttu þér!“ kallaði Manni í dauðans ofboði. Ég beygði til hægri handar á bak við steindrangann. Þar fórum við af baki og kúrðum okkur niður hvor Freysteinn Gunnarsson þýddi hjá öðrum. Tryggur læddist til mín hríðskjálfandi af hræðslu. Svona húktum við stundarkorn og horfðum hvor á annan í ráðaleysi. Manni var orðinn náfölur. „Hvað skyldi hann ætla að gera við okkur?“ sagði ég loks. „Ég er hræddur um, að hann ætli að drepa okkur‘\ sagði Manni. „Það hugsa ég nú ekki samt. Við höfum ekki gert honum neitt mein“, svaraði ég. „En útilegumennnirnir gera það nú samt. Þetta er líklega hann Halldór Helgason frá Borg“. „Það væri nú verra“. Litlu seinna sagði ég: „Ef það skyldi nú vera hann, þá ætla ég að segja honum, að við þekkjum bróður hans, og að hann hafi komið til okkar nýlega. — Þá gerir hann okkur ekk- ert“. — Þíi þarl'l aö fara aö fá þér gleraugu Jiilíus .... — Var ekki verirt a<) kalla á bál nr. 5????

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.