Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 17

Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1974 17 Hvers vegna kreppuráðstafanir Rœtt við I Ingólf Jónsson \ ÞAÐ er ekki nema von, aó menn spyrji, hvers vegna nú þurfi aó gera kreppu- og neydarráðstafanir í efna- hagsmálum, þegar samfellt góðæri hefur verið í land- inu um árabil. En svarið liggur raunar í augum uppi: Það er stjórnleysi í efnahags- og fjármálum þjóðar- innar. Þannig fórust Ingólfi Jónssyni orð í viðtali við Morgunblaðið. — Um þau umskipti, sem orðíð hafa í efnahagslifi þjóðarinnar á sl. árum, sagði Ingólfur Jonsson ennfremur: — Arin 1970 og 1971 höfðum við komizt yfir þá erfiðleika, er að steðjuðu árin þar á undan, þá var ekkert atvinnuleysi og kjör al- mennings bötnuðu á 12 mánuðum um tæp 20%. Það er mesta kjara- bót, sem launþegar hafa fengið á jafn skömmum tima. Núverandi ríkisstjórn tók við blómlegu búi á miðju ári 1971. Þá var stórkostleg ur vöxtur í atvinnulifinu. Fyrr- verandi ríkisstjórn hafði endur- nýjað fiskibátaflotann og fest kaup á 19 skuttogurum. Og hún hafði hafizt handa um endurnýj- un frystihúsa landsmanna og upp- byggingu fiskvinnslustöðva. Ef vinstri stjórnin hefði haldið í horfinu og kunnað að fara með þann arf, sem henni var fenginn i hendur, hefði hagrannsókna- deildin ekki þurft að skrifa þá skýrslu, sem nú er lesin og lýsir hættuástandi í efnahgsmálunum. — Um þær fullyrðingar stjórn- arflokkanna, að öngþveitið i efna- hagsmálunum eigi fyrst og fremst rætur að rekja til erlendra verð- bólguáhrifa, sagði Ingólfur: — Fullyrðingar af þessu tagi fá vitaskuld ekki staðizt. Verðhækk- unarskriðan og verðbólguvandinn er að langmestu leyti heimatilbú- inn. Aðeins 25 til 30% verðhækk- ananna stafa af erlendum hækk- unum og er olíuhækkunin þá meðtalin. En rikisstjórnin lætur enn sem fyrr allt reka á reiðanum og virðist ekki vera sammála um neinar ráðstafanir, er dugað gætu. DKEGIÐ UR FHAMKVÆMDUM SAMFARA ' AUKNUM ÁLÖG- UM... Það er ekki ofsagt, sagði Ingólf- ur ennfremur, að nú sé hættu- ástand framundan. Allir sjóðir eru tómir. Í framkvæmdasjóð vantar 1700 milljónir króna,- Í byggingarsjóð rikísins vantar 800 milljónir til þess að unnt verði að veita þau lán, sem eftir er beðið. Og þó voru lánin skorin niður. Í vegasjóð skortir 1900 milljónir króna til þess að unnt verði að standa við þá vegaáætlun, sem gerð var 1972. Segja má, að vega- sjóður sé gjaldþrota. Lagning hringvegaríns var ákveðin i tíð fyrrverandi rikisstjórnar og er ut- an við venjulegar vegafram- kvæmdir, þar sem hann er gerður fyrir andvirði seldra happdrættis- skuldabréfa. Og þá hafa Raf- magnsveitur rikisins verið reknar með tapi að undanförnu. Rikis- stjórnin lét ógert að bæta úr því ástandi áður en Alþingi var leyst upp. Það gæti orðið til þess, að rafmagnsverð hækkaði víða um landsbyggðina. — Ingólfur heldur áfram og segir: Enn ein staðfestingin á verðbólguþrónuninni er sú, að vegagerðarkostnaður hefur hækkað um 100% á sl. tveimur árum. Svo hælir ríkisstjórnin sér af því að verja tæpum 800 milljónum króna úr rfkissjóði til vegagerðar. Rfkissjóður hefur hins vegar um 2500 milljónir i tekjur af umferðinni. Þessar 800 milljónir eru því ekki þriðjungur af því fé, sem rík- issjóður hefur í tekjur af um- ferðinni i landinu. Það er sann ast sagna raunalegt að horfa upp á það, að nú skuli eiga að draga úr vegaframkvæmdum um 60 til 70%, ef miðað er við raun- verulegan framkvæmdakostnað, þegar verkin eru unnin. Það hef- ur aldrei gerzt áður, að samtímis hafi verið lagðar nýjar og miklar álögur á umferðina og jafnframt dregið stórlega úr framkvæmd- um. — Hvað er til úrbóta í þessum efnum? Um það segir Ingólfur: — Ég held, að þessum málum verði ekki bjargað fremur en ýmsum öðrum, nema með algerri stefnubreytingu í efnahagsmál- um. Ur þessum vanda verður ekki bætt, ef óðaverðbólgan á að halda áfram. Endurskoðun vegaáætlun- ar myndi litlu um það breyta. Engar tölur eða ákvarðanir geta staðið, ef þessi ríkisstjórn á að sitja áfram. Hitt er vrst, að þótt mikið hafi áunnizt í vegamálum á undanförnum árum, þá er víða um land beðið eftir framkvæmd- um. IÐNAÐURINN BERST I BÖKK- UM — Um aðgerðir ríkisstjórnar- innar í iðnaðarmálum sagði Ingólfur Jónsson: — Það er sjaldan til mikils gagns að tala langt mál og leggja fram langar skýrslur, nema því fylgi raunhæfar aðgerðir. Iðnað- arráðherra lagði fram á sínum tíma svokallaða heildaráætlun um iðnþróun á íslandi, sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna að beiðni fyrrverandi iðnaðarráð- herra, Jóhanns Hafstein. Menn voru ánægðir með þau áform, er þarna voru kynnt, og iðnrekendur voru bjartsýnir. En sú bjartsýni ríkir ekki lengur i iðnaðinum. Forystumenn íðnrekenda hafa lýst því, hversu dapurlega stjórn- arfarið hefur farið með iðnaðinn. — Um orkuskortinn segir Ingólfur: — Orkumálin eru samtvinnuð iðnvæðingunni. Iðnaðurinn þarf orku. Viðreisnarstjórnin lét vinna mikið verk við virkjanir og rann- sóknir til undirbúnings frekari aðgerða á þvi sviði. Þá var virkjað afl margfaldað og sama máli gegndi um dreifingu raforkunn- ar. Að þessum málum var unnið með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Það er hins vegar rétt gagn- rýni, að síðan núverandi rikis- stjórn var mynduð hefur verið unnið hægt í ýmsum málum eins og t.d. rannsóknamálunum. Það er sennilega ekki fjarri lagi að vera satt, sem sagt hefur verið, að iðnaðarráðherra hafi verið vak- inn af værum blundi, þegar olíu- verðið hækkaði fyrir hálfu ári. En eins og nú standa sakir þarf að gera frekari áætlanir varðandi nýtingu jarðhitans og um virkjun fallvatna og dreifingu raforkunn- ar. BÆNDUR EIGA STJÖRNINNI EKKERT AÐ ÞAKKA — Þegar við spyrjum Ingólf um stöðu landbúnaðarins í því öng- þveiti, sem nú rikir i efnahags- málunum, segir hann: — Þá er fyrst á það að líta, að tiðarfarið hefur verið einstaklega gott. Það er landbúnaðinum auð vitað mikils virði. Undir venju- legum kringumstæðum mætti því ætla, að afkoma bænda væri góð og örugg. Bændur kúnna vel að hagnýta sér gott árferði. Og ég hygg, að bændur séu almennt ánægðir með landbúnaðarlöggjöf ina eins og gengið var frá henni i meginatriðum 1966. Þau lög varða mestu um stöðu landbúnaðarins i þjóðfélaginu, þar eru ákvæði um framleiðsluráðið og verðákvörðun búvöru. Rikisstjórnin flutti haustið 1971 frumvarp um breytingu á lögum um framleiðsluráð landbúnaðar- íns frá 1966. Landbúnaðarráð- herra taldi i framsöguræðu, að frumvarpið myndi marka tíma- mót, ef að lögum yrðí og þannig bæta afkomu og aðstöðu bænda. En þegar fréttir bárust af frum- varpinu út um b.vggðir landsins risu bræður og samtök þeirra upp til andstöðu við frumvarpið. Og herferð rikisstjórnarinnar lauk með þvi, að frumvarpið dagaði uppi og hefur aldrei verið sýnt eftir það. — En hvað höfðu menn við frumvarpið að athuga? Ingólfur segir: — i frumvarpinu var m.a. gert ráð fyrir fóðurbætisskatti og mis jöfnu útborgunarverði til bænda eftir framleiðslumagni og búsetu. Leggja átti sexmannanefndina niður, en bændur áttu þess í stað að semja beint við ríkisstjórnina um búvöruverð. Bændur telja sig ekki eiga þessari ríkisstjórn mik- ið að þakka, utan eitt: Og það er að hún skyldi leggja þetta frum- varp á hilluna. Eg hygg nefnilega, að bændur hafi æði margir gert sér grein f.vrir því, að hagur þeirra gæti verið bágborinn þrátt fyrir góðærið, ef þeir hefðu átt það undir ríkisstjórninni, hvaða verð þeim væri skammtað fyrir framleiðslu sína í því dýrtíðar- flóði, sem nú fer yfir. ENDURSKOÐUN NAUÐSYN- LEG REGLULEGA — Ríkisstjórnin hefur að vísu heykzt á fleiri frumvörpum um landbúnaðarmálefni en þessu, sem við vorum að ræða, heldur Ingólfur áfram. Nefna mætti jarð- arlagafrumvarpið, sem Fram- sóknarflokkurinn taldi vera flestra meina bót. Umsagnir um það bárust frá sveitarstjónarsam- tökum. búnaðarsamtökum og ein stökum bændum. Þær voru i flest- um atrióum neikvæðar. Þvi skal þó ekki neitað, að ýmislegt i frurn- varpinu er allrar athygli vert og gæti verið til bóta, ef gallarnir væru sniðnir af. Sjálfstæðismenn lögðu til, að frumvarpið yrði end- urskoðað í samstarfi við Samband íslenzkra sveitarfélaga, Landnám- ið og skipulagsstjórn rikisins. Vonandi verður jarðarlagafrum- varpið lagfært og endurflutt. þannig að það nái þeim tilgangi að tryggja ábúð jarða og koma i veg fyrir jarðabrask. Þá gerði ríkisstjórnin tilrann til þess að leggja Landnám ríkisins niður. En engum er það víst ljós- ara en bændum, að það hefur miklu verki að sinna, enda komu mótmæli gegn þessari ráðstöfun viða að af landinu, svo að rikis- stjórnin varð einnig að leggja það til hliðar. Frumvarp til ábúðar- laga dagaði einnig uppi á síðasta þingi. Það er alveg ljóst, að megin- þætti landbúnaðarlöggjafarinnar þarf að endurskoða með ákveðnu millibili til þess að aðlaga hana breyttum aðstæðum og framför- um. Fróðir menn telja ekki óeðli- legt, að slík endurskoðun fari fram á fimm ára festi. Núverandi rikisstjórn hefur setið i þrjú ár. Eðlilegt hefði þvi verið, að endur- skoðun landbúnaðarlöggjafarinn- ar hefði náð fram að ganga á þessu tímabili, a.m.k. að þvi er meginþættina varðar. STJORNLEYSI I EFNAHAGS- MÁLUM — Hver eru áhyggjumál bænda? Ingólfur segir: — Þar ber allt að sama brunni. Bændur hafa mestar áhyggjur af stjórnleysi i efnahagsmálum og fálmkenndum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Þær gffurlegu nið- urgreiðslur, sem rikisstjónin hef- ur nú framkvæmt, geta orðið landbúnaðinum mjög skaðlegar. Fullyrt er, að formaður Stéttar- sambands bænda hafi aðvarað rikisstjórnina í þessum efnum, en það kom fyrir ekki. Hún ákvað þessar niðurgreiðslur, þó að sjálf- ur landbúnaðrráóherrann teldi þær sjálfur vera úr hófi fram. Nú er smjörið orðið ódýrara en smjörlíki, dilkakjörið ódýrara en fiskur og kartöfluvérðið hrekkur rétt fvrir umbúðunum. Flestum er Ijóst, að stórkostiegar sveiflur i sölu landbúnaðarvara eru mjög hættulegar. Fjármálaráðherra sagði nýlega, að hækkun áfengis og tóbaks myndi standa undir auknum út- gjöldum ríkisins af þessum sök- um. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sú hækkun nemur á árs- grundvelli um 450 milljónum króna, en niðurgreiðslurnar kosta yfir 2000 milljónir á ári. Menn hljóta þvi að sjá, í hvert öefni er stefnt með þessum aðgerum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.