Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNl 1974 Valgerður Dan, Kjartan Ragnarsson, Sigurður Karlsson og Helgi Skúlason. Steindór Hjörleifsson og Guðmundur Pálsson Leikfélag Reykjavíkur: Selurinn____ hefur________ mannsaugu Höfundur: Birgir Sigurðs- son □ Leikmynd: Jón Þór- isson Q Leikstjóri: Eyvind- ur Erlendsson. Selurinn hefur mannsaugu er, eins og ég sé það, tákn- rænt leikrit í raunsæisstíl. leikrit um mannlífið í íslenzku nútímaþjóðfélagi, þjóðfélagi samkeppni og mikillar eftir- sóknar eftir efnalegum gæð- um, um það, sem getur korpið fyrir manneskjuna, hvernig manneskjan getur orðið í þeim hráskinnsleik. Kostir verksins — sem eru miklir, því þetta er gott leikrit — felast aðallega í því, að raunsæi þess er hversdags- legt, einfalt og sterkt, nógu sterkt til að láta verkið rísa í einfaldleik sínum og hvers- dagsleik og verða að dæmi- leik um íslenzkt mannllf í dag. Það gerist ekki Leikstjórinn, Eyvindur Er- lendsson, ríður verkið á slig, leysir kosti þess upp I þunga, væmna, viðklígjandi tilfinn- ingasósu, sem ég sé ekki betur en sé andstæð verkinu. En af því við erum á íslandi, þar sem samkvæmir leik- stjórar með hugmyndir eru fágætir, þá verður að segja það Eyvindi til hróss, að hann heldur sinni stefnu, spennir verkið vel inn í þessa sýn sína og því vil ég ekki fella neinn harðan dóm yfir honum sem leikstjóra, líklega hefur hann sem slíkur skap- andi þörf í ákveðna átt, sem hann hefur ekki ráðið við að beina frá þessu verki. Eftir þessa sýningu gæti ég hugsað mér, að það lægi vel fyrir Eyvindi Erlendssyni að sviðsetja ævintýraleik fyrir fullorðið fólk, verk með mikl um skáldskap og góðum boðskap. Um einstaka leikendur ætla ég ekki að vera marg- orður, sýningin ervel unnin I þeim anda, sem leikstjórinn hefur blásið í hana, en verkið sjálft streitist á móti, reyndar eru hlutar þess misjafnlega vel til þess fallnir að standa á móti oki leikstjórans og auð- vitað finnast mér þeir hlutir beztir, þar sem það tekst að nokkru — þar sem það tekst ekki er varla við leikarana að sakast. Fórnarlömb lífsgæðakapp- hlaupsins, hjónin Hanna og Hans, eru prýðilega leikin af þeim Guðrúnu Ásmunds- dóttur og Guðmundi Páls- syni. Hanna er hversdagsleg kona, bitur og óánægð yfir því að hafa ekki peninga milli handanna eins og annað fólk, en þurfa í þess stað að vinna sem gangastúlka á elli- heimili, af því að hún er gift manni, sem hefur reist sér hurðarás um öxl. Guð- mundur Pálsson leikur sveitamanninn, sem flúið hefúr á mölina, aðstæður eru ekki góðar, hann er klaufsk- ur, ógæfulegur, persónan verður mjög lifandi í túlkun Guðmundar. Fulltrúar þeirra, sem eru ofan á í þjóðfélaginu, eru Doddi, hinn slyngi, myndar- legi og velkomni gestur að nægtaborði velferðarinnar, smár, huglaus og siðslævð- ur, vel leikinn af Pétri Einars- syni. í þeim hópi ersérkenni- legur peningamaður, undar- legt sambland af fölskum hátíðleika og slægð refsins, sem Steindór Hjörleifsson leikur í kostulegu gervi. Fulltrúar hinnar stritandi alþýðu, þeirra, sem bera kerfið uppi, eru náungarnir á verkstæði Hans, Þjófurinn, sem Helgi Skúlason leikur eins vel og hann getur innan hins setta ramma. Höfundur- inn leggur þessum manni í munn margar góðar setn- ingar og líklega túlkar hann viðhorf, sem er höfundinum kært — og það viðhorf hefði Lelkllst eftir ÞORVARÐ HELGASON getað komið skarpar og naktar fram, ef leikstjórinn hefði ekki hengt á orð hans þung lóð síns sérstæða smekks og þau því oft hnigið niður í ofannefnda sósu. Sig- urður Karlsson leikur einfald- an algjöran kerfisþræl og tekst vel. Kjartan Ragnarsson er ungi verkamaðurinn og um leið fulltrúi hinnar leit- andi æsku, sem finnur til andúðar á kerfinu — og því neistar á milli þegar hann sér Systu, uppeldissystur Hans, sem er komin að vestan með stjúpmóður sinni, sem þarf að fara í rannsókn. Þessi stúlka er samkvæmt mínum leshætti textans ákveðin stúlka, hún segir það sem hún meinar kalt Það skal viðurkennt, að hún er ekki of skýr í texta leikritsins, en ég get ekki betur séð en að þau fáu orð, sem höfundur notar til að lýsa henni, bendi í allt aðra átt en leikstjórinn lætur hana fara. Leikstjórinn gerir hana að tilfinningasömum hálfálfi, sem talar suður í Reykjavík með bergmál blá- grýtisfjalla Vestfjarðakjálkans í rómnum! Það hefði farið betur, ef persónan hefði verið túlkuð sem manneskja, sem hefur valið, manneskja, sem vill ekki vera í Apalandi, vísvitandi. Valgerður Dan er hlýleg og Ijúfleg stúlka, röddin mjúk og ríkari af til- finningu en kulda og því auð- veld bráð fyrir tilætlanir Eyv- inds Erlendssonar — en hún verðurekki sökuð um það. Móðirin er i höndum Þóru Borg. Móðirin er, hún hefur ekkert að segja, hún er Ijúf og gæzkufull manneskja. í náttúrlegrí leikstíl með eðli- legum hraða hefði verið auð- veldara að taka við henni. Leikmynd Jóns Þórissonar skilar ekki nógu skarplega gildinu: hús þeirra hjóna, hálfkarað, en þó með harð- viðarinnréttingu. Tónlist Áskels Mássonar lét kunnuglega í eyrum. Þorvarður Helgason. Sigríður E. Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson Einhver hefdi haldið, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að auglýsa tónleika í þann mund, sem Lístahátíð í Reykjavík var rétt hafin. Én það gerðu þau Sigríður E. Magnúsdóttir og | Jónas Ingimundason, og héldu sína tónleika upp á eigin spýtur í Eélagsstofnun Stúdenta á sunnu- daginn var fyrir fullu húsi og við hinar beztu móttökur. A efnis- skránni voru lög úr ýmsum áttum, innlend og erlend, flest litlar hug- dettur, en þar að auki eínn mikill lagaflokkur, Sígaunalög Dvoráks. Hefði maöur gjarnan viljað heyra meir af sliku, t.d. ineiri Strauss. Þau fluttu nefnilega þrjú lög eftir Riehard Strauss, hvert öðru voldugra, og í einu þeirra, Morgen, fékk pianistinn tækifæri til að músísera sem töluvert sjálf- stæður einstaklmgur, og sýndi Tðnllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON hann, að það gat hann vel. Þarna heyrði undirritaður líka í fyrsta skiptið tvö lög eftir þau Skúla Halldórsson og Jórunni Viðar, Völvan kvað eftir Skúla og Kall sat undir kletti eftir Jórun'ni. Það var skemmtilegt. Tónleikarnir báru þess merki í alla staði, að hér voru engir við- vaningar á ferð. Þau Sigríður og Jónas hafa undanfarið haidíð tón- leika víða um land, og má mikið vera, ef þetta framtak þeirra skákar ekki allri annarri viöleitni til „listar um landið ", hvað tón- leikafjölda snertir. Þau voru full- komlega örugg og samæfð, léku sér að viðfangsefnunum af huga og hjarta. Samtíningur laganna spannaði mikla breidd, frá ein- földustu vöggulögum upp i dramatísk átök. Kunnáttu sína og hæfileika sýndu þau ekki með einstökum glansnúmerum, held- ur gátu þau gefið þessu margvis- lega og sundurleita efni sam- felldan heildarsvip. Það er gaman að heyra, þegar fólk kann svona vel til verka, kann að dvelja við .að, sem máli skiptir í „frásögn- inni” og hraða sér yfir auka- atriðin. Þetta kunnu áheyrendur líka vel að meta, og hefðu sumir þeirra mátt ráða, hefðu þau Sigríður og Jónas orðið að endur- taka hér um bil hvert lag. Þetta voru f.vrstu opinberu tón- leikarnir í Eélagsstofnun stúdenta við Hringbraut. 1 ljós kom, að salurinn hefur öll skil- yrði til að vera ágætur tónleika- salur. Hann er hæfilega „lifandi ", Dálitlar tilfæringar þarf lfklega samt að gera, og við fyrstu kynni virðast þær tilfæringar aðallega þurfa að vera fyrir augað — og það ekki miklar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.