Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1974
7
Skák
eftir JON Þ. ÞOR
Frábær árangur
Friðriks
1 Las Palmas
Eins og flestum mun í fersku
minni stóð Friðrik Olafsson
stórmeistari sig með afbrigðum
vel á stórmeistaramótinu í Las
Palmas á Kanarieyjum fyrr í
vor, varð í 2—3. sæti með 10 v.
af 15 mögulegum. Friðrik
leiddi mótið framan af, en um
miðbik þess tapaði hann tveim-
ur skákum í röð og missti þar
með af efsta sætinu. Engu að
síður verður þessi frammistaða
Friðriks að teljast mjög góð;
þetta var annað mótið, sem
hann tók þátt í eftir að hann
gerðist atvinnumaður, og því
mun hann varla hafa verið
kominn í fulla æfingu.
Urslit mótsins urðu annars
sem hér segir: 1. L. Ljubojevic
(Júgósl.) 11 v., 2.—3. Friðrik
Ólafsson og Alexander Belj-
avsky (Sovétr.) 10 v., 4.—7. L.
Polugajevsky (Sovétr.), Ulf
Andersson (Svíþj.), G. Garcia
(Kúba) og B. Larsen (Dan-
mörk) 9(4 v., 8. M. Quinteros
(Argent.) l'/i 9.—10. A. Pomar
og Z. Ribli 7 v., 11.-12. L.
Kavalek (U.S.A.) og W.
Browne (U.S.A.) 6‘/>v., 13.—14.
W.R. Hartston (England) og K.
Bellon (Spánn) 5 v., 15. (i.
Menvielle (Spánn) 4 v., 16. A.
Medina (Spánn) 2Hv.
Um frammistöðu einstakra
keppenda er ekki rúm til að
fjölyröa hér. Beljavsky heims-
meistari unglinga kom mjög á
óvart með sinni ágætu frammi-
stöðu og sama má um Kúbu-
manninn G. Garcia segja. Hins
vegar munu flestir hafa vænzt
betri árangurs af bandarísku
stórmeisturunum tveimur sem
og af þeim Bent Larsen og
Polugajevsky. Frammistaða
hinna tveggja síðastnefndu
getur að visu trauðla talizt
léleg, en staðreyndin er þó sú,
að þeir blönduðu sér aldrei í
baráttuna um efsta sætið. En
nú skulum við lita á eina
skemmtilega skák frá hendi
Friðriks Ólafssonar; hún var
tefld i 2. umferð mótsins.
Hvítt: Z. Ribli (Ungverjaland)
Svart: Friðrik Olafsson
Enskur leikur
1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. g3
— d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. Bg2 —
Rc6, 6. Rc3 — Rc7
(Þessi leikur miðar að því að
ná völdum á reitnum d4, en
einniger leikið hér 6. — e6).
7. d3 — e5, 8. Rd2 — Bd7, 9.
Rc4 — b5
(Hvassasta áframhaldið; hér
er einnig leikið 9. — f6).
10. Re3 — Hc8, 11. 0-0 — Rd4,
12. b3
(Fram til þessa hefur skákin
teflzt á sama hátt og skák
þeirra Friðriks Olafssonar og
Bronstein á Reykjavíkurmót-
inu í vetur. Friðrik lék hér 12.
Bd2 og siðan 13. a4).
12. — Be6, 13. Bb2 — Be7, 14.
Hcl — 0-0, 15. I)d2 — I)d7, 16.
Hfdl (0)
(Stöðuuppbygging hvits er
öll mjög hægfara; hér kom t.d.
mjijg sterklega til greina, að
reyna að auka spennuna og
leika 16. f4).
16. — f5, 17. Rfl
(Hér kom ef til vill ekki sfður
til greina að leika 17. Rc2, nú
tr.vggir svartur sér öruggt
frumkvæði).
17. — f4, 18. Re4 — Rd5, 19.
Bxd4 — exd4, 20. Dc2 — b4!
(Nú kemst svarti riddarinn
til c3, en þaó á eftir að reynast
hvítum örlagaríkt).
21. Ríd2 — Rc3, 22. Hel — Hf5,
23. Rxc3
(Hvitur vill losa sig við
riddarann, en það verður þó
aðeins til að tryggja yfirburði
svartsenn frekar).
23. — bxc3, 24. Re4 — Hff8, 25.
e3 — fxe3, 26. fxe3 — a5, 27.
Hbl — h6, 28. exd4 — cxd4, 29.
Hfl — Hxf 1 + , 30. Hxfl — Hf8
(Uppskipti eru svörtum i
hag; hann ræður yfir biskupa-
parinu, sem er öflugt í þessari
stöðu, auk þess sem hvita
drottningin verður að gæta fri-
peðsins).
31.Hxf8+ — Bxf8, 32. Bf3 —
Be7, 33. De2 — Dc8. 34. Dc2 —
Kh8, 35. Kf2 — Df8, 36. Ke2 —
Df5, 37. Ddl — Bg5, 38. h4 —
Be3!
(Svartur hefur bætt stöðu
sína með hverjum leik og nú
leggur hann skemmtilega
gíldru fyrir hvítan, sem hann
fellur beint í).
39. Rxc3 — Dh3!
(Þar lá hundurinn grafinn.
Nú dugir ekki 40. Dhl vegna
40. — Dxhl, 41. Bxhl — Bg4+,
42. Bf3 — dxc3 og vinnur
mann).
40. Re4 — Dh2 + , 41. Kel —
Dxa2, 42. Rd2 — Db2! og hvítur
gafst upp; hann er í raumnm
leiklaus, 43. Be2 yrði t.d. svarað
með 43. — Dc3 og peðið á b3
fellur.
Ulf Andersson sigraði
í minningarmóti
Capablanca
Hinu árlega minningarmóti
um J. R. Gapablanca lauk á
Kúbu fyrir skömmu. Urslitin
urðu sem hér segir: 1. Ulf
Andersson (Sviþjóð) 11)4, 2. E.
Gufeld (Sovétr.) 11 v., 3. — 4.
E. Vasjukov (Sovétr.) og R.
Knaak (A-Þýzkal.) 10 v., 5. G.
Pfleger (V-Þýzkal.) 9 v., 6.—7.
G. Garcia (Kúba) og V.
Schmidt (Póllandi) 8(4 v.
o.s.frv. Þátttakendur voru alls
16.
Við skulum nú líta á eina
skemmtilega skák frá mótinu.
Hvítt: E. Vasjukov (Sovétr.)
Svart: S. Garcia (Kúba).
1. e4 — c5, 2. Rf.3 — d6, 3. Rc3
— Rc6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 —
g6, 6. Rd5.
(Þessi leikur er einn af nýj-
ungum hins hugmyndaríka
júgóslavneska stórmeistara L.
Ljubojevic. Hugmyndin að baki
leiknum er að trufla eðlilega
liðskipan svarts á kóngsvæng.
Léki svartur nú 6. — e6
myndi hvítur einfaldlega svara
með 7. Rc3. Eftir stæði þá veikt
svart peð á d6, sem væri
ákjósanlegt skotmark fyrir
hvitu mennina).
6. — Bg7, 7. Rl)5 — Hb8. 8. c4.
(Sterkara en t.d. 8. Rbc7+ —
Kf8, 9. Rb5 — a6, 10. Rc3 — e6,
11. Re3 — b5, og svartur á mun
auðveldara um vik en í skák-
inni).
8. — a6, 9. Rbc3 — e6.
(Veikir peðið á d6, en 9. —
Rf6, hefði hvítur svarað með
10. Rxf6+ — Bxf6, 11. Bh6).
10. Re3 — b5, 11. cxb5 — axb5,
12. a4!
(En ekki 12. Rxb5 vegna 12.
— Hxb5, 13. Bxb5 — Da5+ ).
12. — bxa4, 13. Rc4 — Bd4, 14.
Dxa4 — Rge7, 15. Rb5 — Bc5,
16. Bh6! — Bb4+, 17. Rc3 —
Bb7.
(Ekki 17. — Bd7? vegna 18.
Dxb4 — Rxb4, 19. Rxd6 mát).
18. Ild 1 — Rc8.
(Hvítur hótaði l)xl>4).
19. h4!
(Nú hótar hvitur 20. Bg5 og
ekki dugir 19. — Df6, vegna 20.
e5 — dxeð, 21. Bg5).
19. — 16, 20. Be2.
(Til greina kom 20. Hh3 og
ekki sizt 20. e5!)
20. — Kf7, 21. 0-0 — He8, 22.
Rb5 — De7, 23. Bd2 — d5.
(Nú opnast taflið hvítum í
hag, en 23. — Bc5 hefði hvítur
svarað með 24. Bc3 og svartur á
erfitt um vik).
24. exd5 — exd5, 25. Bxb4 —
Rxb4, 26. Hfel — Df8, 27. Re3
— Bc6, 28. Hcl — He4, 29. Da5
— De7, 30. Rc3 — Ha8, 31.
Dxa8!
(Vinnur tvo hróka fyrir
drottninguna og þar með eru
úrslitin ráðin).
31. — Bxa8, 32. Rxe4 — Rb6
33. Rc5 — Kg7, 34. Bb5 — Dd6,
35. Rg4 — Ra2, 36. Re6+ —
Kg8, 37. Rh6+ — Kh8, 38. RI 7 +
og svartur gafst upp.
Jón Þ. Þór.
Vantarvanan mann á handfærabát úti á landi. Upplýs- ingar i síma 94-1 241 eða 51978. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 25891
Ferðamenn — Útlendingar Hentug íbúð með öllu tilheyrandi leigist 21. júlí — 21. ágúst. Tilboð merkt: ..Falleg — 1097” sendist afgr. IVIbl. Mold Gróðurmold til sölu, heimkeyrð. Upplýsingar í síma 401 99.
Þeir sem átt hafa muni i viðgerð hjá Júliusi Magnússyni, Freyjugötu 39. Vin- samlegast sæki sem fyrst milli kl. 5—8. Keflavik Til sölu fokhelt raðhús. 4 svefn- herb., stórstofa. Bilskúr fylgir. FASTEIGNASALA, Vilhjálms og Guðfinns. Vatnsnesvegi 20, Keflavik, simar 1 263 og 2890.
Ung stúlka með stúdentspróf úr eðlisfræði- deild og tækniteiknun sem valfag óskar eftir vinnu. Upplýsingar í síma 201 76. Lagerpláss Til leigu 25—30 ferm. húsnæði á jarðhæð. Upplýsingar i sima 86706.
Keflavlk Til sölu söluturn i fullum rekstri á góðum stað i Keflavik. FASTEIGNASALA Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Símar 1 263 og 2890. Atvinna óskast 23 ára gömul stúlka, með stúdentspróf í ensku. dönsku og þýzku, ennfremur nokkra kunnáttu í vélritun og bókfærslu, óskar eftir vinnu strax. Nánari uppíýsingar i síma 15211 milli kl. 4—6.
Keflavík Til sölu 63 fm iðnaðarhúsnæði. Laust strax. Hagstæð greiðslukjör, ef samið er strax. FASTEIGNASALA Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1 263 og 2890. Kona eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa í Háa- leitishverfi frá 1. júlí n.k. Vakta- vinna. 9 — 1. 1—6 og 6 —11.30. Aðeins um framtíðar- atvinnu að ræða. Uppl. gefur Elin, Vesturbergi 1 í kvöld.
Herbergi óskast Óska eftir herb. i Reykjavik, að- gangur að baði og eldunaraðstöðu æskileg, algerri reglusemi heitið. Simi 92-2945. Sendibifreið Til sölu Mercedes Benz 406 ár- gerð 1971. Ekinn 109 þús. km Upplýsingar í síma 35693 næstu kvöld.
Eldhúsinnrétting Til sölu nýleg eldhúsinnrétting. Upplýsingar i sima 24642 eftir kl. 6 e.h. Bill til sölu Scania Vabis árgerð 1966 Upp- lýsingar gefur Tómas Kristinsson, Miðkoti. Sími um Hvolsvöll, eftir kl. 8 á kvöldin.
Grindavík Til sölu einbýlishús, járnvarið timburhús. 4 svefnherb., samliggj-, andi stofur, bilskúr fylgir. Laust fljótlega. FASTEIGNASALA Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesi 20, Keflavik, simar 1 263 og 2890. Ung reglusöm hjón óska eftir lítilli íbúð í Rvík eða Hafnarfirði. Skilvísar mánaðar- greiðslur. Til greina kemur hús- hjálp 1 —2 í viku, ef óskað er. Vinsamlegast hringið í sima 521 14 eða 31481.
Fullorðinn maður óskar eftir ibúð í gamla bænum. Góð umgengni, meðmæli. Einhver fyrirframgreiðsla. Simi 19069 daglega eftir kl. 1 9. Til leigu Stórt einbýlishús í Garðahreppi. Þeir, sem áhuga hafa, sendi upp- lýsingar fyrir 18. júni til afgr. Mbl. merkt:' 1098.
Húsráðendur athugið Heilsan er yðar dýrmætasta eign! Læknanemi og meinatæknir með eitt barn óska eftir að fá ibúð á leigu gegn sanngjörnu verði. Nánari upplýsingar i sima 32737. Bronco '74 Til sölu nýr Bronco sport, 8 cyl. með powerstýri. Klæddur. með velti aftursæti. Til greina kæmi skipti á nýlegum Citroen. Uppi. í síma 31185 eftir kl. 7.
Candy þvottavél. Nýleg Candy þvottavél til sölu. Verð kr. 30 þús.. Uppl. i síma 50144. *%*MIR RUKfl uiesKiPiin scm fo Rucivsnf ÍBevöunblatíinu
Ryðvörn — Ryðvörn
Eigum nokkra tíma lausa.
Pantið strax í síma 85090.
Ryð varnarþjónustan,
Súðavogi 34,
sími 85090.
Lokað
Skrifstofur okkar og verzlun að Bergstaðastræti
1 0A verða lokaðar í dag frá klukkan 12—4
vegna jarðarfarar Hauks G uðmundssonar,
vélstjóra.
Einar Farestveit og co. h.f.