Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 32
JRorgUhbtíiíúb RUCLVSinCRR «£,<,-•22480 ovi)ivníiXaíiií> g^KIR RUKII WSKIPTin scm lucivsn i H nucivsn MIÐVIKUDAGUR 12. JUNÍ 1974 Óvissa um vegaframkvæmdir í sumar: Vegasjóð vantar 1900 milljónir FULLKOMIN óvissa ríkir um framkvæmdir í vegamál- um í sumar. Vegaáætlun, sem lögó var fyrir Aiþingi í vor, hlaut ekki afgreióslu vegna þingrofs Ólafs Jó- hannessonar og er því eina vegaáætlunin fyrir árið 1974, sem í giidi er, sú, sem samþykkt var á Alþingi á árinu 1972, en miðað við ráðgerðar framkvæmdir á þessu ári samkvæmt henni, skortir Vegasjóð um 1900 milljónir króna til þess að standa undir þeim framkvæmdum. í vegaáætlun þeirri sem Björn Jónsson, fyrrverandi samgönguráðherra, lagði fyrir Alþingi í vor, var gert ráð fyrir, að fyrirhuguðum framkvæmdum í ár að upphæð 913 milljónum yrði frestað til næsta árs, en jafnvel þótt sú frestun væri tekin til greina, skorti Vegasjóð enn 1000 milljónir króna til framkvæmda á þessu ári. Fáist þær 1000 milljónir ekki, er ljóst, að fjárskorturinn kemur fyrst og fremst niður á nýjum framkvæmdum við vegagerð, þar sem ekki er unnt að draga út viðhaldi vega og ýmsum öðrum kostnaði, sem á Vegasjóð lendir. sem fyrr segir gert ráð fyrir að mæta þessari 1900 milljón króna fjárþörf á þann veg að fresta framkvæmdum að upphæð rúm- lega 900 milljónum króna. Þær 1000 milljónir, sem þá stóðu eftir, átti að útvega með þeim hætti að afla lána að upphæð 500 milljónir kr. Þá átti ríkissjóður að leggja fram 100 milljónir króna, sem augljóslega eru nú ekki fyrir hendi nema með því að fjármála- ráðherra gefi út gúmmftékka á reikning ríkissjóðs í Seðlabank- anum, eins og þegar niðurgreiðsl- urnar voru auknar, og loks lagði Björn Jónsson til, að bensíngjald og þungaskattur yrði hækkuð frá 1. mai sl. en sú hækkun átti að gefa 332 millj. kr. á þessu ári. Ennfremur lagði fyrrverandi samgönguráðherra til, að tekið yrði upp veggjald á ný, sem hefði Framhald á bls. 18 Fá Júgóslavar lægri laun við Sigöldu? Ríkisstjórnin hefur gefið Vega- gerð ríkisins fyrirmæli um að haga framkvæmdum í vegamál- um að mestu eins og endurskoðuð vegaáætlun hefði verið samþykkt, en ekkert liggur fyrir um, hvern- ig hún hyggst afla fjár til þeirra framkvæmda. Til marks um þá ringulreið, sem ríkir i fjármálum ríkisins, má benda á, að sameigin- lega skortir Vegasjóð og Bygg- ingarsjóð ríkisins um 3200 millj- ónir króna til þess að standa við venjubundnar Iánveitingar og samþykkta vegáætiun. FJÁRÖFLUNIN, SEM EKKIHLAUT AFGREIÐSLU í vegáætlun þeirri, sem Björn Jónsson lagði fyrir Alþingi, var VERKALVÐSFÉLÖGIN f Rang- árvallasýslu hafa veitt júgó- slavneska verktakafyrirtækinu Energoprojekt, sem sér um bygg- ingu Sigölduvirkjunar, vikufrest til þess að leggja fram atvinnu- leyfi 38 Júgóslava, sem vinna við framkvæmdirnar að Sigöldu. Að öðrum kosti verði Júgóslavarnir að hætta þar vinnu. Talsmaður verkalýðsfélaganna f Rangár- vallasýslu, Sigurður Óskarsson, tjáði Mbl. í gærkvöldi, að svo virt- „NU TVO eigum vro í VIÐBÓT” — Við eigum nú tveimur börnum fleira en sfðast, þegar við komum á listahátfð á ís- landi 1972, sagði kvikm.vnda- leikkonan iVIia Farröw við fréttamann Mbl„ þegar hún og maður hennar, hljðmsveitar- stjórinn André Previn, gengu inn í flugstöðvarbvgginguna á Keflavíkurflugvelli og báru á milii sfn burðarrúm með harni og Iftill snáði trítlaði með blómvönd mömmu sinnar við hliðina á þeim. — Þá áttum við bara tvíburana, en svo tókum við yndislega litla, austur- lenzka telpu, sem er ársgömul, og eignuðumst dreng. Svo nú eigum við fjögur, 3 drengi og eina stúlku. — Við förum sjaldan milli landa án þess að hafa eitthvert þeirra með, sagði hún. Núna fékk Mattew að koma, af því að honum þykir gaman að hlusta á tónlist eftir Rachmaninoff, sem leikin verður á hljómleik- unum f kvöld. Hefði það verið Prokofieff hefði hinn tvíbur- inn kannski fengið að koma. Það er hans tónlist. Það var hráslagalegt f Kefla- vík og hún flýtti sér með litla barnið út í bíl meðan André Previn beið eftir töskunum þeirra. Lundúnasinfónían hafði komið með flugvél rétt á undan með allan sinn farangur. Ekki var of mikill tími til stefnu, því að strax í gærkvöldi voru hljómleikar, þar sem Ashkenazy átti að leika einleik og eftir að æfa í Laugardals- höllinni. — Eg man, að dálftið erfitt er að leika í þessum sal, sagði André Previn. En við er- um vanir þvf á ferðalögum að leika í góðum sölum og vondum og þessi er eiginlega hvorugt. I kvöld eru næstu hljómleikar Lundúnasinfónfunnar undir stjórn Previns og þá með Zukerman sem einleikara. — Hafið þið ekki heyrt hann leika hér? sagði Previn. — Hann er mjög góður. Einn af beztu fiðluleikurum í heimi. Þegar hljómsveitin fer ætlar André Previn og fjölskylda hans að verða eftir og hann mun leika á jasstónleikum með gömlum félögum sfnum í Há- skólahíói. Og svo fara þau hjón- in á laugardag. — Öjá, auðvitað vildi ég koma aftur, svaraði Mia Farrow, þegar við höfðum orð á því, að erfitt væri að takast svona ferðalag á hendur með lítil börn. Mér þótti svo vndis- legt sfðast á íslandi. ist sem júgóslavneska fyrirtækið vildi heldur ráða júgóslavneskan vinnukraft en fslenzkan, og grun- aði menn, að Júgóslavarnir hefðu miklu lægri laun en íslendingar. Sagði Sigurður, að verkalýðsfé- lögin hefðu krafizt þess, að gögn um júgóslavneska vinnukraftinn yrðu lögð fram, og þar á meðal upplýsingar um launin, sem þeir fá greidd. Eins og fram kom í Mbl. í gær, ríkti mikil ólga við Sigöldu vegna þessa máls. Á mánudagskvöldið sendu verkalýðsfélögin Energo- projekt bréf, þar sem þess var krafizt, að atvinnuleyfi Júgóslav- anna yrðu lögð fram fyrir hádegi f gær, að öðrum kosti yrðu þeir að leggja niður vinnu. Sagðist Sigurður Öskarsson hafa farið upp að Sigöldu í gær til að taka við þeim pappírum. Engir pappír- ar hefðu verið fyrir hendi, en hins vegar hefði yfirverkfræðing- ur Júgóslavanna komið á sinn fund og beðið um frest til að útvega leyfin frá ráðuneytinu. Hélt Sigurður þá fund með trúnaðarmönnum á staðnum, og var ákveðið að veita eðlilegan viku „pappírs- og viðskiptafrest", eins og Sigúrður orðaði það. Varðandi kaupgreiðslur til Júgóslavanna sagði Sigurður, að Framhald á bls. 18 Lýðræðisflokkur datt út úr sjón- varpskynningu I KVÖLD hefst í sjónvarpinu kynning á þeim flokkum, sem verða í framboði f alþingiskosn- ingunum 30. júnf n.k. K.vnning- unni er skipt í tvennt, og veröur seinni hlutanum sjónvarpaö á föstudagskvöld. Sú breyting hef- ur orðiö á upphaflegu dags- skránni, að Lýðræöisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi fellur út, þar eö ekki tókst eining með frambjóðendum flokksins um til- Framhald á bls. 18 Verða 200 vörubifreið- ar látnar rústa niður? UM þessar mundir eru komnar til landsins eða eru á leiðinni um 200 vörubifreiðar og 25 langferða- bifreiðar og verða þær ekki leyst- ar út úr tolli nema 25% inn- horgunarskylda verði afnumin af þessum bifreiðategundum, þvf það er algjörlega ofviða kaupend- um þeirra að greiða hina háu innborgunarskyldu, sem eru kr. 300—600 þús. pr. bifreið. Þetta kom meðal annars fram á fundi með forráðamönnum Bílgreina- sambandsins í gær. Gunnar Ásgeirsson formaður Bílgreinasambandsins sagði á fundinum, að yfirleitt væru vöru- bifreiðar nú smíðaðar eftir pöntunum og þær bifreiðar, sem væru komnar eða væru á leið til landsins væru smíðaðar fyrir ís- lenzkar aðstæður og því væri mjög erfitt að selja þær annars staðar en hér á landi. Því væri hætta á, að ef ekki yrði hægt að selja þær nú, lægju þær að mestu Framhald á bls. 18 Akureyri: Vinstri stjórn Akureyri 11. júní. FVRSTI fundur Nýkjörinnar bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn í dag. Aldursforseti Jón G. Sólnes setti fundinn og stýrði honum þangað til forseti hafði verið kosinn. Þetta var fyrsti fundurinn, sem haldinn er f nýjum fundarsal bæjarstjórnar á efstu hæð skrifstofuhúss bæjarins. Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og las upp eftirfar- andi greinargerð: „Bæjarfull- trúar Framsóknarflokksins (B- listans), Samtaka vinstri manna og Alþýðuflokksins (J-listans) og Alþýðubandalagsins (G-listans), lýsa því yfir, að þeir muni starfa saman í bæjarstjórn Akureyrar á komandi kjörtímsbili. Flokkarnir munu vinna að framgangi ákveð- inna verkefna, sem grundvallast á stefnuyfirlýsingum þeirra og samkvæmt nánara samkomulagi þeirra í milli.“ Siðan fór fram kjör forseta, og hlaut Valur Arnþórsson (B) kosn- ingu, 1. varaforseti var kjörinn Freyr Ofeigsson (J), og 2. vara- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.