Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 10
ÍO MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1974 Friðrik Sophusson formaður S.U.S.: Hvers vegna kýs unga munurinn á sjálfstæðismönn- um og vinstri mönnum er fyrst og fremst sá, að þeir fyrr- nefndu sætta sig við málalok og virða leikreglur lýðræðisins I stað þess að segja skilið við samherjana á sama hátt og „fé- lagshyggjumennirnir" i vinstri flokkunum. í Sjálfstæðis- flokknum ríkir félagsþroski, þar sem ungir starfa með þeim, sem eldri eru, konur með körl- um, stétt með stétt. HVERS VEGNA KÝS UNGA FÓLKIÐ SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKINN? Þegar unga fólkið veitir Sjálfstæðisflokknum brautar- gengi með atkvæði sinu við kjörborðið liggja til þess marg- ar ástæður. Ein er sú, að vinstri flokkarnir hafa glatað trausti þeirra með innbyrðis deilum og bræðravígum. Önnur ástæða er stefna Sjálfstæðisflokksins i Sjálfstæðisflokkinn? fólkið UNDANFARIN ár hafa komm- únistar og fvlgifiskar þeirra hampað þeirri kenningu, að unga fólkið fylgi Alþýðubanda- laginu'. Eins og rækilega hefur verið bent á, sýna úrslit byggðakosninganna, að um falskenningu var að ræða, enda verða úrsiitin vart skýrð á annan veg en þann, að unga fólkið hafi stutt Sjálfstæðis- flokkinn í mun ríkara mæli en oft áður. f vonbrigðum sfnum reyna Alþýðubandalagsmenn kokhraustir að réttlæta fylgis- tap sitt með ýmsu móti, en slfkt verður hjákátlegt yfirklór, þegar blákaldar staðreyndir blasa við. Málefni unga fólksins Þau mál, sem ijðrum fremur snerta unga fólkið í daglega llfinu eru menntamálin og hús- næðismálín. Á síðustu árum viðreisnarstjórnarinnar bar talsvert á gagnrýni á þáverandi menntamálaráðherra. Ýmsir trúðu því þá, að ný rikisstjórn myndi gerbreyta ástandinu. Að fenginni þriggja ára reynslu er öllunrljóst, að sú trú var byggð á tálvonum. Afrekssaga núver- andi menntamálaráðherra er mjög stutt og viðburðasnauð. Henni verður bezt lýst með þögninni einni saman. Sé litið til húsnæðismálanna verður svipað upp á ten- ingnum. Unga fólkið, sem undanfarin ár hefur stofnað eigið húsnæði, hrópar ekki fer- falt húrra fyrir frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Miðað við byggingarkostnað hafa lán Hús- næðismálastofnunarinnar um árabil ekki verið eins lág eins og þau eru f dag. Stjórn stofnunarinnar hefur að visu lagt til, að upphæð lánanna hækki, en sú tillaga hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum ráðherrans. Ofan á þetta bætist, að svokallaður Byggingasjóður ríkisins er gal- tómur og úr honum hefur ekki verið lánað í marga mánuði. Til þess að bæta úr brýnustu neyð- inni hefur stjórn Húsnæðis- málastofnunarinnar ákveðið að leita eftir láni hjá Seðlabank- anum, enda tekur þvi varla að leita liðsinnis ráðherrans, sem virðist úrræðalaus í þessum efnum eins og öðrum. Unga fólkið og Alþýðubandalagið Því verður ekki neitað, að á viðreisnarárunum nærðust kommúnistar á ýmsum óánægjuröddum ungs fólks, sem gagnrýndi það, sem miður fór i þjóðfélaginu. Rétt eins og púkinn á kirkjubitanum belgdist út við blótsyrðin kjömsuðu kommúnistar á gagn- rýni unga fólksins og þóttust vera helztu málsvarar þess. Sumt ungt fólk, sem sá hættuna af auknum ríkisafskiptum og misnotkun opinbers valds, gekk I gildruna og hélt, að Alþýðu- bandalagið hefði áhuga á að snúa óheillaþróuninni við. Kommúnistarnir fengu völdin og þar með tækifæri til að sýna, hvað í þeim bjó. Aldrei hafa opinber afskipti verið meiri og aldrei hefur misnotkun valdsins verið meiri en f tíð núverandi ríkisstjórnar. Nægir þar að að minna á þá þraut- leiðinlegu áróðursþætti, sem útvarpsráð hefur afhent vinstri sinnuðum vindmylluriddurum undir alls konar yfirskyni. Æskufólkið, sem beit á agnið og trúði því, að Alþýöubandalagið væri flokkur lýðræðis og frelsis,' sneri því baki við bandalaginu, þegar það sá í gegnum blekkingarvefinn. En það er einnig til ungt fólk, sem i einfeldni sinni hefur bergt á .vizkubrunni' lærifeðra kommúnismans og trúir því raunverulega, að i fræðikenn- ingum hans finnist efnisviður til að skapa Paradís á jörðu. Það er kaldhæðni örlaganna, að Alþýðubandalagið skuli einnig hafa misst traust þessara ung- menna, sem nú bjóða fram i nafni Fylkingarinnar, sem áður fyrr var framvarðar- og grjót- kastaralið flokksins. Þá er einnig boðið fram í nafní Kommúnistaflokksins, Marxist- anna — Leninistanna, sem nýtur fulltingis forskrúfaðra kommúnista af eldri gerðinni, en á sumum þeirra hafa hvarm- arnir vart þornað síðan félagi Stalín leið. Þetta unga fólk, sem I vímu kommúnfskra fræðikenninga talar og hugsar á annarri bylgjulengd en aðrir Islend- ingar, kallar störf og stefnu Atþýðubandalagsins tusku- brúðu pólitík, enda telur það bandalágið hafa svikið flestar hugsjónir sínar. Til marks um þetta bendir það á undanláts- semi bandalagsins, sem sé rétt- lætt með þessu i dag, en hinu á morgun. Þannig hafi íhaldsúr- ræði eins og gengisfellingin í des. 1972 veríð réttlætt af því að Alþýðubandalagið ætlaði að koma í veg fyrir nýjan „land- ráðasamning'1 við Breta. Þegar „landráðasamningurinn'* var gerður sl. haust réttlættist hann af því, að bandalagið ætlaði að reka herinn, og þess vegna var ekki hægt að slíta stjórnarsamstarfi af þeim sökum. Brottrekstri hersins var svo fórnað fyrir nokkurra mánaða setu í ráðherrastólnum eins og öllum er kunnugt. Utburðirnir í íslenzkum stjórnmálum Hér að framan hefur mest verið fjallað um Alþýðubanda- lagið, enda er það sá stjórn- málaflokkur, sem þótzt hefur hafa mest fylgi meðal yngstu kjósendanna. Þá trú hefur unga fólkið sjálft gert að engu eins og úrslit byggðakosning- anna sanna ótvírætt. Sé litið til annarra vinstri flokka eða flokksbrota blasir við hryggðarmynd eða öllu heldur hreyfimynd, þar sem flokkar og flokksbrot keppast við að sameinast og sundrast. Ástæðan fyrir þessari iðju er fyrst og fremst sú gjá, sem stað- fest er á milli yngri manna og eldri í þessum flokkum. Yngri mönnum þessara flokka hafa verið meinuð áhrif á stefnu og störf flokkanna og þess vegna hafa þeir lagzt út með öðrum misskildum lausingjalýð og pólitískum útlögum á vinstri kantinum. Aðalstarf þessara manna er að grafa undan fyrr- verandi samherjum sínum með öllum tiltækum ráðum. Slík moldvörpustarfsemi hefur þegar fengið falleinkun'- ungum kjósendum öðrum en þeim örfáu, sem eru þátttak- endur I leiknum. Til dæmis um ringulreiðina, sem rikir I her- búðum þessara útburða i Is- lenzkum stjórnmálum, má nefna það, að flestir forystu- menn ungra framsóknarmanna hafa gengið á mála hjá aflóga samtökum svokallaðra frjáls- lyndra og vinstri manna, en einn fyrrverandi forvfgismaður þeirra samtaka skipar nú i senn annað og aftasta sæti á lista Ásatrúarflokksins. Varla var seinna vænna að leita trausts og halds hjá Oðni og Þór, þegar Hannibal er fallinn af stalli. Unga fólkið og Sjálftæðis- flokkurinn Hér hefur í nokkrum linum verið dregin upp lýsing á ástandinu á vinstri væng islenzkra stjórnmála og bent á nokkur atriði, sem skýra að nokkru, hvers vegna unga fólkið hefur sagt skilið við þá lýðskrumara og klofnings- kónga, sem keppast um það eitt að klekkja hverjir á öðrum. Nú kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þvi, að ungir sjálfstæðismenn eru ekki enn búnir að kljúfa sinn flokk? Eru þeir kannski aðeins þægir og ljúfir liðléttingar, sem forysta flokksins notar i snúninga, þegar henni þóknast? Því er fyrst til að svara, að ungir sjálfstæðismenn leggja meiri áherzlu á málefnabaráttu en kryt um einstaka menn, gagnstætt þvi sem segja má um glundroðaliðið í vinstri vængnum. I öðru lagi má benda á, að þeir hafa meiri áhrif á stefnumótun Sjálfstæðis- flokksins en gengur og gerist um ungliðasamtök annarra rslenzkra stjórnmálaflokka. Fjölmörg stefnumál Sjálf- stæðisflokksins hafa orðið til og mótazt i röðum ungra sjálf- stæðismanna, á þingum þeirra og ráðstefnum. í þriðja lagi má nefna, að samkvæmt tillögum ungra sjálfstæðismanna hafa ýmsar umbætur verið gerðar á skipu- lagi og starfsháttum flokksins, en þær stefna allar að þvi að opna flokkinn og auka áhrif óbreyttra liðsmanna og ljós- enda hans. Þannig er flokkur- inn hæfari til að taka á móti nýjum og ferskum hugmyndum og opna leið fyrir virkari þátt- töku fleiri manna. I þessu sam- bandi nægir aó minna á breyt- ingu á miðstjórnarkjöri, stofnun málefnanefnda að ógleymdu prófkjörinu, sem hefur verið viðhaft við uppstill- ingu framboðslista flokksins við venjulegar aðstæður. í fjórða lagi hafa ungir sjálf- stæðismenn meiri áhrif I æðstu valdastofnunum flokksins en titt er um samsvarandi samtök annarra flokka. Til marks um þetta skal rifjað upp, að á síð- asta landsfundi hlaut fulltrúi ungra sjálfstæðismanna flest atkvæði þeirra sem i kjöri voru. Það, sem hér hefur verið tí- undað, er að sjálfsögðu ekki eingöngu að þakka dugnaði og framsækni ungra sjálfstæðis- manna heldur ekki siður skiln- ingi þeirra eldri á málefnum unga fólksins og þörfinni á end- urnýjun i flokksstarfseminni. Auðvitað hefur oftsinnis verið barizt um menn og málefni, en málum, sem sérstaklega snerta æskuna. í húsnæðismálum er það skýr stefna Sjálfstæðis- flokksins, að sem flestir búi i eigin húsnæði og hafi fullan ráðstöfunarrétt yfir þvi. I menntamálunum er lögð áherzla á tækifæri til hagnýts náms, sem í senn fullnægir starfsvilja og starforku ís- lenzkrar æsku og kemur að mestu gagni í lifsbaráttu þjóð- arinnar. 1 þriðja lagi má benda á skel- egga afstöðu til öryggismála þjóðarinnar, þar sem markmið- ið er að verja sjálfstæði íslands og efla frið og öryggi í nágrenni landsins. Þessu markmiði verð- ur bezt náð með þátttöku Is- lands i varnarsamstarfi vest- rænna þjóða, þar sem íslend- ingar njóta fyllstu réttinda og taka á sig þær skyldur, sem eðlilegar eru. I þessu sambandi er rétt að árétta, að í Atlants- hafsbandalaginu er engri þjóó fært að vera eingöngu þiggjandi. Samtökin ná því að- eins tilgangi sínum, að allar að- ildarþjóðirnar taki virkan þátt í starfinu og leggi sitt af mörkum til þess, að markmiðum banda- lagsins um frið og öryggi í Evrópu verði náð. Þá má að lokum nefna af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til einstaklingsins I þjóðfélaginu, en grundvöllur sjálfstæðis- stefnunnar er frjálshyggjan, sem leggur áherzlu á andlegt og efnalegt frelsi einstaklinganna og þar með vald þeirra til að hafa sem mest áhrif á aðstöðu sina, lífshætti og umhverfi. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla frumkvæðisvilja og kraft einstaklinganna og draga þann- ig úr óhóflegum rikisafskipt- um. Með slíkum aðgerðum er jafnframt bezt tryggt, að lýð- ræðið þróist eðlilega án stöðn- unar eða byltingar. Hér hafa verið tilgreindar nokkrar ástæður fyrir því, að unga fólkið kýs Sjálfstæðis- flokkinn fremur en aðra stjórn- málaflokka, en margt fleira má að sjálfsögðu tína til. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut meðbyr yngstu kjósendanna I byggðakosningunum og vann mikinn sigur. I alþingiskosn- ingum 30. júní n.k. verður þeim sigri fylgt eftir. Takmarkið er að losa þjóðina við ófögnuð vinstri stjórnar og efla Sjálf- stæðisflokkinn til forystu í mál- efnum lands og þjóðar. Þvi tak- marki verður náð ef æskan og Sjálfstæðisflokkurinn taka sam,- an höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.