Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 3

Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12.JUNÍ 1974 3 Fœr hún bata með nálarstunguaðferð? % „Eg hef það ágætt eins og er. Eg var að vfsu ekki nógu lengi f nálarstungumeðferðinni þarna úti, — gat ekki verið lengur en einn og hálfan mánuð, bæði vegna þess að ég veiktist og varð að fara heim, og vegna þess að þetta er svo dýrt. Læknirinn sagði mér, að ég hefði þurft að vera ár hjá þeim til þess að fá sjónina aftur. Samt hefur orðið verulegur árangur. Ég sá mjög illa frá mér áður en ég fór, en nú hefur sjón- sviðið vfkkað að mun. Nú get ég greint fólk og liluti mun hetur en ég gat áður en ég gekkst undir nálarstungumeðferðina." 0 Þetta sagði Kolbrún Her- mannsdóttir, ung stúlka, sem verið hefur með illkvnjaðan augn sjúkdóm. „retinitis pigmentosa" að nafni, frá fæðingu, f samtali við Morgunhlaðið f gær. Kolhrún, sem nú er 22 ára, hafði gengið til lækna og verið f rannsóknum hér heima allt frá 7 ára aldri, og þegar hún var 15 ára gömul var niðurstaðan sú, að „ekkert væri hægt að gera f þessu”, eins og hún sjálf orðaði það. Það var svo fvrri- hluta aprílmánaðar sl„ að Kol- hrún fór ásamt móður sinni til meðferðar á Acupuncture Clinic of America í Washingtonhorg, þar sem kínverska nálarstungu- meðferðinni er mikið beitt gegn ýmis konar sjúkdómum. Varð* árangur þeirra ferðar sem áður segir. Hefur sjónsvið Kolbrúnar vfkkað um 30% á öðru auganu og 40% á hinu. Hins vegar segir hún sjónina sjálfa ekki hafa lagazt að ráði. „Ég gel ekki lesið nema mjög stóra stafi," sagði Kolhrún. „en ég get horft á sjónvarp úr talsverðri fjarlægð, eins og fólk almennt gerir. Það gat ég ekki áður". Kol- brún kvað sjálfa læknismeðferð- ina ekki hafa valdið sér neinum óþægindum. Fyrst hefði verið kannað hvar bezt væri að koma nálunum fyrir, og síðan hefði þeim verið stungið í hendur og fætur, háls, bak, — allt að 10—20 á dag, og eina vikuna svisvar á dag. Eru þetta hárfínar silfur- nálar með hnúð á endanum. Sagði Kolhrún þetta engum sársauka valda. Hún sagði, að hún b.vndi nokkrar vonir við, að unnt yrði að fá þennan sama nálarstungusér- fræðing hingað til lands, þvf að hún og fjölsk.vlda hennar hefðu sennilega ekki ráð á annarri ferð til Bandarfkjanna upp á eigin spýtur. en Blindravinafélagið veitti styrk til fvrri ferðarinnar. Væri þá hugsanlegt, að sérfræð- ingurinn mvndi geta sinnt fleiri sjúklingum með þessari aðferð. „En ég er aðeins hóflega bjart- sýn. Þessi aðferð er svo nú,“ sagði Kolhrún að lokum. „Það er ekki nema gott eitt um þetta að segja, þ.e. ef þetta eru menn, sem kunna með þetta að fara," sagði Guðmundur Björns- son augnlæknir og lektor f þeirri grein við háskólann, er blaðið innti hann f gær álits á þessari lækningameðferð við augnsjúk- dómum. „Það er auðvitað ekki nema gleðiefni, ef unnt er að ná bata á þennan hátt." Og er hann var spurður, hvort komið gæti að þvf, að nálarstunguaðferðin vrði notuð hér á landi svaraði hann! „Þvf ekki það. Þetta er að rvðja sér til rúms erlendis." t.. „Maður gerir nátt- úrulega sitt bezta” | | „Ég hafði aldrei lent í neinu slíku á sjónum áður, og hef ég þó stundað sjómennsku af og til alveg siðan ég var unglingur. En maður gerir náttúrulega sitt bezta, þegar svona nokkuð kemur upp á. Hitt vona ég, að ég eigi aldrei eftir að komast í slfkar kringumstæður aftur." Þetta sagði Garðar Jörundsson frá Bildudal í stuttu spjalli við Morgun- blaðið i gær, en Garðar hlaut eins og fram kom i blaðinu á þriðjudaginn afreksverðlaun sjómannadagsins fyrir að bjarga skipstjóra sinum, Jóni Jóhannessyni, á vélbátnum Kára frá Bíldudal frá drukknun i febrúar árið 1971. Voru þeir tveir einir i róðri undir Ófærunesi I afar slæmu veðri, er Jón féll útbyrðis. „Þetta voru mjög vondar aðstæður," sagði Garðar. „Við vorum að kasta trollinu, þegar Jón féll útbyrðis, fastur i trollinu, og var hann fastur i þvi allan tímann Það var erfitt að eiga við þetta, því að reimin var farin af spilinu og ég var að reyna að koma henni á aftur til þess að geta hift inn nótina. Þegar þetta svo loksins tókst var Jón orðinn illa haldinn og þrekaður, því að þetta tók alls um hálftíma og hann var með höfuðið eitt upp úr allan tímann. „Jón var ósyndur," sagði Garðar ennfremur, „en það hefur nú sennilega ekki skipt máli, því að hann var ríg- fastur hvort eð var." Bæði Jón og Garðar stunda enn sjómennsku. Myndin sýnir Pétur Sigurðsson for- mann Sjómannadagsráðs t.h. afhenda Garðari Jörundssyni silfurbikar fyrir þetta björgunarafrek við hátiðahöld sjómannadagsins sl sunnudag Ljósm Mbl.: ÓI.K.Mag. Hljómsveitarmenn Lundúnasinfóníunnar fara í gegn um vegabréfsskodun á flugvellinum í Keflavfk við komuna tii landsins í gær. Lundúnasinfónían kom í gær — Um 100 manns og hljóðfærastafli SINFÓNÍUHLJOMSVEIT Lundúna kom i gær til landsins með leiguflugvél, enda nærri heill flugvélarfarmur. I Hljóm- sveitinni eru 94 hljóðfæra- leikarar, en auk þeirra komu starfsmenn og eiginkonur nokkurra hljómsveitarmanna. En meira þarf til þegar svo stór hljóm'sveit fer í hljómleikaferð. Hljóðfærin þarf að taka með, enda var farangurinn 7000 kíló. — Þetta er bara tveggja daga ferð, en þið ættuð að sjá okkur, þegar við förum i langar tón- leikaferðir, eins og t.d. til Austurlanda eða Ameríku, sagði André Previn, sem kom með annarri flugvél meðan verið var að afgreiða hljóm- listarmennina. Ekki sögðu þeir, að það mundi gera hljóðfærunum neitt í þetta sinn, þó að iofts- lagið væri annað en i London, þar sem var hlýtt og söl. Það gæti samt skaðað. einkum þegar farið væri til þurrari landa. Þá gætu komið i hljóð- færin sprungur. Lundúnasinfónian er elzta sinfóniuhljómsveit í London og hélt upp á 70 ára afmæli sitt sl. sunnudag. Frá upphafi hefur hljómsveitin sett stolt sitt i að stjórna sjálf málum sinum, velja sér sjálf viðfangsefni og starfsfólk og bjóða til samstarfs helztu hljómsveitarstjórum heims og þykir öllum það mikill hejður. Hún hefur sjálf haft fræga hljómsveitarstjóra og er André Previn nú fastur aðalhljóm- sveitarstjóri hennar. Hljóm- sveitin hefur alltaf ferðazt nokkuð og síðasta áratug meira en áður. Hún fer orðið 3—4 hljómleikaferðir á ári og hefur m.a. farið tvær heimsreisur. I fyrstu ferðinni til Bandarikj- anna árið 1912 átti hljómsveitin að fara með Titanie. en hætt var við það á síðustu stundu. Hljómsveitarmenn kváðust þó engar áhyggjur hafa af því að fara allir i sömu flugvél. En hljómsveitin leigir alltaf þotu hjá brezka flugfélaginu. þegar hún ferðast. Og nú bíður þotan eftir hljómsveitinni á lslandi fram á föstudag. ^]|> LISTAHÁTÍÐ 1974 UM AÐ VERA TIL Þær voru að fá sér morgunverð í Norræna húsinu — fræg leikkona, Lone Herz, og fræg óperusöng- kona, Bonna Söndberg, höfðu komið um nóttina ásamt Torben Petersen til að fl.vtja okkur hér danska dagskrá i texta og tónum — um að vera til. Lone Hertz spurði strax um málefni vangefinna. sem hún vildi kynna sér hér, því að hún á sjálf 8 ára gamlan vangefinn dreng og hefur mikinn áhuga á þeim málefnum. En Bonna Söndberg spurði hvar væri húsið, sem Anna Borg ólst upp í. Þangað ætlar hún að fara í nokkurs konar pila- grímsferð. Anna hafði verið kennari hennar í skóla konunglega leikhússins og viðsetjari þegar hún kom fyrst fram. — Anna var dásamleg kona, sagði Bonna Söndberg. Og elskuð af öllum. Þó var hún mjög formföst. En hvernig hún fékk okkur til að leika og finna til! Hún talaði oft um Island og i skólanum lét hún okkur leika Guðrúnu. Kjartan. Fjalla E.vvind og fleiri og hún notaði mikið persón- ur úr Niflungaljóðum. Lone Herz tekur undir þetta. Hún lék í fvrsta leikritinu með Önnu, sem var móðir hennar i Aaret. — Hún var svo hlý og elskuleg við mig segir hún. Eg var þá litil telpa og dansaði ballet. Lone Hertz hefur átt frægðarferil í mörgum listgreinum. Byrjaði með ballet og hefur síðar leikið bæði i mörgum kvikm.vndum og starfaö við Konunglega leikhúsið. Nú segist hún bvrja strax að leika í nýrri kvikmynd á móti Dirch Passer. þegar hún kemur heim á laugardaginn, og i haust byrjar hún svo aftur hjá Konunglega leikhúsinu og leikur þá í nýju leikriti eftir Edgard Albee, sem nefnist Seascape. Einnig leikur hún í Strindbergs leikriti o.fl. — Jú, Dirch Passer er alveg yndislegur og ekki síður skemmtilegur i daglega lífinu en hann er í kvikmyndum. Hann er fæddur húmoristi. Eg byrjaði að leika með honum í ABC-leikhúsinu á þeim árum, sem voru hans dýrðartímar á leiksviði, og hefi leikið með honum oftar. Nú byrjum við saman i „Ég og mafían," sem er framhald af annarri mynd, sem hann gerði um sama efni. Og ég hlakka til. Bonna Söndberg spvr um Magnús Jónsson öperu- söngvara og þegar hún heyrir, að hann leiki i nýrri islenzkri óperu Þrymskviðu. veltir hún fyrir sér. hvort hún geti fengið að sjá æfingu á henni. Hún er fræg fyrir mörg óperuhlutverk við Konunglega leikhúsið, söng nú síðasta leikár m.a. í Töfraflautu Framhald á bls. 18 Kvikmyndaleikkonunni Lone Herz og óperusöng- konunni Bonnu Söndberg þótti skrýtið hve margar krónur þurfti til að borga fvrsta morgunverðinn með nýfengnum fslenzkum peningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.