Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1974 15 Innlendar fréttir í stuttu máli Hollenzkur tjaldvagn á íslenzkan markað NÝTT fyrirtæki, Búsport h/f hefur nú hafið innflutning á hollenzkri gerð tjaldvagna, svo- kölluðum Paradisotjaldvagni. Paradiso er þeim kostum bú- inn, að hann má leggja saman og er því einkar hentugur á vegum úti. Tjaldvagninn er borinn uppi af rafsoðinni stál- grind og vegur alls 320 kg, en leyfilegur aukaþungi er 110 kg. Frammi í vagninum er tvf- breytt rúm en aftur f er rúm- stæði og pláss fyrir 1—2 hengi- rúm fyrir börn. Þannig getur allt að 5 manna fjölskylda sofið f vagninum. Sjálfvirkur búnaður til aksturs afturábak er nýjung, sem veidur því, að útilokað er, að vagninn leggist þvert í borð, þegar honum er ekið afturá- bak. Vagninn er ailur mótaður úr tvöföldu styrktu trefjaplasti og eru veggir úr þéttum tjald- dúk með fjórum plastgluggum og tveimur loftræstigluggum með neti fyrir. A framhliðinni eru 3 traustir plastrennilásar, þannig að hægt er að nota tjald- dúkinn fyrir þeirri hlið sem skyggni. Verð vagnsins er um 260 þúsund krónur. Aðalfundur SÍP AÐALFUNDUR Sambands fslenzkra sparisjóða var hald- inn f félagsheimili Glæsibæjar- hrepps laugardaginn 8. júnf s.I. Mættir voru milli 30 og 40 full- trúar frá sparisjóðunum, en nú eru alls starfandi 46 sparisjóðir f landinu. Friðjón Sveinbjörnsson for- maður sambandsins flutti skýrslu stjórnar. Kom þar m.a. fram, að innlög í sparisjóðina höfðu aukist um 29.6% á sl. ári og voru heiidarinnlán í spari- sjóðunum 4.873 milljónir f árs- lok 1973. Stjórn Samhands fsl. spari- sjóða skipa nú, Friðjón Svein- björnsson, Borgarnesi, for- maður, Sólberg Jónsson, Bolungarvfk, Ingi Tryggvason, Kárhóli, Hörður Þórðarson, Reykjavfk og Guðmundur Guð- mundsson, Hafnarfirði. Lýðræðisflokk- urinn ánægður LÝÐRÆÐISFLOKKURINN f Norðurlandskjördæmi eystra hefur tekið fram að gefnu til- efni, að hann telji tfma þann sem nýju stjórnmálaflokkarnir fá f útvarpi og sjónvarpi eðli- legan og sanngjarnan. Segir í tilkynningu að aukin útsending auki jafnframt skattbyrði borgaranna. Skólaslit ÞINGHOLSSKOLA f Kópavogi var slitið föstudaginn 31. maf s.l. í skólanum voru í vetur 428 nem. í 17 bekkjardeildum. Undir gagnfræðapróf gengu 56 nem. Hæstu einkunn á gagn- fræðaprófinu hlaut Elín Ragnarsdóttir 7,9, en Helga Gfsladóttir fékk hæstu einkunn í samræmdum greinum 7,4. Landspróf miðskóla þreyttu 52 nem. 33 náðu framhalds- einkunn eða endurtökurétti. Hæstu einkunn hlaut Þórdfs Kristleifsdóttir 8,7. Undir unglingapróf gengu 128 nem. Helga Sigurðardóttir hlaut hæstu aðaleinkunn 8,9. Undir árspróf úr alm. 3. bekk gengu 67 nem. og úr 1. bekk 125. nem. ÁÆTLUNARFERÐIR MILLÍ AKUREYRAR OG ÍSAFJARÐAR SÍÐASTLIÐINN föstudag hóf Flugfélag islands áætlunar- ferðir milli Akureyrar og Isa- fjarðar. Þessar ferðir verða framvegis tvisvar f viku með Frienship skrúfuþotum, á mánudögum og föstudögum. Flugáætlun er þannig, að frá Reykjavfk er farið kl. 8.00 að morgni og flogið til Akureyrar. Eftir stutta viðdvöl þar er flogið til Isafjarðar. Þaðan er farið aftur til Akure.vrar og síðan til Reykjavfkur. Gert er ráð fyrir að flug milli þessara staða haldi áfram allt árið, en næsta sumar verði ferðum fjölgað. Auk farþegaflutninga er gert ráð fyrir verulegum vöruflutningum á flugleiöinni milli Ísafjarðar og Akureyrar. Fyrst um sinn munu því flug- vélar á þessari flugleið verða með 32 sætum og geta flug- vélarnar þá tekið allt að 3000 kg. af vörum í ferð. Vilja breytingu á lærdómstitli AÐALFUNDUR Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn 30. maí s.l. Fráfar- andi formaður félagsins, Þórir Einarsson, flutti skýrslu stjórn- ar um starfsemina á s.l. ári.l ræðu hans kom m.a. fram, að hafinn væri undirbúningur að Norræna sagnfræöingamótinu, sem haldið verður hér á landi sumarið 1975. Slfk mót hafa verið haldin á Norðurlönd- unum á 3—5 ára fresti f rúm 100 ár. Á aðalfundinum voru sam- þykktar breytingar á lögum fé- lagsins og einnig tilmæii til Viðskiptadeildar háskólans um breytingu á lærdómstitli við- skiptafræðinga. Á fundinum fór fram stjórn- arkjör og var Valur Valsson kjörinn formaður. Aðrir f stjórn eru: Helgi Bachmann, Ólafur Davfðsson, Arni B. Birg- isson, Árni Ó. Lárusson, Þráinn Eggertsson og Eggert Hauks- son. Þjóðhátiðarsýningin „Þróun ’74” verður opnuð 25. júlí ÞJÓÐHÁTÍÐARSÝNINGIN „Þróun ’74“ verður opnuð f Laugardalshöllinni þann 25. júlf, n.k. og stendur hún fram til 11. ágúst. A sýningunni er sýnd þróun atvinnuvega landsmanna, þáttur rfkisins, Reykjavikur- borgar, menntun landsmanna og fl. Það er þjóðhátfðarnefnd, sem upphaflega átti hugmyndina að þessari sýningu, en henni er skipt niður í átta deildir. í anddyri Laugardaishall- arinnar sýnir stjórnarráðið, í kjallara er kynning á mennta- kerfinu og skólum landsins. I aðalsal er svo sýning Reykja- víkurborgar, en þar verða einnig deildir atvinnuveganna. Formaður sýningarnefndar er Jónas Jónsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Sagði hann á fundi með blaðamönnum i vik- unni, að þungmiðja sýningar- innar yrði gamli sveitabærinn, en segja má, að þangað megi rekja alla þróunarsögu landsins í gegnum aldirnar. Þá verður á sýningarsvæði iðnaðarins litil smiðja og sömuleiðis leirkera- smiði. Á sýningarsvæði sjávarút- vegsins verður komið fyrir nausti og á svæði landbúnaðarins mun standa nýtizku fjós. Á meðan á sýningunni stendur verður alltaf eitthvað um að vera á kvöldin. Fjöldinn allur af heim- ildarkvikmyndum verður sýndur, meðal annars alveg ný mynd um hringveginn, sem verið er að ljúka við þessa dagana. Einnig verða einhver skemmtiatriði á hverju kvöldi. Stendur til, að framlag komi frá hverjum lands- fjórðungi og verður hverju héraði helgað sérstakt kvöld á sýning- unni, „héraðsvaka”. Sagði Jónas, að áætlaður sam- eiginlegur kostnaður við sýning- una yrði um 11 millj. kr., en síðan bættist við kostnaður hverrar deildar, sem væri misjafnlega mikill. Þetta væri ekki sölusýning og því riði á, að sem flestir kæmu á sýninguna, en undirbúnings- ORKA MED OVOOO FIEJSÍ BÆl OQ SVGOO ÞRÖUINI BT74-'l9rJ4 Merki þjóðhátfðarsýningarinnar „Þróun ’74“, en það gerði Rósa Ingólfsdóttir á teiknistofu Myndamóta. nefndin gerir sér vonir um, að a.m.k. 60 þús. manns komi á hana. Kjörorð sýningarinnar er sótt í Aldamótaljóð Einars Benedikts- sonar og hljóðar svo: „Orka með dyggð reisi bæi og byggð.” Listaverk í minningu Nínu Tryggvadóttur A1 Cople.v ásamt dóttur sinni Unu Dóru við afhendingu minnismerkis- ins. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Dr. A. Copley, eftirlif- andi eiginmadur Nínu Tryggvadóttur, afhenti á mánudaginn sl. Reykja- víkurborg listaverk til minningar um konu sína. Minnisvarðinn er gjöf hans og Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara, sem gerði varðann. Athöfnin fór fram við Kjarvaisstaði, þar sem listaverkinu hefur verið valinn staður, aó við- stöddum forseta íslands og forsetafrú, borgarstjór- anum og embættismönn- um borgarinnar auk fjöl- margra gesta. Forseti borgarstjórnar, Ólafur B. Thors flutti ávarpsorð og fór hann nokkrum orðum um Dr. Copley, sem er vel þekktur bæði sem visindamaður og listamaður. Dr. Copley ávarpaði síðan við- stadda, og í ræðu sinni sagði hann frá aðdragandanum að því, að hann og Sigurjón ákváðu að ráð- ast í þetta verk til minningar um Nínu. Varð að samkomulagi milli þeirra, að Dr. Copley greiddi öll útgjöld sem verkinu fylgdu og hlutur Sigurjóns yrði hin listræna sköpun og vinna. Dr. Cople.v kvaðst hafa fallist á tillögu Sigur- jóns um að gefa Reykjavikurborg minnisvarðann með því skilyrði Stórstúkuþing hald- ið 1 Reykjavík i SÍÐUSTU viku var haldið f andi stúkur á landinu- eru rétt Reykjavfk stórstúkuþing góð- templarareglunnar. Við setn- inguna var tekinn í notkun nýr samkomusalur í Templarahöll- inni við Eirfksgötu. Þingið stóð frá 6. til 9. júní, en í tengslum við það var haldið ungl- ingaregluþing fyrir hádegi 6. júnf, en einnig var haldinn há- stúkufundur á sunnudagsmorg- un. Þann 10. janúar sl. varð reglan á Islandi 90 ára, en fyrsta stúkan á landinu er ísafold nr. 1 á Akur- eyri, sem enn er starfandi. Vorið 1884 var stúkan Verðandi svo stofnuð í Reykjavík og er hún einnig starfandi enn. Nú eru félagar í góðtemplara- reglunni á 12. þúsund, en starf- innan við 30 talsins, auk þess sem um 50 barnastúkur starfa. Innan góðtemplarareglunnar hefur frá upphafi verið haldið uppi margvfslegu félagsstarfi og er svo enn. Lengi vel fór mest ailt félagsstarf meðal almennings fram í tengslum við regluna, og voru mörg félög stofnuð í fram- haldi af þessu starfi. Má þar til nefna Leikfélag Reykjavíkur, Glímufélagið Ar- mann, Dýraverndunarfélagið og Samverjann, en það félag lagði grundvöllinn að stofnun Elli- heimilisins Grundar. Margvísleg félagsstarfsemi fer enn fram á vegum reglunnar, svo Framhald á bls. 18 að honum yrði valinn hentugur staður við aifaraleið, þar sem mörgu fólki væri greiður að- gangur til þess að sjá það og njóta þess, og borgin tæki á sig þá kvöð að tryggja viðhald þess. í lok ræðu sinnar kvaðst Dr. Copley fagna þvi að listaverkinu hafi ver- ið valinn hinn veglegasti staður i nánu sambýli við myndlistahús borgarinnar og að afhendingin skyldi fara fram á sama tíma og miklir atburðir ættu sér stað, þ.e.' 1100 ára afmæli íslandsbyggðar, sýningin islenzk myndlist í 1100 ár og samtimis því að Listasafn islands hyllir Ninu með stórri yfirlitssýningu á verkum hennar. Thor Vilhjálmsson rithöfundur þýddi ræðu Dr. Copleys á islenzku og þvi næst afhjúpaði Una Dóra, dóttir þeirra Copleys og Nínu verkið. Borgarstjórinn, Birgir isl. Gunnarsson, veitti listaverkinu viðtöku og þakkaði fyrir hönd borgarbúa hina veglegu gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.