Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1974
39
Eldur í
Mýrarhúsum
I GÆRKVÖLDI var slökkvilióið i
Reykjavik kvatt að Mýrarhúsum á
Seltjarnarnesi, en það er gamalt
timburhús. Töluverður eldur var
í húsinu, en slökkviliðinu tókst
fljótlega að slökkva hann. Eitt-
hvert eignartjórn mun hafa orðið.
Menntamálaráðuneytið hefur
ráðið Árna Heimi Jónsson líf-
fræðing til að fara um landið í
sumar um þriggja mánaða skeið
til þess að safna upplýsingum um
tjón af völdum hrafns og svart-
baks og gefa ráðuneytinu skýrslu
um það, svo og gera tilraunir til
fækkunar þessum fuglategund-
um.
— Atvinnuleyfi
Framhald af bls. 40
þessu stigi vil ég ekkert um það
segja, hvernig þær verða, né hve-
nær verður til þeirra gripið".
sagði Sigurður.
Hann bætti því við, að verka-
lýðsfélögin myndu ekki liða, að
erlendur vinnukraftur ynni að
Sigöldu, á meðan hundruð Islend-
inga væru þar á biðlista.
— Samningar
Framhald af bls. 40
stjórn Læknafélags Reykjavíkur
beðið Mbl. um eftirfarandi:
Við útreikninga á greiðslum til
lækna er gert ráð fyrir, að vitjana-
fjöldi sé 22,8 á kvöldvakt, 7,95 á
næturvakt og 26 á helgidagavakt.
Með þessu móti er gert ráð fyrir,
að læknar geti fengið að meðaltali
24.000 kr. laun fyrir helgidaga-
vakt.
Þessir útreikningar eru þó
mjög villandi, þar eð venja er að
kalla út aukalækni, þegar mikið
álag er á vöktum og deilast þá að
sjálfsögðu greiðslurnar á fleiri
lækna.
Er til dæmis fráleitt að ætla, að
læknir fari að meðaltali í 24
vitjanir á 8 klukkustundum, eða 3
vitjanir á klukkustund.
Harmar stjórn Læknafélags
Reykjavíkur, að stjórn Sjúkra-
samlags Reykjavlkur skuli rang-
færa tölur á þennan hátt í grein-
argerð sinni og gefa þannig í
skyn, að kröfur lækna séu óeðli-
lega miklar. Er vandséð, hvaða
tilgangi slík málsmeðferð þjónar.
— Axarfjörður
Framhald af bls. 4
miklu mannfundum fór in-
flúensupestin að stinga sér ört
niður hér og þar, og herjaði
hún hér í sveitunum í apríl-
mánuði og fram I maí.
Skógræktarfélag Norður-
Þingeyinga var endurvakið
með nýju skipulagi á samkomu
í Lundi í Axarfirði I maíbyrjun
sl. Var þar kominn Snorri
Sigurðsson frá Skógræktar-
félagi íslands til traust og
halds. Fyrra félag með sama
nafni hafði verið eitthvað líflit-
ið í mörg ár. Nokkurs er vænst
af þessu nýendurvakta félagi
um skógrækt og skógvernd í
héraðinu á komandi árum. For-
maður var kjörinn Halldór
Sigurðsson á Valþjófsstöðum i
Núpasveit.
Sigurvin.
— Umhorf
Framhald af bls. 26
ráði þvf, hvort, hvaða eða hvenær
ákveðnar vörur séu á boðstólum.
Þetta er þó kannski ekki svo fjar
lægt, þegar hugsað er til þeirrar
áráttu vinstri manna, einkum
vinstri menntamanna, að vilja
hafa vit fyrir almenningi, — segja
almenningi hvað hann á að horfa
á, hlusta á, hafa áhuga á o.s.frv.
Vinstri menn margir hverjir telja
það t.d. enn sjálfsagt, að ríkisvald-
ið segi til um, hvaða vörur skuli
fluttar til Islands og boðnar neyt-
endum. Sjálfstæðismenn eru
þeirrar skoðunar, að slík mið-
stjórnarvaldsforsjá (vinstri
manna) misbjóði gróflega þeirri
una fyrir varanlegum friði. Isra-
elsmenn kvörtuðu yfir þvf, að
þeim væri ekki heitið stuðningi.
ef þeir tækju slíka áhættu, en
starfsmenn Nixons bentu á, að
350 milijón dollara hernaðarað-
stoð sem Nixon hyggst veita ísra-
el á næsta fjárhagsári væri sönn-
un um áframhaldandi stuðning.
Nixon fullvissaði ísraelsmenn
um, að þótt Bandaríkjamenn
reyndu að bæta samskiptin við
grannrfki þeirra, mundi ekki
draga úr stuðningi Bandaríkj-
anna við Israel. Hins vegar hét
Nixon ekki hernaðaraðstoð, hann
hét því ekki að viðhalda valda-
jafnvæginu í Miðausturlöndum
og hann lýsti ekki yfir stuðningi
við kröfu Israels um örugg landa-
mæri.
Ephraim Katzir forseti sagði að
Israelsmenn væru reiðubúnir til
þess að taka þátt f friðartilraun
um Bandarfkjamanna.
Nixon kom til Israels frá Dam
askus þar sem ákveðið var að
Bandaríkin og Sýrland tækju upp
stjórnmálasamband eftir sjö ára
hlé. Þar með hafa Bandaríkin tek-
ið aftur upp stjórnmálasamband
við öll helztu Arabaríkin, sem
börðust við Israel 1967 og 1973.
Þrátt fyrir að litla stúlkan sé komin f öruggar hendur lögregluþjónsins, er ekki alveg laust við að
ótti lýsi sér í andlitinu, enda horfir hún á eftir móður sinni á sjúkrabörum inn f sjúkrabílinn.
Ljósmyndari Mbl. Olafur K. Magnússon tók þessa mynd á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar um
eittleytið I gær, en þar hafði orðið árekstur á milli Cortinu bifreiðar og Volkswagen. Slys urðu ekki
á mönnum en konan sem ók Cortinunni mun hafa fengið vott af taugaáfalli. Báðar bifreiðarnar
skemmdust töluvert og m.a. brotnaði vinstra afturhjólið undan Cortinunni. Þess má geta að þetta
horn þykir mjög varhugavert, og eru umferðaróhöpp þar tfð, þrátt fyrir götuljós, sem ættu að
auðvelda umferð á horninu.
virðingu, sem einstaklingnum ber
og reyndar sjálfri lýðræðishug-
sjóninni. Því sé það eðlilegt, að
rfkisvaldið hafi vit fyrir þegnum
á sviði efnahagsmála, þá er ekki
langt að fara yfir á önnur svið svo
sem menningarmál — eða sjálf
stjórnmálin.
— Arsskýrsla
SÍS
Framhald af bls. 40
1973 um 430 milljónir króna.
Þessi upphæð var hærri en svo, að
Sambandið gæti með góðu móti
brúað þetta bil, þrátt fyrir mjög
mikilsverða fyrirgreiðslu frá við-
skiptabönkum Sambandsins.
Erfið lausafjárstaða seinni hluta
ársins hafði neikvæð áhrif á
flestar greinar rekstrarins.
Eins og áður er minnst á, hefur
lánafyrirgreiðsla samvinnu-
hreyfingarinnar til bænda verið
hefðbundin um áratugi. Þessi
fyrirgreiðsla hefur reynzt mjög
þýðingarmikill þáttur í upp-
byggingu íslenzks landbúnaðar.
Nú er hins vegar svo komið, að
samvinnuhreyfingin getur ekki
lengur brúað bil rekstrarfjárþarf-
ar landbúnaðarins frá vori til
hausts, nema til komi stóraukin
fyrirgreiðsla lánastofnana, fram
yfir það sem verið hefur.“
I niðurlagi ársskýrslunnar segir
Erlendur Einarsson:
„Þegar þetta er skrifað, er lið-
inn rösklega þriðjungur ársins
1974, þjóðhátíðarársins, þá er Is-
lendingar niinnast 1100 ára af-
mælis búsetu i landinu. Öneitan-
lega setur það nokkurn skugga á
afmælisárið, að efnahagsmálin
eru komin í mikinn hnút. For-
skotið á sæluna er farið að segja
til sín. Vandamálin eru stór, þótt
þau séu að miklu leyti heimatil-
búin, og það er augljóst, að sam-
vinnuhreyfingin, sem er svo
margþættur aðili í islenzku efna-
hagslifi, stendur nú, þegar þetta
er ritað, frammi fyrir miklum
vanda. Allur rekstrarkostnaður
hefur hækkað gífurlega, og eina
leiðin til þess að geta haldið
rekstrinum gangandi hallalaust
er að auka veltu og þar með tekj-
ur til þess að mæta auknum
kostnaði.
En til þess að auka veltu þarf
aukið fjármagn.
Nú hefur það hins vegar skeð,
að nýgerðar ráðstafanir i efna-
hagsmálum miða að þvi að skerða
iausafjárstöðu verzlunarinnar
það mikið, að gera má ráð fyrir
miklum samdrætti. Augljóst er að
verzlunarrekstri Sambandsins er
stefnt f hættu. Er þetta staðreynd,
burt séð frá þvf, hve nýgerðar
efnahagsráðstafanir geta talizt
nauðsynlegar frá þjóðhagslegu
sjónarmiði.
Útlitið með rekstur Sambands-
ins og kaupfélaganna er þvf mjög
fskyggilegt á þjóðhátíðarárinu
1974. Augljóst er, að gera verður
sérstakar ráðstafanir, ef komast á
hjá mjög alvarlegum skakkaföll-
um, en vandasamt er að finna
leiðir, sem koma að gagni nógu
snemma. Það fer þó ekki milli
mála, að aukið fjármagnsstreymi í
innlánsstofnanir samvinnu-
hreyfingarinnar kemur að beztu
liði í glimunni við aðsteðjandi
efnahagsvanda."
— Kaupmáttur
Framhald af bls. 40
ustu hefur kaupmáttur þessara
sömu stétta aukizt um 9,5% á
tveimur árum og 10 mánuðum eða
um 3,4% að jafnaði á ársgrund-
velli.
Hinn 1. ágúst 1971, hálfum
mánuði eftir valdatöku vinstri
stjórnar, var vikukaup þeirra
launþega, sem þá voru í lægsta
taxta Dagsbrúnar, Framsóknar og
Iðju 3.500 kr. en 1. maí 1974 var
vikukaup þessara sömu launþega
7.616 kr. og hafði þvf á þessu
timabili hækkað um 117,6%. Vfsi-
tala framfæslukostnaðar 1. ág.
1971 var 154 stig en 1. maf 1974
var hún 289 stig eða 88,1% hærri.
Vísitala vöru og þjónustu var 1.
ágúst 1971 161 stig, en 1. maí 1974
320 stig og hafði hækkað um
98,8%.
Munurinn á vísitölu fram-
færslukostnaðar og vísitölu vöru
og þjónustu er sá, að f vísitölu
framfærslukostnaðar er gert ráð
fyrir fjölskyldubótum og húsnæð-
iskostnaði o.fl., en í vfsitölu vöru
og þjónustu aðeins neyzluvöru-
liðnum í framfærsluvísitölunni.
— Avarp forseta
Framhald af bls. 14
þjóðlegrar eindrægni, þrátt
fyrir það að I odda skerst f
glfmunni við vandamál hverrar
tföar, stór og smá. Slíkt eining-
artákn sómir sér vel milli
tvennra kosninga, sem þjóðin
gengur að frjáls og að fullum
lögum.
Ég óska yður öllum, sem mál
mitt heyrið, gleðilegrar hátfðar
og læt þá von I ljós, að þjóðhá-
tíðarhaldið á þrftugsafmæli
hins fslenzka lýðveldis megi
verða hverjum og einum
til gleði og ávinnings, en landi
og þjóð til sóma.
— I varðhald
Framhald af bls. 40
nokkuð. Er þvi óljóát um tilgang
verknaðarins.
Hreinsun Stjórnarráðshússins
hófst fljótlega eftir að atburður-
inn átti sér stað, og að hreinsun
lokinni var húsið málað, en það er
sem kunnugt er hvftt að lit.
— Egyptar
Framhald af bls. 1
ísraels sagði að eftir heimsókn
Nixons forseta væru ísraelar enn
ekki vissir um, hvort samningur-
inn úm afhendingu kjarnaofnsins
til Egypta gæti leitt til þess, að
Arabar kæmu sér upp kjarnorku-
vopnum.
Hann sagði, að Israel hefði
alltaf stutt samninginn um bann
við útbreiðslu kjarnorkuvopna og
hann væri reiðubúinn að undir-
rita hann jafnskjótt og nokkur
smáatriði hefðu verið útkljáð.
Andstæðingar ísraelsstjórnar
ætla að bera fram tillögu um van-
traust á hana vegna þess hvernig
hún hefur brugðizt við kjarnorku-
aðstoð Bandaríkjamanna við
Egypta.
Edward Kennedy öldungadeild-
armaður lét í ljós efasemdir
vegna fyrirhugaðrar kjarnorku-
aðstoðar stjórnar Nixons við
Egypta í gærkvöldi.
— 5.000 fulltrúar
Framhald af bls. 1
rfki hömluðu gegn 200 milunum,
sem væri orðin söguleg þróun.
Hún sagði að mikill fjöldi rikja
ætti þátt í þróuninni, sem stefndi
gegn siglingayfirráðum risaveld-
anna tveggja — Sovétrikjanna og
Bandaríkjanna."
— Nixon
Framhald af bls. 1
um til lausnar öllum vandamál-
um,“ en kvað svo ekki vera. Hins
vegar talaði hann um „nýja at-
burði, sem gefa okkur ástæðu til
að vona“ en útskýrði það ekki
nánar.
Heimsókn Nixons til Israels
lauk með því, að Nixon lofaði að
selja tsraelsmönnum kjarnaofna
á sama hátt og Egyptum.
Bandarískir embættismenn
segja, að í sölusamningunum
verði ákvæði sem komi f vég fyrir,
að þjóðirnar geti notað ofnana og
þá þekkingu, sem þær afla sér, i
hernaðarþágu.
Nixon skoraði á Israelsmenn að
taka áhættu til þess að efla barátt-
—* NATO
Framhald af bls. 1
fullvissaði hann ráðherrana um,
að Bandarfkjastjórn hefði ekkert
á móti beinum samningum Efna-
hagsbandalagsins og Araba-
landanna f olíumálum.
Texti Atlantshafsyfirlýsingar-
innar er tilbúinn að öðru leyti en
því, að hann þarf að hljóta sam-
þykki ráðherranna á fundi þeirra
á morgun. Gert er ráð fyrir þvf að
Nixon forseti og leiðtogar
annarra aðildarrfkja heimsæki
aðalstöðvar NATO f næstu viku
og undirriti formlega yfirlýsing-
una sem þá tekur þegar gildi. Að
henni hefur verið unnið í 14
mánuði.
Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði þegar
hann kom til fundarins í dag, að
hann yrði „einn sá mikilvægasti í
sögu bandalagsins." 13 utanríkis-
ráðherrar sækja fundir.n. danski
landvarnaráðherrann er fulltrúi
stjórnar sinnar og fulltrúi Luxem-
borgar er sendiherra landsins hjá
NATO.
I ræðu sinni sagði Luns, að
októberstrið Araba og Israels-
manna hefði sýnt að heimsfriður-
inn væri fallvaltur og bættri sam-
búð takmörk sett. Hann sagði, að
þá hefði komið í ljðs, að Rússar
hikuðu ekki við að beita valdi ef
þeir teldu sig geta tryggt sér
ávinning af því, án of mikillar
áhættu. Októberstríðið hefði sýnt
að „sovézka hættan væri enn fyrir
hendi.“
James Callaghan, utanríkisráð-
herra Breta, sagði að tiltölulega
friðsamlegt ástand og velsæld ár-
anna 1950—70 hefði orðið til þess,
að fólk á Vesturlöndum hefði tek-
ið NATO sem sjálfsögðum hlut og
upp hefðu komið erfiðleikar og
jafnvel deilumál. Hann bað aðra
ráðherra að ítreka tryggð sína við
bandalagið, þar sem „öryggi væri
eini grundvöllur bættrar sambúð-
ar.“
Callaghan sagði, að ráðstefnan
um öryggi Evrópu í Genf sýndi,
að hvorki óhófleg bjartsýni né
svartsýni ættu rétt á sér í umræð-
um um framtfðarskipulag sam-
skipta austurs og vesturs. Hann
kvað alla gera sér grein fyrir erf-
iðleikum sem stöfuðu af tor-
tryggni og gengið hefði verið til
þessara viðræðna af fullu raun-
sæi. „Þær munu ekki mistakast
vegna efasemda okkar eða vegna
bjartsýni, sem á ekki rétt á sér,“
sagði hann.
Hann kvaðst sannfærður um, að
horfur á þvf, að bæta samskipti
austurs og vesturs væru betri en
nokkru sinni frá stofnun banda-
lagsins. Hann lýsti sérstakri
ánægju vegna þátttöku portú-
galska utanríkisráðherrans,
Mario Soares, f viðræðunum.
Pierre Elliott Trudeau forsætis-
ráðherra Kanada sagði f stuttu
ávarpi að aðildarrfkin hefðu full-
an rétt til að gagnrýna hvert ann-
að. Samstarf væri nauðsynlegt, en
allir hefðu rétt til að varðveita
sérkenni sin. Þetta væri styrkur
bandalagsins.