Morgunblaðið - 31.07.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.07.1974, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JtJLÍ 1974 Þetta líkan af lausagöngufjósi er f Iandbúnaðardeild sýningarinnar f Laugardalshöll Þróun 874-1974: - Sjávar- útvegur og landbúnaður 1 GÆR buðu forráðamenn sýningardeilda landbúnaðar og sjávarafurða á Þróun 874—1974 fréttamönnum að koma og skoða deildirnar. Við undurbúninginn hafa fjöl- margir aðilar lagt hönd á plóg- inn, en á sýningunni kemur hver atvinnuvegur fram sem heild, enda er sýningunni ekki ætlað að vera sölu- eða aug- lýsingarsýning, heldur fræðslu- og yfirlitssýning á þróuninni s.l. 1100 ár. A sýningunni hefur sjávarút- vegi landsmanna allt frá land- námi og fram á þennan dag verið gerð ítarleg skil, og má til dæmis nefna, að sýndar eru myndir af öllum tegundum fiskveiðiskipa, sem þekktar eru, en þar sem vitneskjan nær ekki tij, hefur verið reynt að geta í eyður. Þá er veiðarfærum og fiskverkun gerð skil allt frá upphafi og fram á þennan dag, greinargott yfirlit er um tækja- búnað í skipum og sýnt, hversu stórfelldar breytingar hafa orðið þar á, til dæmis frá alda- mótunum síðustu. Enda þótt oilum hljóti að vera ljóst, hversu gífurlegar breytingar hafa orðið á þessum sviðum öll- um, gefst hér einstakt tækifæri til að skoða upplýsingarnar allar á sama stað og gera sér þannig grein fyrir þeirri þróun, sem hefur orðið. Hér eru um yfirlit 1100 ára að ræða, en þess skal getið, að rík áherzla hefur verið lögð á þá þætti, sem eru í beinum tengsl- um við nútímann, og má m.a. nefna yfirlit um fisksölu Is- lendinga s.l. 10 ár, hvert sjávar- afurðir eru seldar, breytingar á fiskmörkuðum og fiskverði. Forstöðumaður sýningar- Framhald á bls. 35 Siglfirðing- ar fiska vel Siglufirði — 30. júlí. GÖÐUR afli hefur verið hjá Siglu- fjarðarbátum að undanförnu og einnig töluverður afli borizt á land af aðkomubátum, svo að mik- il vinna hefur verið hér í frysti- húsinu. Héðan eru gerðir út 3 togbátar og þeir hafa komið inn eftir 7—8 daga útivist með 140—170 tonna afla, mest megnis þorsk. Hafa ver- ið 2—3 landanir af togbátum hér í viku. Einnig hefur einn Akureyr- artogaranna landað hér. Aflinn fæst hér fyrir Norður- landi. Það er igott hljóðið í sigl- firzkum sjómönnum um þessar mundir. Sáralítill afli var fram eftir sumri, en nú hefur hann sem sagt glæðzt mjög og vonast menn til að framhald verði þar á. — Steingrímur. Fulltrúar átta borga koma hingað Mælifelli — 30. júlí LANDSSlMASTÖÐIN á Reyni- stað er lögð niður í dag. Notendur stöðvarinnar fram að á fá sjálf- virkan sfma frá Sauðárkróki, en Sæmundarhlíð tengd þangað á al- mennum sveitarlínum. Bæir í Staðarhreppi framan ár verða tengdir við símstöðina í Varma- hlíð og gætir að sjálfsögðu óánægju með þá ráðstöfun, þar eð þeir verða að greiða hærra gjald en áður við Sauðárkrók og svo töluvert fyrir símtöl við kaupstað- inn, þegar sjálfvirki siminn kem- ur i Varmahlið. Símstöð hefur verið á Reynistað frá 1926. Fram yfir 1950 var Jón Sigurðsson, alþingismaður, stöðvarstjóri og sá frú Sigrún Pálmadóttir, kona hans, um stöð- ina, er hann var á þingi og raunar alla tíð að mestum hluta, en siðustu rúm 20 árin hefur Sigurð- ur Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Reynistað, verið stöðvarstjóri. I upphafi voru notendasimar við stöðina aðeins í Vík og á ög- mundarstöðum, en nokkru síðar einnig á Páfastöðum. Almennur sveitarsími kom í Staðarhrepp 1949. Þjónusta stöðvarinnar á Reynistað er rómuð innan sveitar og fyrir hönd nágrannastöðvanna og annarra, sem mest hafa afgreitt við Reyni- stað fyrr og síðar, sendir undir- ritaður hinar beztu þakkir fyrir öll góð samskipti og þjónustu. — séra Ágúst. BJARNI Sigurðsson fyrrum bóndi og hreppsstjóri f Vigur lézt f Borgarspftalanum aðfararnótt þriðjudags. Hann var nýorðinn 85 ára. Hafði hann legið f sjúkrahúsi um mánaðartfma, fyrst á tsafirði og síðan hér syðra. Bjarni í Vigur hafði gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum og var þjóðkunnur maður. Kona hans, Björg Björnsdóttir frá Veðra- móti, lifir mann sinn ásamt sex börnum þeirra hjóna. 1 GÆR afhenti Hallvard Mageröy Stofnun Árna Magnússonar á Is- landi veglega bókargjöf frá norskum stofnunum og einka- aðilum. Bækurnar hafa verið að koma til landsins undanfarin ár, en gjöfín er nú afhent formlega f tilefni ellefu alda byggðar á ls- landi. Bækurnar eru um 500 að tölu, eða fgildi fimm hundruð bóka, eins og Mageröy sagði f stuttu ávarpi, sem hann hélt við afhendinguna. Þær eru allar gefnar út f Noregi og er aðallega um að ræða fræðirit, útgáfur fornrita og ljósprentanir hand- rita. Yfir 40 aðilar f Noregi standa að gjöfinni, sem er árangur söfn- unar, sem staðið hefur yfir þar f landi sfðan 1970. Handritasafnið hafði þá, samkvæmt beiðni, gert lista yfir þær bækur, sem óskað var eftir. Það eru Hallvard Mageröy prófessor í Osló og Lud- vig Holm-Olsen prófessor í Björg- vin sem staðið hafa fyrir söfnun- inni og útvegað bækurnar, sem margar hverjar eru mjög sjald- gæfar og sumar allt að því ófáan- legar. Símstöðin á Reynistað lögð niður Fræðilegt rit um opin- berar aðgerðir og atvinnulíf 1950-1970 Bjarni íVigur látinn ANNAÐ kvöld býðst norrænu ferðafólki hérlendis og öðru áhugafólki aftur tækifæri til að koma á kvöldstund f Norræna húsinu. KI. 20.30 heldur Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld, erindi með tóndæmum um fslenzka tón- list. Flytur hann erindið á dönsku. Þessi tónlistarkynning er liður í þeirri nýbreytni i starfsemi Norr- æna hússins að gefa ferðafólki frá Norðurlöndunum kost á að koma á kvölddagskrá þar sem fræðsla um Island er á dagskrá. Þessar kvöldstundir verða á hverju fimmtudagskvöldi í ágústmánuði, en fyrsta kvöldvakan var siðast- liðinn fimmtudag, þar sem sýndar voru landkynningar- og fræðslu- myndir. Var hún mjög vel sótt. Allir eru velkomnir á þessi kynningarkvöld í Norræna hús- inu. Kaffistofa hússins er opin frá kl. 20—23 þessi fimmtudags- kvöld. (Frá Norræna húsinu) tJT ER komið rit, sem fjallar um áhrif opinberra aðgerða á at- vinnulffið á árunum 1950—70. Er í ritinu fjallað á vfsindalegan hátt um efnahagsþróun þessa tfmabils og raktar á fræðilegum grundvelli ýmsar upplýsingar hagfræðilegs eðlis, sem ekki hef- ur áður verið safnað á einn stað. Þá er fjallað fræðilega um tæki þau, sem hið opinbera hefur til áhrifa á framieiðslu og aðstöðu atvinnuveganna. Ritið er gefið út af Félagi ís- lenzkra iðnrekenda og Landssam- bandi iðnaðarmanna og unnið af Hagvangi hf., undir yfirumsjón Sigurðar R. Helgasonar hagfræð- ings. Bókin er 470 síður og hefur við samningu hennar verið stuðzt við fjölda fræðirita, innlendra og erlendra, auk þeirra skýrslna um íslenzkar hagstærðir, sem fyrir liggja. Undirbúningur útgáfu þessarar hefur staðið í nokkur ár, en útgef- endur hafa löngum talið mikið skorta á, að fullnægjandi töluleg- ar upplýsingar væru fyrir hendi um það efni, sem skýrslan fjallar um, einkum og sér í lagi um stöðu og afkomu iðnaðarins í landinu. Er gerð sérstök grein fyrir þróun iðnaðarins i landinu í ritinu og fjallað um opinberar efnahagsað- gerðir, sem snert hafa hann. A sama hátt er einnig fjallað um þróun sjávarútvegs, landbúnaðar og verzlunar og áhrifa aðgerða hins opinbera á þessar atvinnu- greinar. Um 130 töflur, skýringar- myndir og linurit eru í ritinu. I formála ritsins, sem Gunnar J. Friðriksson fyrrverandi formaður Félags íslenzkra iðnrekenda og Framhald á bls. 35 Norrænir fá nasaþef af íslenzkri tónlist BORGARSTJÓRN Reykjavfkur hefur boðið fulltrúum átta erlcndra borga að vera viðstaddir hátfðarhöldin á vegum Reykja- vikurborgar f tilefni landnáms afmælisins. Hafa borgirnar ákvcðið að senda eftirtalda full- trúa sfna við þetta tækifæri: Frá Bergen koma Eilert Eilert- sen, forseti borgarstjórnar og Ragnar Jell Morken, fram- kvæmdastjóri; frá Gautaborg koma Hans Hansson, forseti borgarstjórnar og frú, og Olle Jansson, varaforseti borgar- stjórnar og frú; frá Helsinki koma Teuvo Aura, yfirborgar- stjóri, og Harri Sormanen, deildarstjóri og frú; frá Kaupmannahöfn koma Urban Hansen, yfirborgarstjóri, Egon Weidekamp, forseti borgar- stjórnar og Börge Schmidt, borgarstjóri; frá Osló koma Brynjulf Bull, forseti borgar- stjórnar og frú, og Albert Nordengen, borgarráðsmaður og frú; frá Stokkhólmi koma Eva Remens, 1. varaforseti borgar- stjórnar, og Gunborg Lindahl, borgarráðsmaður; frá Winnipeg koma William Halloquist, borgar- fulltrúi og frú, og Robert Johannson, borgarfulltrúi; og frá Þórshöfn koma Olavur Michelsen, Hallvard Mageröy, prófessor, sem afhenti bókagjöf Norðmanna og dr. varaborgarfulltrúi og frú, og Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar á Klartan Mohr, borgarfulltrui. tslandi. A milli sín halda þeir á gjafarbréfi Norðmannanna. ____________. Igildi fimm hundruð bóka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.