Morgunblaðið - 31.07.1974, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULl 1974
27
Marín Guðmunds-
dóttir—Kveðja
F.3. ágúst 1902
D. 23. júlf 1974
Kveðja til ömmu
Ég hef verið að rifja upp fyrir
mér öll þau skipti, sem ég kom á
Njarðargötuna og hvað hún amma
mfn, Marín Guðmundsdóttir, tók
alltaf vel á móti mér.
Þegar hún þurfti að skreppa
frá, skildi hún eftir lykilinn til
þess að vera viss um, að ég kæm-
ist inn; ef hún átti von á mér, var
hún búin að leggja á borð fyrir
mig, því að ekki mátti ég fara án
þess að fá hressingu.
Ég mun ætíð minnast þess, er
hún kom heim af spftalanum í
vetur, hve stillt og æðrulaus hún
var. Mig grunaði ekki, að hún
þyrfti að fara svona fljótt aftur.
Hún kvartaði aldrei.
Núna veit ég, að ömmu minni
líður vel, hún er komin alla leið
að Iitla bænum, þar sem öll blóm-
in eru í kring og rauða ljósið skín
f glugganum. Ég veit að blómin
Sigurður H. Matthías-
son — Minningarorð
verða fallegri og rauða ljósið mun
skína. I huga mínum er ég hjá
henni og mun dást að blómunum
með henni.
Hvíl í friði.
Þorbjörg.
um viðaði hann að sér mammlegri
vitneskju og þá jafnframt vísinda-
legri um hvaðeina, sem menn
hafa brotið til mergjar fyrr og nú.
Af þessu leiddi, að hann var sjálf-
ur orðinn brunnur þekkingar.
Var hrein unun að ræða við hann
og spyrja, því að svörin voru bor-
in fram af manni, sem var óvenju
gáfaður, en með öllu hrokalaus og
framúrskarandi prúður og lítillát-
ur.
Það er með ólíkindum hvað
dverghagur hann var í höndun-
um. Hann smfðaði líkön af hús-
um, flugvélum, skipum vopnum
og síðasta verkið, sem hann lauk
við, var af eimvagni þeim, er nú
ryðgar niður í Árbæjarsafni. Oft
þurfti hann langan undirbúning,
áður en sjálf smíðin hófst, en með
þrautseigju og þolinmæði, — eins
og líf hans var allt, — tókst hon-
um að ljúka við hvert verkið eftir
annað.
Hann unni Reykjavfk og var
mikill áhugamaður um náttúru-
vernd og vildi varðveita sögulegar
minnjar þjóðarinnar. Hann ferð-
aðist mikið um landið og átti ég
þess oft kost að vera honum sam-
ferða. Þekking hans á náttúru og
jarðmyndunum var slík, að við
gengum ekki á hrauni eða jökli,
— heldur sögu, sem sögð var á
göngunni. Hann naut fslenzkra
óbyggða, útilífs og gönguferða,
enda hraustur og síungur. Frá
þessum ferðum geymist listrænt
og fagurt safn ljósmynda.
Margir leituðu til hans, sem
þekktu góðvild hans og fórnar-
lund og fóru ekki erindisleysu.
Þær fjárhæðir, sem hann gaf í
góðgerðarstarfssemi eru mér
ókunnar. En í dag veit ég, að Guð
hefur fært honum margfalt fyrir
framlag hans til líknarmála svo
og miskunsemi hans við náungan.
Ég hef vissulega orðið þess
aðnjótandi að þekkja göfugt fólk
á lífsleiðinni, en að öllum ólöstuð-
um hef ég ekki kynnzt jafnhrein-
lyndum eðalsmanni, heiðarlegum
og grandvörum. Þannig væri
lengi hægt að telja upp og segja
satt eitt um hann, en þess hefði
hann sfzt óskað, því hann var afar
hlédrægur og mótfallin öllu hrósi
og lofi sér til virðingar.
Það lyftir okkur upp úr hvers-
dagsleikanum, þegar við hugleið-
um, hversu vel úr garði Guð gerði
þennan mann. Líf hans verður
öðrum til eftirbreytni, því hann
afneitaði og agaði sig til aukins
þroska, gerði litlar kröfur til ann-
arra og lifði í kyrrð og hógværð.
Við, sem þekktum hann, minn-
umst hans með djúpu þakklæti
fyrir þrautseigju og kærleika,
sem hann sýndi okkur í verki
gegnum árin.
Það verður þeim til íhugunar og
lærdóms, sem komu að sjúkrabeði
þessa manns, sem f dauðastríði
sínu hugsaði um velferð og fram-
tfð annarra og bað Guð að blessa
og styrkja ástvini sína. Víkum
saman neytti hann svo til engrar
fæðu, en með einstakri karl-
mennsku og hugprýði bar hann
þjáningu sfna möglunarlaust og
þakkaði Guði fyrir þann styrk,
sem hann hafði þrátt fyrir voða-
legan sjúkdóm.
Hann var trúmaður og fann
þann, sem sagði: „Ég lifi og þér
munuð lifa“. Hann fór héðan
frelsaður — endurfæddur— inn í
Drottins dýrð, ríki Jesú Krists,
þar sem gleði, fögnuður og full-
komnun varir um eilífð. Megi sú
fullvissa græða sár aldraðar, sorg-
mæddrar móður, systkina og vina.
Siðasta daginn, sem hann lifði
hér, höfðum við stutta helgi- og
bænastund með honum. Er hann
hafði lokið bæn sinni, endaði
hann með þeim orðum, sem ég vil
einnig hafa fyrir lokaorð yfir lífi
elskulegs bróðurs. „I JESU
BLESSAÐA NAFNI, AMEN.“
Bróðir.
En innsta hræring hugar mfns,
hún hverfa skal til upphafs síns,
sem báran endurheimt í hafið.
Þessar ljóðlfnur komu mér í
hug er ég — svo óvænt — frétti
um andlát mfns bezta æskuvinar,
Þorleifs Þoreifssonar ljósmynd-
ara. Harmafregnin varð mér og
mínum — raunar öllum öðrum
kunningjum og vinum Þorleifs
heitins — þungt áfall, þvf að
þarna var vissulega drengur góð-
ur burtu hrifinn, langt fyrir aldur
fram.
Þorleifur Þorleifsson fæddist
17. febrúar 1918 í Reykjavík,
næstelztur 8 barna Elínar
Sigurðard. og Þorleifs heitins
Þorleifssonar ljósmyndara, sonar-
sonar Þorleifs frá Bjarnarhöfn,
hins mikla dulhyggju- og
lækningamanns svo sem þekkt er.
Stóð því að honum straustur stofn
— enda Þorleifi ýmislegt það gott
gefið bæði til handar og anda, er
til forfeðranna mætti rekja.
Kynni okkar hófust, er við, svo að
segja frá bernsku, ólumst upp í
sama húsi, Pósthússtræti 6 eða
eins og það síðar nefndist Kirkju-
torgi 6, í hjarta Reykjavíkur.
Vissulega er margs að minnast frá
uppvaxtarárum okkar krakkanna
á Kirkjutorgi og næsta nágrennis
við okkar kæru gömlu Dómkirkju
og það var líka oft mikið fjör og
gleðskapur, sem aðeins stöðvaðist
augnablik, er á vegi okkar urðu
— að okkar dómi — 2 mætustu
borgarar miðbæjarins og vinir
okkar, þeir séra Bjarni Jónsson
dómprófastur og Ólafur Þor-
steinsson læknir. Þá var stanzað
og tekið í húfuna í flýti — og
síðan þotið út I leik aftur. Þannig
leið glatt og áhyggjulítið bernsku-
og æskulíf Þorleifs heitins og okk-
ar hinna og manndómsárin tóku
við með alvarlegri og stærri
viðfangsefnum. Hópurinn tví-
straðist eins og títt er út í lífsins
ólgusjó, þar sem flestir verða fyr-
ir einhverjum áföllum og þannig
varð einnig Þorleifur og fjöl-
skylda hans fyrir miklum missi,
er faðir hans lézt um aldur fram
og skildi eftir Elínu konu sína
með stóran barnahóp. En þar var
síður en svo um uppgjöf fjölskyld-
unnar að ræða heldur var tekizt á
við vandann af hugrakkri móður
og duglegum börnum, sem með
dugnaði og harðfylgi hafa komið
sér áfram. Bræðurnir Þoreifur og
Oddur tóku við Amatörverzlun-
inni og sýndu með þvf ræktarsemi
við lífsstarf föður sins, enda þótt
annað starf hafi ef til vill legið
þeim nær — sökum listfengis
þeirra og þá ekki sízt Þorleifs,
sem var maður listfengur og
dverghagur með afbrigðum, svo
sem hinir ýmsu listmunir hans
bera gleggst vitni um.
Meðfædd hlédrægni hans og
hófsemi hafa líklega verið þess
valdandi, að ekki hefur verið
haldin sýning á verkum hans, þótt
ekki væri nema til að minna sam-
borgara hans á ræktarsemi hans
við fæðingarborg sina, sem hann
sýndi í verki með meistaralegum
eftirlíkingum af ýmsum gömlum
húsum og bæjarhlutum, sem ann-
ars hefðu fallið í gleymskunnar
dá, en nú eru tryggilega varðveitt.
Þar má með sanni segja, að brúað
hafi verið bilið milli góðs vilja og
góðra verka.
Um tima skildu leiðir okkar
Þorleifs, en einlæg vinátta hélzt
og eftir að ég kom heim að siðari
heimsstyrjöldinni lokinni varð ég
aftur tíður gestur á himili Elínar,
sem hún bjó hlýlega sonunum
tveim, er hjá henni dvöldu.
Þorleifur var mikill og einlæg-
ur náttúruskoðari og náttúruunn-
andi og urðu það ófáar gönguferð-
irnar, er við fórum saman í um
rúmlega 20 ára skeið. A slikum
gönguferðum var eðlilega margt
skrafað og rætt, en einkum voru
honum andleg viðfangsefni kær-
komið umræðuefni, því að Þor-
leifur heitinn var mjög andlega
sinnaður og leitandi maður með
víðsýnt og bjart hugarfar og
næma samkennd til alls, er lifði
og dafnaði, hvort heldur voru
æðri eða lægri lífverur, og mátti
helzt ekkert aumt sjá. Það má því
segja, að hann hafi hlotið þá gæfu
í þessu lífi að rækta með sér flest-
ar þær eigindir, er góðan og göf-
ugan mann mega prýða, enda
maðurinn hvers manns hugljúfi
öllum þeim, er kynntust honum.
Minningar um margar af
skemmtilegustu samverustund-
um okkar Þorleifs geymi ég I
hjarta mínu sem dýrmætan fjár-
sjóð, sem ég vildi ekki hafa farið á
mis við.
Og nú að lokum eftir langan,
þungan dag og erfið veikindi er
leið hans öll. Hann sezt á stein við
veginn og horfir skyggnum aug-
um heim I dalinn, því að nú lítur
hann í himinfrið bláfjallasalsins
og finnur, að nú getur hann lagt
staf og bakpoka frá sér um stund,
því að ferð hans er hafin á drott-
ins fund.
Hér skiljast leiðir að sinni, en I
huga mínum ríkir þó treginn
blandaður þakklæti fyrir allar
samverustundirnar.
Aldraðri móður Þorleifs, syst-
kinum og öðrum ættingjum bið ég
allrar blessunar og styrks í sorg
þeirra og söknuði eftir elskulegan
son bróður og frænda, sem með
þessum fátæklegu orðum gamals
vinar er kvaddur hinztu kveðju.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Geir R. Tómasson.
I dag er til moldar borinn Þor-
leifur K. Þorleifsson ljósmyndari,
sem lézt á Landakotsspítala 23.
þ.m. eftir langvinna og þunga
sjúkdómslegu. Þorleifur var
fæddur i Reykjavík 17. febrúar
1917. F'oreldrar hans voru Elín
Sigurðardóttir og Þorleifur Þor-
leifsson ljósmyndari. Mig Iangar
til að senda Þorleifi vini minum
nokkur kveðjuorð að leiðarlokum,
því að við áttum saman bernsku-
og unglingsárin öll og vorum
mjög samrýndir. Það segir sig
sjálft, að i þvi fóstbræðralagi
bundum við þau vináttubönd,
sem aldrei brustu siðan. Þótt við
siðar á ævinni hittumst ekki eins
oft og báðir hefðu viljað naut ég
þess oft að finna hans traustu og
hlýju vináttu jafnan, er fundum
okkar bar saman. Þorleifur var
hlédrægur og flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum, en hann var einlæg-
ur og vinsamlegur öllum, sem
hann umgekkst, og eignaðist því
traust og vinsemd þeirra, sem
hann átti skipti við. Ekki er hægt
að minnast Þorleifs svo, að
ekki sé minnzt á hagleik hans,
en hann var svo mikill smið-
ur, að í huga hans og höndum
urðu til þau listaverk, sem
ekki missa gildi sitt á með-
an fallegt handbragð og hug-
vitssemi eru að nokkru metin og
má þar til nefna eins konar
módelsmíði (lágmyndir) af þeirri
Reykjavík, sem nú er óðum að
hverfa. En Þorleifur var sem fyrr
segir fæddur I Reykjavík og þótti
vænt um umhverfi sitt, bæði nýtt
og gamalt, og um Reykjavík safn-
aði hann miklum fróðleik í mynd-
um og máli. Ekki treysti ég mér
að lýsa þeim listmunum, sem ég
minntist á, en ég tel vist, að þeir
verði síðar kynntir betur en orðið
er. Þeir eru þess virði og meira en
það. Að lokum kveð ég kæran vin
minn og þökk fyrir allt. Blessuð
sé minning hans. Elínu móður
Þorleifs og systkinum hans votta
ég innilega samúð og þakka vin-
semd þeirra fyrr og síðar.
Jón Albertsson.
„VINIR berast, burt með timans
straumi.“
Svili minn og góðkunningi, Sig-
urður H. Matthíasson, andaðist
tuttugasta þessa mánaðar eftir
erfiða sjúkdómslegu síðustu sex
mánuði.
Sigurður var fæddur í Reykja-
vík 11. september 1908. Foreldrar
hans voru þau hjónin Sigriður
Gísladóttir og Matthías Sigurðs-
son verzlunarmaður. Sigurður á
eina eftirlifandi systur, Hrefnu,
en hún er gift Ingvari Kjartans-
syni verzlunarmanni. 26. október
1940 giftist Sigurður eftirlifandi
konu sinni, Ingunni Jónsdóttur,
en foreldrar hennar voru þau
hjónin Valdís R. Jónsdóttir og Jón
A. Benediktsson bóndi á Krossi í
Innri-Akraneshrepp.
Sigurður og Ingunn áttu mjög
hlýlegt og fallegt heimili. Þau
eignuðust eina dóttur, Steinvöru,
sem gift er Elíasi Arnasyni bif-
reiðastjóra.
Ekki er ofsögum sagt, að Sig-
urður hafði miklar mætur á
dóttur sinni, en sólargeisli lífs
hans nú á seinni árum var litla
dótturdóttirin, Sigríður Ingunn,
sem missir mikið við fráfall svo
góðs afa.
Sigurður lauk námi frá vél-
stjóraskóla íslands árið 1929 og
var eftir það vélstjóri ýmist á
flutninga- eða fiskiskipum þar til
fyrir nokkrum árum, að hann
geróist starfsmaður í vélsmiðj-
unni Hamri, en þar vann hann
þar til á síðastliðnum vetri, að
sjúkdómur hans var orðinn það
alvarlegur, að alla, sem til þekktu,
undraði, hversu lengi hann fór til
starfa.
Sigurður var traustur og hæg-
látur maður og flíkaði ekki til-
finningum sinum eða líðan við
aðra.
Seint mun mér og fjölskyldu
minni gleymast sá hlýhugur og
vinarþel, sem við mættum alltaf,
er við komum á heimili þeirra
Sigurðar heitins og Ingunnar.
Um leið og við kveðjum góðan
vin í hinzta sinn, biðjum við guð
að blessa komu hans til æðri
heims og styrkja eftirlifandi konu
hans og aðra nákomna ættingja á
erfiðri stund.
Gunnar J. Sigtryggsson.
■
öll einkenni eðlislægrar snyrti-
mennsku og smekkvísi beggja.
Um 30 ára skeið hafði ég nokk-
ur kynni af Páli. Fyrir þau vil ég
nú þakka. Hann tengdist fjöl-
skyldu minni sterkum böndum á
fleira en eina grein. Foréldrum
minum reyndist hann góður
tengdasonur, tillitssamur og nær-
gætinn. Heimsóknir hans og Auð-
ar voru þeim gleðigjafar, sem nú
er minnzt með einlægu þakklæti.
Páll Magnússon var í mörgu til-
liti dæmigerður fyrir þá, sem átt
hafa drjúgan þátt í að móta þjóð-
líf okkar: Hann gekk til starfs
með því hugarfari að skila hverju
verki óaðfinnanlega, bregðast í
engu trausti húsbænda sinna,
sjálfs sins eða fjölskyldu. Því var
vel borgið, sem honum var trúað
fyrir. Þannig er gott að skila sinu
dagsverki, með hreinan skjöld og
í sátt við samferðafólkið.
Kári Jónsson.
Páll Magnússon
—Minningarorð
F. 21. marz 1918
D. 23.JÚIÍ 1974
í dag fer fram á Akureyri útför
Páls Magnússonar, bifreiðastjóra,
Rauðumýri 16 þar í bæ. Hann
fæddist að Grund í Svarfaðardal
21. marz 1918, sonur hjónanna
Þórunnar Sigurðardóttur og
Magnúsar Pálssonar, er þar
bjuggu. Þau hjón eignuðust 13
börn og var Páll 6. í röðinni. Arið
1926 fluttust foreldrar Páls að
Brimnesi i Viðvikursveit og
bjuggu þar til ársins 1929, að þau
brugðu búi og fóru til Siglu-
fjarðar. Arin 1930—1940 voru
landsmönnum þung i skauti. Stór-
ar fjölskyldur áttu erfitt upp-
dráttar og allir urðu að taka til
höndum sér til lífsframfæris, ef
atvinnu var á annað borð að fá.
Þetta reyndi Páll. A Siglufirði
gekk hann fyrstu árin til þeirrar
vinnu, er til féll, en síðar hóf
hann bifreiðaakstur, var um skeið
hluthafi í Bifreiðastöð Siglufjarð-
ar, og síðar á eigin vegum.
Þann 11. júlí 1942 kvæntist Páll
eftirlifandi konu sinni, Auði Jóns-
dóttur (Björnssonar, verzlunar-
manns) frá Sauðárkróki. Þau
stofnuðu heimili á Siglufirði og
bjuggu lengst af f Suðurgötu 18.
Þau eignuðust 5 mannvænleg
börn, sem öll eru á lífi. Þau eru,
talin í aldursröð: Jón, rafvirki í
Reykjavík, Guðný, kennari á
Hellu, Þórunn og Unnur, hús-
mæður á Akureyri og Magnús
nemandi í Menntaskólanum á
Akureyri.
Arið 1964 fluttist fjölskyldan
frá Siglufirði og settist að á Akur-
eyri. Fljótlega eftir komuna þang-
að réðst Pál til Landssímans og
starfaði þar óslitið síðan. Hann
var við skyldustörf sín, er hann
kenndi sjúkdómsins, sem varð
honum aðaldurtíla. Hanndvaldi á
sjúkrahúsi nokkra daga og virtist
á batavegi, en að kvöldi 22. júlf
hrakaði honum skyndilega og lézt
þar þá um nóttina. Páll var heilsu-
hraustur alla ævi og mun vart
hafa kennt sér meins. Umskiptin
voru þvi mikil og snögg. En hann
tók örlögum sinum með karl-
mannlegri ró og æðruleysi. Það er
samdóma álit þeirra, sem þekktu
Pál, að hann væri mannkostamað-
ur. Störf sfn vann hann af skyldu-
rækni og miklum dugnaði; var
ágætlega verki farinn, hagur vel
og útsjónarsamur. Hann var
snyrtimenni I umgengni, svo af
bar. Hyskni eða sviksemi þoldi
hann ekki, enda sjálfur vammlaus
maður i öllu dagfari. Hann var
jafnlyndur og háttvis og hélt sér
lítt fram, gætti þess þó að halda
sínum hlut, en forðaðist að ganga
á annarra rétt. Heimilisfaðir var
hann ágætur, umhyggjusamur og
traustur. Ber heimili þeirra hjóna