Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGÚST 1974 Landlæknar NorAurlandanna |>in<*a í Revkjavík: Frá fundi landlæknanna f gærmorgun á Hótel Loftleiðum, talið frá vinstri: Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri f heilbrigðismálaráðuneyt- inu, Ólafur Ólafsson, L. Noro, S. Sörensen, T. Mörk og B. Rexed. Ljósm. Mbl.: Ól.K.M. F æðingum hefur ekki fækkað í Sví- þjóð þrátt fyrir fóstureyðingarlögin ÁRLEGUM fundi land- lækna Norðurlandanna lauk i Reykjavík í gær, en fundurinn hófst á fimmtudagsmorgun. Landlæknarnir hittast einu sinni á ári til skiptis í hverju landi og í þetta skiptið var röðin komin að Islandi. Á þessum fundum sinum ræða þeir um það, sem gerzt hefur í heilbrigðisþjónustu land- anna, og bera saman bækur sínar um það, sem rekið hefur á fjörur. Landlæknarnir eru þeir: Thorbjörn Mörk, Noregi, Sören Sörensen, Dan- mörku, L. Noro, Finn- landi, B. Rexed, Svíþjóð og Ólafur Ólafsson ís- landi. Á fundi með blaðamönnum í gærmorgun sögðu þeir, að f byrjun hvers fundar gæfi hvert land skýrslu um verkefni frá síðasta fundi, meðal annars væri þátttaka landanna innan Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar rædd, en þar hittast læknarnir einnig á ári hverju. Læknarnir sögðu, að á fund- unum væri mikið rætt um nýj- ungar í læknisfræði og hvað læra mætti af þeim tilraunum, sem fram hefðu farið f lækna- vísindum. A fundinum núna hefur verið rætt um heilsu- gæzlustöðvar, sem komið hefur verið upp á Norðurlöndunum, en þær hafa yfirleitt gefið góða raun. Einnig hefur verið rætt um að reyna að gera tengsl fólksins og heimilislæknisins nánari og í því sambandi má minna á svonefnda „nærþjón- ustu“, sem hafin er í Svíþjóð. I öllum löndunum er nokkuð um það, að fólk hafi ekki sinn eigin heimilislækni og ber öllum saman um, að það séu trassarn- ir, sem ekki hafa lækni. Fóstureyðingarmálin komu nokkuð til umræðu á fundinum í gær, en fóstureyðingarlög eru annaðhvort gengin í gildi eða frumvörp um þau liggja fyrir þingum landanna. Rexed land- læknir Svía sagði, að konum í Svíþjóð væri frjálst að láta eyða fóstri allt þangað til það yrði 12 vikna gamalt, en frá þeim tíma og þar til það yrði 16 vikna yrðu læknar að skera úr um, hvort eyða mætti fóstrinu. Hann sagði, að í Svíþjóð hefðu menn óttazt, að eftir að nýju lögin gengju f gildi myndu fóstur- eyðingar aukast um allan helm- ing, en raunin hefði orðið önnur. Fæðingum hefði fjölgað nokkuð f Svíþjóð frá þvf, að þessi lög gengu í gildi, en fóst- ureyðingar þar voru 26 þúsund á sfðasta ári. „Fóstureyðing, er að mínu mati versta lækning, sem til er,“ sagði Rexed og bætti þvf við; að konur fengju oft mikla bakþanka eftir fóstur- eyðingu. Mesti kosturinn við þessi nýju lög er sá, að nú eiga sér ekki lengur stað ólöglegar fóst- ureyðingar. Konan fer á sjúkra- hús, þar sem aðgerðin er fram- kvæmd og er því fyllsta öryggis gætt. Frjálsar fóstureyðingar hafa verið í gildi í sex mánuði í Dan- mörku og hefur þeim mikið fjölgað við það. Sörensen land- læknir Dana taldi þó, að þeim myndi fækka á næstunni. Fólk virtist hafa gleymt getnaðar- vörnum fyrst eftir að lögin tóku gildi, en þetta breyttist smátt og smátt með miklum áróðri. I Finnlandi eru lögin nokkuð frjáls og þar hefur fóstureyð- ingum einnig fjölgað. Þessi mál hafa verið mikið á dagskrá í Noregi og nú liggur lagafrum- varp um fóstureyðingu fyrir Stórþinginu. Læknarnir sögðu, að um- ferðarslys væru eitt mesta, vandamálið í löndunum, en í Danmörku fækkaði umferðar- slysum mikið eftir að hámarks- hraði var lækkaður í fyrrahaust af völdum olíukreppunnar. Slysum fjölgaði síðan á ný, þegar hámarkshraðinn var auk- inn aftur. Þá bar líknarmorð aðeins á góma og vildu læknarnir lítið tjá sig um þau mál. Hins vegar bentu þeir á, að vitneskja lækna um það, hvenær sjúkl- ingur kæmist ekki til lífs á ný yrði sífellt meiri vegna meiri þekkingar í læknisfræði. Myndin var tekin, er - kórinn var á æfingu f Norræna húsinu. HERLENDIS er nú staddur norskur kór og er hann nú á hljómleikaferð um Suðurland. Hann mun einnig syngja á nokkr- um stöðum á Norðurlandi og f Reykjavík. I dag kl. þrjú syngur hann f Skálholtskirkju, en kl. 9 f Árnesi. Á morgun heldur hann svo tónleika á Akureyrl, á þriðju- dag á Húsavfk, á miðvikudag f Norskur kór á tónleikaferð Skjólbrekku, en lokatónleikar hans verða í Háteigskirkju á fimmtudagskvöld. Stjórnandi kórsins er Tor Skauge, en undir- leikari Johan Varen Ugland og hélt hann hér tvenna tónleika f sfðustu viku. Kór þessi, Veitvet Musik- konservatoriums Kammerkor, er aðcins fimm ára gamall, en hefur þegar getið sér gott orð í heima- landi sínu fyrir fágaðan flutning. Þessi Islandsheimsókn kórsins er fyrsta utanför hans. Hann starfar við Veitvet-tónlistarskólann í Osló og er byggður upp af úrvali allra f jögurra kóra skólans. Margir kór- félaganna leggja þar stund á söng sem aðalfag, en aðrir hljóðfæra- leik. Kórinn leggur ríka áherzlu á fjölbreytta efnisskrá og einbeitir sér einkum að veraldlegum og kirkjulegum verkum frá renais- sance- og barokktimanum auk nútímaverka. Meðal þeirra verka, sem flutt verða hérlendis að þessu sinni, má nefna mótettu eftir J.S. Bach, Te Deum eftir B. Britten, verk eftir H. Schtitz og norskar mótettur. Stjórnandinn, Tor Skauge, hef- ur stjórnað kórnum frá upphafi. Ilann starfar sem kennari í kór- stjórn við Norges Musikkhögskole og Veitvet Musikkonservatorium og stjórnar þar öllum fjórum kór- um skólans. Þar að auki hefur Tor Skauge verið leiðbeinandi ýmissa kóra í Skandinavíu. Sérsvið hans er norsk alþýðutónlist. Undirleikari kórsins, Johan Varen Ugland, 28 ára gamall, er organisti við Haslum-kirkjuna í Osló og kennari við Musikhög- skolen í Osló. A kirkjulegum tón- leikum kórsins flytur hann ein- leiksverk fyrir orgel eftir J.S. Bach og H.F. Micheelsen. Dalíu-kynning DALlU-KLUBBURINN gengst fyrir kynningu á dalíum og nokkrum öðrum tegundum skrautjurta í gróðurhúsinu 1 Gras- garðinum í Laugardal í dag kl. 3—7. — Klúbburinn hefur áður gengizt fyrir slíkum kynningum og hafa verið sýnd alls um 80 afbrigði af dalíum. Réttindamál kvenna kynnt í skólum „KVENNAARSNEFNDIN" hefur skrifað menntamálaráðu- neytinu bréf þar sem athygli ráðuneytisins er vakin á þeirri ákvörðun Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, að helga árið 1975 baráttu fyrir bættum kjörum og auknum réttindum kvenna. Kvennaársnefndin leggur til, að á námsskrá allra íslenzkra skóla verði á næsta ári fræðsla um vinnuframlag kvenna I aðal- atvinnuvegunum, störf kvenna að félagsmálum og hlut þeirra að uppeldi barna og unglinga. I bréfinu segir: „Með þessari fræðslu skal reynt að leiðrétta vanmat á hlutverki kvenna í samfélaginu. Æskilegt er, að skólarnir vari við fordómum og eyði úreltum hugmyndum varðandi hlutverk kynjanna. Þar sem þess er kostur gætu nemendur rætt og rökstutt hug- myndir sxnar um hagkvæm sam- býlisform og skynsamlega verka- skiptingu á tuttugustu öld.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.