Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 32

Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 32
SUNNUDAGUR 25. ÁGUST 1974 AF hálfu Útgerðarfélags Akureyrar h.f. og Akur- eyrarbæjar hefur nú verið gengið frá samningum um kaup á skuttogurunum tveimur, sem ríkið samdi um smíði á í Spáni á sínum tima. „Nú bíða Akureyr- ingar aðeins eftir grænu ljósi frá bankanum, sem annast þessi mál,“ sagði Gísli Konráðsson, annar framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Gísli sagði, að allir aðilar á Akureyri væru sammála um, að kaupa þessi skip, og ef allt gengi eins og áætlað Einn af hinum nýju steindu gluggum f Siglufjarðarkirkju. væri, kæmi annað skipið til landsins í næsta mánuði og hitt um áramótin. Kaupverð togarans mun vera um 250 milljónir kr. en sambæri- leg skip kosta nú 400—420 miilj- ónir kr. svo mjög hafa þau hækkað í verði síðustu mánuðina. Þegar skipin koma til Akur- eyrar eiga þau að geta hafið veiðar strax, en gengið verður frá lestum þeirra í Þýzialandi. Búið er að skíra togarana, en það var gert í sumar. Bera þeir nöfnin Kaldbakur og Harðbakur og eiga þeir að halda þeim nöfnum, ef svo heldur sem horfir. Við töku myndarinnar, Lénharður fógeti, lét sjónvarpið reisa framhlið af gömlum sveitabæ að Bringu f Mosfellssveit. Myndina tók Brynjólfur. Kostnaður við gerð Lénharðs fógeta margar milljónir kr. fram úr áætlun SJÖNVARPIÐ hefur nú lokið við myndatöku á leikritinu Lén- harður fógeti eftir Einar H. Kvaran. Er nú frágangsvinna f gangi og gert er ráð fyrir, að hægt verði að frumsýna myndina sfðla árs. Ekkert virðist hafa verið sparað til að gera myndina sem vandaðasta og hefur allur kostn- aður farið langt fram úr áætlun. Upphafleg áætlun var upp á kr. 5 millj., en sagt er, að kostnaðurinn verði milli 25 og 30 millj. kr. „Það er rétt, að kostnaðurinn hefur farið langt fram úr áætlun, en endanleg tala liggur ekki fyrir og þvf vil ég hvorki neita né stað- festa að talan 25—30 millj. sé rétt,“ sagði Pétur Guðfínnsson, framkvæmdastjóri sjónvarps þegar við ræddum við hann. Pétur sagði, að upphafleg kostnaðaráætlun, sem hefði verið gerð fyrir nokkuð löngum tima, hefði hljóðað upp á 5 milljónir króna, en vitað væri, að nú væri kostnaðurinn kominn langt fram úr þeirri áætlun. Kostnaðarreikn- ingurinn væri reiknaður þannig, að inn á hann kæmi beinn út- lagður kostnaður, vinna starfs- manna sjónvarpsins og notkun á tækjabúnaði þess. 1 HAUST verða settir steindir gluggar f Siglufjarðarkirkju, en þeir hafa verið unnir hjá verk- stæði Oidtmans f Linnich f Þýzka- landi. Gluggana, sem eru 10 tals- ins, teiknaði þýzka listakonan Katzgrau, sem m.a. gerði glugg- ana f Hornafjarðarkirkju. Það er sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju, sem hefur beitt sér fyrir og aflað fjár til þess að fá steindu glugg- ana f kirkjuna, en ýmsir aðilar hafa gefið fé til þessa verks. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Kristínu Þorsteinsson, formanni sóknarnefndar, að gluggarnir væru á leiðinni með næsta skipi og að væntanlega kæmu tveir menn frá verkstæði Oidtmans um — Sýningartími myndarinnar liggur enn ekki fyrir, en gert er ráð fyrir, að hann verði um 90 mínútur og er myndin tekin í litum. Hvort myndin verður boðin til sölu á erlendum markaði liggur enn ekki fyrir, en af sjón- varpsins hálfu verður hún lögð fram til norrænna sjónvarps- stöðva, því ísland er aðili að sam- norrænni leiklistargerð og Lén- harður fógeti verður framlag Is- lands að þessu sinni, sagði Pétur. Við spurðum Pétur hvort hinn mikli kostnaður við gerð mynd- arinnar myndi ekki bitna á öðrum þáttum í rekstri sjónvarpsins. Hann sagði, að þvf væri ekki að neita, að kostnaðurinn myndi bitna á annarri dagskrárgerð og þá fyrst og fremst þeirri, sem væri kostnaðarsöm, eins og t.d. taka leikþátta. Kvikmyndahandritið skrifaði Ævar H. Kvaran, eftir leikriti afa Framhald á bls. 31 Þjóðveijar vilja kaupa síldar- hreistur til skartgripagerðar Steindir gluggar í Siglufj ar ðarkirkju miðjan september, til að setja þá upp. Siglufjarðarkirkja var byggð 1930 og verða steindu rúðurnar settar í alla gluggana, en það eru 8 stórir gluggar, um 3 m á hæð, og tveir minni í kórnum. Er þetta mikið átak hjá sóknarnefndinni, því slíkt er dýrt. Upphaflega var gert ráð fyrir, að kostnaður yrði 100 þús. kr. á glugga, en með verðlagsbreytingum eru þeir nú áætlaðir um 200 þús kr. hver og lenda auk þess hugsanlega í geng- isfellingu, sem hækkar enn verðið. Sagði Kristfn, að ýmis fyrirtæki hefðu lagt drjúgan skerf til glugganna og einstakl- ingar gefið til minningar um ætt- ingja, en sóknarnefnd aflað fjár með merkjasölu, bazar og fleiru. RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins hefur borizt fyrirspurn frá þýzku fyrirtæki, sem hefur hug á að kaupa héðan sfldar- hreistur til skrautmuna- og skart- gripagerðar. Ekki hefur reynzt unnt að verða við þessum tilmæl- um hins þýzka fyrirtækis að sinni, þar eð engar sfldveiðar eru leyfðar hér við land nema rek- netaveiðar. Þar er hins vegar um svo lftið magn að ræða, að það nægir Þjóðverjum hvergi auk þess sem netin skemma hreistur sfldarinnar verulega. Hins vegar getur verið, að hægt sé að verða við beiðni hins þýzka fyrirtækis næsta haust, ef sfldveiðar verða þá leyfðar f einhverjum mæli. Að sögn Björns Dagbjartssonar, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, eru f hreistrinu svokallaðir guaninkristallar, sem hér eru í daglegu tali kallaðir perlumæður. Hægt er að fram- leiða þessa kristalla á margvís- legan hátt, en hvergi eru þeir eins stórir og gljáandi og í slldar- hreistrinu, enda glitrar síldin allra fiska mest. En eftir því sem sfldin hefur verið að ganga til þurrðar á öllum helztu gönguslóð- um sínum verður æ erfiðara að fá þetta hráefni. Japanir munu vera stærstu framleiðendur í heim- inum og hafa þeir um árabil sótt það alla leið til Alaska. Björn kvaðst minnast þess, að fyrir u.þ.b. tíu árum var vinnsla á þessu efni hafin af einu fyrir- tæki á Akranesi — með útflutn- ing í huga, en það þótti þá ekki svara kostnaði til langframa. Björn kvað fremur auðvelt að vinna guanin-ið, það væri einfald- lega þvegið af hreistrinu með sérstakri upplausn. Vísitalan hækkaði um 8 stig Kauplagsnefnd hefur nú reikn- að vfsitölu framfærslukostnaðar f ágústbyrjun og reyndist hún vera 297 stig eða 8 stigum hærri en f maíbyrjun 1974. 1 fréttatilkynningu frá Hagstof- unni kemur fram, að fjölskylda Ríkisstjórn eftir helgi? Eftir að hlé var gert á samn- ingaumleitunum Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins á öðrum tfmanum aðfarar- nótt laugardags var formlegum viðræðum frestað þar til kl.4 f gærdag. Rætt hefur verið um verkaskiptingu ráðherra og skiptingu málefna milli ráð- herra. Ljóst er, að ný rfkis- stjðrn sér ekki dagsins ljós fyrr en eftir helgina. Eftir sameiginlegan fund við- ræðunefnda flokkanna beggja eftir hádegið í gær kom þing- flokkur sjálfstæðismanna saman til fundar. Þingflokkur framsóknarmanna kemur hins vegar ekki saman á ný fyrr en á morgun, mánudag, kl. 14. Búast má við, að þar verði kosin ráð- herraefni flokksins, ef sam- komulag hefur þá endanlega tekist um stjórnarmyndunina. Þegar þingflokksfundum lauk aðfararnótt laugardags, var ákveðið af beggja hálfu að veita viðræðunefndunum endanlegt umboð til þess að ganga frá samkomulagi. sem þurfti 2.671 kr. til kaups á matvörum 1966, þurfti 9.714 kr. til þessara sömu kaupa í byrjun maí, en 8.619 kr. f byrjun júní og ástæðan fyrir þessari lækkun eru hinar miklu niðurgreiðslur. Arið 1966 þurfti fjölskyldan 262 kr. til kaupa á tóbaki, en þarf nú 894 kr. I föt og skófatnað þarf nú 3.265 Framhald á bls. 31 Slys við Smyrla- bjargaárvirkjun Höfn 24. ágúst. 1 MORGUN varð slys við Smyrla- bjargaárvirkjun þe^ar verið var að hlaða flutningabíl. Skaft á verkstæðislyftara slóst f höfuð á manni, sem vann við að hlaða bflinn. Við það meiddist maður- inn það mikið að senda varð hann til Reykjavíkur með sjúkraflug- vél. — Elías. Akureyringar semja um kaup á Spánartogurunum nucivsmcnR ^^>22480 LE5IÐ iííor •fflmiMnt.ij, EjgTfi eru oiuJtmnza- oaUBM DRGLECH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.