Morgunblaðið - 25.08.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGÚST 1974
31
Norræna hafnasambandið
með fund í Reykjavík
DAGANA 29.—30. september n.k.
veröur haldinn fundur, að Hótel
Esju í Reykjavík, 7. fundur nor-
rænna hafnasambanda. Slíkir
Gamall maður
bíður bana í
umferðarslysi
ÁTTATlU og þriggja ára gamall
maóur, Grímur Valdimar Krist-
jánsson, til heimilis aö Brávalla-
götu 12 í Reykjavík, beiö bana í
umferöarslysi á fimmtudag.
Grfmur lenti fyrir bifreið á •
gangbraut nálægt gatnamótum
Hringbrautar og Birkimels. Bif-
reiðin ók austur Hringbrautina og
lenti hann á framhorni hennar.
Þá kastaðist Grímur aftur með
henni unz hann skall í götuna.
Hlaut hann mikla áverka á höfði
og var fyrst fluttur í Slysavarð-
stofuna og þaðan á Landspltal-
ann, þar sem hann lézt skömmu
síðar. t
Súlan með
markríl til Nes-
kaupstaðar
AÐEINS eitt skip, Súlan frá
Akureyri, hefur komið með
makrfl til Neskaupstaðar sfð-
ustu daga. Kom skipið á
fimmtudag með um 200 lestir.
Ekki er vitað um nein skip,
sem eru á leiðinni til Neskaup-
staðar með makrfl af Hjait-
landsmiðum, en bræia mun
hafa verið þar f vikunni.
Bronco '74 — Citroen
Til sölu Bronco sport '74. Klædd-
ur. Powerstýri. Til greina koma
skipti á nýlegum Citroen.
Upplýsingar i sima 28190 og
31185.
fundir hafa verið haldnir reglu-
lega annað hvort ár á Norðurlönd-
unum sfðan 1962, en Hafnasam-
band sveitarfélaga tók fyrst þátt í
þessu samstarfi 1970.
Á fundinum verður gerð grein
fyrir stöðu islenzkra hafna, rætt
um þátt hafna í vörnum gegn
mengun sjávarins, fjármál hafna
og grundvöll að ákvörðun gjalda.
Á fundum þessum er hámarks-
fjöldi þátttakenda frá hverju
landi 10, nema frá því landi, sem
heldur fundinn hverju sinni, geta
verið fleiri.
Á þessum fundi verða 55 þátt-
takendur auk gesta, og fer hóp-
urinn m.a. í skoðunarferð til Vest-
mannaeyja.
— Kýpur
Framhald af bls. 1
tóku þessum ummælum illa og
svöruðu því til, að Tyrkir myndu
einskis svífast til að berja niður
skæruliðahernað. Clerides hélt
heimleiðis í dag, en fyrirhugað
hafði verið, að hann hitti
Denktash að máli i kvöld, en
skömmu eftir hádegið aflýsti
Denktash fundinum að sögn
vegna ummæla Cleridesar um
skæruhernað og vegna þess, að
hann hafði lýst yfir stuðningi við
tillögu Rússa.
Engin opinber viðbrögð voru
komin frá ráðamönnum í
Washington við ummælum
Mavrosar, en háttsettur embættis-
maður f utanríkisþjónustunni
sagði, að Kissinger væri lítið hrif-
inn af tillögunni og afskiptum
Sovétmanna af deilunni almennt.
— Greiðsluþrot
Framhald af bls. 1
vænta á næstu mánuðum og fyrir-
tækið getur alls ekki beðið svo
lengi. Talsmaðurinn sagði, að
ljóst væri, að Pan-Am þyrfti að
taka lán i næsta mánuði til að
standa undir rekstrinum og að
200 milljón dollara lánsheimild,
sem það hefur hjá bandarískum
bönkum, myndi ekki duga lengi,
ef ekkert yrði að gert.
Helzta ástæðan fyrir erfiðleik-
um Pan-Am á undanförnum árum
er, að það á í harðri samkeppni á
flestum alþjóðlegum flugleiðum
við erlend flugfélög, sem flest eru
ríkisstyrkt, en Pan-Am hefur eng-
ar innanlandsflugleiðir í Banda-
rikjunum. T.d. keppa nú 27 flug-
félög á flugleiðinni yfir N-Atlants
haf.
— Yísitalan
Framhald af bls. 32
kr. en þurfti 1.159 kr. 1966. A því
ári þurfti ekki nema 384 kr. í hita
og rafmagn, en nú þarf 1.076 kr.
Nú er gert ráð fyrir, að 3.494 kr.
þurfi í lestrarefni, sjónvarp,
hljóðvarp skemmtanir o.fl. en
1966 þurfti til þess 1.082 kr.
I janúar 1966 var vísitala fram-
færslukostnaðar 10.000 kr. en í
ágústbyrjun s.l. reyndist hún vera
29.681 kr., á. og á þessum tölum
sést bezt hve gffurlegar verð-
hækkanir hafa verið i landinu.
Þann 1. september n.k. áttu að
koma til framkvæmda kaup-
greiðsluhækkanir samkvæmt út-
reikningi visitölu. En þar sem
bráðabirgðalögin frá 21. maí s.l.
hafa verið framlengd, koma þær
ekki til framkvæmda og sam-
kvæmt því helzt núgildandi verð-
lagsuppbót, sem er 6.1% á grunn-
laun, óbreytt til septemberloka.
— Kostnaður
Framhald af bls. 32
síns, Einars H. Kvaran. Vegna
myndarinnar hefur því verið
breytt nokkuð mikið. Leikendur í
myndinni eru margir, en Tage
Ammendrup hefur séð um upp-
töku og leikstjóri er Baldvin Hall-
dórsson.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvenær myndin verður frumsýnd
í fslenzka sjónvarpinu. Pétur
sagði, að hún væri vart jólamynd
að sínu mati, en timinn milli jóla
og nýárs gæti vel komið til greina.
wmB «r mmfm r flllfcmm 1
ÆjMB* v W
w< ' JbE ^fj Wrm :s~ t
Loka 7 vetra kemur fyrst í
mark í 300 metra stökki á
kappreiðum hestamanna-
félagsins Harðar, sem
haldnar voru um síðustu
helgi, og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær.
Knapi á Loku er Sigur-
björn Bárðarson en eig-
andi Þórdís H. Alberts-
dóttir.
Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
Undanriðill i 300 metra
stökkinu. Goði Höskulds
Svafarssonar aðeins á und-
an Muggi Sigurbjörns
Bárðarsonar.
HVAR eru pabbi og mamma? mætti kalla þessa mynd, sem sýnir
tvo litla stráka vera að reima á sig skóna og nota ferðatöskurnar
sem hjálpartæki. Þessir tveir myndarlegu piltar voru að koma úr
sveitinni og það boðar okkur að haustið sé f nánd.
1 fyrrinótt var mjög kalt um allt land og sumsstaðar gránuðu
f jöll. Það er þvf betra fyrir fólk að fara að huga að haustklæðnaði
sfnum. Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Lokað
eftir hádegi mánudaginn 26. arfarar Guðrúnar Bachmann. þ.m. vegna jarð-
E ignaþjónus tan, Njálsgötu 23.
Atvinnuhúsnæði óskast
Höfum verið beðnir að útvega samtökum skrif-
stofuhúsnæði, til leigu eða kaups, helzt við
Laugaveg, að flatarmáli ca. 1 50 ferm. Má vera
á tveimur hæðum. *
Málflutningsskrifstofa Páls S. Pálssonar hrl.
Bergstaðastræti 14, sími 24200 og 23962
óskar eftir starfsfólki
í eftirtalin störf:
BLAOBURÐARFÓLK
AUSTURBÆR
Bergstaðastræti, Miklubraut
VESTURBÆR
Tjarnargata I, Tjarnargata II,
ÚTHVERFI
Selás og Rofabær, Sæviðar-
sund.
KÓPAVOGUR
Digranesvegur frá 4 — 78,
Skjólbraut, Álfhólsvegur 2—46.
Upplýsingar í síma 35408.
——