Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGUST 1974 17 Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson Haustið nálgast og þar með sú stund að fréttir taki að berast af væntanlegri bókaútgáfu fyrir næstu jól. „Bókaflóð" eða „bókavertið" er sagt og kennir nokkurrar lítilsvirð- ingar I orðunum Prentaraverkfallið síðastliðið vor var talið hafa leikið prentsmiðjurnar allhart og óttast að sá veiki grunnur sem íslensk bókaút- gáfa hvílir á væri I þann veginn að bresta. Eitt er vist: útgáfuksotnaður hefur stórhækkað og bókaverð mun að sjálfsögðu fylgja á eftir. íslensk bókaútgáfa er smá í sniðum miðað við heimsmælikvarða og því erfitt að koma við í bókagerð hér hvers konar tækni sem nýjust er og fullkomnust — og þar með oftast llka dýrust — á hverjum tíma. Er því vart hægt að segja annað — þegar tekið er tillit til aðstæðna og sleppt gæðamati á innihaldi -— að islensk bókagerð hafi staðið i stykkinu. En hún er eins og annar gróður í þessu landi, við- kvæm, og má áreiðanlega ekki við miklum áföllum Við hefur borið að útgefendur hafi farið með prentun bóka út úr landinu. Því kunna þeir miður sem prentsmiðjurnar reka sem vonlegt er og spyrja: hver yrði endirinn ef sú yrði reglan? Þó hver bók sýnist ekki mikið fyrirtæki eru þeir býsna margir sem verða að leggja á hana gerva hönd áður en hún hafnar á búðarborðinu, allt frá höfundi til þess sem að lokum pakkar henni inn i sellófan- pappir. Allir þurfa þeir að lifa nema að sjálfsögðu höfundurinn sem eng- in þiggur launin, heldur aðeins — þegar best lætur — smáþóknun eða eins konar drykkjupeninga fyrir sinn snúð Kostnaðurinn við útgáfu bókar deilist þannig í margar áttir. Raunar má bæta inn i dæmið þeim aðilan- um sem tekur að sér að selja bókina; í hans höndum hækkar bókarverðið um fjórðung til fimmtung, en ofan á summuna bætist svo söluskattur! Allir verða þessir aðilar að fá sitt kaup greitt þegar í stað hvort sem bókin selst eða ekki Vafalaust er hægt að reikna út og greina hvern frá öðrum alla kostnaðarliði að baki verði einnar bókar og ef til vill hefur það verið gert þó mér sé ekki kunn- ugt um það Allt um það ráða þeir aðilar sem vinna að gerð bókar furðulitlu um örlög hennar eftir að hún er komin út, heldur duttlungar almennings- álitsins sem þá birtist I gervi kaup- enda, gefenda og þiggjenda og svo framvegis; reyna þv! oftast að laga sig að þv! áður. Það getur því stýrt penna höfundarins, ráðið leturgerð og broti, að ekki sé talað um bandið, sem er eins konar kóróna sköpunar- verksins í hérlendri bókagerð, að minnsta kosti þeirri sem miðast við gjafamarkað. Þess vegna er meir vandað til bandsins á klénasta reyf- ara en Biblíunni sjálfri, kjölurinn helst hafður svartur eða að minnsta kosti dökkur svo rrieira beri á gyll- ingunni, þv! gull telst þó enn í dag merki velsældar og íburðar eða er ekki svo? Meirihluti þeirra bóka sem gefnar eru út hérlendis fyrir almenn- an markað eru „jólabækur", það er að segja samdar og gefnar út fyrir jólamarkað, ætlaðar til jólagjafa Hefði ekki skapast sú venja hér að gefa bækur á jólum — hversu margar bækur væru þá gefnar út hér eða væir hér nokkuð sem heitið gæti Islensk bókaútgáfa? Að efni skiptast þessar bækur í tvo flokka aðallega: 1) endurminningar og ævisögur, 2) bækur um dulræn efni, svo köll- uð. Ekki ætla ég að halda þv! fram að höfundarnir séu allir skussar því sumir kunna sitt fag En aðrir kunna það ekki. Og markaðurinn hefur allt- af tilhneigingu til að leggja þá að jöfnu. Það er fyrst og fremst ein- kenni þessara bóka að þær eru hrað- unnar (texta ábótavant vegna þess að handrit hafa ekki verið lesin nógu vel yfir, prófarkalestur i fátæklegasta lagi og svo framvegis), en ásjálegar við fyrstu sýn, að minnsta kosti meðan þær liggja ósnertar inni i kápu og sellófanpappir. Fæstar þessara bóka lifa nema ein jól: eru umtalaðar, seldar, keyptar og gefn- ar, því næst lesnar — allt á fjórum vikum, siðan gleymdar, punktum og basta. En þessi (á islenskan mælikvarða) risavaxni markaður veldur svo hinu að þær bækur sem ætlað er varan- legra hlutverk verða einnig að mið- ast við hann og aðlagast honum Jafnvel Ijóðabókum sem ekki eru taldar risa undir bókbandi er stjakað út á jólamarkað i þeirri von að ein og ein skolist þó út af lagernum með flóðinu. Um skáldsögur er það að segja að auðveldara er að láta þær uppfylla skilyrði markaðarins, í það minnsta þegar um sögur þekktra og viðurkenndra höfundaerað ræða Þessi markaður er náttúrlega eins og allt sem. þrifst i þessu landi sérislenskt fyrirbæri og þekkist hvorki né skildist meðal annarra þjóða ef nokkur léti sig varða það Hitt þrumir svo fyrir sjónum manns eins og eitt heljarmikið spurninga- merki hvað við tæki ef hann af einhverjum ástæðum liði undir lok, hvar íslensk bókaútgáfa væri þá stödd. Maður hefur alltaf tilhneiging til að álita að ríkjandi ástand vari til eilifðarnón^ ætli það sé ekki ein- hvers konar óskhyggja, svona undir niðri? En þvi er nú verr og miður að ekkert er varanlegt i henni undir niðri? En þvi er nú verr og miður að ekkert er varanlegt i henni verslu, og allra síst það sem háð er tisku. Títtnefnt bókaflóð hófst hér ekki fyrr en á stríðsárunum, í og með vegna þess að innflutningur var þá svo fábreyttur að ekkert var til að gefa við hátíðleg tækifæri nema bækur og i öðru lagi sakir hins að peningar voru þá i fyrsta skipti nógir, bæði til bókaútgáfu og bókakaupa Fyrir þann tima voru flestar islenskar bækur sendar á markað óbundnar að talsverðum hluta eins og gamlar bókaauglýsingar bera með sér þar sem tvenns konar verð er jafnan tilgreint: b. og ób. Margir — ef til vill flestir — munu hafa keypt bæk- urnar óbundnar af þeirri einföldu ástæðu að þeir áttu ekki fyrir band- inu. Með dálítilli hótfyndni má segja að þssu sé öfugt farið nú: bók gangi út vegna bandsins fyrst og fremst, innihaldið skipti ekki lengur máli. Þá voru útgefendur ekki heldur seinir á sér áð láta þýða og gefa út þau erlend skáldverk sem efst voru á baugi hverju sinni Nú orðið má hins vegar heita að þýðingar úrvals- verka erlendra samtiðarbókmennta séu orðnar hér sjáldséðari en hvitir hrafnar. Til orsaka er talin almenn tungu- málaþekking annars vegar og ótak- markaður innflutningur bóka hins vegar. Ég trúi mátulega þeim skýr- ingum, tel að fremur sé um að kenna lögmálum þeim sem ríkja á margnefndri bókavertið. Maður leggur ekki i það vandasama verk að snúa á islensku erlendu útvalsverki nema af hugsjón, markaðurinn hvet- ur ekki til þess, og hugsjónir eru ekki mikils metnar hér þessi árin. Nei, islensk bókagerð og bókaút- gáfa líður ekki undir lok í bráð, þrátt fyrir allt. Hún hjarir einhvern veginn eins og hún hefur alltaf gert. Þyki bók ekki vænleg til sölu á hinum almenna jólamarkaði er hægur vandinn að höfundurmn sjálfur hamri texta sinn niður á stensla og gefi bókina svo út offsetfjölritaða á eigin kostnað, en þá aðferð hafa ung Ijóðskáld tiðkað talsvert hér upp á siðkastið. Með því hafa þau unnið tvennt: komið verkum sínum á fram- færi og sýnt hinum forgyllta selló- fanmarkaði hvorki meiri né minni sóma en vera ber MARKAÐURINN sóknarflokksins. Það var einnig eðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki fram við upphaf slíkra sam- starfsviðræðna, að haldið yrði opnum dyrum fyrir aðild Alþýðu- flokksins að nýrri stjórnarsam- vinnu. Þau vandamál, sem leysa þarf, eru þess eðlis, að æskilegt verður að telja, að sem breiðast samstarf takist um lausn þeirra. Og raunar er nú, á miklum örlaga- tímum í sögu þjóðarinnar skylda lýðræðisafla f þjóðfélaginu að bera klæði á vopn og sameinast í þegnskap um lausn hins aðkall- andi vanda. Að kommúnistar kjósi á slíkri alvörustund hina óábyrgu afstöðu að hlaupast undan þeim þjóðfélagslegu skyld- um, sem ættu að vera meginatriði í starfsemi hvers stjórnmála- flokks, kemur engum á óvart. Þeim er aðeins vært innan stjórnar f borgaralegu þjóðfélagi ef stefnt er að strandi lýðræðis- legra stjórnarhátta. Þegar þetta er ritað er ekki séð fyrir endan á stjórnarmyndun Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks. Ljóst er þó, að samstöðu er hægt að ná ef gengið er heiðarlega og drengilega til leiks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt slíkan samstarfsvilja, að enginn getur efazt um einlægni hans og heiðarlega viðleitni. Tryggja verður aðstöðu til að fylgja fram meirihlutavilja Þó að báglega horfi um flest málefni þjóðarinnar í dag eftir þriggja ára vinstri stjórn og þörf sé aðgerða, sem í bili skerða hag hennar, er engin ástæða til ör- væntingar eða uppgjafar. Með réttum aðgerðum og heiðarlegu samstarfi og samátaki starfsstétta þjóðfélagsins er hægt að rétta úr kútnum, jafnvel á skemmri tíma en margur heldur. En það þarf að vera til aðstaða til að fylgja fram réttum aðgerð- um. Það þarf að vera til aðstaða fyrir meirihlutastjórn til að fylgja fram þeim málum, sem meirihluti þjóðarinnar hefur falið henni að framkvæma í lýðræðislegum kosningum. Engin öfl í þjóðfélag- inu eiga að hafa rétt til að tor- velda eða koma í veg fyrir fram- kvæmd á meirihlutavilja þjóðar- innar. Slíkt væri í andstöðu við innsta kjarna sjálf lýðræðisins. Þá aðstöðu verður að tryggja með einum eða öðrum hætti. Miklu máli skiptir, að traust og heilsteypt samstarf takist með þeim stjórnmálaflokkum og for- vígismönnum þeirra, sem að rlkis- stjórn standa. Flestum er ljóst, að einmitt þetta er ein af meginfor- sendum þess, að stjórnvöldum takist að ráða við þann geigvæn- lega vanda, sem nú þarf að leysa úr. Ringulreið og óstjórn á valda- ferli vinstri stjórnarinnar á m.a. rætur að rekja til ósamkomulags og stöðugrar togstreitu milli þeirra flokka, er að henni stóðu, og ráðherranna, sem sameigin- lega áttu að móta heilsteypta stjórnarstefnu. Þetta brást, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Hrun efnahagslífsins Valdaferill vinstri stjórnarinn- ar endaði með gengisfellingu. Síðastliðinn miðvikudag varð Seðlabankinn að gripa til þess ráðs að stöðva gjaldeyrisviðskipti bankanna. Þetta var staðfesting á falli krónunnar. Viðræðunefndir Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og SFV höfðu komizt að samkomu- lagi um að fella gengi krónunnar um 15 til 20%, er þessir flokkar reyndu að endurlífga vinstri stjórnina. Gengisfellingin markar því endalok efnahagsstefnu vinstri stjórnarinnar. Frá áramótum hefur gengi ís- lenzku krónunnar sigið um 18 eða 19%. Alls hefur vinstri stjórnin með stefnu sinni valdið hartnær 40% falli á gengi krónunnar á þessu ári. Fátt lýsir betur þeim hrikalega viðskilnaði, sem nú verður að bæta úr. Þá hefur verið greint frá því, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn hrekkur nú fyrir tveggja til þriggja vikna innflutn- ingi. Það er enn einn votturinn um raunverulegt gjaldþrot þjóðarbúsins. Við venjulegar að- stæður á gjaldeyrisvarasjóðurinn að geta staðið undir þriggja til fjögurra mánaða innflutningi. Áætlað er, að hallarekstur frystihúsanna á þessu ári verði 1.500 milljónir króna ef ekkert verður að gert, en nú þegar er ljóst, að á fyrra helmingi þessa árs nemur hallareksturinn 500 milljónum króna. Þannig er ástandið I höfuðatvinnugrein landsmanna. Ein stórvirkustu at- vinnutæki landsmanna, togararn- ir, hafa verið reknir með stórkost- legum halla og þannig mætti lengi telja. Yfirdráttarskuldir viðskipta- bankanna við Seðlabankann skipta þúsundum milljóna króna. Flestir fjárfestingarlánasjóðir eru á þrotum. Að undanförnu hefur komið skýrt fram það, sem Morgunblaðið benti rækilega á fyrir kosningarnar, að gengið hefði verið á alla sjóði með þeim hætti, að samdráttur og atvinnu- leysi væri framundan ef ekki yrði spyrnt við fótum. Þáverandi stjórnarflokkar fengust ekki til þess að viðurkenna þessar stað- reyndir. Nú hafa þeir á hinn bóg- inn viðurkennt, í hvert óefni er komið. Það er forsenda þess að takast megi að ná samstöðu um endurreisnarstarfið. Endurreisnar- starfið Engin ríkisstjórn hefur tekið við alvarlegra og hrikalegra ástandi í efnahags- og fjár- málum þjóðarinnar en sú, sem nú tekur við. Endureisn arstarfið verður erfitt og ljóst er, að þjóðin þarf I heild að draga saman seglin. Lengur verður ekki lifað á því, sem ekki er til, með lántökum eins og átt hefur sér stað undanfarin þrjú ár. Ljóst er, að þjóðin í heild hefur vegna stjórnleysis eytt meiru en aflað hefur verið. Hagsældin hefur að því leyti verið fölsk. Nú er komið að skuldadögunum. En athyglisvert er, að einmitt þá hlaupast sumir þeirra undan ábyrgðinni, sem mesta sökina eiga. Miklu máli skiptir, að hagur þeirra, sem lakast eru settir i þjóðfélaginu, verði tryggður með sérstökum ráðstöfunum, þannig að efnahagsaðgerðirnar komi ekki með ofurþunga þar niður, sem sízt skyldi. Hitt er öllum ljóst, að þjóðin öll verður að bera þær byrðar, sem endurreisnarstarfinu fylgja. Mikilvægt er því, að sam- staða geti tekizt með ábyrgum stjórnmálaflokkum og hagsmuna- samtökum um nauðsynlegustu að- gerðir. Stöðvun blasir nú við, þannig að skjótra aðgerða er þörf ef tryggja á fulla atvinnu eftir ringulreið þriggja undangeng- inna ára. Á það verður hins vegar að leggja þunga áherzlu, að traust samstarf og einlægur vilji til þess að standa að og bera ábyrgð á þeim aðgerðum, sem endurreisn- arstarfinu fylgja, er grundvöllur þess, að árangur náist. Vonandi verður þjóðin svo gæfusöm, að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geri sér grein fyrir þessari stað- reynd og breyti I samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.