Morgunblaðið - 25.08.1974, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGUST 1974
ÞÆGINDI
DRIFNAÐUR
DJÓNUSTA
HANDKLÆÐAKASSAR
FYRIR SAMKOMUHÚS
OG VINNUSTAÐI
VERÐ KRÓNUR: 6830
7960
LEIGA EOA GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
WLMNHVITT
FONN
Ofnhitastillarnir frá
DANFOSS spara heita
vatnið.
Sneytt er hjá ofhitun og
hitakostnaðurinn lækkar,
þvf DANFOSS ofnhitastill-
arnir nýta allan ''umfram-
hita'' frá t.d. sól, fólki,
Ijósum, eldunartækjum
o. fl.
Herbergishitastiginu er
haldið jöfnu með sjálfvirk-
um DANFOSS hitastill-
tum lokum.
DANFOSS sjálfvirka
ofnloka má nota á hita-
veitur og allar gerðir
miðstöðvarkerfa.
RAVL ofnhitastillirinn
veitir aukin þægindi
og nákvæma stýringu
herbergishitans, vegna
þess að herbergishitinn
stjórnar vatnsmagninu,
sem notað er.
Ef höfuðáherzla er lögð
á að spara heita vatnið,
skal nota hitastillta
FJVR bakrennslislokann,
þá er það hitinn á frá-
rennslisvatninu, sem
stjórnar vatnsmagninu.
DANFOSS sjálfvirkir þrýst-
ingsjafnarar. AVD og
AVDL, sjá um að halda
jöfnum þrýstingi á öllum
hlutum hitakerfisins,
einnig á sjálfvirku
hitastilltu ofnlokunum.
Látid
Danfoss stióma
hítanum =
| ihRniTAíRíinn MnncmiBtAnsiws
Harkan sat í fyrir-
rúmi í jafnteflis-
leik Fram og KR
KR-ingar björguðu sér endan-
lega úr fallhættunni f 1. deildar
keppninni f knattspyrnu f ár, er
þeir gerðu jafntefli við Fram f
leik liðanna, sem fram fór á
Laugardalsvellinum f fyrrakvöld.
Hættan blasir hins vegar við
Fram, sem hefur aðeins 10 stig
eftir 13 leiki, á eftir að leika við
Akureyri, og auk þess er senni-
legt, að tveir af beztu leikmönn-
um Fram verði f leikbanni f þeim
leik, Marteinn Geirsson, sem
fengið hefur þrjár bókanir f sum-
ar og Sigurbergur Sigsteinsson,
en honum var vikið af leikvelli f
fyrrakvöld.
Leikurinn í fyrrakvöld mótaðist
öðru fremur af hörku — rudda-
skap væri ef til vill réttara að
kalla það. Frá upphafi virtist sem
leikmenn hugsuðu öllu meira um
andstæðinginn en knöttinn, og
þótt menn kalli nú orðið ekki allt
ömmu sína í slíkum málum,
keyrði um þverbak í þessum leik.
Hámarki náðu lætin um miðjan
fyrri hálfleik, er leikmennirnir
létu einfaldlega hnefana semja
sátt, með þeim afleiðingum, að
tveimur var vísað af velli: Sigur-
bergi Sigsteinssyni, Fram, og
Ölafi Ólafssyni, KR.
Upphaf áfloga þessara var það,
að dæmd var aukaspyrna á Fram
inni í vitateigi KR. Mun Sigur-
bergur hafa ætlað sér að tefja
fyrir þvf að spyrnan væri tekin,
en KR-ingarnir veittust þá að hon-
um. — Tveir þeirra slógu mig,
sagði Sigurbergur, — og það var
ekki um annað gera fyrir mig að
svara í sömu mynt. Og það gerði
Sigurbergur lfka rækilega. Einn
KR-ingurinn fékk vel útilátið
hnefahögg frá honum og lá í valn-
um. Óli Ólsen dómari yfsaði
Sigurbergi umsvifalaust útaf, og
síðan Ólafi, sem hann taldi að
hefði ráðizt fyrst að Sigurbergi.
Ólafur sagði hins vegar, þegar
hann kom útaf, að hann hefði
ekkert gert annað en að sparka
knettinum úr höndunum á Sigur-
bergi.
Leikinn út sáust svo allskonar
bolabrögð. Menn reyndu * að
sparka hver í annan, gefa oln-
bogaskot, eða hanga í peysu mót-
herjans ef ekki vildi betur til.
Þrátt fyrir allt þetta fékk einn
leikmaður til viðbótar að sjá
spjald dómarans — það gula. Það
var Jón Pétursson, sem verið
hafði mjög grófur í leik sínum
fram til þessa.
Leikurinn var annars einn sá
tilþrifaminnsti hvað knattspyrnu
viðvék, sem liðin hafa sýnt í sum-
ar. Taugaveiklunin virtist allsráð-
andi frá byrjun, og flestir leik-
menn léku verulega undir getu,
einkum þó liðsmenn Fram, sem
virtust tæpast vera með sjálfum
sér. Aðeins einn leikmaður liðsins
stóð uppúr — Marteinn Geirsson,
og honum og Þorbergi Atlasyni
markverði geta Framarar einum
þakkað að KR-ingar gengu ekki
með bæði stigin af hólmi í þessari
viðureign. KR-ingar voru nefni-
lega betri aðilinn í leiknum, voru
til muna meira með knöttinn,
léku betur úti á vellinum og voru
nær því að skapa sér tækifæri en
Framarar.
Fyrra mark Ieiksins kom þegar
á 15. mínútu. Dæmd var auka-
spyrna á KR skammt frá marki,
og Ásgeir Elíasson fékk knöttinn
beint á kollinn upp úr henni, og
LIÐ FRAM: Þorbergur Atlason 3, Jón Pétursson 1, Ágúst
Guðmundsson 2, Gunnar Guðmundsson 2, Marteinn Geirsson 4,
Sigurbergur Sigsteinsson 1, Guðgeir Leifsson 1, Erlendur
Magnússon 1, Asgeir Elfasson 2, Eggert Steingrfmsson 1, Ómar
Arason (varamaður) 2, Rúnar Gfslason (varamaður) 1.
LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 2, Guðjón Hilmarsson 2, Sigurð-
ur Indriðason 2, Ólafur Ólafsson 1, Ottó Guðmundsson 2,
Haukur Ottesen 2, Arni Steinsson 2, Stefán Sigurðsson 2, Atli
Þór Héðinsson 3, Baldvin Elfasson 2, Hálfdán örlygsson 3,
Guðmundur Jóhannesson (varamaður) 1, Þorlákur Björnsson
(varamaður) 1.
skallaði laglega í markið, án þess
að Magnús Guðmundsson, KR-
markvörður, kæmi við vörnum.
KR-vörnin var þarna illa sofandi
á verðinum.
Tækifærin voru svo ekki mörg f
leiknum. Mest gekk á hnoði á
miðjunni, þar sem leikmennirnir
spörkuðu á milli sín af miklu
meira kappi en forsjá, og héldu
áfram bolabrögðum sínum.
Á 12. mínútu seinni hálfleiks
jafnáði KR. Atli Þór var þá kom-
inn með knöttinn inn í vítateig,
en var hindraður og Óli Ólsen
dæmdi vítaspyrnu. Var það
strangur dómur, en samt rétt-
lætanlegur, ef til vill ekki sízt
fyrir þá sök, að sennilega hefur
Texti: Steinar J. Lúðvfksson
OIi sleppt vítaspyrnu á Fram á 9.
mínútu leiksins, er Atla var
brugðið er hann var að komast í
skotfæri. Ur vítaspyrnunni
skoraði Atli svo sjálfur, en litlu
munaði, að Þorbergi tækist að
verja. Hann kastaði sér f rétt
horn, en var andartaki of seinn
niður.
Sem fyrr greinir sýndu liðin
sannarlega ekki það, sem í þeim
búa, í þessum leik. Sú knattspyrn-
an, sem þau buðu lengst af uppá,
var ekki sæmandi 1. deildar lið-
um, en baráttan var hins vegar
mikil, og þeir áhorfendur, sem
hafa gaman af slíku, hafa ugg-
laust fengið mikið fyrir pen-
ingana sína.
• ♦ • *
1 STUTTU MALI: Laugardalsvöllur 23. Islandsmótiö 1. deild ágúst
Fram — KR 1:1 (1:0)
Mark Fram: Asgeir Elíasson á 15.
mín.
Mark KR: Atli Þór Héðinsson á
57. mín.
Brottrekstur af velli: Sigurberg-
ur Sigsteinsson og Ólafur Ólafs-
son.
Aminning: Jón Pétursson, Fram,
fékk að sjá gula spjaldið.
Áhorfendur: 671
Dómari Óli Ólsen. Það kann ekki
góðri lukku að stýra þegar dómari
er taugaslappari en leikmenn,
þegar frá upphafi leiks. Óli var
með fádæmum óöruggur í þessum
leik, og hafði lengst af nær engin
tök á honum. Virðist svo sem að
Óli nái sér ekki á strik í sumar,
hvort sem um er að kenna æfinga-
leysi eða einhverju öðru.
Stórsigur í
körfuknatt■
leiknum
Frá Gylfa Kristjánssyni fréttamanni
Mbl. me8 körfuknattleiksliðinu.
Reykvikingar unnu yfirburðasigur i
borgakeppni sinni við Dublin, sem
fram fór þar í borg i fyrrakvöld. Allt frá
upphafi leiksins til enda var islenzka
liðið langtum betri aðilinn á vellinum,
og úrslit leiksins 85—60 sigur
Reykjavikur var sízt of stór.
Mikill munur var að sjá til islenzka
líðsins að þessu sinni eða í leiknum
gegn Glasgow. Nú var meiri ákveðni í
varnarleiknum, og þær leikfléttur, sem
æfðar hafa verið að undanförnu gengu
hvað eftir annað mjög skemmtilega
upp.
Ekki voru liðnar margar mínútur af
leiknum er staðan var orðin 20—4
fyrir Reykjavik, og eftir það hélzt bilið
til loka fyrrí hálfleiks, en þá var staðan
40—21 fyrir Reykjavík Seinni hálf-
leikinn sýndi Islenzka liðið jafnvel enn
betri leik, og Irarnir náðu aldrei að
ógna þvi, hvað þá meira.
Stighæsti leikmaðurinn i liði Reykja-
vikur var Jón Sigurðsson, sem skoraði
20 stig, Kolbeinn Pálsson skoraði 14,
Símon Ólafsson 12, Gunnar Þor-
varðarson 8 og Steinn Sveinsson 7.
Þeir Jón Sigurðsson og Kolbeinn
Pálsson voru beztu menn liðsins, en
Simon sýndi einnig afbragðsleik,
einkum þó i vörninni í fyrri hálfleik