Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 10

Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 10
10 lVfnpqiTNRT.AmÐ. SUNNUDAGUR 25. AGÚST 1974 ® Notaðir bílar til sölu O VOLKSWAGEN 1 200 '68 —'71 VOLKSWAGEN 1 300 '66 —'73 - VOLKSWAGEN 1302 '71—'72 VOLKSWAGEN 1303 '73 —'74 VOLKSWAGEN SENDIFERÐA '72 —'73 VOLKSWAGEN MICROBUS '69 VOLKSWAGEN 1 600 VARIANT'67 RANGE ROVER '72 MORRIS MARINA '74 MAZDA 616 '73 —'74 AUDI 100 LS '71 LAND ROVER DIESEL LENGRI GERÐ '72 LAND ROVER BENSÍN '74. TÖKUM í UMBOÐSSÖLU NOTAÐA BÍLA. HEKLAhf Laugavegi -170—172 — Simi 21240 Fréttatilkynning frá Menntastofnun Bandaríkjanna á Islandi Um náms- og ferðastyrki til Bandaríkjanna Menntastofnun Bandaríkjanna hér á landi, Ful- bright-stofnunin, tilkynnir að hún muni veita náms- og ferðastyrki íslendingum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi eða munu Ijúka prófi í lok námsársins 1 974—75, og hyggja á frekara nám við bandaríska háskóla á skólaárinu 1 975 — 76. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborgarar og hafa lokið háskóla- prófi, annaðhvort hér á landi eða annars staðar utan Bandaríkjanna. Þeir, sem eru ekki eldri en 35 ára verða að öðru jöfnu látnir ganga fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt er, að umsækjend- ur hafi gott vald á enskri tungu. Þeir, sem sjálfir kunna að hafa aflað sér náms- vistar við bandarískan háskóla, geta sótt um sérstakan ferðastyrk, sem stofnunin mun aug- lýsa til umsóknar í aprílmánuði næsta ár. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Menntastofnunarinnar, Neshaga 16, 1. hæð, sem er opin frá 1 —6 e.h alla virka daga nema laugardaga. Umsóknirnar skulu síðan sendar í pósthólf Menntastofnunar Bandaríkjanna nr. 7133, Reykjavík, fyrir 25 september, 1 974. í öllum þeim aragrúa út- lendinga, sem hingað leggja leið sína á hverju sumri til að kynnast landi og þjóð, leynast iðulega innan um sérstæðir og skemmtilegir menn, sem fróðlegt er að kynnast nán- ar. Undanfarinn mánuð hefur einn slíkur gist landið og miðlað fáeinum kunn- ingjum af nokkuð sérkenni- legri list sinni. René Pauchard heitirsá, og kom- inn hingað frá Genf í Sviss. Á góðum stundum á hann það til að draga fram munn- hörpu sína og færist Run- ólfur, eins og kunningjar Les Harmonic Dominos — René Pauchard er til vinstri en bróðir hans Gilbert til hægri. Myndin var tekin úti í Sviss. Leikur verk meistaranna á munnhörpu hér lendir kalla hann gjarn- an, þá allur í aukana og blæs þess sem hann á að sjálfsögðu til léttari tóna. René og bróðir hans koma oft fram i svissneska sjón- varpinu, og eru kunnir skemmtikraftar heima i Sviss og nágrannalöndun- um. René eignaðist fyrstu munnhörp- una sína árið 1950. Móðir hans færði honum hljóðfærið þegar hann var fimm ára. Munnharpan var þá ekki eins lítils metin og hún er nú á dögum. Þá var gullöld hennar víða í Evrópu og allir, sem vettlingi gátu valdið, reyndu að ná lagi á munn- hörpuna Von bráðar var hún þó aftur komin úr tízku nema hvað René hélt áfram tryggð við hana, kannski ekki hvað sizt vegna þess, að yngri bróðir hans Gilbert, fetaði þá í fótspor hans og þeir gátu farið að leika saman. „Til að æra ekki fjölskylduna æfð- um við alla daga í litlum reiðhjóla- skúr bak við húsið heima. Á honum var aðeins einn litill gluggi, og við héldum, að enginn heyrði til okkar nema reiðhjólin, sem þarna voru," segir René. „Seinna komust við að þvi, að leikur okkar barst út um þennan eina glugga og fólkið í göt- unni hafði þannig prýðilega aðstöðu til að fylgjast með þvi hverjum fram- förum við tókum," Munnharpan átti nú allan hug Pauchardbræðra og varð til þess, að René hóf nám i tónlistarskóla, þar sem hann lagði stund á tónfræði og tónlistarsögu. Engan hafði þó René kennnara í munnhörpuleik þá frem- ur en endranær, svo að hann er algjörlega sjálfmenntaður á því sviði. Annars hefur víst verið fátt um kennara á munnhörpu allt frá því að hljóðfærið var fundið upp af Fred- rich Buschmann 1822. Það laut Rabbað við René Pauchard, kunnan sviss- neskan tónlistar- mann, sem hér hefur dvalizt að undanförnu sömu lögmálum og þannig óskilget- ið afkvæmi orgels, harmónium og harmónikkunnar en svo undarlega vildi til, að útkoman varð hliðstæða við 4 þúsund ára gamalt hljóðfæri sem „sheng" nefnist. En vikjum að Pauchardbræðrum. Eftir að hafa árum saman leikið óafvitandi fyrir ibúa götunnar þar sem þeir bjuggu, komu þeir fyrst fram i heimaborg sinni á skemmti- stað, sem Ballaða nefnist. „Við vor- um ráðnir þar til eins kvölds en þegar við gengum þaðan út um kvöldið vorum við ráðnir til að leika þar öll kvöld næstu sex mánuði," segir René. Siðan hafa þeir bræður ekki látið staðar numið. Áári hverju eru „Les Harmonic Dominos" — eins og þeir kalla sig, á faraldsfæti með munnhörpurnar sinar. „Við för- um þessar hljómleikaferðir jafnan með ýmsum þékktum skemmtikröft- um, — söngvurum, grínistum, fim- leikamönnum og leiðin hefur legið um næstum alla Evrópu og jafnvel vestur til Bandaríkjanna. Við fórum til dæmis eina slika ferð með Maurice Chevalier, vísnasöngvaran- um fræga Hann var okkur einstak- lega hjálplegur og lagði á sig að kenna okkur hvernig ætti að koma fram á sviði," segir René. Á tónleikum þeirra bræðra er René einleikarinn en bróðir hans leikur undir á stóra choro-munn- hörpu. Auk þess er jafnan með þeim i förum 7—8 manna hljómsveit, sem annast undirleikinn að öðru leyti. Á efnisskránni hjá þeim eru aðallega létt klassísk lög, svo sem þekkt stef eftir Bach, Chopin og Offenbach og auðvitað Khatsjaturijan, sem þeir kynntust eitt sinn, er þeir voru á ferð um Norður-Frakklandi og léku fyrir hann Sverðdansinn Einnig er á efnis- skránni fjöldi þekktra laga úr kvik- myndum, þar á meðal nokkur eftir Charles Chaplin, sem þeir hafa mikið dálæti á. Chaplin er sem kunnugt er búsettur í Sviss og hann sýndi þeim þann heiður að bjóða þeim til sin í Vevey en þar máttu þeir leika fyrir meistarann fáein laga hans. „Við launuðum svo aftur fyrir okkur með því að helga tónskáldinu Chaplin að hálfu einn sjónvarpsþáttinn okkar heima," seg- ir René Þeir bræður hafa annars komið víða fram í sjónvarpi, aðal- lega þó I nágrannalöndunum Frakk- landi, Mónacó, Lúxemborg og Hol- landi. Pauchardbræður hafa einnig leik- ið inn á nokkrar hljómplötur á sex langskífur og þær hafa að geyma tónlist af ýmsu tagi — klassíska, lög úr kvikmyndum og sígilda slagara I bland," segir René ennfremur. „Þessar plötur hafa gengið þolan- lega en ekki gefið okkur mikið I aðra hönd. Þess vegna brugðum við á það ráð nú síðast að gefa út eina 45 snúninga plötu með tveimur lögum, sem ég og kunningi minn Joe Jari sömdum og stíluðum algjörlega á vinsældalistana Hún hefur gengið mjög vel og komizt á vinsældalist- ann heima í Sviss og Luxemborg en einnig fengið góðar undirtektir i Frakklandi. Hún hafði selzt í yfir 1 00 þúsund eintökum siðast þegar ég vissi og ég er að vona, að hún nái 200 þúsund eintökum áður en yfir lýkur." Þessi tvö lög verða einnig á lang- skifu, sem koma mun út í septem- ber, en á henni verða aðallega lög eftir René og Jaia, svo og fáein eftir lagasmið að nafni Claude Prélo sem samin hafa verið sérstaklega fyrir þá bræður. I september taka einnig við hljómleikaferðir um Sviss, sem munu standa fram í nóvember en eftir það halda þeir væntanlega út fyrir landamærin til að skemmta ná- grannaþjóðunum. Þá er René einnig að vinna að útgáfu kennslubókar í munnhörpuleik um þessar mundir, sem hann vonar að eigi eftir að auka verulega á vinsældir munnhörpunn- ar heima fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.