Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1974
® 22 0-22-
RAUDARÁRSTÍG 3ll
V_________________—-------/
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
jzr 21190 21188
LOFTLEIÐIR
Æbílaleigan
felEYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
PIOMEEn
utvarp og stereo
CASETTUTÆKI
Bílaleiga
CAB BENTAL
Sendum
41660 -42902
Einangrun
Góð plasteinangrun hefur hita-
leiðnisstaðal 0,028 til 0,030
kcai/mh. °C, sem er verulega
minni hitaleiðni, en flest önnur
einangrunarefni hafa, þar á
meðal glerull, auk þess sem plast
einangrun tekur nálega engan
raka eða vatn í sig. Vatnsdrægni
margra annarra einangrunarefna
gerir þau, ef svo ber undir að
mjög lélegri einangrun. Vér
hófum fyrstir allra hér á landi,
framleiðslu á einangrun úr plastí
(polystyrene) og framleiðum
góða vöru með hagstæðu verði.
Reyplast hf.
Ármúla 44 — simi 30978.
MS MS MS n
Slfl SIAi
MS MY Adíilst (íjik\ AUGL TEIKT MDAM ræti 6 simi MS /SINGA- JISTOFA ÓTA 5810
Trúfrelsi —
eða hvað?
Ég dvaldi í vor um tíma I
Vínarborg, vin frelsisins á mót-
um „austurs og vesturs“.
Það varð ég var þess ótta, sem
ég hafði ekki áður þekkt af
eigin raun, óttans gagnvart
kúgun — en þó hins vegar gleð-
innar yfir því að mega hugsa,
trúa og tala án íhlutunar yfir-
valda.
„Hér teljum við okkur æðsta
hlutverk að standa vörð um
frelsið, trúfrelsi, persónufrelsi,
hugsunarfrelsi, málfrelsi,
prentfrelsi," var sagt í ein-
hverri ræðunni 1. maí.
Og væri spurt hvers vegna,
kom svarið eins og ósjálfrátt.
„Við vitum, hvað er handa
járntjaldsins." En svo var yfir-
leitt ekki sagt meira.
En væri spurt: Er ekki trú-
frelsi þar? Þá var svarið? Jú, en
aðeins á yfirborðinu. Rétturinn
til guðsdýrkunar og trúarskoð-
ana er svo mismetinn. Allt er
fyrst og fremst miðað við
skoðanir valdhafa og hvað þeir
telja hollt og skynsamlegt, en
samvizka einstaklingsins er
minna metin og ef hún gerist
hávær eru þúsund ráð til að
þagga þær raddir. En svo —
jafnvel í hinni frjálsu Vínar-
borg er frásögnin ekki ítarlegri
um þessi mál.
Nú hefur fólk frá íslandi far-
ið um löndin austan járntjalds
og rómar þar gestrisni og góð-
vild. Að sjálfsögðu sér það ekki
nema yfirborðið á stuttri og
skjótri ferðareisu sinni og alls
staðar er til gott fólk. Það er því
erfitt að gera sér fulla grein
fyrir því, sem þarna rikir.
En nýlega rakst ég á fréttir
— vitnisburð fjögurra frétta-
manna frá Trans World Radio í
Monte Carlo, sem er alþjóðleg
útvarpsstöð og ætti þvf að vera
hlutlaus i frásögn og fréttavali.
Þeir heimsóttu þrjú lönd i
Austur-Evrópu haustiö 1973,
það er að segja í fyrra og
kynntu sér einmitt aðstöðu
fólksins þar til trúmála.
Þeir fóru um Júgóslavíu,
Rúmeníu og Búlgaríu, reyndar
sömu lönd og Islendingar eru
nú farnir að fjölmenna til í
sumarleyfum sínum, og gætu
því gjarnan borið um, hvort hér
sé um raunveruleika að ræða ef
þeir athuga sinn gang, þótt
sjálfsagt sé það erfitt vegna
tungumála, sem eru að sjálf-
Sögðu framandi flestum héðan.
< Vitnisburður þessara manna
kemur í ljós í viðtali við norska
bl'aðið Utsyn: Um ástandið í
JúgÖslavíu segir einn þeirra
m.a.:
Fólki er mismunað á vinnu-
markaði eftir trúaráhuga þess.
Prentsmiðjum er bannað að
prenta kristileg smárit og
kirkjulegar bækur.
1 Belgrad ætluðu þeir að
koma í ákveðna kirkju, en þeg-
ar þangað kom var kirkjan
horfin. Söfnuðinum hafði bara
verið tilkynnt, að lóðin yrði not-
uð til annars og svo komu menn
á vegum yfirvalda og jöfnuðu
kirkjurnar við jörðu og virtust
hafa til þess fullan rétt.
Ekki tjáir að deila við
dómarann. Og þarna eru því
bara notaðar regnhlífar fyrir
kirkjuþak — hvað sem verður í
framtíðinni.
A landamærum Rúmeníu
létti tollvörðum bersýnilega,
þegar Biblíur þær, sem þeir
fundu í farangri, voru ekki á
rúmönsku. Það var svo sem
viö
gluggann
eftirsr. Árelíus Nielsson
auðfundið, að slfkt var talið
með bannvarningi líkt og eitur-
íyf-
Margir helztu menn
kirkjunnar í Rúmeníu virtist
fjórmenningum að væru undir
eftirliti öryggislögreglu. Þar
verður að stelast til að hlusta á
kristilegan boðskap áð-
urnefndrar útvarpsstöðvar að
nóttunni.
1 Búlgaríu komust þeir að
raun um, að mikil tortryggni
ríkti gegn kirkjunni og kristi-
legum boðskap yfirleitt, þótt
ekki virtist um neitt bann að
ræða opinberlega. En samt er
þar — ef til vill vegna þessa
ástands — mikill trúaráhugi
hjá mörgum og þær kirkjur,
sem enn eru starfræktar, mjög
vel sóttar. Samt er Biblían
varla fáanleg í bókabúðum.
Kirkjunnar mönnum er sýnd
harðneskja og óbilbirni af yfir-
völdum, en þó eru þeir ékki
settir í fangelsi — eins og
annars staðar tíðkast.
Ungt fólk, sem stundar kirkj-
ur og kristna trúarsiði, fær ekki
að halda áfram námi í skólum
ríkisins — og um aðra skóla er
vart að ræða.
Er þetta frelsið og farsældin
til þroska, sem „fylkingar"
ungs fólks eru að berjast fyrir
hér á tslandi?
Ætli einhverjum þætti ekki
þröngt fyrir dyrum við þennan
hag, ef f öðru væri?
„Nemið staðar við veginn,
litizt um og spyrjið um gömlu
göturnar, hver sé hamingju-
leiðin og farið hana.“
Sú leið liggur til mannhelgi
og frjálsrar hugsunar f boðskap
meistarans mikla frá Nazaret.
Bragi
r
Asgeirsson:
Vegna Kjarvalshúss
Gísla J. Ásþórssyni svarað.
Starfsaðstaða
myndlistarmanna.
Mér kom ekki með öllu á óvart, að
einhver fyndi hvöt hjá sér til að
mistúlka ummæli min í Mbl. sl.
laugardag varðandi Kjarvalshús og
fyrirhugaða notkun þess á allt öðru
sviði en húsinu var ætlað i upphafi
að þjóna og sérstaklega var hannað
fyrir. En þjálfaður blaðamaður og
velþekktur rithöfundur, sem ég met
mikils, svo sem Gísli J. Ástþórsson,
átti að hafa hér dýpri innsýn en svo,
að verða ekki fyrstur manna til
rætnislegra útúrsnúninga í við-
kvæmu máli, auk þess að koma með
þær dapurlegu aðdróttanir með skir-
skotun í ummæli mín að ég sé að
einhverju leyti andsnúinn fjölfötluð-
um börnum.
Fjölfötluð börn koma hvergi nærri
þeirri ákvörðun að taka umrætt hús
undir skóla, enda ákvörðunarvaldið
ekki í þeirra höndum, og mættu þau
ráða, ætla ég, að þau mundu óska
sér stórum fullkomnara og sér-
hannaðri aðstöðu en Kjarvalshús
getur nokkurn tímann boðið Það er
lágmark að vort velferðarþjóðfélag
skapi þeim sem fyrst þá fullkomn-
ustu aðstöðu til endurhæfingar og
menntunar, sem þjóðin getur frekast
veitt, og mega þar engar tafir á
verða að undangengnum upplýsing-
um um þessí mál.
Ummæli mln „hvort Islenzkir
myndlistarmenn hefðu minni rétt en
fötluð börn" höfðuðu einungis til
starfsemi I þessu sérstaka húsi, sem
er einasta sérhannaða húsið fyrir
myndlistarmann á landinu og þá
starfsemi, er að sjónmenntun lýtur.
Hér var vissulega ekki átt við þá
merkingu, er höfðar til stuðnings frá
þjóðfélaginu, og sllk aðdróttun er
fjarri þvl að Vera af góðri rót sprott-
in, né sú niðurstaða Gisla „hafi þeir
það ekki, þá ættu þeir að hafa það ’.
GIsli mælir einnig svo: „íslenzkir
myndlistarmenn eiga að vera full-
færir um að sjá um sig sjálfir, en
það geta fötluð börn aftur á móti
ekki og þaðan af slður þau fjöl-
fötluðu ” Þetta er misvisandi flækja
og afleit latina, þvi að I stétt mynd-
listarmanna og annarra listgreina
geta einstaklingar einnig átt við
likamlega og andlega erfiðleika að
striða svo og skerðingu og missi
skilningarvita, ekki siður en aðrar
þjóðfélagsstéttir Hinsvegar er rétt
að benda á, að ekkert fær þroskast
án ytri skilyrða og grómagrts til
vaxtar hvort sem ! hlut eíga heil-
brigðir eða sjúkir.
Gísli virðist hneykslast mjög á
þeim ummælum minum, „að það sé
gróf móðgun að ákvarða afnot
Kjarvalshúss án nokkurs samráðs
við íslenzka myndlistarmenn, og að
ég liti að það sem móðgun við
minningu Jóhannesar Kjarvals að
nota húsnæðið til annarra afnota en
þeirra er að sjónmenntun lýtur". Hér
er að sjálfsögðu átt við sérhver afnot
hússins, sem brjóta gegn uppruna-
legum tilgangi við hönnun þess. —
Og enn hneykslast Gisli og segir:
„Ekki vantar nú finu orðin: „Sjón-
menntun", hvorki meira né minna!"
Já, Gisli Ástþórsson rithöfundur,
sjónmenntir er sviplikt orð og bók-
menntir og engu „fínna" að mínu
mati enda nokkur hliðstæða, þvi að
myndlist nær ekki frekar yfir allt
hugtakið „sjónmenntir", en skáld-
sagan yfir bókmenntir. Loks kemur
að andvarpi Gisla er svo hljóðar:
„Bragi Ásgeirsson mætti líka reyna
að setja sig I fótspor þeirra foreldra,
sem eiga fjölfötluð börn." Hvert er
maðurinn hér að fara? Telur hann
sig þekkja nægilega aðstæður til að
viðhafa ummæli af þessu tagi, eða
hefur hann alsjáandi auga er vegur
og metur allra hagi réttlátlega til að
beina skeytum? Ég segi nei, og skal
þó ekki lengra farið í þvi efni frá
minni hendi----Vist tel ég mig hafa
samúð með foreldrunum, en hún er
þó margföld með börnunum en ég
vorkenni hvorugum, því að vorkunn-
semi er versta' og hættulegasta teg-
und samúðar sem til er talin í slíkum
tilvikum og vísasta leiðin til hindrun-
ar eðlilegum framförum.
— Að framansögðu visa ég alger-
lega á bug, að Morgunblaðið „hafi
farið með fleipur" eftir mig í viðtali
sl. laugardag. Þá vildi ég mega
vona, að aðstandendur hinna af-
brigðilegu barna hafi lagt annan og
réttari skilning i afstöðu mina en
Gísli J. Ástþórsson, og leyfi mér að
beinta til þeirra uppörvandi kveðju
minni og samhygð.
í tilefni þessara skrifa langar mig
að víkja nokkrum orðum að starfsað-
stöðu myndlistarmanna til gleggri
skilnings á ummælum mínum.
Starfsaðstaðan er mjög bágborin í
félagslegum skilningi. Þeir hafa
hvergi haft aðstöðu til að undirbúa
sýningar, er utan skyldi senda nægi-
lega vel síðan Listamannáskálinn
gamli var rifinn og var þó aðstaðan
þar orðin vægast sagt slæm, því að
skálinn hélt, er þá var komið sögu,
hvorki vatni né vindi. Félag islenzkra
myndlistarmanna (F.I.M.) ráðstafaði
byggingarsjóði sinum til myndlistar-
hússins á Miklatúni (Kjarvalsstaða),
en ennþá hefur félagið enga starfs-
aðstöðu fengið þar né nein bein
fríðindi umfram aðra. Stjórn og sýn-
ingarnefnd F.Í.M. hafa ekkert ákveð-
ið húsnæði fyrir viðamikla starfsemi
sína, sem er mjög til tafa og óþæg-
inda ásamt því, að öll skjöl og eigur
félagsins eru í pappaöskjum i vörzlu
stjórnarmeðlima. Það er því vart
annað en skiljanlegt að myndlistar-
menn eru orðnir langþreyttir á þessu
ástandi og hafi fullan hug á að bæta
starfsaðstöðu sina. Allar tekjur
félagsins á undanförnum árum hafa
runnið til starfsemi þess, sýninga-
halds o.fl. og sjóðir þess þvi tómir.
Svo mikið felst í þvi við þessar
aðstæður að vera í sýningarnefnd
og stjórn að menn taka þessi störf
að sér af hálfum huga og þá frekar
vegna ákvörðunarvaldsins, en af
félagshyggju, sem styrkir sízt burð-
arstoðir félagsins. Ljóst er, að eigi
einhver myndarbragur að verða á
störfum félagsins verður það að
komast í húsnæði og fá starfsað-
stöðu.
Fái myndlistarmaður það verkefni
að mála mjög stórt málverk, verður
hann í flestum tilvikum að fá inni i
óvistlegri skólastofu að sumri eða
leikfimissal. Stærsta og eina sér-
hannaða vinnustofan á landinu til
slikra hluta er í Kjarvalshúsi. —
Félagið telur málverkamiðlun mjög
æskilega, ekki eingöngu í rikisstofn-
anir og sendiráð heldur og öllu frek-
ar til almennings í formi leigu
á myndlistarverkum til lengri og
skemmri tíma, slík starfsemi gæti öll
farið fram i Kjarvalshúsi. Möguleiki
væri á því að bjóða gildum erlend
um myndlistarmönnum starfaðstöðu
í húsinu um leið og þeir verði is
lenzkri myndlist til gagns með fyrir-
lestrum og beinni kennslu. Auk þess
væri möguleiki á þvl að bjóða Is-
lenzkum myndlistarmönnum starfs
aðstöðu í húsinu t.d f sambandi við
starfstyrki og ákveðin verkefni.
Af þessum fáu atriðum, sem ég
hefi her drepið á, má vera Ijóst, að
ekki skortir starfsgrundvöll fyrir hús-
ið og auk þess má vera Ijóst, að
niðurníðsla hússins er ekki sök
myndlistarmanna,' þvi að ráða
menn virðast hafa talið það farsælla
að borga stórfé fyrir
skemmdir á húsinu árlega vegna
eftirlitsleysis, en að leita i
samráði við fyrjrsvarsmenn mynd-
listarmanna að lifandi starfsgrund-
velli fyrir húsið. Máski mun nú ein
hverjum vera Ijóst, að það fari nokk-
uð i taugar myndlistamanna að hús-
inu er ráðstafað til annarrar starf-
semi án samráðs við félag þeirra.
Trúlega mun þó samkvæmt nýjustu
upplýsingum hafa verið haft samráð
við Listasafn ísiands og til þess mun
leigan eiga að renna. Flestum mynd
listarmönnum voru þessi mál að
mestu ókunn til þessa og þeir, sem
fréttu af þessu á skotpónum, vildu
Framhald ð bls. 5.
Úr Kjarvalshúsi, þar sem unníð er að undirbúningi sögusýningarinnar.