Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1974
21
FRIÐJON JONSSON KAUP-
MAÐUR VÖLLUM, SJÖTUGUR
A morgun mánudaginn 26.
ágúst er 70 ára afmæli Friöjóns
Jónssonar kaupmanns á Völlum f
Ytra-Njarðvfkurhverfi. Að vera
70 ára nú á þessu þjóðhátíðarári
1974 merkir alls ekki að vera orð-
inn gamall að árum. Það eru svo
fjölmargir nú, sem verða miklu
eldri. Á þjóðhátiðarárinu 1874
voru aðeins 5 konur og 1 karl-
maður af 230 íbúum í báðum
Njarðvíkurhverfunum, er náð
höfðu 70 ára aldri.
Friðjón var ungur, er það enn
og mun verða og eiga orð Stein-
gríms skálds Thorsteinssonar
mjög vel við hann, þar sem hann
segir: Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.
Það er ekki ætlunin að skrifa
hér nein eftirmæli um hann Frið-
jón vin minn, öðru nær, en ekki
er hægt að minnast þessa sóma-
manns á 70 ára afmælinu án þess
að fara dálítið yfir æviferil hans,
fyrst sem Snæfellings og síðar
sem Njarðvíkings.
Friðjón er fæddur að Brekku-
bæ f Hellnaþorpi á Snæfellsnesi
og ólst upp með móður sinni
Katrfnu Friðriksdóttur. Þau áttu
heima á ýmsum bæjum þar á
Snæfellsnesi, meðal annars í
Klettakoti í Fróðárhreppi hjá
hjónunum Kristbjörgu og Sigþóri
Péturssyni skipstjóra. Þegar Frið-
jón var 12 ára gamall kom móðir
hans honum til sumardvalar að
Skarði, býli skammt frá Ingjalds-
hóli, en sjálf réðst hún sem
kaupakona til Finnboga Lárus-
sonar kaupmanns á Búðum. Frið-
jón leiddist á Skarði, strauk hann
til móður sinnar að Búðum og var
þegar þangað kom, búinn að
ganga niður úr skóm og sokkum.
Móðir hans lagfærði hvort tveggja
og gerði soninn gangfæran að
nýju. Daginn eftir sagði hún
honum að fara sömu leið til baka
og vera kyrr á Skarði. Friðjóni
litla þótti nú harðir kostir sér á
herðar lagðir og tók nú í fyrsta
sinn til sinna ráða og tók stefnu
yfir heiðina að Klettakoti. Þegar
þangað kom tók Kristbjörg hús-
freyja mjög vel á móti honum og
bauð, að hann skyldi vera þar hjá
sér þar til Sigþór bóndi hennar
kæmi af sjónum eftir u.þ.b. 'A
mánuð. Sigþör var þá skipstjóri á
kútter Júlfusi, er var í eigu Karls
og Ölafs Proppebræðra á Þing-
eyri við Dýrafjörð.
Þegar Sigþór kom heim vék
hann sem vænta mátti vel að Frið-
jóni og bauð honum pláss hjá sér
á Júlíusi. Þeir fóru um borð f
Ólafsvík og þaðan út á sjó og var
þar með fyrsta sjóferð Friðjóns
hafin. Þeir voru nær þrjár vikur í
túrnum. Friðjón dró sæmilega og
var ánægður eftir vonum með
sinn feng. Þeir komu til Þing-
eyrar með aflann og lögðu hann
þar á land. Sigþór fór með Frið-
jóni upp á skrifstofu til Proppe-
bræðra og einnig fóru þeir í verzl-
unina, þar sem Sigþór tók út
fatnað og sjógalla á drenginn.
Þeir Proppebræður vissu, að Frið-
jón litli var af veikum burðum, en
vilja góðum að vinna sér og
móður sinni það, sem hann gat.
Þeir kunnu að meta slíkt og
sögðu, að hann mætti eiga það,
sem hann drægi. Það gladdi Frið-
jón mjög og er honum enn í dag
efst í huga þakklæti til þeirra
þremenninga, Proppebræðra og
Sigþórs skipstjóra síns. Eftir
þessa góðu meðferð fór Friðjón að
lfta á sjálfan sig í nýju ljósi og
fannst sínar framtíðarvonir mun
bjartari en áður.
Friðjón var fermdur í Ingjalds-
hólskirkju, en skömmu eftir
fermingu fór hann í vist að Lýsu-
dal í Staðarsveit til Jóns Magnús-
sonar bónda þar og var hann þar í
2—3 ár sem vinnumaður. Síðasta
árið hafði hann 100 kr. f árskaup,
en þar sem ekki var sérstök þörf á
að láta hann vera heima yfir ver-
tíðarmánuðina var afráðið, að
hann færi á vertíð, fyrst suður til
Reykjavíkur. Það var upp úr ára-
mótunum 1921, er hann var 16 ára
gamall. Þá var hann grannur og
fremur smávaxinn.
2. janúar 1921 lagði Friðjón
ásamt fjórum ungum mönnum
þar úr sveitinni upp í gönguferð
suður í Borgarnes. Þeir voru þrjá
daga á leiðinni i þæfingsfærð.
Þaðan var svo haldið með skipi til
Reykjavíkur. Þegar til Reykja-
vikur kom átti Friðjón i eitt hús
að venda, til Guðmundar Nikulás-
sonar togarasjómanns, er þá var
kvæntur, en átti litla íbúð, er
hann bjó í. Guðmundur hafði
verið kaupamaður nokkur sumur
í Lýsudal.
Nú var Friðjón kominn til
Reykjavíkur algerlega óvitandi
þess, að nú væri hann fyrir fullt
og allt skilinn við bernskustöðvar
sínar á Snæfellsnesinu og nú vissi
hann ekkert, hvert skyldi halda
frá höfuðborginni. Honum var
efst I huga að komast sem hjálpar-
kokkur á togara, en ekki varð
samt úr, að hann færi út á hafið f
það sinn. Kunningi Guðmundar
Nikulássonar var á ferð hjá
honum, hét sá Gísli Sighvatsson,
vel þekktur Suðurnesjamaður.
Gísli bjó þá á Sólbakka i Garði, nú
85 ára gamall búsettur í Keflavik.
Gísli bauðst til að ráða Friðjón og
gerði það.
Magnús Ölafsson í Höskuldar-
koti var staddur í Reykjavík á
m/b Baldri sínum og lá báturinn
við steinbryggjuna. Þangað fór
Gísli með Friðjón og má segja, að
ráðning hafi þegar farið fram þar
á staðnum. Þar með var Friðjón
orðinn Njarðvíkingur, sem hann
nú á 70 ára afmælinu hefur verið
með heiðri og sóma í 53 ár og nær
8 mánuðum betur.
Ekkert var minnzt á kaup eða
kjör hjá þeim þremenningum
Magnúsi, Friðjóni og Gísla
ráðningarstjóra og á þrettánd-
anum þann 6. janúar tók Friðjón
land í Njarðvíkum f fyrsta sinn.
Hann fór fljótlega til sinna verka,
að sjá um kýrnar, vinna við hirð-
ingu á trosi ásamt margs konar
snúningum og sendiferðum. Nóg
var að gera svo ekki þurfti Frið-
jóni að leiðast vegna aðgerðar-
leysis, en það dugði samt ekki.
Hann langaði í vesturátt á
bernskuslóðirnar og til þess að ná
sem beztu sambandi við Snæfells-
nesfjöllin fór hann oft á tíðum
upp á loft f Höskuldarkoti til að
horfa þaðan út um gluggann á
Snæfellsnesjökulinn, þegar hann
sást i björtu veðri. Friðjón var
ákveðinn í að fara aftur
vestur með vorinu, leið svo
þessi fyrsti vetur hans. Friðjón
gerði Magnúsi kunnugt, að hann
vildi fara frá Höskuldarkoti að
lokinni vertíð og hafði Magnús
þess vegna hringt í tvo staði og
beðið um að ráða Friðjón, en ekki
komið nein jákvæð svör þar um.
Leiðindi Friðjóns voru ekki af
því, að honum liði illa f
Höskuldarkoti, nei þvert á móti,
þar var bæði mikið og gott að
borða og allur annar aðbúnaður
með ágætum hjá þeim systrum og
ráðskonum Magnúsar Guðrúnu og
Sigfúsfnu Ólafsdætrum. Þær
vissu hvernig Friðjóni leið og
reyndust honum eins og bezt
mátti verða, og er það algerlega
þeim að þakka, segir Friðjón, með
bros á vörum og hugann fullan af
þakklæti til þeirra systra, að ég
varð kyrr í Höskuldarkoti. Og
þegar sú ákvörðun hafði verið
tekin hjá Friðjóni að fara hvergi
tók Magnús simann og hringdi í
þá tvo staði, er áður voru nefndir,
og sagði með sinni þekktu röddu:
„Þið þurfið ekki að ráða þennan
strák, sem ég var að tala um, hann
ætlar að vera kyrr.“
Þegar svo var komið, að fyrri
ráðningin var nú staðfest til fram-
búðar fór Friðjón smátt og smátt
að líta á sig sem Njarðvíking og
eftir lokin var vorið og sumarið
framundan.
Lokadagurinn rann upp.
Magnús kallaði Friðjón til sin upp
á skrifstofu og sagði við hann:
„Ég tek hérna frá 100 kr„ það er
árskaupið þitt, og sendi það
vestur til húsbónda þíns, svo eru
hérna 500 kr„ sem þú átt, farðu
með þær út i Sparisjóð og leggðu
þær inh.“ Þar með var fyrsta ver-
tiðaruppgjörinu hans Friðjóns
lokið. Af því má sjá, að þar var
hvorki af vanrausn né vanefnum
veitt.
Friðjórf gerði sem honum var
sagt, lagði inn peningana og á
hann þá bók enn sem góðan grip,
er geymir minningu þess, að
fátæki drcngurinn fékk mörgum
sinnum n eira innlegg f sína
fyrstu bók en allflestir félagar
hans á þeim árum.
Skömmu eftir lokin fór Magnús
á Baldri til Hafnarfjarðar og var
Friðjón með i ferðinni. Þegar í
land kom fór Magnús með Friðjón
upp í bæ til Einars Einarssonar
klæðskera á Austurgötu 6. Þar lét
hann taka mál af honum og
sauma á hann sp&riföt. Það voru
fyrstu sparifötin, sem Friðjón
eignaðist, og entust þau honum
vel og lengi.
Næstu vertíð var Friðjón full-
gildur landmaður við Baldur og
upp frá því ýmist í landi eða á
sjónum. Hann var samfleytt sex
ár f Höskuldarkoti, en eftir það á
ýmsum heimilum þar í hverfinu.
Nú var Friðjón farinn að koma
sér upp eigin atvinnutækjum og
árið 1927 keypti hann 6 tonna
trillubát með Guðmundi Sigurðs-
syni f Garðhúsum. Finnbogi faðir
I minn og Sigurgeir bróðir hans
Framhald á bls. 29.
ö/kw
glæsílegt úrval!
MUúlstólans
4 ein«i“ staö’
\yú þarft
að lé'ta "®ar
Bókaverzlun
SIGFÚSAR
EYMUNDSSONAR
Austurstræti 18, sími 13135