Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 25. ÁGUST 1974 5 — Vegna Kjarvalshúss Framhald af bls. 4 ekki trúa jafn fjarstæðukenndri hug- mynd. — Fram hefur komið að fullyrð- ingar um að húsið væri óhentugt til myndlistarstarfsemi, eru úr lausu loft gripnar þvi hér hefur mál- tækið „að reynslan sé ólygnust" e-nn einu sinni sannazt. í fyrsta skipti hefur verið unnið i þv! í sumar við uppsetningu og undirbúning Sögu- sýningar þjóðhátíðarnefndar, sem halda á að Kjarvalsstöðum 1 október nk. og hefur húsið reynzt framar öllum vonum og er arkitektinum til meiri sóma en ætlað var. Að lokum skal þess getið, að það er ekkert einsdæmi, að bæjarfélög eða riki eigi hús með vinnustofum, sem myndlistarmenn fá til afnota til lengri og skemmri tima, — sjálfur bjó ég t.d. sl sumar á einum slíkum stað í Stokkhólmi, „Malongen", I á annan mánuð og heimsótti á sama tima annan slikan i útjaðri Helsing- fors. Bragi Ásgeirsson. Kristniboðssambandið Almennar samkomur verða i Kristniboðshúsinu Betania, Laufásvegi 13, dagana 26.—31. ágúst og hefjast hvert kvöld kl. 8.30. Á mánudagskvöld talar Gunnar Sigurjónsson cand. theol., um efnið: Sáttur við Guð? Allir eru velkomnir. 1 Olíustyrkur — Hafnarf jörður Þriðjudagurinn 27. ágúst n.k. er síðasti greiðsludagur olíustyrks í Hafnarfirði í þessum mánuði Bæjarskrifstofurnar verða þá opnar til kl.22. Bæjarritarinn, Hafnarfirði. Frúarleikfimi Innritun hefst mánudaginn 26. ágúst kt 1300 Morguntimar Dagtímar Kvöldtímar Sauna og háfjallasól. Góð húsakynni. Allt úrvals þjálfarar. JUDO-deild Ármanns Ármúli 32. Sími 83295. Eftir nokkurra ára hlé, tekur SUNNA upp Kanaríeyjaferðir að nýju. A8 þessu sinni hefur eyjan Grand Canary orðið fyrir valinu, en hún er einn vinsælasti vetrarorlofsstaður Evrópu- búa. Sunna hefur gert samninga við mjög góð hótel og ibúðir á hinni vinsælu suðurströnd Grand Canary, Playa del Ingles, þar sem loftslag og hitastig er hið ákjósanlegasta yfir vetrarmán- uðina, þegar skammdegið og rysjótt veðrátta er sem mest hjá okkur. Hægt er að velja um ibúðir með morgunmat eða hálfu fæði, smáhús „bungalows" með morgunmat og hótel með morgunmat eða hálfu fæði. Einnig bjóðum við uppá góðar ibúðir og hótel f höfuðborginni, Las Palmas. Þar er mikið um skemmtanalíf og verslanir. Við viljum benda meðlimum laun- þegasamtaka á, að þeir fá sérstakan afslátt I öllum okkar ferðum til Kanaríeyja. Flogið verður með úthafsþotum án millilendingar á laugardögum og er flugtiminn um fimm og hálf klukkustund. Meðalhitastig. Lofthiti að degi Nóvember 23,8 Desember 21,1 Janúar 20,6 Lofthiti að degi Febrúar 20,7 Mars 21,7 April 22,4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.