Morgunblaðið - 25.08.1974, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasöfu 35,00 kr. eintakið
Igærdag var allt
útlit fyrir, að tilraunir
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins um
myndun meirihlutastjórn-
ar á Alþingi myndu bera
árangur. Þess er því fast-
lega að vænta, að ný ríkis-
stjórn þessara tveggja
stærstu stjórnmálaflokka
landsins taki við völdum
nú eftir helgina. Lokaþátt-
urinn í samningaumleit-
unum þeirra hefur tekið
nokkra daga. Samningaþóf-
ið hefur verið all stíft
undir lokin eins og venja
er í erfiðum og flóknum
samningum.
Á síðasta stigi málsins
hefur einkum verið rætt
um verkefnaskiptingu
milli flokkanna og þá mála-
flokka, sem hvor flokkur-
inn um sig mun hafa með
höndum í væntanlegri
ríkisstjórn. Þegar blaðið
fór í prentun hafði ekki
verið endanlega frá því
gengið, hvort Geir Hall-
grímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, eða Ölafur
Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins,
mundu veita ríkisstjórn-
inni forstöðu, né heldur
skiptingu ráðuneyta að
öðru leyti.
Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn
hafa nú rætt möguleika á
stjórnarmyndun í hart nær
tvær vikur. Þeir hafa haft
mjög skamman tíma til
þess að leggja grundvöll að
nýju stjórnarsamstarfi,
þar sem efnahagsörðug-
leikarnir hafa rekið mjög á
eftir, að skjótt yrði úr því
skorið, hvort Alþingi
tækist að mynda starfhæfa
meirihluta stjórn sam-
kvæmt þingræðisreglum.
Víst er, að forvígismenn
beggja aðila hafa í þessum
viðræðum tekið verulegt
tillit til þeirra hrikalegu
vandamála, sem óhjá-
kvæmilegt er að ráðast
gegn þegarástað.
Fyrirfram var augljóst,
að erfitt yrði um vik að
tengja þessa flokka saman
í ríkisstjórnarsamstarfi,
eftir að hafa verið í hat-
rammri andstöðu hvor við
annan í full 18 ár. Fyrst
eftir að samstarf flokkanna
rofnaði 1956 var Sjálfstæð-
isflokkurinn í andstöðu við
vinstri stjórnina fyrri
undir forystu Framsóknar-
flokksins. Eftir myndun
viðreisnarstjórnarinnar í
nóvember 1959 undir
forystu sjálfstæðismanna
var Framsóknarflokkurinn
í stjórnarandstöðu í full 12
ár. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur síðan verið í and-
stöðu við vinstri stjórn
Framsóknarflokksins frá
því að hún var mynduð
fyrir þremur árum. Þessar
aðstæður hafa eðlilega gert
það að verkum, að óhjá-
kvæmilegt var, að það tæki
nokkurn tíma að ná full-
kominni samstöðu um þá
endurreisn efnahagslífs-
ins, sem nú stendur fyrir
dyrum.
Hitt var augljóst, að eins
og sakir standa væru
mestar líkur á, að sam-
stjórn þessara flokka gæti í
heilsteyptu samstarfi náð
árangri og málefnalegri
samstöðu. í mörgum
efnum greinir flokkana
ekki mikið á, en í öðrum
efnum var einsýnt, að með
góðum vilja mátti ná
endum saman. Sjálfstæðis-
flokkurinn er langöflug-
astur í þéttbýlinu og báðir
flokkarnir standa traust-
um fótum á landsbyggðinni
og hafa því sameiginlegra
hagsmuna að gæta við upp-
byggingu atvinnulífs og
þjónustustarfsemi um land
allt. Kosningaúrslitin
tryggðu samkomulags-
grundvöll í einu mesta
þrætuefni flokkanna á
síðasta kjörtímabili,
varnarmálunum. Þessar
aðstæður og sú ábyrga af-
staða forystumanna beggja
flokkanna að leggja mest
upp úr að mynda heil-
steypta þingræðisstjórn til
þess að glíma við efnahags-
vandann, leiddi til þess, að
samkomulag tókst um mál-
efnagrundvöll og drög að
stefnuyfirlýsingu.
Við slíkar aðstæður er
það oft freistandi fyrir
stjórnmálaflokka að skjóta
sér undan ábyrgð og reyna
að öðlast lýðhylli með því
að gagnrýna nauðsynlegar
efnahags- og björgunarráð-
stafanir, sem óhjákvæmi-
lega eru þungbærar. Þrátt
fyrir það, að sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn
hafi eldað saman grátt
silfur í nær tvo áratugi,
létu þeir þessi sjónarmið
víkja fyrir þeirri brýnu
nauðsyn og skyldu Al-
þingis að mynda meiri-
hluta stjórn við þær hættu-
legu aðstæður, sem nú
ríkja í þjóðarbúskap ís-
lendinga.
Þess er að vænta, að
þjóóin öll taki ábyrga af-
stöðu til þeirra aðgerða,
sem óhjákvæmilegar eru á
næstunni, þó að þær séu
þess eðlis, að landsmenn
allir sem heild verði að
draga saman seglin eftir
ringulreið undangenginna
þriggja ára. Mikilvægt er,
að áhrifamikil hagsmuna-
samtök í þjóðfélaginu sýni
sömu ábyrgð, enda er
framundan stöðvun at-
vinnufyrirtækja og at-
vinnuleysi, ef ekkert
verður að gert. Þegar þjóð-
in stendur frammi fyrir
slíku hættuástandi, sem
raun ber vitni um, verður
lýðskrumið að víkja fyrir
ábyrgri afstöðu.
Þá skiptir miklu, að
traust samstarf takist með
þeim, sem forystuna eiga
að veita, ella er allt unnið
fyrir gýg. Allt bendir til
þess, að svo megi verða og
það verður að haldast
áfram, ef árangur á að nást
til frambúðar.
GRUNDVOLLUR LAGÐUR
AÐ TRAUSTU SAMSTARFI
Rey kj aví kurbréf
^>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4Laugardagur 24. ágúst
Skylda
stjórnmálaflokka
við þegnana
Þar sem lýðræði er virt og virkt
er höfuðáherzla á það lögð að
tryggja áhrifarétt hins almenna
borgara á stjórnun samfélags-
legra mála. Kosningarétturinn er
haldbezta vopn hins aimenna
borgara til að tryggja þessi viður-
kennsku þegnréttindi. Til þess að
slík lýðréttindi nýtist svo sem til
er ætlazt þurfa þó stjórnmála-
flokkar, sem leita eftir fylgi al-
mennings, að hafa mjög skýrt
markaða stefnu bæði í dægurmál-
um, sem efst eru á baugi hverju
sinni, sem og langtímastefnu um
mótun þjóðfélagsins.
Slík skýr stefnumörkun er lýð-
ræðisleg skylda stjórnmálaflokka
gagnvart almenningi svo fólk viti
gjörla hverju sinni, hverju það er
að ljá fylgi sitt, hvað það er að
kjósa yfir sig. Þvf miður hefur
verulega skort á heiðarleika ís-
lenzkra stjórnmálaflokka í þessu
efni. Þannig hefur stuðningur
fólks við stjórnmálaflokk, sem lát-
inn er í té í ákveðnum tilgangi til
verndar vissum sjónarmiðum og
til að ná tilteknum tilgangi til
verndar vissum sjónarmiðum og
til að ná tilteknum markmiðum, á
stundum leitt til allt annars og
andstæðra stefnu en efni stóðu
til. Hér þarf að verða á gagnger
breyting f átt til heiðarlegri sam-
skipta fslenzkra stjórnmálaflokka
við þegnana, sem því aðeins geta
nýtt réttindi sín í heilbrigðu vali á
kjördegi, að valkostirnir liggi
skýrir og greinilegir fyrir.
Orsök
og afleiðing
Séu úrslit síðustu sveitar-
stjórna- og þingkosninga, sem ein-
kenndust af verulegum sigri
Sjálfstæðisflokksins, brotin til
mergjar og leitað skýringa á
niðurstöðum þeirra koma að sjálf-
sögðu fleiri en einn orsakavaldar
í ljós. Enginn vafi er þó á því, að
sú staðreynd, að Sjálfstæðis-
flokkurinn lagði fram stefnu og
markmið í helztu viðfangsefnum
náinnar framtfðar þjóðarinnar
mun skýrar og Ijósar en aðrir
stjórnmálaflokkar, á hér veruleg-
an hlut að máli.
Skýr og ótvíræð stefna Sjálf-
stæðisflokksins í utanríkis- og
öryggismálum þjóðarinnar, fast-
mótuð stefna f landhelgismálinu,
hreinskilnisleg úttekt á hörmu-
legu ástandi efnahagsmála og
þjóðarbúsins og skilgreining á
nauðsyn áhrifaríkra, jafnvel óvin-
sælla aðgerða, féll í góðan jarðveg
hjá öllum almenningi, sem vill, að
spilin séu lögð á borðið svo að
hann geti vegið og metið aðstæð-
ur. Þeir stjórnmálaflokkar, sem
sýna þegnunum traust og tiltrú og
þora að móta ábyrga afstöðu í
óhjákvæmilegum viðfangsefnum,
þurfa ekki að kvíða viðbrögðum
almennings.
Úrslit
kosninganna
Urslit síðustu alþingiskosninga,
sem leiddu í ljós verulega fylgis-
aukningu Sjálfstæðisflokksins,
voru samt ekki það afgerandi, að
aðstaða skapaðist til að fylgja
fram stefnumálum flokksins í
krafti meirihluta á Alþingi. Þann
lærdóm helztan er þó hægt að
draga af úrslitunum, að Sjálf-
stæðisflokknum beri verulega
aukin áhrif á stjórnun og
framvindu mála í þjóðfélag-
inu. Það er þvf eðlilegt og
raunar skylda flokksins
að leitast við að framfylgja
slíkri viljayfirlýsingu þegnanna í
úrslitum kosninganna með sam-
starfi við aðra flokka, m.a. um
stjórnarmyndun, en þó þvf
aðeins, að stefnumálum flokksins
og auknu kjósendafylgi sé gert
nægilega hátt undir höfði. Alvar-
legar horfur í þjóðarbúskapnum
leggja og Sjálfstæðisflokknum
sem ábyrgasta aflinu í íslenzkum
þjóðmálum þungar skyldur á
herðar.
Samstaða
og ábyrgð
vinstri flokka
Eftir að slitnaði upp úr vinstri
viðræðum um afturgöngu
stjórnar, sem siglt hafði þjóðar-
búinu f strand, gengu klögumálin
á víxl, hverjum væri um að kenna
að ekki tókst að Ifma brotabrotin
saman. Hætt er þó við, að sann-
leikurinn að baki bræðravfganna
sé sá, að enginn viðræðuflokk-
anna hafi gengið heill til leiks
heldur með hangandi hendi. Þá
skorti sem sé gagnkvæmt traust,
vilja og getu til að takast á við þau
hrikalegu vandamál, sem þeir
höfðu að hluta til vakið upp
sjálfir. Þeim var öllum ósárt um,
þó að nýjum vinstri viðræðum
lyki á sama hátt og stjórnarsam-
vinnunni, i algjörri upplausn,
aðeins ef þeim tækist að slá ryki í
augu fylgjenda sinna.
Við þeim blasti árangur þriggja
ára sameiginlegrar stjórnar-
stefnu: þjóðargjaldþrot, tómur
gjaldeyrisvarasjóður, tómur ríkis-
sjóður, tómir fjárfestingarsjóðir,
geigvænlegur hallarekstur at-
vinnuveganna, sveitarfélaga og
ríkisstofnana og þau úrræði eða
afleiðingar, sem hlytu — í bili
a.m.k. — að skerða hag allra
starfsstétta þjóðfélagsins. Þá
skorti dug og kjark til að axla
ábyrgð gerða sinna og fram-
kvæma það, sem óhjákvæmilegt
er til að rétta við þjóðarskútuna.
Slit vinstri viðræðnanna var
aðeins undirstrikun á þeirri upp-
gjöf, sem afsögn vinstri stjórnar-
innar í raun og veru var.
Samstarf Sjálf-
stæðisflokks og
Framsóknarflokks
Eftir það, sem á undan var
gengið, var rökrétt að reynt yrði á
hugsanlegt samstarf tveggja
stærstu stjórnmálaflokka lands-
ins Sjálfstæðisflokksins og Fram-