Morgunblaðið - 25.08.1974, Síða 11

Morgunblaðið - 25.08.1974, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGUST 1974 11 Rætt við Sigríði Björnsdóttur myndlistarkennara Leikþerapí geturbætt upp ófullnægjandi samneyti ilar að, sem ákveður meðferð fyrir viðkorpandi ungling. Þá vöktu athygli mfna samtök mynd- listarþerapista, sem eru mjög virk og vinna að uppbyggingu myndlistarþer- apis Ég tók þátt I námskeiði I mynd- listarþerapi, sem haldið var við Glas- gowar-háskóla og sem hafði það mark- mið að veita myndlistarmönnum, myndlistarkennurum, læknum, sál- fræðingum og öðru sérmenntuðu starfsfólki tækifæri til að auka við þekk- ingu sina á þvi hvernig myndlistarþer- apl er notað sem veigamikill þáttur i meðferð á geðsjúklingum, afbrigðileg- um börnum og afbrotaunglingum Námskeiðið var geysilega vel skipulagt með fyrirlestrum, skuggamyndum, umræðum og heimsóknum á geðspit- ala, geðdeildir og heimavistarskóla, þar sem yfirlæknar, forstöðumenn, sjúklingar og nemendur ræddu við okkur og svöruðu spurningum okkar Meðal efnis, sem lögð var áherzla á, á þessu námskeiði, var þroskaferill „Það er marg sannað að á sjúkrahús- um er oft ekki hugað nóg að hreyfiþörf, tilfinningalegum þörfum og skilningar- vitum hins vaxandi barns. Lítil börn koma heim af sjúkrahúsum með græddan fót, en með skerta öryggis- kennd og jafnvel mismunandi staðnað- an þroska Þess vegna rikir víða mikill áhugi á því að fá foreldra meira inn i hið daglega líf á barnaspitölum en almennt tiðkast, til að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir tilfinningalegu hnjaski og stöðnun í andlegum og félagslegum þroska. Að sjálfsögðu eru margir, sem skilja þetta og gera sitt bezta til þess að hvert einstakt barn geti tifað sem eðlilegustu lifi I sam- ræmi við getu þess og þroska á meðan sjúkrahússvist þess stendur. En þetta fólk stendur meira eða minna eitt og hjálparvana gagnvart kerfinu. Til dæm- is eru til almennar reglur um hvernig leikþerapi eða spítalaskóli eigi að vera," sagði Sigríður Björnsdóttir i samtali við Morgunblaðið nú fyrir skömmu Sigríður, sem eins og kunnugt er starfaði um árabil við leikþerapí á Barnaspítala Hringsins, er nýlega kom- in heim úr tveggja mánaða ferð um Bandaríkin og Bretland, þar sem hún m.a. kynnti leikþerapi, en orðið þerapi felur i sér að sögn Sigriðar öll persónu- leg áhrif, sem stuðla jafnt að líkamleg- um sem andlegum bata sjúkra og fatl- aðra á öllum aldri. „Ég ferðaðist víða um Bandaríkin," sagði Sigriður, „bæði til að kynna leikþerapi og eins til að kynna mér það, sem efst var á baugi i leik- og myndlistarþerapi, og skóla á barnaspit- ölum Á alþjóðlegu þingi „Samtaka um velferð barna á spitölum", sem haldið var í Chicago, setti ég upp sýningu til að kynna leikþerapi, en mér var boðið að halda þessa sýningu í framhaldi af samskonar sýningu, sem ég setti upp á Karólinska sjúkrahúsinu i Stokkhólmi siðast liðinn vetur í boði prófessors John Lind og Myndlistarfélags sjúkra- hússin. Mér var svo boðið að setja upp sýninguna á Borgarbókasafninu í Chi- cago og halda fyrirlestur i tilefni af stofnun barnasafns. Einnig setti ég upp hluta af sýningunni og flutti erindi um leikþerapi við háskólann í Minne- apolis á vegum heilbirgðisráðuneytis- ins i Minnesotafylki Sú dagskrá var tekin upp á myndsegulband og send til 230 lækna. Þá kynnti ég starf mitt og viðhorf i leikþerapi á Bellevubarha- sjúkrahúsinu i New York. Reyndar hefði mér ekki verið kleift að fara þessa ferð ef ég hefði ekki notið aðstoðar Roberts Dickerman, sem er forstjóri Menningarstofnunar Bandarikjanna hér á landi og banda- riska sendiherrans Frederick Irving, sem útveguðu mér styrk frá Banda- rikjastjórn, sem bauð mér að ferðast um Bandaríkin, sem gesti sinum. f oreld ra við börn á sjúkrahúsum Thomas Laughery, forstjóri Loftleiða í Chicago, bauð mér frítt far með sýn- inguna og heilbrigðismálaráðuneytið veitti mér styrk." — Hvað fannst þér markverðast i Bandaríkjunum? „Það, sem mér fannst markverðast þar var meðal annars hversu vel starf sjálfboðaliða er skipulagt og nýtt á barnasjúkrahúsum, og þátttaka for- eldra i leikþerapii og samvinna sjúkra- húsanna við þá yfirleitt. Einnig er merkilegt að sjá hvernig lögð er áherzla á að skara fatlaða inn i samfé- lagið, eins og til dæmis unnið er að i aðalendurhæfingarstöð Chicagoborg- ar. Það atriði virðist mér óskaplega erfitt hér með tilliti til þess, hvernig gengið er frá húsum og umhverfi. Skipulag Reykjavíkur býður alls ekki upp á að maður i hjólastól komist leiðar sínnar. Þá fannst mér athyglisverð svokölluð barnasöfn eða Childrens Museum. Það var einmitt, eins og ég nefndi áðan, verið að stofna eitt slikt i Chi cago um það leyti sem ég var þar. En fyrirmyndin var fengin frá Boston, þar sem sonur Benjamins Spock setti á stofn Childrens Museum. Foreldrar geta komið með börn sín á þessi söfn og fylgzt með og tekið þátt i leik þeirra. Börnin vinna myndir og hluti úr alls konar náttúruefnum, verðlausum efn- um og öðrum efnivið ( Battle Creek í Michigan er mjög athyglisverður reiðskóli fyrir fatlaða, og ennfremur hefur fræðsluskrifstofan þar gefið út mjög athyglisverða greinar- gerð um myndlistarkennslu i skólum, unna af Stellu Dickerman. Á þinginu I Chicago, sem ég nefndi áðan, voru fluttir mjög athyglisverðir fyrirlestrar um brennandi atriði varð- andi börn á sjúkrahúsum. Þar vildi ég gjarnan nefna mál eins og hugsun barna á sjúkrahúsum, þroskaferill þeirra, samstarf við spitalakerfið um raunhæfa meðferð fyrirallt barnið, ekki aðeins ákveðinn likamshluta þess, hið deyjandi barn og foreldra þess, hvort barnaspítalarnir eru fyrir börnin eða starfsfólkið, málþroska og tjáning i orðum, vandamál barna með langvar- andi sjúkdóm, samhæfða umhyggju fyrir fjölfötluðum börnum, foreldra i hópsamstarfi á barnaspitölum og fleira [ viðtölum við fólk á þessum ferða- lögum kom greinilega í Ijós, að það rikir mikill áhugi á þvi að skara foreldra meira inn í hið daglega lif á barnaspit- ölum en nú tíðkast. Það er almennt orðið viðurkennt, að til þess að leggja grundvöll að eðlilegum félagslegum, tilfinningalegum og andlegum þroska, þá sé það nauðsynlegt að fyrstu ár ævinnar upplifi barnið stöðugt sam- neyti við foreldri eða staðgengil foreldr is, sem skilur og svarar minnstu við- brögðum og merkjum, sem barnið gef- ur frá sér til tjáningar. Venjulegir foreldrar hjálpa barninu sinu að mæta erfiðleikum og umbera tilfinningalegt álag, Það er hluti af eðlilegum vexti og þroskaferli barns- ins. Mörgum litlum börnum, sem dvelja lengri eða skemmri tima á sjúkrahúsum og hafa ófullnægjandi samneyti við foreldra sína, má hjálpa mikið með leikþerapi, þannig að þau fái að tjá hug sinn og tilfinningar i leik og starfi á spitalanum Leikþerapiið kemur samt ekki í stað foreldris, þó að það hafi uppbyggjandi áhrif á barnið og að leikur þess sé llfið sjálft og blossinn í þroska þess og vexti " — í hverju felst leikþerapi? „Það er fyrst og fremst skapandi starf og sjálfstjáning í ástúðlegu og ekta andrúmslofti. Það er ekki hægt að draga linuna á milli skapandi leiks, myndlistar og föndurs í sambandi við börn. Þetta er allt samofið og í senn gleðjandi, róandi og þroskandi fyrir þau. Skapandi starf kallar fram eigin- leika þeirra og námsþroska. Þau fá þannig að þjálfast og þroskast i leik og starfi eftir því sem kraftar þeirra leyfa. Þau geta tjáð jákvæðar og neikvæðar tilfinningar sinar, sem er ákaflega mik- ils virði, sérstaklega ef börn eiga við tilfinningar sínar, sem er ákaflega mik- ils virði, sérstaklega ef börn eiga við tilfinningaleg vandamál að striða. í leikþerapii læra börnin að vinna með öðrum og taka tillit til annarra. Þeim er kennt að leysa ákrestra sín á milli á jákvæðan hátt, en eins og við vitum er samvinnan oft erfið hjá börnum, ekki síður en hjá okkur fullorðna fólkinu, að á að leyfa börnum að vera eins virkum og líkamleg heilsa þeirra leyfir, en i leikþerapíi þjálfa þau vöðva, stóra og smáa og samhæfa augu og hendur Þau læra líka að einbeita sér, leysa vandamál og finna áhugaverð verkefni i eigin umhverfi og að tjá tilfinningar sínar i orði, og verki m.a. með þvi að örva þau til að tala um það, þau eru að gera ( leikþerapii öðlast barnið meiri þekkingu á sjálfu sér og umhverfi sinu og sjálfsöryggi þess eykst, sem gerir það að hamingjusamari einstaklingi Við að meðhöndla efni og hluti styrkist kennd barnsins fyrir formum, litum og áferð, þyngd, stærð, fjölda, þykkt og fasa efnis, fyrir hljóði og lykt. Þannig þjálfast skynfæri barnsins, en þau hafa mikilvægu hlutverki að gegna i vit- þroskanum Leikþerapí er notað á mörgum barnaspitölum til að undirbúa börn undir uppskurði og þá aðallega i gegnum dramatík " — Svo fórstu til Bretlands? „Já, ég fór bæði til Skotlands, þar sem ég sótti námskeið i myndlistar- þerapi og heimsótti margra spitala og til London þar sem ég ræddi við barna- lækna og myndlistarþerapista á geð- spítölum. En til þessarar ferðar naut ég aðstoðar menntamálaráðs. í Skotlandi er mikill áhugi á leikskól- um, þar sem mæður starfa. Sérstök námskeið eru haldin fyrir þær, þar sem lögð er áherzla á fyrirlestra I sálar- og uppeldisfræði, auk þess sem þær læra að leika sér á sama hátt og börnin í vatni og sandi og með litum og limi. Þetta er gert til þess að þær læri að skilja börnin betur og hafi meiri gleði af að fylgjast með þroska þeirra, en það bætir samneyti þeirra við þau Persónulega finnst mér þetta alveg eins hafa með feður að gera eins og mæður. í viðtölum minum við sálfræðinga, sem vinna við stofnanir I Glasgow, þar sem taugaveikluð börn eru til meðferð- ar, kom það fram, að þeir álita, að stór hópur taugaveiklaðra barna séu fórnar- lömb þess að hafa ekki notið nógu mikils ástrikis í bernsku og þar á meðal er fjöldi barna, sem hafa verið á vöggu- stofum Þessum leikskólum, þar sem mæður starfa, er ekki eingöngu ætlað að vera geðvernd fyrir börnin og áð fyrirbyggja taugaveiklun, heldur einnig sem meiri lifsfylling fyrir mæður, sem þær öðlast við aukna þekkingu og snertingu á lífi barna sinna Afbrot unglinga er geysimikið vandamál í Skotlandi. Unglingar innan 1 6 ára aldurs eru ekki leiddir fyrir rétt nema um stórglæpi sé að ræða, en mál þeirra eru tekin fyrir af nefnd, sem sálfræðingar og félagsráðgjafar eru að- barna, unglingavandamál, sálarlíf af- brigðilegra og afbrot Ennfremur var aðalefni nokkurra fyrirlestra skipulag og uppsetning myndlistarþerapídeild- ar. Einn liður námskeiðsins, var að þátt- takendur lýstu starfi sinu og starfsað- stæðum á sjúkrahúsum, skólum og hegningarhúsum, sýndu myndir og skuggamyndir. Þetta var geysifróðlegt og upp úr þessu spunnust langar og áhugaverðar umræður og spurningar. Til dæmis: Hvað er myndlistarþerapi, hvað liður vexti þess og þróun, hvernig er hægt að nýta myndlist sem miktl- vægan hlekk i heilbirgðisþjónustunni, hver er ástæðan fyrir þvi, að þessi starfsemi hefur átt svo erfitt uppdráttar inni á sjúkrahúsum, enda þótt að um árabil hafi læknar og sjúklingar á sum- um sjúkrahúsum nýtt sér þessa þjón- ustu og telji hana ómissandi? — Hvernig er myndlistarþerapí notað? „Myndlistarþerapi hefur verið unnið frá ýmsum sjónarmiðum, rétt eins og leikþerapi, eftir reynslu, þekkingu og aðstæðum, Sums staðar er myndlistar- þerapi fyrst og fremst skilið og nýtt sem tæki til sjálfstjáningar og sjúk- dómsgreininga. Annars staðar er lögð meiri áherzla á að nýta myndlistarþer- api sem næringu fyrir vaxandi per- sónuleika, tilfinningu fyrir sjálfum sér og umhverfinu og grundvöll fyrir sam- neyti við aðrar manneskjur. I Banda- ríkjunum og Bretlandi hefur rutt sér til rúms að nota myndlistarþerap! í fang- elsum, sem leggja áherzlu á endurhæf- ingu en ekki hegningu. Öll vorum við sammála á námskeið- inu um, að ef myndlistarþerapi á að verða viðurkennd starfsgrein, er fyrsta skrefið að skilgreina starfssvið þess, markmið og réttindi. Margir hafa árum saman helgað alla krafta sina og tíma þessu starfi og unnið gott brautryðj- enda starf að miklu hluta algjörlega endurgjaldslaust, og þvi sannarlega kominn tími til að byggt sé á þeirri reynslu og þekkingu, sem þetta fólk hefur aflað Þetta er miklu breiðará og dýpra svið en almennt er viðurkennt og skilið og það er þess vegna nauðsyn- legt að við deilum reynslu og skipt- umst á skoðupum og upplýsingum, og vinnum síðan úr þessu i þágu sjúkra og fatlaðra. Það er von min, að menntamála- ráðuneytið og heilbrigðismálaráðu- neytið taki höndum saman og vinni að þvi að skilgreina hvað sé leik- og myndlistarþerapi og hver markmiðin séu og korni síðan á fót sérnámi á þessu sviði. Ég er sannfærð um, að við eigum mikið af góðu og hæfileikariku fólki, á þessu sviði, sem getur lagt mikið að mörkum til heilbrigðisþjón- ustunnar, ef það getur fengið viðeig- andi þjálfun og menntun," sagði Sig- riður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.