Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGUST 1974
^íii
Þegar pabbi fór 1 siglinguna 1 Eftir Jan * Hakanson
Nokkru neðar skiptist áin í tvo farvegi. I öðrum
var foss, þar sem komið hafði verið upp svolítilli
vararafstöð, en f hinum syðri voru stíflurnar með
flóðgáttunum. Hefði ólánið elt pabba, hefði sigling-
unni sennilega lokið í fossinum, en til allrar ham-
ingju voru hlerarnir lokaðir svo ekki myndaðist sog
þeim megin. Bekkurinn skreið þvi á töluverðum
hraða f áttina að stíflunum.
Larsson hét sá, sem var stífluvörður þar og var að
því leyti ólíkur Stfflu-Óla, að hann var alger bindind-
ismaður. Þegar hann sá úr glugga sínum hvar pabbi
nálgaðist vissi hann strax, að þetta voru ekki hans
eigin ofsjónir. Þó spennti hann snöggvast greipar
eins og í bæn og leit til lofts áður en hann þaut út á
túnið til að sjá fyrirbærið betur.
C PIB
Strákurinn er alveg æstur í að gefa úr sælgætispok-
anum sínum. — En hver tekur á móti sælgætinu hjá
honum? — Til þess að sjá það verður þú að taka upp
blýantinn þinn og draga línur milli tölustafanna —
byrja á númer 1 til 2 og svo áfram alveg upp í númer
I sama bili heyrðist bjölluhringing, sem nálgaðist
óðum. Þar var slökkviliðið á ferð. Að vísu hafði
upphringing Mögdu valdið nokkurri ringulreið á
slökkvistöðinni, þar sem liðið hafi engan tiltækan
bát og enginn þeirra, sem við ána bjuggu hafði sett
bát á flot svo snemma vors. Árbakkinn var ófær
bifreiðum svo slökkvistjórinn hafði tekið þá ákvörð-
un í skyndi, að menn hans skyldu biða komu bekkjar-
ins við syðri stíflurnar. Málið yrði að fela guði á vald
þar til að stíflunum kæmi. Þá skyldu liðsmenn hans
taka við og leysa drottinn undan frekari ábyrgð.
Auk slökkviliðsmannanna og nokkurra smástráka
var þar einnig kominn fréttaritari frá „Lénstíðind-
unum“ og honum tókst að ná mynd af pabba áður en
honum var bjargað. Hann fékk þó ekkert viðtal, því
að einu orðin sem af vörum pabba hrutu, voru
óprenthæf.
Á meðan hafði stífluverðinum gefizt tóm til að
skoða bekkinn í krók og kring og hann sneri sér nú
aðpabbaogsagði:
„Ef verkfræðingurin hefur ekki hugsað sér að
sigla á bekknum í gegnum skurðinn væri ég til með
að gera boð í hann. Hann er í góðu standi og gæti
orðið brúklegur til margs.“
Pabbi seldi stífluverðinum bekkinn fyrir 100 krón-
ur. Þess vegna hljóp roði í kinnar mömmu í hvert
sinn sem minnzt var á atburðinn síðar. En pabbi
sagði bara:
„Eitthvað varð ég að hafa fyrir ómakið."
Mestur hiti hljóp þó í málið næsa dag, þegar pabbi
fleygði „Lénstíðindunum“ í gólfið og tilkynnti, að
hann ætlaði tafarlaust að segja þessu sorpblaði upp.
Á forsíðunni innan um ógnarfréttir af ófriði og
mannvígum úti í heimi birtist mynd af pabba sitj-
andi á bekknum framan við flóðgáttirnar. Fyrirsögn-
in hljóðaði svo: LANDBÚNAÐARVERKFRÆÐING-
UR FER í SÖGULEGA SIGLINGU Á LEGUBEKK.
Pabbi mátti þola mikið spott vegna þessa og á
afmælisdaginn sinn fékk hann bók frá kunningjum
sinum sem hét: Undirstöðuatriði í siglingafræðum.
Við sáum hann aldri opna þá bók.
56.
ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD
eftir
Jón
Trausta
[ '
ffle&imofgunkaffinu
— Ég ætla rétt að
klára blaðið... leggðu
barnið einhvers staðar
á meðan...
—-Það er vonlaust fyr-
ir mig að sofna í þessu
Ijósi...
— Af hverju getur
hann ekki bara komið
með inniskóna mfna
eins og aðrir hund-
ar???
Hún brann af löngun eftir að geta svipt þessum fjötrum
bæði af sjálfri sér og kyni sínu. En hún fann hjá sér van-
máttinn og getuleysið gagnvart öðru eins ofurefli. Það gerði
henni þungt í skapi. Hún gat ekki gert sig frjálsa, ekki neytt
bróður sinn til að sleppa því valdi yfir einkamáhun hennar,
sem lögin heimiluðu honum. Það eina, sem hún gat gert,
var að láta hann ekki kúga sig til neins, sem hún vildi ekki
sjálf, láta aldrei undan honum á því sviði, sem hún gat boðið
hontun byrginn á. Þess vegna var hún nú að tryggja sig
gegn yfirgangi hans.
En hart var það fyrir skapferli hennar að þurfa í liðs-
bón til frænda og vina. Einnig þess vegna hrundu henni nú
tár. Til hvers mundu þeir, sem nú gerðu henni greiða, ætlast
af henni seinna, þegar þeim lægi á liðsinni?
Og henni hraus hugur við að láta Hjalta í hellinn.
Aldrei hafði neitt mótdrægt mætt honum, síðan hann var
á bamsaldri. í ástúð og eftirlæti hafði hann vaxið og þroskazt
hjá henni. Fyrir öllu aðkasti heimsins hafði hún varið hann
dyggilega. Fæst af þvi, sem um þau var sagt í sveitinni og
á heimilinu, hafði náð honum til eyma. Engar áhyggjur,
engar ofsóknir, ekkert af þvi, sem gerði framtíðina ótrygga
og skuggalega, hafði nokkum tima náð til hans. Þegar hún
hafði barizt fyrir ást þeirra við valdið og hlejrpidómana,
hafði hún jafnan séð fyrir því, að hann væri hvergi nær-
staddur. Vandlega hafði hún vafið hann í faðm sinn og varið
hann fyrir öllum öldum andstreymisins. Ekkert hafði hann
fundið nema yl og blíðu og kvíðaleysi. Nú gat hún þetta
ekki lengur. Nú hlaut hann að komast að því, hver hætta
vofði yfir þeim báðum. Hvemig rnvrndi hann taka þeirri
nýjung? Hingað til hafði hann treyst henni. Nú mundi hon-
um finnast hún bregðast sér. Mundi hann ekki hætta að
elska hana? Mundi hann ekki fara að hata hana og fyrir-
líta, saka hana um, að hún hefði árum saman vaggað
honum í lygum og táh og vekti hann svo upp við þessi
voðatíðindi? Mundi hann ekki brigzla henni mn, að allt
væri þetta henni að kenna, hún hefði vel mátt láta sig,
saklausan drenginn, í friði? Hverju átti hún þá að svara?
Og þó að hann hlífði henni við slíkum ásökunum, mundi
hún gera sér þær sjálf. Hún mundi lesa þær á vöram bæði
hans og annarra; í hverju auga, sem á hana væri litið,
mundu þær mæta henni. Það yrðu margar þungar stundir,
er þetta bættist ofan á allt annað. — Líklega mundi Hjalti
taka hættunni karlmannlega, er hann fengi að vita um hana
til fulls. Ef til vill mundi hættan stæla hann og vekja í hon-
— Ég bið yður afsök-
unar á því, að ég kem
of seint herra...