Morgunblaðið - 25.08.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGUST 1974
29
BRÚÐURIN SEIVí
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
vörðurinn var ekki heima frekar
en þegar Lars Ove kom þangað.
Kona hans gat engar upplýsingar
gefið.
Hafði hún séð Anneli Larsson á
föstudaginn?
Nei, hún hafði aðeins séð Lars-
son verkfræðing.
Gat hún ímyndað sér, hvaða leið
Anneli hafði farið inn í skóginn.
Nei, hér var aðeins skógur og
aftur skógur og ef fólk þekkti sig
ekki á þessum slóðum var því
hætt við að villast. Hún hafði
reynt það sjálf, svo að hún var
ekki að segja þetta út í bláinn.
Nei, það vissi hamingjan heil og
sæl, að henni fannst litið
skemmtilegt að búa hér, alltof
einangrað og eyðilegt, en þau
gátu auðvitað þakkað fyrir, að
þau höfðu bæði síma og útvarp.
Hvort hér yxu liljur? Nei, það
hélt hún ekki, en það voru hér
margar fallegar og óvenjulegar
blómategundir og henni fannst
eiginlega furðulegt, að bæjarbúar
hefðu ekki veittt þvf athygli, en
sjálfsagt voru þeir svo latir, að
þeir nennntu ekki að vera að
þramma hér um skóginn.
Hún lofaði — þótt treg virtist til
— að biðja manninn sinn að koma
á lögeglustöðina á mánudags-
morguninn og síðan óku mennirn-
irtveir áliðis til Hammarby.Hér
varð afraksturinn enn magrari og
þegar þeir óku aftur til Skóga var
Christer þögull og hugsi.
Nú voru liðnir þrettán klukku-
tímar sfðan hann hafði fundið
Anneli myrta rétt hjá Sjávar-
bökkum. I þrettán tfma hefði
hann unnið sleitulaust við að
kanna, hvað Anneli hafði gert frá
því hún hvarf úr blómaverzlun-
inni og þar til lfk hennar fannst.
Á tímabili hafði þetta litið nógu
gæfulega út. NtTNA virtist leynd-
ardómurinn magnaðri en nokkru
sinni fyrr og alllt var jafnvel enn
óáþreifanlegra en nokkru sinni
fyrr. Hafði honum orðið á einhver
skyssa? Kannski hefði verið
heilladrýgra ef hann hefði fylgt
viðteknum reglum í sambandi við
rannsóknir á morðmálum. Hann
var leiður í skapi og utan við sig á
blaðamannafundinum, sem var
haldinn skömmu sfðar í aðalsal
gistihússins. Þar var mættur Löv-
ing lögregustjóri uppábúinn og
hann stóðsigmeð mestu ágætum
og sneri sig klókindalega út úr
spurningum fréttamannanna.
Ekki var von á handtöku alveg á
næstunni. Bfða varð niðurstöðu
krufningarinnar og rannsóknar á
fötum hinnar látnu og svo hnífum
og ýmsu öðru?
Hvaða föt? Hvaða hnífar?
— Agætu blaðamenn, þeim
spurningum get ég að öllum
lfkindum svarað á morgun. Það
væri ekki aðeins óskynsamlegt,
heldur einnig tillitslaust gagnvart
þeim, sem kannski eiga engan
hlut að þessu máli, ef maður
nefndi einhver nöfn á þessu stigi
málsins... við erum rétt að hefja
rannsóknina eins og þið getið skil-
ið...
Að blaðamannafundinum lokn-
um komu þeir saman til viðræðu
Wijk, Löving, Berggren og ýmsir
aðris.sem höfðu unnið að málinu
allan daginn. Ög þvf lengur sem
Christer hlýddi á, hvað aðhafzt
hafði verið, þvf bjartsýnni varð
hann og ánægðari með það,
hversu vel hefði verið að verkum
staðið, enda þótt segja mætti, að
sýnilegur árangur væri enn eng-
inn af öllu þessu starfi.
Þeir höfðu mælt upp, myndað
og rannsakað hvernæinasta milli-
metra af Sjávarbakkalandareign-
inni. Þeir höfðu yfirheyrt hverja
einustu manneskju, sem bjó í
námunda við morðstaðinn. Þeir
höfðu heimtað náttföt og undir-
fatnað af fjölda manns.
Og Christer spurði:
— Af hvaða fólki?
Leo Berggren rétti honum lista
með nöfnunum:
Sebastian Petren
Fanny Falkman
Lars Ove Larsson
Gretel Ström
Dina Richardsson
HelenaWijk
Jóakim Kruse
Við hefðum kannski átt að hafa
þig með á listanum sagði Löving
strfðnislega. — En við búumst
satt að segja ekki við miklu af
þessari athugun. Við höfum enga
vitneskju um, hvernig morðing-
inn var klæddur, hvort hann var
í náttfötum, kvöldklæðnaði eða
sundfötum. En niðurstöður
krufningarinnar hafa leitt f ljós,
að stúlkunni hefur blætt mjög
mikið og þvf hlýtur einhvers stað-
ar að hafa sletzt blóð... Ég held
reyndar, að gagnlegt geti verið að
gera þessa tilraun, þó að ekki sé
nema frá sálfræðilegu sjónarmiði.
Við öfum einnig lagt hald á hina
ýmsu búrhnífa og pappírshnífa af
þeirri gerð, sem Ahlgren
prófesssor telur helzt koma til
greina...
— Og hvernig hafa viðtökur
verið hjá fólkinu?
— Sebastian Petren ætlaði til
að byrja með að rífa kjaft og
Larsson verkfræðingur var hinn
verzti viðskiptis, en allir aðrir
hafa verið mjög samvinnuþýðir.
Jóakim Kruse kvaðst harma ein-
læglega, að náttfötin hans væru
ekki alveg nógu hrein og Grete'l
Ström bauðst meira að segja til að
þvo hnffana áður en hún lánaði
okkur þá! Og hvort við vildum
ekki frekar taka hreinni nátt-
föt . . . Er hún jafn heimskoghún
lífur út fyrir að vera eða leikur
hún svona sannfærandi?
— Bæði og tautaði Leo Berg-
gren. — Það er enginn vafi á þvf,
að hún hefur mjög takmarkaða
greind, en hún getur verið út-
smogin, þegar á þarf að halda.
Það segir að minnsta kosti eigin-
kona mfn.
— Það væri nú fyrir sig, ef hún
væri ekki með þessa munnræpu
stundi Löving. — Malar í síbylju
og um slíka smámuni, að gersam-
lega er óhlustandi á hana að
smástund liðinni.
— Smámunir? sagði Chriser
allt f eínu. — Segið mér eitt, hafið
þið orðið nokkru nær um, hvar
morðið hefur verið framið?
— Nei, alls ekki. Það var ekkert
blóð í kringum Anneli. Því er
þess að vænta, að hún hafi verið
flutt þangað þó nokkru eftir að
hún dó. En sjálfsagt er heldur
vonlítið að við höfum upp á sjálf-
um staðnum, þar sem hún er rek-
in i gegn. Það getur hafa gerzt
hvar sem er, bæði hér í grennd-
inni og eins langt í burtu.
— En þar sem það hefur gerzt,
þá hljóta hafa verið einhver blóð-
spor?
— Jú, ef blóðið hefur ekki verið
þvegið í burtu.
— Einmitt, skaut Christer
áfjáður inn í. — Hvað var það nú
Velvakandi svarar í síma 10-100’
kl. 10.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Morð og óhugnadur
í sjónvarpsmynd
Sonja Smith hringdi, og hafði
hún verið að horfa á mynd i sjón-
varpinu sl. miðvikudag. Myndin
hét „Enginn vildi deyja“, mun
hafa verið gerð í Litháen, en með
rússnesku tali.
Sonja sagðist sjaldan hafa séð
ógeðslegri mynd — morð, slags-
mál og dráp hafi verið inntak
hennar. Hún sagðist vilja spyrja
hvort þetta væri það, sem koma
skyldi.
Hún sagði ennfremur, að það
væri greinilega ekki sama hvaðan
óhugnaðurinn væri, en einhvern
veginn væri það nú svo, að þessi
austantjaldshúmor næði ekki til
okkar Islendinga.
Þá vildi Sonja koma þvf á fram-
færi, að hún væri mjög óánægð
með, að fólki væri meinað að
horfa á Keflavíkursjónvarpið,
þótt hún horfði sjálf langtum
frekar á það íslenzka. Hins vegar
þætti sér oft gott að geta skipt
yfir á Keflavíkursjónvarpið þegar
íslenzka dagskráin brygðist sem
oft gerðist.
0 Fullorðið fólk
einfært um að
ákveða fyrir sig
Aðra upphringingu fengum við
vegna þessarar sömu sjónvarps-
myndar. Það var Þorgerður Boga-
dóttir, sem hringdi, og kvaðst hún
aldrei hafa séð ljótari mynd en
hér um ræðir.
Þorgerður sagðist vera mjög
óánægð með þá ráðstöfun, að nú
ætti að meina fólki að horfa á
Keflavíkursjónvarpið. Hún sagð-
ist vera mikið heima við og horfa
oft á sjónvarp, bæði það íslenzka
og Keflavfkursjónvarpið.
,,Eg skil ekkert í því, að
fullorðnu fólki skuli vera boðið
upp á svona bann, því að þvf ætti
að vera treystandi til að ákveða
sjálft hvað það horfir á og hvað
ekki. Ég kalla þetta ekki frelsi,"
sagði Þorgerður.
Þá sagðist hún vera þeirrar
skoðunar, að i Keflavíkursjón-
varpinu væri mikið af frábæru
sjónvarpsefni, sem of dýrt væri
fyrir íslenzkasjónvarpið að kaupa
til flutnings, og væri fásinna að
láta tækifærið ónotað þegar hægt
væri að horfa á álfkt efni endur-
gjaldijaust.
0 M^nnir á
Austur-Evrópu
Þorstetyin Eggertsson, Háholti
7, Keflavík, skrifar:
„Nú á Vfst að loka ameríska
sjónvarpintf á Keflavíkurflug-
velli. Það m^nnir mann á útvarps-
viðtækin í Wustur-Evrópu, sem
eru þannig úir garði gerð, að
vestur-evrópsRar útvarpsstöðvar
nást ekki inn á ^au.
Að vfsu hor^i ég ekki mjög
mikið á Kanasjonvarpið, en samt
er ýmislegt þar.^sem mér finnst
betur á horft en við tómt tæki
setið.
Vonandi tekur islenzka sjón-
varpið eitthvað af þessu efni til
athugunar.
Mig langar til að benda á
nokkra þætti:
„All in the family“ heitir marg
verðlaunaður þáttur, sem er
hressileg andstæða við þætti eins
og t.d. „Bræðurna" og annað í
þeim dúr.
Þátturinn fjallar um leigu-
bílstjórann Archie, sem á sér
eflaust hliðstæður um allan heim,
heimsku konuna hans, sem er
annars bezta skinn, dóttur þeirra,
sem er nokkuð frjálslynd f skoð-
unum, og pólskættaða tengdason-
inn, sem .. . Jæja, ég ætla ekki að
fara út í of mörg smáatriði.
Þættir Walt Disneys gætu leyst
mestallt barnaefni f íslenzka sjón-
varpinu af hólmi, að mfnu áliti.
Þeir eru fræðandi, skemmtilegir
og fjölbreyttir, — stundum er þar
éfni úr heimsbókmenntunum,
stundum teiknimyndir og stund-
um dýralífs- og náttúrufræði-
myndir, en Walt Disney var sér-
fræðingur f að gera slíkar myndir
frábærlega vel, og svona mætti
lengi telja.
0 Til athugunar
fyrir
„sjónvarpsráö“
Svo langar mig líka til að koma
á framfæri uppástungum, sem
sjónvarpsráð gæti hugleitt fyrir
vetrardagskrána. Gaman væri að
sjá í sjónvarpinu gamlar myndir,
sem hvergi er hægt að sjá lengur,
t.d. Rauðu mylluna, Þriðja
manninn, grfnmyndir með Marx-
bræðrum, dönsku verðlauna-
myndina og þjóðfélagsháðið
Sjálfsmorðsskólann o.fl. o.fl.
Þá væri ekki slorlegt að fá að
sjá langan þátt með snillingnum
Marcel Marceau eða fleiri þætti
með Victor Borge.
í flestum sjónvarpsstöðvum,
sem ég hef séð erlendis, eru þætt-
ir, þar sem leikmenn fá að reyna
hæfni sína í því að skemmta. Það
hljóta að vera til margir íslend-
ingar, sem vilja koma hæfileikum
sínum á framfæri f sjónvarpi
(fyrir lítið kaup), og mætti gera
svona þætti einu sinni í mánuði
með litlum tilkostnaði.
„Hvað er í kvikmyndahúsun-
um?“ gæti einn þáttur heitið. í
honum væru kynntar nýjustu
myndirnar f kvikmyndahúsum
borgarinnar og sýnd atriði úr
þeim. Auðvitað gæti það talizt
samkeppni við sjónvarpið, en
kvikmyndahúsaeigendur gætu þá
borgað sjónvarpinu einhverja
þóknun fyrir að auglýsa myndirn-
ar, og auk þess gæti þetta orðið til
þess, að við fengjum betri myndir
í kvikmyndahúsin.
I sænska sjónvarpinu var á sín-
um tíma og er kannski enn þáttur,
sem hét „Óskastundin“. 1 honum
var endurtekið efni, sem áhorf-
endur höfðu sjálfir óskað eftir að
endursýnt yrði.
Ég er nú búinn að hripa þetta
niður í einni bendu og fer vist
bezt á þvf, en svona spjall gæti vel
fyllt margar blaðsíður.
Ég læt þetta nægja, og vona, að
eitthvað af þvi hafi tilætluð áhrif.
Þorsteinn Eggertsson.“
— Afmæli
Framhald af bls. 21
höfðu þennan bát á leigu og gerðu
hann út á þorskanet vetrarvertíð-
ina 1928 og var undirritaður einn
af sex mönnum þar í skiprúmi.
Þetta var fyrsti opni vélbáturinn,
er gerður var út i Njarðvfkum.
Það var fleira en sjórinn og
bátarnir, sem Friðjón hafði áhuga
fyrir. Hann leit fljótt hýru auga
tíl vörubilanna, er þá voru á
bernskuskeiði að byrja göngu
sína þar um slóðir. Friðjón lærði á
bil hjá Sigurði Sigurðssyni Berg-
mann, er var um langt skeið öku-
kennari suður með sjó og víðar.
Prófskírteini Friðjóns er dagsett
31. desember 1929, er Friðjón að
því er ég bezt veit fyrsti atvinnu-
vörubílstjóri í Ytra-Njarðvíkur-
hverfinu. Áður hafði Þórbergur
Magnússon í Hólmfastkori verið
vörubílstjóri f Innra-Mjarðvíkur-
hverfinu.
Fyrstu árin keyrði Friðjón fyrir
þá bátaeigendur, er hann vann
hjá. Arið 1933 keypti hann sér
vörubíl og fór að stunda bíla-
keyrslu eingöngu, hafði hann það
sem aðalstarf næstu tíu árin.
Lengst af átti hann Ford, árgerð
1939, 1'A tonn á stærð. Sá bfll var
keyptur hjá Páli Stefánssyni í
Reykjavík og kostaði 3.300 kr. Það
voru margar ferðirnar, sem hann
Friðjón fór á þeim árum til
Reykjavíkur. Oftast var nóg að
flytja til og frá. Mest var það ýsa,
er flutt var til fisksalanna í
Reykjavík. Hafliði Baldvinsson
fékk margan ýsubílinn hjá Frið-
jóni á þeim árum. Ekki má
gleyma kolunum frá Koli og salti
og kolasölum í Reykjavfk, Akur-
gerði f Hafnarfirði og fl. Þau voru
mörg kolatonnin, sem Friðjón bar
á bakinu af bílnum sfnum í
kjallarana hjá okkur Suðurnesja-
mönnum. Svo var nú ekki afleitt
að fá frítt far með honum í
Hafnarfjörð eða til Reykjavíkur.
Einn farþegi hjá ökumanni sögðu
lögin, en þau pössuðu ekki alltaf
hjá hinum framúrskarandi góð-
gjarna og greiðvikna Friðjöni,
sem engum gat neitað. Þeir voru
því oft tveir og stundum þrfr
farþegarnir fram í og jafn margir
aftaná. Margar góðar endur
miningar eiga þeir, sem fóru með
Friðjóni í skemmtiferðirnar aust-
ur í sveitir í boddfinu á vö'rubíls-
pallinum.
Árið 1939 stofnsettu þeir
1 Friðjón og Sigurður Guðmunds-
son í Þórukoti verzlun f Ytra-
Njarðvíkurhverfi. Aður höfðu
þeir Jens Kjeld og Friðjón rekið
verzlun þar um tima. Friðjón er
því frumherji verzlunar í
Njarðvíkum. A fjórum stöðum í
ytra-hverfinu hefur hann verzlað
og nú síðast í Friðjónskjöri, en þá
verzlun seldi hann á þessu sumri.
Hann hafði þá haft verzlunar-
rekstur samfleytt í 35 ár. I nær 18
ár átti undirritaður mjög náið
samstarf við Friðjón og hans
verzlun. A þeim árum keypti
hann nær eingöngu egg úr
hænsnabúi mfnu. Það er ekki of-
mælt, að betri viðskiptavin en
Friðjón er vart hægt að hugsa sér.
Góvild hans í minn garð og
fjölskyldu minnar var ævinlega
söm og jöfn. Hann vissi, hvar
skórinn kreppti, þegar um heilsu-
leysi og erfiðleika var að ræða.
Hafi hann ævinlega hjartans
þakkir fyrir þann góða skilning
og vinarhug, er hann hefur alla
tíð borið til mín og minna.
Það verða áreiðanlega margir,
sem minnast hans Friðjóns sem
vinar og velgerðarmanns á þessu
merkisafmæli hans, og margir
sem farnir eru af þessum heimi,
gætu tekið undir vinarkveðjurnar
til hans. Þar á meðal eru foreldr-
ar mínir og frændfólk.
Nú, þegar hamingjuóskirnar
hópast að Friðjóni á 70 ára
afmælisdaginn má sízt gleyma
hans ágætu konu Jóhönnu
Stefánsdóttur, sem var og er hans
hægri hönd jafnt við verzlunar-
störfin og heima á heimilinu. Til
þeirra hjóna er gott að koma,
tryggð og vinfesta þeirra beggja
er ævinlega söm við sig.
Hjartanlegar Guðs blessunar-
óskir frá okkur hjónum og börn-
um okkar.
I Guðmundur A. Finnbogason.