Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 7

Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25; AGUST 1974 Kvikmyndir Eftir Bjöm Vigni Sígurpálsson KVIKMYNDAGERÐARMENN um heim allan hafa eins og vænta má ýmislegt i takinu um þessar mundir og er ætlunin hér á eftir að stikla á þvi helzta og nokkrum fróðleikskornum öSrum úr kvik- myndaheiminum: 0 Ekki fer illa á þvi að byrja á meistara Alfred Hitchcock. Hann mun hafa i undirbúningi kvikmynd, sem gerð verður eftir sögu Victors Canning og nefnist Rainbird Patt- ern Hitchcock er elzti starfandi leik- stjóri kvikmyndanna — 75 ára að aldri en næstur honum að árum kemur Luis Bunuel, sem einmitt er að Ijúka við mynd sina Frelsisvof- urnar um þessar mundir. O Claude Chabrol heldur nú til Danmerkur til að undirbúa næstu kvikmynd sina — Gengældens veje eftir sögu Karen Blixen. Blixen skrif- aði þá sögu 1944 undir dulnefninu Pierre Andrézel og segir þar frá ungum, enskum vinkonum — Lucan og Zosine, sem skozk prests- ! hjón taka að sér. Stúlkurnar fá tak- markalaust dálæti á klerki þar til þær komast að því, að úlfur er undir sauðargæru guðhræðslunnar og að prestshjónin fóðra vændishúsin á ungum saklausum stúlkum, sem þau hafa lokkað til sín Síðasta mynd Chabrol nefnist NADA og fjall- ar um skærúliðahreyfingu með sama nafni. Hefur hún fengið mjög lofsamlega dóma. O Bandaríski leikarinn Joo Voight, sem hér sást síðast I Deliver- ance, leikur nú aðalhlutverkið I kvik- mynd, er gerð er eftir metsölubók Fredrick Forsyth — The Odessa File. Leikstjóri er Ronald Neame. Sagan (og þá einnig myndin) greinir frá blaðamanni, sem kemst að því, að nasisminn lifir enn góðu llfi í Múnchen og Voight leikur einmitt blaðamanninn. Fyrri metsölubók Forsyth — The Day of the Jackal, sem lýsir ráðagerðum um að ráða de Gaulle af lífi, var einnig kvikmynduð og var þar að verki Fred Zimmer- man Forsyth hefur nú sent frá sér nýja bók, er gerist I borgarastyrjöld- inni í Nígeríu og ef að likum lætur mun leið hennar einnig liggja á hvíta tjaldið Nicholson I Farþeganum eftir Antonioni ^ Eftir fimm ára þögn fékk Richard Lester loks tækifæri til að gera Skytturnar þrjár, sem Háskóla- bíó snaraði hingað heim glænýrri og sýndi við góðar undirtektir, og' Lester virðist nú aftur vera á grænni grein. Hann er þessa stundina að taka nýja mynd í Englandi og nefnist sú The Juggernaut. Efni þessarar myndar er I takt við tímann — greinir frá viðbrögðum við tilkynn- ingu ónefnds manns, sem segist hafa falið sprengju um borð I stóru skemmtiferðaskipi og krefst 500 þúsund punda fyrir að segja til um felustað sprengjunnar O Hippakynslóðin endurreisti Hermann Hesse. I hálfmyrkvuðum herbergjum við kertaljós og reykjar- mökkinn frá hasspípunum var Sléttuúlfurinn lesinn af áfergju og þaðan breiddust vinsældir bókar- innar til annars en kerfissinnaðs fólks. Nú hefur ungur Bandaríkja- maður kvikmyndað þessa frægu sögu Fred Haines heitir hann og í sjö ár hefur hann gengið með þann draum að kvikmynda þessa sögu Hesse. Hann lauk þó ekki við hand- ritið að henni fyrr en 1971 og Belmondo og Anny Duperey sem Staviskyhjónin tryggði sér þá þekktan skemmti- kraftamiðlara t New York sem peningabakhjarl. Síðan taldi hann Max von Sydow á að leika Harry — Sléttuúlfinn — og litlu síðar hafði hann fengið Dominique Sanda og Pierre Clementi í önnur helztu hlut- verk myndarinnar Von Sydow er svo að segja allan tímann i mynd og Haines segir, að myndin standi eða falli með þvi hvernig Svianum tekst upp Haines er ekki algjör nýgræð- ingur innan kvikmyndanna, var aðstoðarframleiðandi að myndinni Ulysses, sem gerð var eftir sögu Joyce, auk þess samdi hann hand- ritið að þeirri mynd ásamt leikstjór- anum Joseph Strick Þá gerði hann einnig stutta heimildarmynd um Henry Miller í París og nefndist sú The Round Trip O Af þvi að imprað var á Luis Bunuel hér á undan má geta þess, að Juan nokkur Bunuel, sonur gamla Bunuels, er að gera mynd i Madrid þessa dagana, er nefnist Stúlkan í rauðu stígvélunum. Og vel að merkja — þar fara þau Catharine Deneuve og Fernando Ray með aðalhlutverk, en þau komu bæði mjög við sögu Tristana, sem Bunuel eldri gerði þar fyrir fáeinum árum I myndinni segir frá auðugum og að sama skapi voldugum manni, sem hefur þá lifshugsjón helzta að koma listinni fyrir kattarnef. O Jack Nicholson er orðinn helzta ofurstjarna Bandaríkjanna og leikstjórar úr öllum heimshornum keppast um að bjóða i hann Nichol- son hefur nýverið lokið við að leika I nýrri mynd undir leikstjórn Romans Polanski og getið var i siðasta þætti; Ken Russel hefur fengið hann til að leika í kvikmynd, sem hann er að gera eftir pop-óperunni Tommy og Jeanne Moreau hefur fullan hug á að fá hann til liðs við sig í mynd, sem hún vill gera og leikstýra — ekki sízt til að auka hlutdeild kvenna i hinni eiginlegu sköpun kvikmynd- anna. Siðasta hlutverk Nicholson var i nýrri mynd Italska leikstjórans Michelangelo Antonioni, sem Far- þeginn nefnist Þar er persónuleika- skipti — maðurinn, sem ákveður i dag að hverfa út úr lífi sinu og verða nýr maður á morgun. Nicholson lætur vel af samvinnunni ’ við Antonioni. Hann segir, að styrkur myndarinnar sé fyrst og fremst fólginn i uppbyggingu hennar en um leið sé tekin þar nokkur áhætta, þar eð frásögnin er brotin upp með sérstökum hætti, þannig að hún gerist á fleiru en einu vitundarsviði. 0 Siðasta mynd Alain Resnais um Stavisky-hneykslið, og greint var frá hér i þættinum ekki alls fyrir löngu, á nú- i málaferl.um Geta þau haff ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir myndina, því að hér er á ferðinni nokkurs konar hliðstæða við lög- bannsmálið út af sjónvarpsþætt- inum um Árna Pálsson i vetur. Sonur Stavisky hefur höfðað málið á þeirri forsendu, að hún vanvirði minningu foreldra sinna Hann reynir i sjálfu sér ekki að bera blak af föður sínum en I myndinni er eitt atriði úr einkalifi foreldra hans, sem særir hann sérstaklega um leið og hann virðist þar geta skotið sér á bak við ákvæði franskra laga um friðhelgi einkalífsins Hið umdeilda atriði sýnir Stavisky færa konu sinni forláta eðalsteinadjásn, sem hann fékk á töluvert niðursettu verði hjá konu, er hann hafði skömmu áður sængað hjá. Getur svo farið, að Resnais verði að klippa þetta atriði úr myndinni. Barngóð kona óskast á heimili frá kl. 10 f.h. til 3 e.h., til að gæta 2ja drengja og til léttra hússtarfa, í Vesturbænum. Sími 12502. íbúð til leigu Glæsileg 2ja herb. íbúð i Foss- vogshverfi til leigu frá 1. okt. — 15. mai '75. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir mánaðamót merkt: „Fyrirframgreiðsla 1 505" Til sölu Honda CB 350 i mjög góðu lagi. Upplýsingari síma 92—7074. Skuldabréf Fasteignatryggð skuldabráf til sölu. Upphæð kr. 1 300 þús. 1 0% 9 ár. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir mánaðamót merkt: „Þagmælska 1506". Mótatimbur til sölu Upplýsingar i sima 52475 eftir kl. 19. Kjarvalsmálverk til sölu Ár 1937. Verð 300.000.—, Uppl. í síma 43233 e.h. sunnudag kl. 9 — 1 0. e.h. Óska eftir konu til að gæta árs gamals barns í vetur helzt i Kópavogi. Upplýsing- ar i sima 18938. Barnagæzla óskast Kennari óskar eftir að koma 10 mán. stúlku i gæzlu i vetur, 5 daga vikunnar kl. 11—16. Bý i Fossvogi. Uppl. i sima 351 23. Vörubifreið Til sölu N-88 á 3 öxlum. Árgerð 1966. Góð kjör. Upplýsingar í síma 33551. Óskum eftir að kaupa notaða bandsög. Straumnes h.f., Selfossi, sími 99-1 426. 4ra svefnherb. íbúð eða hús óskast til leigu. Vinsam- legast sendið inn tilboð á afgr. Mbl. merkt: 1367 fyrir fimmtu- dagskvöld. Trillubátur til sölu 1 V2 tonn. Upplýsingar í síma 51474 í dag og næstu daga. 3ja tonna trilla til sölu Upplýsingar í síma 94-6157, Súgandafirði. Keflavik Tvitug stúlka óskar eftir herbergi. Upplýsingar i sima 2261 eftir kl. 4 í dag. Til sölu Scania Vabis 36L, árgerð '66. Vel með farinn. Upplýsingar i sima 33066. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, simi 25891. Ungt barnlaust par óskar eftir 2ja herb. íbúð. í Rvík. Bjóðum aðstoð við heimanám barns eða unglings. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 36460 eftir kl. 1 9. Iðnaðarhúsnæði Litið iðnaðarhúsnæði fyrir hrein- legan matvælaiðnað óskast til leigu. Uppl. i sima 85835. Lán óskast. Góð trygging og vextir. 500 þúsund krónur óskast. Góð trygging og vextir í boði. Listhafendur sendi nafn og sima- númer á afgr. Mbl. merkt: „Öruggur hagnaður — 1 502". Kaupum LP-hljómplötur og útlendar vasabrotsbækur, (Pocketbækur) Staðgreiðsla. Safnarabúðin, Laufásvegi 1, simi 27275. Háskólastúdent með fjölskyldu óskar eftir 2—4 herb. íbúð strax, helzt nálægt Há- skólanum eða i Hliðunum. Algjör reglusemi. Fyrirframgreiðsla. Vinsamlegast hringið i sima 26028. Önnumst ýmis konar við- gerðir glerisetningu og málningu o.fl. Upplýsingar i sima 84388 og 40083. Reglusöm systkini utan af landi vantar 2ja herb. ibúð nú þegar. Erum við nám i Háskóla og Verzlunarskóla. Upplýsingar í sima 33449 kl. 5—8. j&i MR ER EITTHURfl $ FVRIR RLLR Málverk Olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval 49x84 cm til sölu. Uppl. í síma 36868 í dag (sunnudag). Verzlunarhúsnæði óskast Óska eftir verzlunarhúsnæði í eða við miðborg- ina. Einnig kemur til greina að kaupa starfandi verzlun. Þeir er áhuga kynnu að hafa sendi nöfn sín ásamt upplýsingum til afgreiðslu Mbl. merkt „VERZLUN 1 348" fyrir 1 . sept. n.k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.