Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGUST 1974
+ Móðir mín og tengdamóðir. + Maðurinn minn,
SVANHVÍT VATNSDAL, Meðalholti 13, SVERRIR BRIEM, andaðistá Borgarspltalanum 23. þ.m
lézt I Landspitalanum 23 ágúst.
Erla Sigurðardóttir, Jóhann Haraldsson. María Briem.
Hurðir hf.
Skeifan 1 3.
Það gamla kemur aftur
Fulninga - hurðir
Einnig: Spjalda - hurðir
Birki - hurðir
Opið frá kl. 1 - 7
FÉLAG ÍSLENZKRA
IÐNREKENDA
Hagfræðingur eða maður með hagfræðilega
menntun óskast til starfa.
Starfið er einkum fólgið í því að fylgjast með
þróun efnahagsmála, innanlands og utan og
leggja grunninn að stefnu og ákvörðunartöku
stjórnar félagsins í hagfræðilegum málefnum.
Reynsla á hliðstæðum störfum og þekking á
breyttum aðstæðum íslenzks iðnaðar vegna
þátttöku landsins í viðskiptabandalögum, auk
almennrar þekkingar á íslenzkum atvinnuveg-
um og umhverfi þeirra, er æskileg.
Góð starfsskilyrði eru í boði, auk möguleika á
kynnis- og námsferðum fyrir áhugasaman
starfskraft.
Launakjör \iexða eftir samkomulagi.
Ráðningartími hefst sem fyrst og er starfið
fyrirhugað sem framtíðarstarf.
Umsóknir sendist í pósthólf 1407, Reykjavík,
merktar trúnaðarmál.
Félag ísl. iðnrekenda.
FÉLAG ÍSLENZKRA
IÐNREKENDA
t
Útför föður okkar og tengdaföður,
ÁRNA ÞORSTEINSSONAR,
Skeiðarvogi 149,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2 7. ágúst kl. 3 e.h.
Elfn Árnadóttir, ' Jónas Hallgrfmsson,
Skarphéðinn Árnason, Elínborg Reynisdóttir.
Vigdís Helgadóttir.
t
Útför systur okkar,
JÓHÖNNll L. BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Hvammsgerði 11,
verðurgerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 27. ágúst kl. 1.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristín Brynjólfsdóttir,
Sigríður Brynjólfsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir og sonur,
SKÚLI BJÖRNSSON,
Karlagötu 1 8,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þann 26. ágúst kl. 10.30. Blóm
vínsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent
á Slysavarnafélag íslands. (Minníngarsjóður Leons E. Carlsonar stýri-
manns).
Áslaug Ágústsdóttir,
Sigrfður Skúladóttir,
Sigríður Gfsladóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
dóttur okkar, móður, tengdamóður, systur og ömmu,
ÖNNU SIGURPÁLSDÓTTUR,
kennara, Fellsmúla 2.
Sigurpáll Þorsteinsson, Rósa Jónsdóttir,
Gunnar Þór Magnússon, Brynja Sigurðardóttir,
Páll R. Magnússon, Kristfn Hafsteinsdóttir.
systkini og barnabörn.
t
Þökkum innílega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar,
stjúpföður, tengdaföður og afa,
ÁSGEIRS ÞORLÁKSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund.
Svava Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Matthfasson.
Sesselja Ásgeirsdóttir, Sigurður B. Magnússon,
Þorlákur Ásgeirsson, Ása Guðbjörnsdóttir,
Sigurgeir Friðjónsson, Bergljót Ingvarsdóttir,
og barnaböm.
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur vinsemd og hlýhug við
andlát og útför
KRISTÍNAR SIGFÚSDÓTTUR,
frá Syðri-Völlum.
Svavar Guðnason, Sigríður Andrésdóttir.
t
Þökkum samúð við útför systur okkar,
GUÐRÚNAR A. SIGFINNSDÓTTUR ARNDAL.
Einnig alúðarþakkir til allra er sýndu henni hlýhug i veikindum hennar.
Laufey Sigfinnsdóttir,
Svavar Sigfinnsson.
— Minning
Gunnar
Framhald af bls. 20
var Gunnar Sigurður Kristjóns-
son, Brekkugötu 4, er lézt að
heimili sínu 15. júlf sl.
Mér hlotnaðist sd gæfa að kynn-
ast Gunnari Kristjónssyni um
langt árabil og skapaðist með okk-
ur einlæg vinátta. Gunnar var
óvenju heill og hraustur maður.
Persónuleiki hans allur ein-
kenndist af prúðmennsku og hlý-
Ieika í umgengni við alla. Hann
var skemmtilegur í viðræðu og
viðkynningu. Attum við oft sam-
ræður um ýmis málefni og fann
ég ávallt, hve hann hugleiddi
hvert mál af skýrleika og heil-
brigði. Gunnar var bifreiðastjóri
að atvinnu og kynntust margir í
gegnum það starf hans greiðvikni
hans og hjálpsemi.
Ég held að óhætt sé að segja, að
þau orð sálmaskáldsins, sem ég
vitnað til f upphafiþessaraorða
um hinn skýra málm, eigi í öllu
við um Gunnar Kristjónsson, svo
heilsteyptur sem hann í allri um-
gengni var.
Gunnar Kristjónsson bjó með 2
bræðrum, systur sinni og öldruð-
um föður þeirra systkina. Með
þessari fjölskyldu var sterk og
einlæg samstaða sem sjaldgæft er
að finna. Sá missir, sem eftirfar-
andi faðir og systkini hafa orðið
fyrir, er stór, en þau eiga huggun
í harmi í minningunni um góðan
son og bróður, sem allir, er hon-
um kynntust, sakna með þeim. Ég
sendi þessari fjölskyldu á
Brekkugötu 4, Seyðisfirði, mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
bið þeim styrks og blessunar Guðs
f sárri sorg. Þessi kveðja mín er
þakklæti til Gunnars fyrir öll okk-
ar kynni og allar þær góðu minn-
ingar sem ég á um trausta vináttu
hans frá liðnum árum.
Blessun fylgi honum á hinu
nýja lífssviði, þar sem ég vona og
trúi, að endurfundir verði síðar.
Svo mælir og biður kær vinur,
sem eftir stendur enn á strönd-
inni og bfður ferjumannsins.
Sigurður Stefánsson
frð Stakkahlfð.
Lýst eftir
sjónarvottum
Hinn 21. ágúst sl. var ekið á
bifreiðina K-19506, sem er Ford
Bronco, græn með hvítan topp,
þar sem hún stóð á bifreiðastæði
við Vífilsgötu 24. Bifreiðin
dældaðist á framstuðara. Þeir,
sem kunna að hafa orðið vitni að
þessari ákeyrslu, eru beðnir að
hafa samband við rannsóknar-
lögregluna.
Afmælis-
og minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á f
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera f sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera véiritaðar og
með góðu Ifnubili.
+
Eiginmaður minn,
KONRÁÐ JÓNSSON,
Meistaravöllum 27,
sem lézt 1 9. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju 28.
ágúst kl. 3 e h.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.