Morgunblaðið - 25.08.1974, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1974
Til sölu Ford Ltd. Country
Squ ire Station árg. 1 970
með viðarklæðningu á hliðum. Sjálfskiptur. Powerstýrí og bremsur.
Sex manna bíll ásamt tveimur aukasætum aftast. Má greiðast með
skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Hagstæð lán möguleg. Skipti koma
til greina. Verð 650 þús. Til sýnis og sölu
/Actiaí. ^íG.a'áatan
Skúlagötu 40 sími 15014 og 19181.
Skóli
ísaks Jónssonar
Sjálfseignarstofnun —
Orðsending til foreldra
Kennsla 7 og 8 ára barna hefst fimmtudaginn
5. september. Nánar tilkynnt með bréfi.
5 og 6 ára börn verða boðuð frá 5. — 10.
seP,ember Skólast/óri.
Við Hjarðarhaga
Til sölu nýleg falleg og vönduð endaíbúð á 4.
hæð.
íbúðin er dagstofa, borðstofa, 4 svefnherbergi,
eldhús og baðherbergi. Svalir, sérhiti, fallegt
útsýni.
I smíðum
2ja og 3ja herb. íbúðir við Baldursgötu. Teikn-
ingar til sýnis á skrifstofunni.
Húsaval, F/ókagötu 1, símar 21 155 & 24647
He/gi Ó/afsson sö/ust.
Jarðir — Húseignir
Til sölu jörð í Rangárvallasýslu, skammt frá
Hvolsvelli.
Til sölu jörð í Suður-Þingeyjarsýslu í nágrenni
Lauga, ásamt stóru svínabúi. — Lax- og
silungsveiði.
Einbýlishús við Flateyri. — Hagstætt verð og
greiðsluskilmálar.
Einbýlishús í smíðum í Hveragerði.
Húsava/, F/ókagötu 1
sími 21155,
He/gi Ólafsson sö/ust.
Höfum verið beðnir að selja
Volgu Gaz 24
árgerð 1 972
Bíll í mjög góðu ástandi.
Lögtaksúrskurður
Gerðahreppur
Samkvæmt beiðni oddvita Gerðahrepps
úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram
vegna gjaldfallinna en ógreiddra útsvara,
aðstöðugjalda og fasteignagjalda álagðra í
Gerðahreppi árið 1974 svo og fyrir eldri
ógreiddum gjöldum til hreppsins, allt ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið
fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma.
Sýs/umaður Gullbringusýslu.
Vélatæknifræðingur
Óskum að ráða
vélatæknifræðing til starfa hjá
fyrirtæki voru.
H.F. Eimskipafélag íslands.
Ibúð eða hús óskast til leigu
í Mosfellssveit
Tilboð óskast send Mbl. fyrir 30. ágúst merkt:
„Mosfellssveit — 1 509".
Vöruflutningabifreið
BENZ 2223 F árgerð 1968 með svefnhúsi til sölu. Vöruflutningahús
mjög vandað, einangrað af þýzkri gerð. Palllengd 735. Bifreiðin er i
mjög góðu ásigkomulagi, vél nýupptekin.
Nánari upplýsingar gefur.
KRAFTUR H/F Simi: 85235, 82120
Heima: 42666, 1 7572.
Kvikmyndaáhugamenn
Óska eftir að komast í kynni við þá, sem hafa áhuga á að gera
teiknimyndir og almennar kvikmyndir i tómstundum sinum, Hef til
umráða Bolex H-1 6 SBM með mótor o.fl. (án hljóðs).
Þeir, sem hafa áhuga sendi nafn og simanúmer og upplýsingar um
þekkingu eða bæfileika á þessu sviði, merkt: „kvikmyndun 1504" fyrir
mánudagskvöld.
Húsbyggendur —
Einangrunarplast
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með stutt-
um fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
Hagkvæm verð. Greiðsluskilmálar.
Borgarplast HF
Borgarnesi
Simi 93-7370.
Verzlun.
Óska eftir að kaupa verzlun eða lítið fyrirtæki.
Þeir sem hefðu áhuga vinsamlegast leggið inn
upplýsingar á afgr. Mbl. merkt: „Verzlun —
1501". '
Erlent sendiráð
óskar eftir 1 — 2ja herb. íbúð með hús-
gögnum frá 1. okt. til loka desember 1974,
helzt í vesturbænum.
Vinsamlegast hringið í síma 43352.
Skór á börnin
Vorum að taka upp aukasendingu af
finnskum strigaskóm Nr. 21 —30
Foreldrar athugið
Glæsilegt úrvar af smábarnaskóm með
eða án innleggs. Margir litir.
jr
I skólann á börnin
Drengja- og telpnaskór — Mikil verðlækkun
Barnaskóbúðin Laugavegi27.
Hvernig
drepur
tófan?
Sumir bera blak af refnum, þótt
útrúlegt sé.
Ég spyr, eigum við ekki að
rækta það góða, en útrýma hinu
illa?
Hér ætla ég að nefna nokkrar af
aðferðum tófunnar við að murka
lífið úr sauðkindinni okkar. En
hún drepur ógrynni af lömbum
árlega, síðan minkurinn drap
niður mest allan fugl.
1. Hún mylur snoppuna upp að
augum. Þannig bitna kind sá
ég þegar ég var smástrákur.
Það snörlaði í henni, þegar
hún andaði og hún var hungr-
uð. Auðvitað varð að aflífa
hana.
2. Hún bítur kindina neðan á
hálsinn og sýgur úr henni blóð-
ið, kæfir hana sennilega, ef
hún nær taki utan um bark-
ann. Hún hangir þá neðan í
kindinni og læsir klónum
neðan í kvið og nára og lætur
hana hlaupa þannig með sig
meðan henni er að blæða út, ef
hún kafnar þá ekki áður.
Fjármaður sagði mér þessa
sögu: „Ég var að smala um haust í
hraunjaðri. Þá sé ég hvar kind
liggur á lágum hól. Virtist mér, að
hún svæfi. Þegar ég kem nær og
hún hreyfði sig ekki, sá ég, að hún
var dauð. Þegar ég fór að skoða
kindina, þá sá ég, að tófa hafði
bitið hana neðan á hálsinn og
hangið neðan í henni, þar til yfir
lauk. Þetta var geld kind, svo að
refur hefur ekki haft neina krafta
til skjótrar deyðingar.“
3. Tófan tekur stundum utan um
hrygginn á unglömbum og mer
hann sundur. En lambið rekur
upp nístandi kvalaóp, sem
berst langar leiðir, meðan
rebbi er að merja hrygg þ'ess
og slíta mænuna sundur. Það
getur tekið stundarkorn áður
en mænan er sundur marin og
lambið er dautt. Vön grenja-
skytta kvaðst ekki geta lýst
þessu Iangdregna ópi, en það
hefði borið vott um óumræði-
legar þjáningar.
4. Fjármaður var á gangi við fé
sitt á haustdegi. Snjór var á
jörð. Sá hann hvar kind
stendur. Er hann kom nær, sá
hann að þetta var lambhrútur
og lak blóð niður úr honum.
Lambið stóð kyrrt eins og
dauðadæmt. Bóndi sá strax
hvað gerzt hafði. Refur hafði
bitið punginn undan hrútnum
og hlaupið burt með hann.
Sennilega orðið var við mann-
inn. Mikið traðk var í snjónum,
svo að auðséð var að átök
höfðu orðið.
Lambið varð að aflífa á
staðnum.
5. Refur ræðst á kindina aftan-
verða, hangir í henni og reynir
að ná í endaþarminn. Kindin
hleypur sem vitstola af
hræðslu og sársauka. Svo kem-
ur innan tíðar að kraftar kind-
arinnar þrjóta. Hún leggst
niður, teygir fram snoppuna
og bíður þess er koma skal. En
tófan með sitt mjóa trýni
nagar allt f kringum enda-
þarminn og dregur hann svo
út.
Getur þú, svo, lesari góður,
botnað þessa raunasögu? Árlega
gerast margar morðsögur hjá
refnum. Það eitt er víst, að þær
gætu verið færri. Þær eru svo
margar, af því að Islendingar
gera ekki skyldu sína í þessum
efnum.
A miðsumri 1974,
Jðn Konráðsson, Selfossi.