Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 3

Morgunblaðið - 25.08.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGUST 1974 3 Heimsókn á sumardval- arheimili lamaðra og fatlaðra Stundum flytjum við fréttir af slysi og í marga daga eða vikur er sagt frá því, að drengurinn, sem I slysinu lenti, sé enn meðvitundarlaus. Loks kemur að þvl, að hægt er að færa þau tíðindi, að nú sé hann kominn til Sá, sem þannig er staddur, á allt sitt undir fóstrunni. Og hljóti limirnir ekki næga þjálfun, stirðna þeir. Annar sat í hjólastólnum sinum úti á stéttinni, er okkur bar að garði. Hann hefur enn ekki getað talað. Er þó að koma til að okkur er sagt. Þarna sjáum við líka tvær systur, 6 ára og 11 ára gamlar. Þær eru með meðfæddan hrörnunarsjúkdóm. Þær eru að missa sjón og heyrn og munu hætta að geta gengið. Sjúk- dómurinn er þekktur, en ekki lækn- ingin við honum. Bræður eru þarna með aðra tegund af hrörnunarsjúk- dómi. Mörg börnin eru með klofinn hrygg og stærsti hópurinn er skadd- aður á miðtaugakerfinu. Þetta er sundurleitur 39 barna hópur, sem er i þriggja mánaða sumardvöl í Reykja- hlið, bæði hreyfihömluð börn og and- lega hömluð. Þetta sumardvalarheimili, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra kom i fyrstu upp til að koma börnunum i sveit og veita þeim tilbreytingu, hefur nú þróazt upp í að verða meira. Þegar það fór að fá dagpeninga frá trygg- ingum fyrir 2 árum, varð fjárhagslegur grundvöllur til að gera meira. Um leið urðu dvalargestirnir lika sundurleitari, þvi nú eru tekin börn með hverskonar hömlun. Nú starfa þarna tveir sjúkra- þjálfarar og sundkennari, svo hægt er að bjóða upp á æfingar og sund. En talkennara, sem gæti hjálpað þeim, sem ekki tala, vantar. Þessi börn þurfa mikla hjálp og miklu meiri en hægt er að veita, þó að í starfsliði séu 24 alls. Fóstrúrnar 12 hafa nóg að gera. Mörg barnanna eru með poka og skipta þarf á 19 þeirra. Mörg þarf að mata og sumum jafnvel við að snúa. Níu barnanna tala ekki. — Það er hægt að gera mikið fyrir börnin, kenna þeim og þjálfa. En til þess vantar starfsfólk og peninga, sagði Andrea Þórðardóttir, forstöðu- kona á heimilinu. Börnin eru hér I þriggja mánaða sumardvöl Þau fara að liðkast og hressast. Svo fara þau heim. Sum hafa á vetrum þjálfun í æfingastöð Félags lamaðra og fatlaðra. Það má vel komast á vettvang meS hjálp félaganna eða í göngugrind, ef áhuginn er nægur. Drengurinn I hjólastólnum fylgist vel með þessum miklu flutningum. sem félagar hans annast meðan þeir eru F sveitinni F Reykjahlið. um þetta vita bara sárafáir nema við, sem erum að snúast í kringum þau. En af hverju tók Andrea þá sjálf að leggja þessum börnum lið? Hún hefur góða vinnu i tízkuverzluninni Mark- aðurinn aðra tima ársins Jú, það var auglýst eftir forstöðukonu, og fólk, sem vissi hve mikinn áhuga hún hafði sýnt, hvatti hana til að sækja. Nú er þetta fjórða sumarið hennar i Reykja- hlíð — Og mér finnst það ákaflega heimili, eins og þetta, þá væri hægt að dreifa börnunum og færa þau á milli. Einnig að taka fleiri og yngri börn. Við erum núna komin niður í tveggja ára aldurinn, en raunar þyrfti að byrja fyrr. Það er eiginlega alveg sama hvar við drepum niður. Það vantar fólk og fé til að gera það, sem þarf Og það er okkar þjóð til mikíllar skammar hvernig við lítum fram hjá þessum börnum. — E. Pá. Hún getur hvorki talað né hreyft sig, en hún erfalleg og ánægð litla stúlk- an i fanginu á forstöðukonunni, Andreu Þörðardóttur. meðvitundar. Þá hættir fréttin. Málið er búið. Hvað verður um þennan dreng? Við gætum fundið hann i sumardvöl i Æfingastöð styrktarfélags lamaðra og fatlaðra i Reykjahlið. Þar rakst undirritaður blaðamaður um daginn á tvo lamaða og illa farna drengi eftir slik slys. í Reykjahlíð ánægjulegt, segir hún Það gefur manni sjálfum svo mikið að sjá þessi fötluðu börn koma föl á vorin og horfa á þau verða brún og sælleg og taka framförum, af því að þau fá aðstoð og sjúkraþjálfun. Við erum heppin að hafa fengið þessa tvo sjúkraþjálfara, þvi ekki eru þeir á lausum kili Sjúkraþjálfarinn var að æfa tvo drengi, er við litum þar inn Og Haukur Þórðarson, læknir, var þar staddur að skoða þá, en hann kemur alltaf á heimilið Við spurðum Andreu hvort engir sjálfboðaliðar kæmu og hjálpuðu þessum börnum, eins og tíðkast sums staðar annars staðar, t d í Bandarikj- unum. Það er oft varla á meðfæri heimafólksins eins að veita alla hjálp, og þá koma sjálfboðaliðar á víxl, og hjálpa til við líkamsþjálfun og annað Eiga kannski 2 — 3 einn skjólstæðing saman — Mér er sagt, að slikt mundi ekkert þýða hér. Fólk vilji ekki veita slíka sjálfboðaliðshjálp lengur, svarar Andrea. En ég á ákaflega erfitt með að trúa þvi Hér i Reykjahlið? Jú, við gætum notað aðstoð af þessu tagi Bæði væri það nýtilegt hér og eins á heimilum barnanna, þar sem hægt væri að létta á foreldrum og veita margvislega þjálfun og aðstoð. — Og ef til væru fleiri sumardvalar- Hvað stendur nú til? Ég verð að athuga hvað um er að vera F sveitinni minni? Ljósm. Br. H. önnur ekki Og ef þau koma aftur næsta sumar, þá hafa vöðvarnir stirðn- að og verður að byrja alveg upp á nýtt. Andrea tekur upp úr hjólastól litla, fallega stúlku, sem er allömuð og getur ekki talað — Þessi litla, fallega stúlka? Læknarnir eru að reyna að finna hvort þetta er hrörnun eða eitthvað annað, segir hún til skýringar. Andrea er gröm yfir því hve litill skilningur er sýndur þessum börnum. — Fólk verður að skilja, að þetta eru einstaklingar, þjóðfélagsþegnar, sem eiga sinn rétt. Það er ekki beðið um vorkunn fyrir þau, bara réttlæti, að- stöðu til að læra og lifa, eins og aðrir. Mörg þessara barna gætu farið í venju- legan skóla, en það eru bara stigar i flestum skólum. Sum, sem eru orðin 12 ára, hafa aldrei komið i bió, af sömu ástæðu. Það er erfitt fyrir þau, sem við erum að reyna að stappa i stálinu, að komast ekkert nema biðja um hjálp til þess. Ef hægt er að byggja upp kjarkinn og veita alla kennslu og þjálfun, þá geta sum þessara barna farið i skóla og unnið siðar fyrir sér. En Það er margt, sem hamlar í ferð með Útsýn Nú eru síöustu sætin í Útsýnarferöum sumarsins á þrotum: Þægilegt þotuflug. Kvöldflug lengirsumarleyfið. Utsýnarþjónusta tryggir ánægjulega ferð. Fyrsta flokks gæði — sama lága verðið ITALIA HEILLAR GULLNA STRONDIN STAOUR SEM SLÆR í GEGN 31.maí —uppselt 1 5. júnl' — uppselt 2. júli — uppselt 16 júli —uppselt 30. júli -— uppselt 13. ágúst — uppselt 27. ágúst — uppselt 10. sept. —uppselt COSTADELSOL TRYGGASTI SÓLSTAÐUR ÁLFUNNAR BEZTU GISTISTAÐIRNIR 26. ágúst - 28. ágúst - 4. sept. - 9. sept. - 11. sept. - 18. sept. - 23. sept. - 25. sept. - 2. okt. 16. okt. -Uppselt - Uppselt - Uppselt - Uppselt - Uppselt - 2 sæti laus - 4 sæti laus ■ 2 sæti laus - sæti laus - sæti laus STÆRSTA OG VANDAOASTA FERÐAÚRVALIÐ Kaupmannahöfn London Rinarlönd Austurriki Gardavatn Grikkland Rhodos Costa Brava Mallorca FE RÐASK RIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SfMI 26611 — 20100 lOllnur. Einkaumboð á íslandi TJÆREBORG AMERICAN EXPRESS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.