Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 201. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herinn heitir frelsi á Spáni Kissinger í hópi olfufursta sem hann ræddi við f ferðinni. B j artsýni eftir för Kissingers Rabat, 15. október. AP. HENRY Kissinger utanrfkisráðherra hélt heim- leiðis frá Rabat f Marokkó f dag og þar með lauk sjö daga ferð hans til Miðausturlanda f þvf skyni að flýta fyrir nýjum friðarviðræðum israelsmanna og Araba. Kissinger sagði í Rabat eins og á fyrri viðkomu- stöðiun f ferðinni, að hann hefði orðið var við jákvæða afstöðu til friðar f Miðausturlöndum og kynnt Hassan II konungi skoðanir sfnar. Kon- ungurinn skýrði Kissinger frá viðræðum, sem hann hefur átt til undirbúnings fundi æðstu manna Araba í Rabat 24. október. Madrid, 15. október. AP. YFIRMAÐUR spænska hersins gaf f skyn f dag, að herinn mundi styðja aukið frjálsræði f spænsk- um stjórnmálum þegar Juan Carlos prins tæki við af Francisco Franco þjóðarleiðtoga. Hermálaráðherra stjórnarinn- ar, Francisco Coloma Gallegos hershöfðingi, sagði í ræðu, sem úr mátti lesa mikilvægar pólitískar vfsbendingar, að spænski herafl- inn væri „sameinaðri en nokkru sinni fyrr“. Síðan sagði hann: „Og hann (herinn) er reiðubú- inn til þess að rýmka þau mörk, Gheorghiu og Larsen eru nú jafnir Manila, 15. október. AP. FLORIN Gheorghiu frá Rúmenfu vann skák sfna f nfundu umferð f dag og er f efsta sæti með Bent Larsen frá Danmörku á alþjóða- skákmótinu á Filippseyjum. Rúmeninn sigraði Yair Kraid- man frá Israel í 35 leikjum og er því með 5'á vinning eins og Larsen, sem gerði jafntefli í sinni skák. Evgeni Vasiukov frá Rússlandi er einn í öðru sæti með 5 vinn- inga, en skák hans og Lajos Port- isch frá Ungverjalandi fór i bið eftir 42 Teiki. Ljubomir Ljubojevic frá Júgó- slavíu vann Eugene Torre frá Filippseyjum í 38 leikjum. Hann er í þriðja sæti með 4V5 vinning ásamt Helmut Pfleger frá Vestur- Þýzkalandi og Lubomir Kavalek frá Bandaríkjunum. sem lögin hafa ákveðið, og á þessu hvílir tilveruréttur hans.“ Hershöfðinginn gaf þessa óvenjulegu yfirlýsingu með prins- inn sér við hlið f borginni Zaragoza i norðausturhluta lands- ins. Hann sagði: „Spánn veit, að heraflinn sem nú er undir forystu þjóðarleiðtogans (Franco) og verður á morgun undir forystu konungsins, byggir á grundvelli förðurlandsins allan áhuga sinn á því að verja það, sem er varanlegt og sama eðlis, og sömuleiðis allan viðbúnað sinn í því skyni." Að svo háttsettur yfirmaður og nátengdur Franco allan sinn feril skuli gefa slfkar opinberar yfir- lýsingar er talið táknrænt fyrir mikla stjórnmálavakningu, sem hefur átt sér stað á Spáni á und- anförnum vikum og á sér enga hliðstæðu. Höfundar ritstjórnagreina og dálkahöfundar kalla prinsinn, sem Franco tilnefndi konung fyr- ir fimm árum, helztu vonina um að friðsamleg valdaskipti geti orð- ið þegar einræðisstjórn Francos lýkur. Her til Boston? Boston, 15. október. AP. FRANCIS W. Sargent ríkisstjóri bað Ford forseta f dag að senda herlið til Boston vegna kynþátta- óeirðanna þar og bað yfirmann Þjóðvarðliðsins að kalla út varð- liðið. Hann sagðist mundu senda Þjóðvarðliðið út á götur Boston ef forsetinn drægi að svara og óeirð- irnar héldu áfram. Áður höfðu sjö særzt í óeirðum f gagnfræða- skóla. Embættismenn, sem eru í fylgd með Kissinger, höfðu áður skýrt frá þvf, að utanrfkisráðherrann hefði tryggt samþykki Egypta- lands, Jórdanfu, Saudi-Arabíu og Alsírs við samningaviðræður stig af stigi við ísraelsmenn. Sýrland er eina landið, sem sagt er, að hafi tekið dræmt í þessa tillögu. „Við vonum, að fundur æðstu manna Araba muni stuðla að lausn þessara mála,“ sagði Kiss- inger. „Eins og ég hef áður sagt fer ég aftur til þessa heimshluta eftir fund æðstu manna til þess að athuga með hvaða ráðum megi stuðla að því, að friðarvonirnar fái áþreifanlega mynd,“ bætti hann við. Lesa má milli lfnanna í síðustu yfirlýsingum utanrfkisráðherr- ans, að hann gerir ráð fyrir því, að hófsamir Arabaleiðtogar sigrist á andstöðu herskárra ríkisstjórna eins og stjórna Líbýu og Iraks gegn friðsamlegu samkomulagi. Arabafundurinn getur ráðið úr- slitum um ráðstafanir þær í friðarátt, sem Kissinger ræddi í ferðinni. Samkvæmt góðum heim- ildum gerir Kissinger ráð fyrir nýjum brottflutningi ísraels- Siæmt útlit í Hull FRED Peart, sem líklega gegnir áfram embætti landbúnaðar- og fiskimálaráðherra f stjórn Harold Wilsons f Bretlandi, er væntan- legur til Hull á næstunni til við- ræðna um alvarlega erfiðleika, sem við er að strfða f brezkum sjávarútvegi. Peart ákvað að fara f þessa heimsókn eftir viðræður, sem hann átti um heigina við einn af þremur þingmönnum Hull, James Johnson. manna og nýjum samningavið- ræðum deiluaðila. Aður en Kissinger fór frá Kaíró hét Anwar Sadat forseti því að tryggja stuðning við bráðabirgða- samkomulag á Arabafundinum og kvaðst „mjög bjartsýnn" á að það tækist. Brezkir útgerðarmenn hafa að- varað stjórnina um, að vegna hækkandi tilkostnaðar og lækk- andi aflaverðs séu horfur í brezk- um sjávarútvegi ískyggilegar. Johnson er formaður fiskimála- nefndar Verkamannaflokksins og er sagður vilja fund i nefndinni jafnskjótt og þingið verður aftur kallað saman eftir kosningarnar í síðustu viku. Hann mun vilja meiri upplýsingar áður en nefnd- in hvetur til þess, að ráðstafanir verði gerðar. Vojinalilé tekur gildi í Angóla Lissabon, 15. október. AP. VOPNAHLÉ tók gildi f Angola f dag er hreyfíngar skæruliða féll- ust á að hætta innbyrðis átökum og hef ja viðræður um lokaáfanga sjálfstæðis landsins. eru MPLA (Alþýðuhreyfingin til frelsunar Angola) ogUnita (Sam- tökin til frelsunar Angola). MPLA og Unita sömdu um vopnahlé í fyrrasumar. Nóbelsverðlaun veittfyrir uppgötvan- ir um plastiðnað og uppruna alheimsins Portúgalska fréttastofan Lusi- tania tilkynnti þetta og sagði, að samkomulag hefði orðið um vopnahlé f Kinshasa í Zaire í við- ræðum Fontes Pereira de Melo hershöfðingja, sérlegs sendi- manns Portúgalsforseta, og Hold- en Roberto, leiðtoga Þjóðfrelsis- fylkingar Angola. (FLNA). Strfðið í Angola, auðugustu ný- lendu Portúgala, hófst fyrir 13 og hálfu ári. Eftir byltingu hersins í Portúgal 25. apríl hétu nýju vald- hafarnir í Lissabon því að veita nýlendum sínum sjálfs- ákvörðunarrétt. Sams konar samkomulag og nú hefur tekizt í Angola hefur þegar náðst í Guineu og Mozambipue. Innbyrðis valdadeila þriggja frelsishreyfinga hefur torveldað samninga um frelsi Angola. Land- ið er augugt af kopar og olíu, frjósamt landbúnaðarland og eitt sinn talið „önnur Brasilía". Þjóðfrelsisfylking Robertos er elzta frelsishreyfingin en hinar Stokkhólmi, 15..okt. AP, BANDARÍSKUR braut- ryðjandi í efnafræði, Paul J. Flory, sem gerði grein fyrir sameindakeðjum og lagði grundvöllinn að plast- iðnaði nútímans, hlaut Nóbelsverðlaunin í efna- fræði i dag. Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði voru veitt tveimur brezkum útvarpsstjörnu- fræðingum, sem hafa kann- að uppruna alheimsins, Sir Martin Ryles og Antony Hewish, við hina frægu Cavendishrannsóknarstofu Cambridge-háskóla. Ryle er 56 ára gamall og kom einnig til greina við veitingu verðlaunanna í fyrra. Hewish er aðstoðarmaður hans og sex árum yngri. Sænska akademían segir í rök- stuðningi sinum, að þeim séu veitt verðlaunin í viðurkenn- ingarskyni fyrir brautryðjenda- rannsóknir í útvarpsstjörnu- fræði — Ryle fyrir athuganir sin- ar og uppfinningar, einkum í sam- bandi við uppbyggingu sjónauka- kerfa, og Hewish fyrir mikilvæg- an þátt sem hann átti i þvi að tifstjörnur fundust. Ryle og Hewish hafa fundið upp fullkomnar aðferðir, sem hafa gert þeim kleift að leysa ýmsar ráðgátur samfara því hvernig stjörnur deyja og breyt- ast í fyrirbæri, er kallast hvitir dvergar, nevtrónustjörnur, tif- stjörnur, kvasar og ósýnilegar svartar holur í geimnum. Vegna sifellt fullkomnari að- ferða Nóbelsverðlaunahafanna getur reynzt mögulegt að komast í samband við hugsanlegar vits- munaverur á öðrum hnöttum. Verðlaunahafinn í efnafræði, Paul J. Flory, er prófessor við Stanford-háskóla og hefur stundað rannsóknir sinar i fjóra áratugi. Hann er brautryðjandi jðferða, sem hafa gert plastiðnaði nútím- ans kleift að framleiða allt frá regnkápum upp í tungllendingar- tæki. Flory fær verðlaunin í viður- kenningarskyni fyrir „grund- vallarafrek, bæði fræðileg og verkleg, í eðlisfræðilegri efna- fræði stórra sameinda“. Flestar algengustu plastvöiur en einnig liffræðileg efnasam- bönd eins og eggjahvítuefni, trjá- kvoða, gúmmí og kjarnsýra sam- anstanda af þessum sameindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.