Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974
iKtfmmiirifafrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuBmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
ASalstrœti 6. simi 10 100.
ABalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuBi innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakiB.
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiBsla
Auglýsingar
Nokkur tími er nú
liðinn frá því að fyrstu
endurreisnaraðgerðir rík-
isstjórnarinnar komu til
framkvæmda. Á þessu stigi
er vitaskuld ekki unnt að
sjá fyrir um árangur
þeirra. Hitt er þó ljóst, að
með traustri ríkisstjórn og
markvissum efnahagsað-
gerðum hefur óvissu og
ringulreið verið bægt frá.
En það er forsenda þess að
koma megi á jafnvægi í ís-
lenzku efnahagslífi. Þegar
vinstri stjórnin sprakk sl.
vor, þurfti enginn að fara í
grafgötur um, að í mikið
óefni var komið. Meðan
landið var án þingræðis-
stjórnar í fjóra mánuða,
hélt verðbólgan áfram að
magnast og ringulreiðin
varð stöðugt meiri eftir því
sem á leið.
Verkefni núverandi rík-
isstjórnar var að stemma
stigu við verðbólguvextin-
um, treysta rekstrargrund-
völl atvinnuveganna og
bæta stöðu rfkissjóðs og
fjárfestingar- og fram-
kvæmdasjóða. Jafnframt
þessu var nauðsynlegt að
bæta greiðslustöðuna við
útlönd. Engum gat dulizt,
að endurreisnaraðgerðir af
þessu tagi hlutu að hafa
kjara^kerðingu f för með
sér. Ögerningur var að
spyrna við fótum án þess
að þess sæjust merki. Ef
ekkert hefði verið að gert
hefðum við hreinlega stað-
ið frammi fyrir rekstrar-
stöðvun atvinnufyrirtækj-
anna og atvinnuleysi.
Það voru þessar aðstæð-
ur, sem núverandi ríkis-
stjórn þurfti að bregðast
við með skjótum hætti.
Óhjákvæmilegt var að fella
gengi krónunnar til þess að
tryggja rekstrarafkomu at-
vinnuveganna og bæta
I greiðslustöðuna við útlönd.
I Með hliðarráðstöfunum,
sem fylgdu í kjölfar gengis-
breytingarinnar hefur ver-
ið reynt að búa svo um
hnútana, að útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki gætu
haldið áfram rekstri. Ljóst
var, að ringulreiðin og
óvissan um framtíðarverð-
gildi krónunnar leiddu til
óhóflegs innflutnings, spá-
kaupmennsku og óeðlilegr-
ar eftirspurnar eftir gjald-
eyri.
Þá voru þegar gerðar
ráðstafanir til þess að afla
fjár í vegasjóð með hækk-
un bensínverðs og lagt var
á sérstakt verðjöfnunar-
gjald á raforku. Opinber
þjónustufyrirtæki hafa
fengið leiðréttingu á gjald-
skrármálum sínum, en f
viðskiptaráðherratíð Lúð-
víks Jósepssonar var reynt
að leyna verðbólgunni fyr-
ir fólkinu í landinu með því
að meina slíkum fyrirtækj-
um að hækka gjaldskrár í
samræmi við verðlagsþró-
unina og kostnaðarhækk-
anir.
Vinstri stjórnin afnam
með bráðabirgðalögum í
maí sl. verðlagsuppbætur á
laun. Stærstan hluta þeirr-
ar ráðstöfunar urðu laun-
þegar að bera bótalaust, en
að öðru leyti var þessum
aðgerðum mætt með aukn-
um niðurgreiðslum. Þegar
núverandi ríkisstjórn tók
við völdum var enginn
grundvöllur fyrir breyting-
um á þessum ákvörðunum
vinstri stjórnarinnar. Af
þeim sökum var óhjá-
kvæmilegt að kveða á um,
að vísitöluuppbætur
skyldu ekki greiddar á laun
fyrst um sinn.
öllum var ljóst, að úti-
lokað var að halda áfram
rekstri atvinnufyrirtækj-
anna og stemma stigu við
verðbólgunni, ef ekki
hefðu verið rofin tengsl
milli kaupgjalds og verð-
lags. Að óbreyttum aðstæð-
um hefði kaupgjald hækk-
að um 77% á þessu ári.
Allir hljóta að sjá, að slík
rosahækkun á sér enga
stoð í raunveruleikanum.
Hún hefði því leitt til enn
meiri verðbólgu og augljós-
lega haft í för með sér
miklum mun meiri kjara-
skerðingu en raunar varð
á.
Fyrstu yfirlýsing Geirs
Hallgrímssonar eftir að
hann tók við störfum for-
sætisráðherra var um þær
sérstöku ráðstafanir, sem
ríkisstjórnin ákvað að
beita sér fyrir til hagsbóta
KAUPMATTUR LAUNA
ÓBREYTTUR FRÁ 1973
fyrir láglaunafólk. 1 fram-
haldi af þessari yfirlýsingu
fóru fram viðræður við for-
ustumenn launþegasam-
takanna um fyrirkomulag
launajöfnunarbóta. Með
þessu samstarfi náðu laun-
þegasamtökin fram ýmsum
mikilvægum atriðum sér í
hag. Ákvarðanir ríkis-
stjórnarinnar um launa-
jöfnunarbætur voru auk
þess mun víðtækari en þær
kröfur, sem stjórnarand-
stöðuflokkarnir höfðu sett
fram í þessum efnum. Ber-
sýnilegt er því, að allt
hefur verið gert, sem unnt
var, til að tryggja sem bezt
afkomu þeirra, er við lök-
ustu kjör búa.
Hagsmunasamtökin eru
að sjálfsögðu óánægð,
þegar ekki er unnt að
fylgja fram umsömdum
kjarasamningum. Flestum
ábyrgum aðilum er þó ljóst
að óhjákvæmilegt var að
grípa í taumana við þessar
aðstæður. Áframhaldandi
víxlhækkanir kaupgjalds
og verðlags hefðu orðið öll-
um til tjóns. Aðstæður
leyfðu því ekki, að svo
stöddu, að breytt yrði
þeirri ákvörðun vinstri
stjórnarinnar að afnema
vísitöluuppbætur á laun.
En með aðgerðum núver-
andi ríkisstjórnar er stefnt
að því að halda sama kaup-
mætti og var á síðasta ári.
Ef vilji er fyrir hendi, er
unnt að ná því marki, og
takist það, má segja, að f
raun réttri hafi ekki miklu
veriðfórnað.
f\ r\-
: \v ,j-'
• /T-..7
• * 0 -------
% • 0
's.-'
Endurskoða
Tyrkir
aðild sína að NATO?
forum
world features
Eftir Sam Cohen
ISTANBUL — Þegar endir hefur
verið bundinn á núverandi stjórnar-
kreppu i Tyrklandi mun það verða
eitt fyrsta viðfangsefnið, sem blasir
við nýrri ríkisstjórn, hvernig bregð-
ast skuli við þeirri ákvörðun Banda-
ríkjaþings að fella niður bandaríska
hernaðaraðstoð við landið vegna
innrásar Tyrkja á Kýpur
Leiðtogi Réttlætisflokksins, Suley-
man Demirel, hefur þreifað fyrir sér
um myndun hægri sinnaðrar ríkis-
stjórnar eftir að Bulent Ecevit. for-
sætisráðherra, baðst lausnar í kjölfar
upplausnar stjórnarsamstarfs flokks
hans sjálfs, Lýðræðissinnaða þjóðar-
flokksins, og Þjóðfrelsisflokksins,
sem er hlynntur Aröbum Það er
ekki búizt við því, að Demirel verði
ágengt í tilraunum sinum til mynd-
unar ríkisstjórnar og þegar hefur
gætt ótta um, að herinn muni freist-
ast til að hafa áhrif á stjórnmála-
mennina í þá átt að mynduð verði
bráðabirgðastjórn í því skyni að efna
til nýrra kosninga, ef núverandi
stjórnarkreppa dregst á langinn
Ecevit varð mjög vinsæll meðal
almennings í Tyrklandi eftir innrás-
ina á Kýpur, en hernám Tyrkja á
hluta eyjunnar hefur ekki leyst
vandamálin, sem þar er við að
stríða Ákvörðun Bandaríkjaþings
um að fella niður hernaðaraðstoðina
mun trúlega verða mætt með beit-
ingu neitunarvalds af hálfu Fords
forseta, en samt sem áður hefur
ákvörðun Bandaríkjaþings haft í för
með sér, að margir Tyrkir velta því
nú fyrír sér, hvort Tyrkland eigi ekki
Bulent Ecevit
að endurskoða tengsl sin við Banda-
rikin og Atlantshafsbandalagið
„Hvaða tilgangi þjónar það að
vera i bandalagi þegar við megum
ekki beita herafla okkar í þágu rétt-
mætra þjóðarhagsmuna?" spurði
Hasan Isik, varnarmálaráðherra í
sjónvarpsviðtali Hann sagði, að
Tyrkland yrði „að endurmeta sam-
búðina" við Bandarikin i samræmi
við endanlega niðurstöðu, sem
fengist í deilunni um hernaðarað-
stoð við Tyrkland
Dagblöð oa margs konar hópar
menntamanna hafa hvatt ríkis^tjórn-
ina til harðrar afstöðu í deilunni um
aðstoðina. „Það, sem við getur lært
af þessu, er, að við eigum að losa
okkur víð bandariska hernaðarað-
stoð og efnahagsaðstoð og móta
hlutlægari utanríkisstefnu, sem
þjóni fyrst og siðast þjóðarhagsmun-
um," skrifaði áhrifamikill dálka-
höfundur I blaðið Milliyet, sem ér
aðalblaðið í landinu. Samband tyrk-
neskra vélstjóra gerði ályktun þess
efnis að timi værí kominn til fyrir
Tyrkland að framfylgja raunverulega
sjálfstæðri utanríkisstefnu
Tyrkneskir embættismenn vonast
ennþá til þess, að ekki komi til þess,
að ríkisstjórn Fords forseta muni
svipta Tyrki hernaðaraðstoð, þrátt
fyrir þrýsting Bahdaríkjaþings i þá
átt. Þeir hafa lýsf(aðdáun sinni á
„raunsæi" Kissingeft, utanríkisráð-
herra, sem hefur unnið að því að
draga á langinn endanjega niður-
stöðu í málinu. „Afstaða Bandarikja-
stjórnar þann tima, sem Kýpurdeilan
hefur staðið, hefur verið aðdáan-
leg," er haft eftir Hasan Isik, varnar-
málaráðherra „Það er von okkar, að
sömu afstöðu verði fylgt af öðrum
stofnunum Bandaríkjamanna,"
sagði Isik.
Stefna Bandaríkjastjórnar í Kýpur-
deilunni hefur verið túlkuð í Ankara
sem vinsamleg málstað Tyrkja og
hin persónulegu samskipti
Kissingers og Ecevit í málinu hafa
verið mikilvægur liður i þvi að skapa
gagnkvæmt traust og samvinnu
milli stjórnanna í Washington og
Ankara. Afstaða Bandarikjaþings
hefur hins vegar valdið sárindum
meðal flestra Tyrkja.
Gerald Ford
„Við erum stolt þjóð og okkur
mislíkar ef aðrar þjóðir reyna að
segja okkur hvað við eigum að gera
eða ekki með því að hóta að hætta
aðstoð við okkur," sagði tyrkneskur
embættismaður. „Ef hernaðaraðstoð
við okkur verður felld niður munum
við samt geta fundið leiðir til að
bæta úr þeim missi. Við höfum
önnur ráð til að afla okkur hergagna
— og við höfum efni á að greiða
fyrir þau."
Bandarísk hernaðaraðstoð á yfir-
standandi fjárhagsári nemur 90
milljónum dollara, Auk þess gerði
tyrkneska ríkisstjórnin ráð fyrir því
að hljóta svipaða upphæð í lánum til
langs tíma til að kaupa nýtízku vopn.
Tyrkneskir embættismenn segja,
að gjaldeyrisvarasjóður landsins,
sem nemur 2 milljörðum dollara,
muni gera landinu kleift að ráðast i
þau vopnakaup, sem nauðsynleg
eru En það kahn hins vegar að
reynast erfiðleikum bundið að finna
seljanda, þvi tyrkneski herinn notar
fyrst og fremst vopn af bandariskri
gerð
Tyrkneskir embættismenn benda
á, að afnám hernaðaraðstoðar
Bandaríkjanna við Tyrki þjóni ekki
hagsmunum Vesturlanda, þvert á
móti muni það veikja mjög varnir
NATO við suðaustanvert Miðjarðar-
haf, sem þegar hafa orðið fyrir áfalli
vegna þess, að Grikkir hafa dregið
sig út úr hernaðarlegu samstarfi inn-
an Atlantshafsbandalagsins. Teikni-
mynd í blaðinu Gunaydin, sem er
víðlesið, sýnir Sám frænda með hníf
í hægri hendi skera af þá vinstri,
sem heldur á sjóði, sem á stendur:
„Aðstoð við Tyrki.” Þetta sýnir vel
andrúmsloftið.
Tyrkneskir stjórnmálaleiðtogar
höfðu áður fallizt á, að landið tæki á
eigin herðar aukið hlutverk I vörnum
NATO, einkum við Eyjahaf og við
austanvert Miðjarðarhaf, sökum
þess að Grikkir hafa dregið sig úr
hernaðarsamstarfinu innan NATO.
„Við höfum þjónað hagsmunum
Vesturlanda af hollustu og fært
okkar fórnir ( þvi sambandi," segir
tyrkneskur liðsforingi. „Við höldum
uppi 500 þúsund manna herog það
kostar offjár. Ef bandarisk hernaðar-
aðstoð verður felld niður mun okkur
sýnt mikið óréttlæti."
Bandarískir og aðrir vestrænir
stjórnarerindrekar i Tyrklandi óttast,
að ákvörðun um að hætta hernaðar-
aðstoð við Tyrki muni skaða Vestur-
veldin og NATO meira en hernaðar-
mátt Tyrkja. Ennfremur hafa þeir
enga trú á því, að slikar ráðstafanir
muni breyta stefnu Tyrkja gagnvart
Kýpur og að þeir dragi her sinn á
brott frá eynni