Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 20 Þórdís Halldórsdótt- ir Neðranesi - nírœð I dag, hinn 16. október 1974, er Þórdís Halldórsdóttir, Neðranesi, Stafholtstungum, níræð. Þetta er langur tími og ekki síður merkilegt og nytsamt ævi- starf, sem að baki liggur. Þórdís er fædd að Brúarreykj- um hinn 16. október 1884. Hún er dóttir hjónanna Halldórs Jóns- sonar og Sigríðar Bjarnadóttur, er þar bjuggu lengi og búnaðist vel. Sigríður var kona hög á hönd og er hún lét af búsýslustörfum, fór hún að skera út sér til afþrey- ingar og var það listavel gert, þótt unnið væri af ólærðri alþýðu- konu. Halldór bóndi var af hinni kunnu Asbjarnastaða- og Fróða- staðaætt og hafði hann áhuga á fróðleik, sem löngum hefir ein- kennt þá ættmenn. Brúarreykir voru ekki á þeirri tíð stór jörð, enda þótt nú beri þeir stórbú, sem yljað er upp með jarðvarma, sem þar er mikill í jörðu. Þau Brúarreykjahjón áttu mörg börn og verða þau ekki talin hér, nema Guðrún, sem var sjór af sögnum um Borgarfjörð og víðar og Guðmundur, sem var mikill smiður og hafði erft hendur móð- ur sinnar og sér verka hans nú stað víða um Borgarf jörð. Þórdís ólst upp hjá foreldrum sínum að Brúarreykjum. Hún gekk á Hvítárbakkaskóla, en sjálf- stæðra verka hennar fer fyrst að gæta, er hún giftist Þorbirni bónda Sigurðssyni í Neðranesi. Neðranes var í þann tíð frekar lítil jörð og hæg. Hún var vel í sveit sett. Þar voru stórfelldir jarðræktarmöguleikar. Móðir Þorbjarnar og sfðari maður hennar'*Þorsteinn Eiríksson, fóru búferlum úr uppsveitum Borgar- fjarðar, þar sem best þótti undir bú í þeirri tíð, á kirkjujörðina Neðranes í Stafholtstungum árið 1889. Neðranes er umlukt stór- ánum Þverá og Hvftá á þrjá vegu, naumast nokkurt grjót í landinu, heldur flatt graslendi og melar með leifar af hinu forna Þverár- þingi í faðmi sér og öndvert bæjarstæðinu hafði Hvítá á fyrri öldum brotið sér nýjan farveg og breytt landafræði héraðsins. Árið 1909 tók Þorbjörn við búi af móður sinni í Neðranesi og keypti jörðina af Kirkjujarða- sjóði. Hann var maður prúður í framgöngu, smekkvís, hófsamur í skoðunum og hlýr í viðmóti. Myndaðist með þeim hjónum náinn og óslítandi félagsskapur eftir því sem sambúð þeirra leið fram. Þau Þórdís og Þorbjörn giftust í byrjun fyrri heimsstyrjaldar 1914. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á nútfmakyn- slóð ekki gott með að hugsa sér hvernig bú varð þá rekið. En yfir búskap þeirra í Neðranesi dundi verðfall upp úr næst síðasta stríði, kreppa ásamt kreppulána- sjóði og niðurskurður f jár af völd- um mæðiveikinnar. Allt þetta hlaut að koma yfir þau hjón, ekki sfður en aðra í bændastétt. En strax í upphafi búskapar síns hugðu þau hjón, Þórdís og' Þorbjörn, á bætur jarðarinnar og bætur bústofns. Unnu þau að þessu allan sinn búskap með fá- gætri atorku og einstöku lagi og atfylgi. Mestan hluta, eða allan hluta búskapartfma þeirra, var unnið með handverkfærum ein- um. Mannsaflið réð þar úrslitum. Þannig byggðu þau upp jörðina. Er þau stóðu upp frá búskap þar, var allt nýtt og byggt upp í stíl hins nýrri tima., Einnig réðust þau f jarðabætur, áveitur og tún- rækt. Sá þar stórum á. Er þau Þórdís og Þorbjörn létu af bú- skap, mátti svo heita, að jörðin væri nýtt býli og allt komið í nýtt horf, enda þótt margt mætti enn- þá gera til úrbóta á góðbýlinu, sem og hefir verið gert. Allar þessar framkvæmdir fóru fram farsællega og hávaðalaust. öll umhirða utanhúss og innan var mótuð af fyrirhyggju og reglusemi. Bæði hjónin unnu þar að og mátti ekki á milli sjá, hvort þeirra átti þar stærri hlut að. Bæði voru þar með í ráðum. Hið góða býli Neðranes tók á árum þeirra Þórdísar og Þor- bjarnar stakkaskiptum og veitti þeim hjónum varanlega gleði og bættan hag. Það varð eitt af hin- Framhald á bls. 18 Stálver H.F. Eftirtaldir starfsmenn óskast: járnsmiðir, rafsuðumenn, aðstoðarmenn, og mann í sandblástur og málmhúðunarstöð að Funahöfða 1 7. Símar 30540 og 33270. Sendill Viljum ráða ungling til sendiferða strax. Olíuverzlun ís/ands h. f., Hafnarstræti 5, sími 24220. Afgreiðslumaður Stórt vélaumboð óskar að ráða mann til afgreiðslu og lagerstarfa. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist í pósthólf 555 Reykjavík merkt: Varahlutir. Maður óskast til lagerstarfa og aksturs. Upplýsingar veittar kl. 9 —11 f.h. J. S. Helgason s. f. Skeifan 3j. Skrifstofustarf óskast Stúlka óskar eftir skrifstofustarfi frá 1. nóv. n.k. Hef próf úr námskeiði i hagnýtum verzlunar- og skrifstofustörfum frá V.í. Vélritunarkunnátta. Tilboð sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: „651 7 ". Atvinna Heildverzlun, staðsett í miðbænum, óskar að ráða mann til lager- og afgreiðslu- starfa. Æskilegt er að umsækjandi sé vanur slíkum störfum, en þó ekki skilyrði. Framtíðarstarf, góð vinnuskilyrði. Umsækjandi tilgreini aldur og fyrri störf. Umsóknir sendist Mbl. merkt 8533 fyrir föstudagskvöld. Læknir óskast til starfa við Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, sem fyrst. Upplýsingar gefur sjúkrahúslæknir í síma 95-5270. Sjúkrahús Skagfirðinga Kópavogur— Vesturbær Kona óskast til vinnu við pökkun á léttri vöru. Nánari upplýsingar í símum 40755 og 40190 eftirkl. 19. Atvinna Við viljum ráða konur og karla til starfa í geymsluhúsi okkar að Keilugranda 1 nú þegar. Upplýsingar veitir Oddur Kristins- son, verkstjóri, á staðnum og einnig í síma 1-1461. SÖL USAMBAND ÍSLENZKRA FISKFRA MLEIÐE NDA Verkamenn Nokkrir duglegir verkamenn óskast strax í vinnu við húsbyggingar. Menn, sem geta unnið t.d. hálfan eða annan hvorn dag, koma einnig til greina. Mikil vinna. íbúdaval h.f., Kambsvegi 32, símar 344 72 og 384 14. Vaktavinna — dagvinna Getum bætt við starfsfólki í eftirfarandi deildir: 1. spuna og kaðlasal. 2. fléttivéladeild. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar hjá verkstjóra ekki í síma. Hampiðjan h.f., Stakkholti 4. Kjötiðnaðarmaður og afgreiðslustúlka óskast. Hagabúðin, Hjarðarhaga 4 7. r Oska eftir duglegri stúlku til ræstinga 4 daga vikunnar frá kl. 1 —5. Er búsett í Garðahrepp. Upplýsingar í síma 42086. Amerískur maður og íslenzk kona sem eru flutt búferlum til landsins óska eftir vinnu sem fyrst. Maðurinn hefur starfsreynslu í enskum bréfaviðskiptum. Konan hefur fullkomna ensku og islenzkukunnáttu. Einnig óskast rúmgóð ibúð, þarf ekki að vera strax. Upplýsingar í sima 92-3427 og 31 1 23. 2 stúlkur óskast til léttra iðnaðarstarfa. ETNA h/f. Sími 835 19. Stúlka með stúdentspróf óskar eftir vel launuðu starfi. Upplýsingar í síma 83489. Stúlka óskast Óskum eftir að ráða stúlku til ræstinga- starfa frá kl. 9—12 fyrir hádegi 5 daga vikunnar. Upplýsingar í verzluninni milli kl. 5 og 6 I dag. Tízkuskemman, Laugaveg 34a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.