Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 Þriðji fiskfarmur Iscargo til Belgíu 2,5 milljónir kr. fást fyrir 13 lestir Flutningaflugfélagið Iscargo hefur farið tvær ferðir frá Akur- eyri til Ostende ( Belgfu með fisk á þessu hausti og n.k. mánudag verður farið ( þriðju verðina. t hverri ferð er farið með 13 lestir af fiski og selst hann að meðaltali fyrir 2,5 millj. kr., en fiskurinn er seldur á föstu verði. Eftir þvf sem bezt er vitað, hefur þessi fiskur Kkað einstaklega vel og aðilar f Þýzkalandí og Frakklandi hafa nú hug á að fá fisk fluttan með flugvélum frá tslandi. Lárus Gunnarsson, einn af eig- endum Iscargo, sagði í samtali við Morgunblaðið I gær, að allur fiskurinn kæmi frá frystihúsi K.E.A. á Dalvík. Hefði frystihúsið Rússneska kennd í Háskólanum I HAUST tekur til starfa rússneskur sendikennari við Heimspekideild Háskóla Islands, frú Galina Valdimirova. Kvöld- námskeið í rússnesku verða hald- in fyrir almenning í vetur, og eru væntanlegir nemendur beðnir að koma til viðtals föstudaginn 18. október kl. 20.15 í VII. kennslu- stofu (2. hæð til hægri í aðalbygg- ingu Háskólans). gert samning við fiskkaupmann í Ostende og yrði þessum flutn- ingum haldið áfram a.m.k. til ára- móta eða svo lengi, sem frysti- húsið hefði fisk aflögu. Þessir flutningar hefðu gengið þókka- lega og verðið virtist vera hæst fyrir karfa og steinbít. Karfinn væri þó ekki fluttur út í heilu lfki, heldur væri hann flakaður í frystihúsinu á Dalvfk áður. I hverri ferð væru fluttar um það bil 13 lestir, því miður væri ekki hægt að fylla vélina alveg þegar farið væri frá Akureyri, þar sem flugbrautin þar væri ekki nógu löng. Því væri millilent I Reykja- vík á útfeið og eldsneyti tekið þar. Fyrir þessar 13 lestir af fiski munu hafa fengizt að meðaltali um 2,5 millj. kr., sem er mjög gott verð. Þá sagði Lárus, að mikill áhugi væri á því erlendis að fá fisk flugleiðis frá tslandi og margir aðilar væru að spyrjast fyrir. Með þessum flutningum virtist því ís- inn brotinn, en hér gæti þó ekki orðið um neinn stórgróða að ræða, heldur yrðu þessir flutningar að byggjast upp hægt og hægt, annars gæti illa farið. Að sjálf- sögðu þyrfti hráefnið að vera nýtt og ferskt, þvf annars þýddi ekki að standa í þessum flutningum. Ráðuneytið borg- aði skuldina en NTB þegir samt I GÆRMORGUN hætti norska fréttastofan NTB að senda fréttir til Islands og Færeyja. Var það vegna skuldar við norsku póst- og sfmamálastjórnina fyrir reksturs sendis á eyjunni Jelöy við Noregsstrendur, en skuldin var orðinn á fimmtu milljön fs- lenzkra króna fram á árið 1973. I gær greiddi fjármálaráðuneytið þessa upphæð, samkvæmt ákvörðun rfkisstjórnarinnar, en NTB hefur ekki enn hafið send- ingar til Islands að nýju þrátt fyrir þessa greiðslu. Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, tjáði Mbl. f gærkvöldi, að heyrzt hefði, að Norðmenn vildu fá tryggingu fyrir því, að greiðsla kæmi fyrir árið 1974, áður en þeir hæfu send- ingar að nýju. Höskuldur tjáði Mbl. í gær, að svo virtist sem tveir samningar væru f gildi vegna afnota Islend- inga af fréttum NTB. 1 fyrsta lagi væri það samkomulag við sjálfa fréttastofuna, að rfkisútvarpið greiddi fyrir fréttaþjónustu fyrir hönd íslenzku fjölmiðlanna, og fengju útvarp og sjónvarp i stað- inn ókeypis birtingu á dagskrá í blöðum. Þetta samkomulag stæðist f alla staði. Hins vegar væri samkomulag fjölmiðla á Is- landi og Færeyjum við norsku póst- og sfmamálastjórnina um sendingar á fréttunum með sér- stökum sendi á Jelöy. Skuldin vegna afnota á sendinum hefði verið orðinn yfir 4 milljónir ís- lenzkra króna 1973. Bensínþjófnaðir færast í vöxt AÐ SÖGN rannsóknarlög- reglunnar hafa bensínþjófnaðir færst í vöxt eftir síðustu stór- hækkanir á bensíni. Nú um sfð- ustu helgi voru t.d. tveir piltar teknir, þar sem þeir voru að gera tilraun til að sjúga bensín úr tanki fólksbíls með slöngu. Að sögn lögreglunnar er ástæða til þess fyrir fólk að búa vel um bensfntanka á bílum sínum og umfram allt að skilja þá ekki eftir ólæsta. „Þessa skuld var ráðuneytinu uppálagt að greiða samkvæmt ákvörðun rfkisstjórnarinnar fyrir nokkru. Við tókum þá afstöðu, að við vildum fá að sjá samninginn áður en við greiddum upphæðina, svo ljóst væri hver ætti að greiða hana og hvaða greiðsluhlutföll væru milli íslands og Færeyja. Hins vegar fannst samningurinn hvergi, og þvf greiddum við skuldina þegar NTB hætti útsend- ingum í gær, þótt það sé andstætt öllum okkar reglum, að greiða svona þegar við vitum eiginlega ekki fyrir hvað við erum að borga. Við höfum óskað eftir því, að ís- lenzka póst- og símamálastjórnin kanni þetta mál úti i Noregi, m.a. hvort þar er að finna afrit af þessum samningi. Einnig munum við óska eftir umræðum um þessi mál, t.d. hvaða þýðingu það hefur fyrir íslenzka fjölmiðla að fá fréttir frá NTB.“ Þetta voru orð Höskulds Jónssonar ráðuneytis- stjóra f samtali við Mbl. i gær- kvöldi. I, íí |í|' i . );í ••Ií' iJM [T * 'HsT ; J11V' eb S J iJil iiifc l!||!|||llí! Hv.ur Li. EB a 1 i 1 sss u mm i ii rr LL L BIj u m Fm E llLÍ inngf.ncur götuhlið (oð 1 jsrr.argötu) Heldur sínum gamla svip frá árinu 1913 EINS og Morgunblaðið skýrði frá í gær, þá er Félag fslenzkra stórkaupmanna að láta byggja eina hæð ofan á hús sitt við Tjarnargötu 14 f Reykjavfk. Þessi nýja hæð er ekki byggð eftir neinum nútfmaarkitektúr, heldur er farið eftir uppdrætti Jens Eyjófssonar, sem samþykktur var 15. febrúar 1913. Stækkun hússins var ekki leyfð af skipulagsyfirvöldum, nema þvf aðeins, að farið yrði eftir þessum uppdrætti þar sem ákveðið er að f framtfðinni skuli Tjarnargata halda núverandi svip sfnum. Húsið að Tjarnargötu 14 er núna ein hæð og ris, en að stækkun lokinni verður þaðtvær hæðir og ris. Meðfylgjandi teikning sýnir hvernig götuhlið hússins mun Ifta út að stækkun lokinni, en að sögn Júlfusar Ólafssonar framkvæmdastjóra Félags fsl. stórkaup- manna er vonazt til, að lokið verði við stækkun hússins næsta vor. Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt gerði hinn nýja uppdrátt af húsinu, eftir uppdrætti Jens Eyjólfssonar. Ekkert nýtt i sjó- prófunum SKIPVERJAR á Hagbarði, sem sökk vestur af Ingólfshöfða á sunnudagskvöldið, mættu til sjó- prðfs hjá bæj arfógetanum á Ilöfn f Hornafirði. 1 sjóprófunum kom ekkert það fram, sem skýrt gat hinn skyndilega leka, sem kom að bátnum. I frásögn af atburðinum f Mbl. f gær slæddust tvær villur. Sagt var, að skipverjar hefðu sofið í lúkar, en átti að vera káeta. Þá var sagt, að Fylkir hefði sleppt pokanum og híft inn trollið, en á vitanlega að vera, að trolhð var fyrst híft inn og pokanum síðan sleppt. Leiðréttist þetta hér með. Þrír seldu í Skagen ÞRÍR íslenzkir bátar seldu síld í Skagen í Danmörku í fyrradag og fengu ágætt verð fyrir aflann. Sæberg SU seldi 1452 kassa fyrir 2,3 millj. kr., Faxaborg GK seldi 1140 kassa fyrir 1,7 millj. kr. og Sveinn Svein- björnsson NK seldi 1016 kassa fyrir 1,4 millj. kr. 29% Breta trúa á guð London, 14. okt. Reuter. AÐEINS 29% Breta trúa á guð, 9% færri en 1963 samkvæmt skoðanakönnun á vegum BBC. Tæpur helmingur fer aldrei í kirkju. 39% trúa á annað líf. 27 BÁTAR FENGU LEYFI TIL RÆKJUVEIÐA I HÚNAFLÓA Veiðarnar hefjast í dag Sjávarútvegsráðuneytið hefur veitt 27 bátum leyfi til rækju- veiða í Húnaflóa, og hefjast veið- arnar f dag. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til umsóknar þriggja báta, sem ætla að landa rækju á Blönduósi. Alls sóttu 33 bátar um leyfi til rækjuveiða f Húnaflóa, en nokkrum var synjað um leyfi til veiðanna vegna þess, að búsetuskilyrðum var ekki full- nægt, en þess var krafizt, að bæði eigandi og skipstjóri hefðu verið búsettir á svæðinu f a.m.k. eitt ár. Miðstjórnarfundur Sjálf- stæðisflokksins í Fólksvangi Veiðarnar áttu að hefjast 1. októ- ber s.l., en af ýmsum ástæðum hefur dregizt að veita leyfi til veiðanna, m.a. vegna þess, að bát- arnir voru almennt ekki tilbúnir. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Þórði Asgeirssyni skrifstofustjóra sjávarútvegsráðuneytisins í gær, að 14 bátar frá Hólmavík og Drangsnesi hefðu fengið leyfi til veiðanna, 7 frá Skagaströnd, 5 frá Hvammstanga og einn frá Djúpu- vfk, en óvist er hvar sá bátur landar afla sfnum. Samtals eru þetta 27 bátar, en I fyrra stund- uðu 23 bátar veiðarnar. Rannsóknarskipið Dröfn hefur undanfarið rannsakað rækjumið- in f Húnaflóa, og telja fiskifræð- ingar, að ástand þeirra sé allgott. Hafa þeir lagt til, að hámarks- veiðikvótinn á vertfðinni nú verði 1500 tonn, en í fyrra veiddust 2300 tonn. Að sögn Þórðar As- geirssonar getur komið til mála að hækka þennan kvóta, allt eftir því hvernig veiðarnar ganga. Eins og fram k.emur í byrjun fréttarinnar, hefur enn ekki verið tekin afstaða til umsókna þriggja báta, sem ætla að leggja upp rækjuafla á Blönduósi f vetur. Bátarnir hafa verið keyptir til Blönduóss, og eru eign hlutafé- lags á staðnum, en að þvf standa menn á Blönduósi og menn, sem ekki búa þar. Sagði Þórður Ás- geirsson, að umsóknin yrði á næstunni tekin til umræðu í ráðu- neytinu og rfkisstjórn. MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokks- ins kom saman til fundar f Fólk- vangi f Kjós með forystumönnum flokksins f Reykjaneskjördæmi sl. föstudag. Þetta er f fyrsta sinn, sem miðstjórnin heldur fund utan Reykjavfkur f samræmi við þá ákvörðun sfðasta landsfundar, að miðstjórnin kæmi saman utan Reykjavfkur a.m.k. tvisvar ár hvert. Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið f gær, að landsfundur flokksins hefði samþykkt, að mið- stjórnin skyldi koma saman til fundar utan Reykjavíkur a.m.k. tvisvar á ári hverju. Hann sagði, að þessi fundur hefði verið sá fyrsti, er haldinn hafi verið i sam- ræmi við þessa ákvörðun. Sigurð- ur sagði ennfremur, að kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi hefði ákveð- ið fundarstaðinn. Til fundarins hefðu verið boðaðir þingmenn flokksins í kjördæminu, stjórn kjördæmaráðsins og formaður kjördæmasamtaka ungra sjálf- stæðismanna. Sigurður Hafstein sagði, að á þessum fundi hefði verið rætt um málefni kjördæmisins og stöðu og starfsemi flokksins þar. Markmið- ið með fundum af þessu tagi væri fyrst og fremst að styrkja tengslin milli flokksforystunnar og for- vígismanna flokksins í einstökum héruðum landsins og þeir ættu einnig að vera umræðuvettvang- ur um hagsmunamál kjördæm- anna. Sigurður sagði, að haldið yrði áfram á þessari braut og næsti miðstjórnarfundur af þessu tagi yrði haldinn í Suðurlands- kjördæmi. Nýtt merki Borgarness Myndin: Verðlaunamerki Helgu B. Svein- Björnsdóttur. NVLEGA var efnt til samkeppni um merki fyrir Borgarnes. Keppnin var lokuð keppni innan félags fslenzkra teiknara og haldin samkvæmt reglum þess. Þrjátfu og ein tillaga barst í keppnina. Ein verðlaun voru veitt, kr. 90.000,00, og hlaut þau tillaga Helgu B. Sveinbjörnsdóttur, aug- lýsingateiknara. Viðurkenningu hlaut tillaga Gísla B. Björnssonar, auglýsinga- teiknara. Dómnefnd keppninnar skip- uðu: Þóra Baldursdóttir auglýs- ingateiknari, formaður, Einar Ingimundarson málarameistari og Húnbogi Þorsteinsson, sveitar- stjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.