Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 Hafnir sveitarfélaga: Sjávarplássin meir en tvöfalda aflaverðmætið Hafnirnar eru lífæðar sjávar- plássanna og hornsteinar út- gerðar og fiskvinnslu í landinu. öruggur rekstur þeirra, sem og nauðsynlegt viðhald og nýfram- kvæmdir, eru því forsenda og undirstaða sjávarútvegsins, sem þjdðarbúið sækir mestan hluta gjaldeyris- og verðmæta- sköpunar sinnar til. Það þarf því ekki orðum að eyða að því, að það er alvarlegur hættuboði, þegar tekjur hafna nægja hvergi nærri fyrir beinum rekstrarútgjöldum, hvað þá Skuttogarinn Ingðlfur Arnarson RE-201. Hin nýju skutskip gera kröfur til kostnaðarsamra framkvæmda í hafnargerð ýmissa sjávarplássa. Farvegur allra verðmæta í inn- og útflutningi í fjárhagssvelti nauðsynlegu viðhaldi og nýframkvæmdum. Verðbólguvöxturinn og sam- dráttur í helzta tekjustofni hafnanna, vörugjöldum, sökum tilfærslu vöruflutninga, sem áð- ur fóru um sjd, yfir á þjóðvega- kerfið, hafa valdið verulegum rekstrarhalla hafnanna um mörg undanfarin ár. Þessi rekstrarhalli hefur í senn or- sakað skuldasöfnun þeirra og skertan fjárhag sveitarfélaga, sem bera ábyrgð á rekstrinum, og var þó sízt á bætandi út- gjaldaþunga þeirra. Þýðing hafnanna fyrir þjóðarbúið fer þó vaxandi með ári hverju. í gagnasöfnun dr. Kjartans Jóhannssonar verk- fræðings um þýðingu hafna og hlutverk þeirra, sefn hann vann fyrir Hafnasambandið á sl. ári, er fjöldi tölulegra staðreynda, er styðja þessa fullyrðingu. Þar kemur m.a. fram: að aflaverðmætl, sem hafnirnar tóku á móti árið 1972 nam kr. 5.079.000.000.— (rúm- um 5 milljörðum). Utflutnings- verðmæti þessa afla, frá vinnslustöðvum og fiskverk- unarfólki, var krónur 11.371.000.000,— (11,3 millj- arðar), eða hafði meira en tvöfaldazt f vinnslunni (verð- mætisaukning 6,3 milljarðar). Þessar tölur sýna þýðingu fiski- hafnanna og fiskvinnslustöðv- anna, en þær verður hinsvegar að skoða nú f ljósi þeirra verð- hækkana á sjávarafurðum, sem orðið hafa sfðan 1972. 1 ræðu Gunnars B. Guðmundssonar, hafnarstjóra og formanns Hafnarsambands sveitarfélaga, er hann setti 7. norræna hafnaþingið f Reykja- vík 29. ágúst sl., segir m.a.: „Mikilvægi hafna fyrir þjóðarbúið og þátt þeirra f verðmætasköpun þjóðarinnar má glöggt marka af þvf að árið 1972 nam verðmæti þess varn- ings, sem um hafnirnar fór, að meðtöldum afla, 43 milljörðum króna, eða 64% af vergri þjóðarframleiðslu, er það ár nam 67 milljörðum.“ Hvern veg er búið að höfnunum? 1 greinargerð Hafnasam- bands sveitarfélaga fyrir árið 1970 er fjallað um rekstraraf- komu og greiðslujöfnuð hafn- anna fyrir það ár. Þó hraðvöxt- ur verðbólgu hafi stórlega skert fjárhagsstöðu hafnanna síðan, er rétt að staldra við þessar tölur, þar eð nýrri heildartölur eru ekki tiltækar. Þær ná til 42 hafna, sem sveitarfélög reka, þriggja landshafna, sem ríkið á og rekur, og Reykjavíkur- hafnar, sem ein hafna á Islandi þarf að bera stofnkostnað sinn allan. Aðrar hafnir greiða 25% stofnkostn. í hafnarmannvirkj- um. Samkvæmt þessu yfirliti var sameiginlegur rekstrar- og vaxtakostnaður þetta ár 190,6 m. kr., rekstrartekjur 168,1 m. kr. og beinn rekstrarhalli því 22,5 m. kr. Greiðslujöfnuður hafnanna var óhagstæður þetta ár um 111.0 m. kr. Þessai tölur einar sér gefa þó hvorki rétta né raunhæfa mynd. Fjárhagsstaða hafnanna innbyrðis var mjög misjöfn. Reykjavík (aðalumskipunar- höfn landsins), Hafnarfjörður (álið) og Húsavfk (kísilgúrinn) hafa nokkra sérstöðu meðal íslenzkra hafna. Verst er af- koma fiskihafnanna, en halli þeirra er mjög afgerandi fyrir viðkomandi sveitarfélög, sem undir honum þurfa að standa, en nærliggjandi byggðir og þjóðarbúið í heild fleyta rjóm- an af tilvist hafnanna. Staða hafnanna 1973 Gjaldskrá hafna var hækkuð nokkuð árið 1973. Þessi gjald- skrárhækkun hrökk þó hvergi nærri til að mæta ört vaxandi tilkostnaði (verðbólguskrúf- unni) f rekstri þeirra. Því til viðbótar skrapp helzti tekju- pósturinn, vörugjöldin, enn frekar saman, þar eð vöru- flutningur fluttust f vaxandi mæli á þjóðvegakerfið. Þessi þróun er á þrennan hátt við- sjárverð: 1) Hún kemurniðurá höfnunum, sem missa sinn drýgsta tekjupóst, 2) einnig skipafélögunum, sem þjóna landsbyggðinni og 3) þunga- flutningar á þjóðvegakerfinu kalla á ört vaxandi viðhalds- kostnað þess. Gylfi fsaksson dÍDl. ine flntti fróðlegt erindi um íslenzkar hafnir á 7. norræna hafnaþing- inu, sem áður var vitað til. Þar kom m.a. fram, að heildartekj- ur þeirra 42 hafna, sem sveitar- félög reka, námu á árinu 1973 <Xskv. nýjum gjaldskrám ftpirra) 158,0 m. kr. Rekstrar- ogVaxtagjöld á sama ári voru hinsvegar 225,0 m. kr. Það skortrfjjvf 67 m. kr. á það, að tekjur hægðu fyrir rekstrarút- gjöldum qg að sjálfsögðu allt það fjármagn, sem standa á undir gerð'nýrra hafnarmann- virkja, sem erú mjög fjárfrek. Sjóflutningar Erlendir sérfræðingar voru fyrir nokkrum árum fengir til þess að taka út og gera saman- burð á valkostun) f vöru- flutningum um landið. Engin tök eru á því í stuttri blaða- grein að koma niðurstöðum þeirrar könnunar til skila sem verðugt væri. Þess eins skal getið, að þjóðhagsleg hag- kvæmni sjóflutninga og hafná- þjónustu er þar réttilega undir- strikuð. Nauðsyn þess að laða þungaflutninga á ný til skipa- félaga er m.a. rökstudd með því: að nýta þurfi tiltækan skipakost og tryggja rekstur hans til að létta álag á þjóðvega- kerfið o§ til að nýta betur hafnir landsins. 1 -þessu sambandi vekur sú „stjórnunaraðgerð" furðu margra, að söluskattur skuli reiknaður á „upp*og útskipun" vara, sem fluttar eru sjóleiðis, en hinsvegar ekkí á neitt annað form í vöruflutningum. Hér er um hrapallegt misræmi að ræða, sem leiðrétta þyrfti nú þegar. Endurskoðunar er þörf Rekstur hafna er nú með þeim hætti og þeim afleiðing- um fyrir fjárhagsstöðu sveitar- félaga, er hafnir reka, að að- stæðurnar bókstaflega hrópa á endurskoðun. Tryggja þarf höfnunum þá tekjustofna, er borið gætu eðlileg rekstrarút- gjöld þeirra, og þau 25% í stofnkostnaði hafnarmann- virkja, er sveitarfélögum ber að greiða að lögum. Stofnkostnað- ur fiskihafna ætti og allur að greiðast af þjóðarheildinni, enda eru þær sá vettvangur, sem skilar af sér drýgstum hluta verðmætasköpunar f þjóðarbúinu. Rekstur þeirra á hinsvegar að vera á hendi við- komandi sveitarfélaga eða sam- taka þeirra. Að „taka út“ þrjár hafnir, svokallaðar landshafn- ir, sem ríkið eigi og reki, skýtur skökku við. Sérstaklega meðan þessar ríkishafnir „buðu niður“ hafnagjöld í sam- keppnni við nærliggjandi hafn- ir, er sveitarfélögin ráku með stórhalla. Eitt af því sem koma hlýtur til athugunar við endurskoðun á tekjustofnum hafnanna er að miða öll vörugjöld við verð- mæti flutnings (en ekki ákveð- ið krónugjald á tonn), á sama hátt og aflagjald er reiknað. Slíkt mundi f senn koma í veg fyrir núverandi mismunun f vörugjöldum sjávarútvegi f óhag og vera nokkurt mótvægi gegn áhrifum verðbólguvaxtar- ins á rekstur hafnanna. Sveitarfélögin og Hafnarmálastofnunin Starfssvið Hafnarmálastofn- unar hlýtur að koma inn f myndina við endurskoðun á rekstri hafnanna í landinu. Það héfur ekki farið fram hjá nein- um að nokkrir árekstrar hafa orðið milli sveitarstjórna annarsvegar og þessarar stofn- unar hinsvegar. Þó sjaldan hafi einn rétt þá tveir deila, er óhjákvæmilegt að hyggja að sjónarmiðum og óskum sveit- arstjórnarmanna varðandi Hafnarmálastofnunina. Þessi sjónarmið koma einkum fram í eftirfarandi: 1) Deildir frá Hafnarmála- stofnun verði í öllum fjórðung- um landsins, svo hún verði í meiri nánd við athafnasvæðin og snertingu við staðbundnar aðstæður. 2) Stofnuninni verði sett sér- stök stjórn, sem sveitarfélögin eða samtök þeirra eigi aðild að. 3) Hafnarmálastofnunin gegni ekki hlutverki verktaka í gerð hafnarmannvirkja, þar eð óeðlilegt sé, að sami aðilinn annist í senn framkvæmd og úttekt í slikri mannvirkjagerð. sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.