Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 15 Um þessar mundir er starfandi stjórnmáiaskóii Sjálfstæðisflokksins. Þátttakendur komu f heimsókn til Morgunblaðsins sl. mánudag, ræddu við ritstjóra blaðsins og kynntu sér starfsemi þess. Myndin var tekin af hópnum f tæknideild Morgunblaðsins. Vinsæl fyrirtæki í FYRRINÓTT var brotizt inn f tvö fyrirtæki f höfuðborginni, sem áður hafa fengið heimsókn næturgesta, Sundhöllina og verzl- un Sláturfélagsins við Háaleitis- braut. Engu var stolið f Sundhöllinni, en mikið rótað til og leitað að verðmætum. Af ummerkjum mátti ætla, að hinn óboðni gestur hafi ekki fengið sér sundsprett, eins og stundum gerist. í SS-verzl- uninni var stolið nokkrum lengj- um af vindlingum. Ætlaði að stoppa í þrjá daga, er nú að hugsa um ríkishorgararétt „Ég kom hingað upphaflega fyrir þremur mánuðum og ætlaði að stoppa hér f þrjá daga á leið minni f ljósmyndaleiðangur til Evrópu, en það varð að mánaðar- dvöl og nú er ég að hugsa um að setjast hér að,“ sagði ungur Bandarfkjamaður, Gary Over- man, sem leit við á ritstjórnar- skrifstofum Mbl. f vikunni. Gary er byrjaður flugnám hjá Flugstöðinni og ætlar að ná sér hér í atvinnuflugmannsréttindi. Við spyrjum hann hvað haí orsakað hina miklu hrifningu hans á Islandi og hann svarar: „Fólkið er svo einstaklega raunverulegt, heiðarlegt og hjálp- legt, ég er búinn að ferðast vfða um heim og hef aldrei fyrirhitt svo elskulegt fólk. Ég hef lengi haft áhuga á flugi og ætlað mér í flugnám og hef ákveðið að læra hér. Mér finnst námsáætlunin hér miklu viðameiri en í New York, þar sem ég er fæddur og uppalinn og svo gilda þessi réttindi mín í Bandaríkjunum, ef ég vil. Við spyrjum Gary hvort hann starfi eitthvað hér og hann segist vera Ijósmyndari og hafi hug á að starfa eitthvað við það hér, en þó þannig að hann geti stundað sitt flugnám, sem hann sækir stíft og á pantaðar allt upp í 5 klst á dag. Hins vegar hefur námið ekki gengið eins vel og hann hefði vilj- að, því að veðurguðirnir hafa ver- ið honum gagnstaðlegir undanfar- ið. Aðspurður um hvað foreldrar hans og vinir heima í Banda- ríkjunum segi við þessarri land- töku á Islandi segir Gary: „Þau halda að ég sé eitthvað skrítinn, en ég segi þeim á móti að þau viti ekki hvers þ'au fari á mis, við að koma ekki hingað til lands. Gary er að byrja íslenzkunám og er jafnvel farinn að velta fyrir sér að gerast fslenzkur ríkisborgari. Og með það kveður hann okkur og hraðar sér út á flugvöll, þar sem flugtfmi hans er að hef jast. Gary Overman. r Obreytt verð á loðnumjöli LÍTIL sem engin breyting hefur orðið á mjölmörkuðum Evrópu síðustu daga, og er vart gert ráð fyrir, að um miklar breytingar verði þar á næstunni. Að sögn Gunnars Petersen hjá Bernhard Petersen h.f. er enn ekki ljóst hvort skortur verður á soyabauna- mjöli á næstunni og þó svo verði, þá eru fleiri tegundir af mjöli, sem hafa áhrif á markaðinn, þannig að ekki er víst, að um neinar verðhækkanir verði að ræða. Skýrsla um ansjóvetuveiðar Perúmanna í síðustu viku var birt í gær og þar kemur fram, að veiðin fór vaxandi eftir því sem leið á vikuna, en fyrrihluta hennar lá hluti flotans bundinn í höfn vegna jarðskjálftanna, sem þar voru. Alls veiddust i vikunni 148.422 lestir af ansjóvetu og úr þessu magni fengust 33.799 lestir af mjöli og 6.534 lestir af lýsi. Jeppinn fundinn EINS OG fram kom i Mbl. í gær, var Austin Gipsy jeppa stolið frá Njálsgötu um helgina, og var aug- lýst eftir honum í Mbl. í gær. Sú auglýsing virðist hafa hrifið, því strax i gærmorgun var hringt til Kópavogslögreglunnar og til- kynnt, að bíllinn stæði í Hófgerði þar í bæ. Var hann alveg óskemmdur, og hefur eigandinn nú fengið jeppann sinn aftur. I SlÐUSTU viku seldu 39 islenzk- ir sildveiðibátar afla sinn i Dan- mörku, samtals 2507 lestir, að aflaverðmæti 82 milljónir króna. Meðalverðið var mjög hátt, 32,70 krónur. Jón Garðar GK fékk hæst meðalverð, 50,38 krónur fyrir kilóið, en mestan af la fékk Loftur Baldvinsson EA. Frá því veiðarnar i Norðursjón- um hófust 7. mai og fram til 12. október hafa islenzku bátarnir veitt samtals 28,865 lestir, að afla- verðmæti 793,7 milljónir króna, en í fyrra var aflinn samtals 34,442 lestir og aflaverðmætið 833,4 milljónir króna. Meðalverð- ið i ár er nokkru hærra, og munar þar 3,30 krónum. Loftur Baldvinsson EA er sem fyrr aflahæsta skipið, hefur feng- ið 2053 lestir^ að verðmæti 55,6 milljónir króna. I öðru sæti kem- ur Guðmundur RE með 1881 lest, að verðmæti 53,2 milljónir. í þriðja sæti er Gfsli Árni RE með 1269 lestir, að verðmæti 36,9 milljónir króna. MÁL VERKASALA NU stendur yfir í sýningarsal Málverkasölunnar Týsgötu 3 sýning á myndum og mál- verkum tæplega 40 fslenzkra listamanna og eru verkin til sölu. Mun sýningin standa út þennan mánuð. Meðal þeirra sem þarna eiga verk, eru ýmsir af fremstu myndlistarmönnum landsins, núlifandi og látnir, og má þar nefna Nfnu Sæmundsson, Ás- grim Jónsson, Rikharð Jónsson, Kjarval, Þorvald Skúlason, Jón Engilberts, Finn Jónsson, Scheving, Jóhannes Jóhannes- son og Hring Jóhannesson, svo að fáeinir séu nefndir auk þess sem þarna er mynd eftir Bene- dikt Gröndal og pennateikning eftir Einar Benediktsosn skáld. Sýningin er opin daglega frá kl. 4—6, en ekki laugardaga. Góð aðsókn að sögusýningunni Hópferðir skólafólks að byrja GÓÐ aðsókn hefur verið að sögusýningunni, sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum, að því er Indriði G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Þjóðhátíðar- nefndar 1974, tjáði Mbl. í gær. Hafa á annað þúsund manns komið á sýninguna frá því hún var opnuð al- menningi á föstudaginn. Byrjað er að skipuleggja hópferðir skólafólks á sýn- inguna, og var fyrsti hópurinn væntanlegur í dag, nemendur Mennta- skólans á Laugarvatni. Á laugardaginn verður fluttur fyrsti fyrirlesturinn af 19, sem haldnir verða sýningardagana. Hörður Ágústsson listmálari held- ur fyrirlestur, sem hann nefnir „íslenzkar kirkjur að fornu og nýju“. Hefst hann klukkan 15. Á sunnudag verða tveir fyrirlestrar. Klukkan 15 heldur Páll Bergþórs- son veðurfræðingur fyrirlestur, sem hann nefnir „Loftslag á ís- landi í 11 aldir“, og klukkan 16,30 heldur dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur fyrirlestur, sem hann nefnir „Jarðvegseyðing á ís- landi“. Næsti fyrirlestur verður á dagskrá þriðjudaginn 22. október klukkan 21, en þá heldur Har- aldur Sigurðsson bókavörður fyrirlestur, sem hann nefnir „Magnús Arason og landmæling- ar hans“. Fyrirlestrarnir verða framvegis aðallega fluttir um helgar, svo og á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sögusýningin ísland-tslending- ar, ellefu alda sambúð lands og þjóðar, verður opin daglega frá klukkan 14 til 23, nema mánu- daga. Frá opnun sögusýningarinnar. Ljósm. Mbl. Ól.K.Mag. ÁGÆT VIKA í NORÐURS J ÓNUM Skemmdir á Dómkirkjunni Þessi Ijósmynd var tekin I gær og sýnir skemmdir er orðið hafa á Dómkirkjunni á horninu þar sem mætast Skólabrú og Kirkjustræti. Þungt högg hefur komið á horn kirkjunnar Skólabrúar- megin og við það brotnað flfs úr þvf f um það bil 110 cm hæð frá jörðu. Lögreglan sagðist ekkert um málið vita. Séra Öskar J. Þor- láksson dómprófastur sagðist hafa tekið eftir skemmdum þessum fyrir nokkrum dögum, en sér væri ekki kunnugt um með hverjum hætti þetta hefði borið að. Vera má að birting þessarar myndar verði til þess að málið upplýsist. Ljósm. Mbl.: EBB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.