Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1974 13 Guðlaugur Bergmann: „Takmarkaða frelsið” hennar Sigurlaugar Það er skrýtið, að í þau fáu skipti, sem ég tel mig verða að taka mér penna í hönd og láta f mér heyra, þá er það þegar frú Sigurlaug Bjarnadóttir er á ferð- inni með skrif sín. Fyrir nokkru skrifuðu 50—60 þúsund Islendingar undir áskor- un til alþingis um að láta ekki land okkar vera varnarlaust. Þessi undirskrift varð mörgum vinstri afturhaldsmanninum þyrnir i augum. Þeir létu hafa eftir sér mörg stóryrði I nafni föðurlandsástar, höfðu aldrei orð- ið vitni að öðru eins hneyksli o. fl. þ.h. Þessa dagana skrifa Islendingar undir aðra áskorun til alþingis. Hún er í sjálfu sér ekki á neinn hátt eins merkileg og hin fyrri, en hún er því meira „prinsip mál“. í mörg ár, áður en fslenska sjón- varpið varð að veruleika, gátu Islendingar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu ásamt suðurnesjabúum séð útsendingar Keflavfkursjón- varpsins. Flestum fannst þetta mjög gott. Þarna var á ferðinni dagskrá sem er án efa ein besta sjónvarpsdagskrá í heimi. Adam var ékki lengi í Paradís. Nú risu menningarpostularnir upp einn af öðrum og hófu upp raust sína. Þessi dagskrá var skaðleg okkur, skaðleg menningu okkar, óheil- brigð o.fl. þ.h. Það yrði að koma íslenskt sjónvarp, og það kom, öll- um til mikillar ánægju að minsta kosti til að byrja með. Menningar- postularnir voru ekki þagnaðir. Þeim tókst að láta hindra útsend- ingar Keflavíkursjónvarpsins að nokkru, en tæknin sá þó við því um tíma. Nú hefur þeim tekist að loka því alveg. Margar ástæður hafa verið færðar fyrir því að loka sjónvarp- inu, og er einokunaraðstaða Rfkis- útvarpsins mest notuð. Ríkisút- varpið er með einkaleyfi á sjón- varps- og útvarpsútsendingum, en við sáum Keflavfkursjónvarpið eins og við heyrum í útvarpi sömu aðila — ennþá og eins og við komum til með, við vaxandi tækni, að sjá fjöldann af sjón- varpsútsendingum seinna meir. Ef við hefðum aldrei séð Kefla- víkursjónvarpið og værum að fara fram á, að það yrði sett upp fyrir okkur, þá horfði málið öðru vfsi við — við gátum séð útsendingar Keflavíkursjónvarpsins og það er okkar að meta og vega hvort við viljum loka fyrir það eða ekki inn á heimilum okkar en ekki sjálf- valdra menningarpostula. Eitt atriði virðist oft gleymast, öll sjónvörp seld á tslandi eru aðeins fyrir íslenskt sjónvarp. Til að geta séð Keflavíkursjónvarpið urðum við sem vildum að láta breyta tækjum okkar, setja við það magnara og stækka loftnetið. Við sóttumst eftir þessu sjónvarps- efni eins og eðlilegt er, en varnar- liðið var ekki að sjónvarpa fyrir okkur heldur fyrst og fremst sjálft sig, eins og það hefur leyfi til. Við borgum aðeins einum aðila afnotagjald sjónvarps og útvarps, svo ekki er verið að taka fé úr sjóðum Ríkisútvarpsins nema síður sé, þvf hvað ætli margir hafi keypt sér sjónvarp af þvf að hægt var að sjá útsendingar Kefla- vfkursjónvarpsins? Og hvað ætli nargir séu nú að láta innsigla tæki sín vegna þess að þeim finnst ekki taka því að hafa sjón- varp vegna þess að dagskrá fs- lenska sjónvarpsins er vægast sagt mjög léleg? Hvað er næst? — Mér er spurn. Hvað er það næst sem við megum ekki sjá, lesa eða heyra að dómi menningarpostulanna? Þeir vita hvaða menning er okkur fyrir bestu, og eins og þeir segja: „frelsi er gott svo langt sem það nær, en það verður að takmarka" og þeir ætla að ákveða fyrir okkur, hvað sú takmörkun nær langt. Þetta Keflavíkursjónvarpsmál er í sjálfu sér ómerkilegt sem slfkt, en látum það ekki slá ryki í augu okkar. Þetta gæti bara orðið byrjunin. Við höfum þá alltaf að- stöðu til að láta í ljós skoðanir okkar með undirskrift og ef ekki er tekið mark á henni, þá getum við sett X við einhvern annan stjórnmálaflokk, sem e.t.v. er ekki til í dag, en gæti orðið til ef enginn vill taka mark á hinum þögla meirihluta. Guðlaugur Bergmann. Jarðstrengur í stað símastaura Siglufirði, mánudag. VINNUFLOKKAR héðan frá Siglufirði hafa unnið að því í sum- ar á vegum Landssímans að íeggja jarðsímastreng í Austur- Fljótum. Er jarðstrengurinn nú kominn i jörð á um 20 km kafla, en á þessum sama kafla brotnuðu í ofviðri í fyrravetur yfir 100 símastaurar. Fengu ekkiað fara í skipið Siglufirði, 11. okt. SPÆNSKT skip lestaði saltfisk hér f vikunni, samtals 150 tonn. Skortur var á verkamönnum til starfsins og því sneri afgreiðslu- stjórinn sér til skólastjóra gagn- fræðaskólans og falaðist eftir skólakrökkum til vinnu, en þeir hafa oft áður komið til hjálpar f svona tilfellum. Skólastjórinn, sem er nýr, vildi ekki verða við bóninni að þessu sinni, og tafðist því skipið hér í höfn. — Matthías. 17 krónu frímerkið ekki uppselt enn RANGHERMT var í Morgun- blaðinu í sfðustu viku, að 17 krónu merki landnámsfrímerkj- anna væru uppseld. Að sögn póst- málayfirvalda er enn nokkuð til af þessum merkjum, svo og af öðrum merkjum seríunnar. Mikil sala hefur þó verið á þessu merki, enda er algengasta burðargjald hér innanlands og til Norður- landa 17 krónur. Hins vegar er nú nýbúið að gefa út annað 17 krónu frfmerki í tilefni 100 ára afmælis Alþjóða póstsambandsins og er því gert ráð fyrir, að minna gangi á birgðir 17 krónu landnáms- merkisins en ella. Halldór Jónsson, verkfræðingur: ER HIÐ OPINBERA FORYSTU- AOIT.UNN f VERÐBÓLGUNNI? FLESTIR munu telja að rfkis- valdið eigi að hafa forystu um að halda verðlagi f skefjum. Til þess sé sett upp verðlagsskrifstofa og Tafla um verðlagsþróun 1965—1974. Einkarekstur undir verðlagsnefnd merktur » 1965 1974 verðlagsnefnd, sem sjái til þess að Rafmagnsverð. Taxti A kr/kwst. 4,51 31,36 pína niður verð á vörum og þjón- Vísitala rafmagnsverðs Taxta A 100 695 ustu hjá hinum frjálsa atvinnu- * Utsöluverð á steypu án sements kr/rúmm. 620 2.620 rekstri, sérstaklega hjá þeim sem Vísitala 100 422 fást við framleiðslu á varningi Tímakaup steypubílstjóra kr/klst 42 240—300 vísi töluf j ölskyld unnar. Vísitala 100 571—714 Þetta hefur tekizt alveg prýði- Útsöluverð portlandsements kr/tonn 1.480 8,740 lega, enda fyrrnefndur atvinnu- Vísitala 100 591 rekstur yfirleitt á hausnum. Utsöluverð dieselolfu kr/1 1,99 18,80 Sfðasta ríkisstjórn þeirra Ólafs og Vísatala 100 945 Lúðvíks var alveg frábær í þessu * Vísitala rekstrarkostnaðar olíufélaga 100 535 og fyrirskipaði fyrirtækjum unn- Póstburðargjöld f Reykjavík kr. 3 17 vörpum taprekstur. Þeir kölluðu Vísitala 100 566 það að hafa hemil á verðbólgunni. Hitaveita Reykjavíkur kr/tonn 5,63 32 Það er væntanlega öllum kunn- Vfsitala 100 568 ugt, að þeir settu Islandsmet f Þorskur slægður með haus án niðurgreiðslu kr/kg 7,90 50 henni. Það skyldi ekki gleymast, Vísitala 100 632 þegar þessir herrar halda því * Hlutur fisksala í þorskkílói kr. 3,81 19,75 fram að verðbólgan hafi ekki Vísitala 100 518 veriö þeim að kenna, heldur inn- Innlent smjörlíki án niðurgreiðslu 31,50 165 flutt og búin til með ábyrgðar- Vfsitala 100 523 lausum kjarasamningum, að þeirra fyrsta stjórnarverk var að * Innlendur kostnaður smjörlíkis, dómur verðlags- nefndar 11,08 44,29 hækka allt kaup í landinu um Vfsitala 100 400 meira en 10 prósent með vinnu- * Vfsítala rekstrarkostnaðar kaffibrennslu 100 510 tímastyttingunni og orlofs- Meðaltal vísitalna rafmagns, sements, pósts, hitaveitu hækkuninni. vísitalna. 605 Nú er komin ný stjórn. En hvað * Meðaltal vísitalna útsöluverðs steypu, innlends gerir hún? Byrjar á að hækka kostnaðar smjörlfkis, rekstrarkostnaðar olfufélaga, fisk- Framhald á bls. 18 sölu og kaffibrennslu 477 DÖN5IJ OROA 8ÓK Núþarfekki eftir dönsku ^ orðabókinni Gefjun hefur hafið útgáfu á prjónaúppskriftum. Nokkrar sl legar hugmyndir að peysum, dröktum, buxum og Íéikfötujn bama eru þegar komnar út á litprentuðum blöðum með mynd og glöggri lýsingu á máli sem allir skilja. Viljirðu safna og geyma til betri tíma er hægt að fá sérstakt bindi. Uppskriftir Gefjunar fást í flestum gamverslunum. Það ertil Gefjunargam í hverja flík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.