Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 29 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi , 23 bara lappirnar og sparkaði. En það dugði ekki til, svo að hann greip til að mölva flösku á mér og hún átti að lenda á hausnum á mér, þótt endirinn yrði að hún brotnaði á öxlinni á mér. — Æ, segðu ekki meira, sagði hún og lokaði augunum eins og hún vildi útiloka þessa mynd úr huga sér. — Æ, segðu ekki fleira.... Keller hló. — Hann var skepna sagðihann. Ég er viss um að hans eigin móðir hefði ekki viljað kannast við hann. Flestir okkar voru Þjóð- verjar á flótta. Eg býst við hann hefði verið handtekinn sem stríðsglæpamaður ef hann hefði farið til Þýzkalands. — Þú varst í Útlendingaher- sveitinni? Hún settist upp og horfði spyrjandi á hann. — Ég trúi því ekki. Ég hélt hún væri ekki til nema í kvikmyndum með töffhetjum eins og Gary sáluga Cooper. — Hverjir heldurður að hafi verið að berjast við Dien Bien Phu? Hún hristi höfuðið og brosti. — Ég hef ekki heyrt það nefnt. — Það er í landi, sem heitir Víetnam, sagði hann. — Ég held þú hljótir nú að hafa heyrt um það. Þar fékk ég þessi göt eftir byssukúlur. Hann færði fingurna á henni að rifbeinunum. — Ég var í þrjá mánuði á sjúkrahúsi í Saigon. Og þegar ég var útskrifaður þaðan. Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags 0 Narfeyrarkirkja Helga Þorsteinsdóttir og Unnur Hermannsdóttir skrifa: „Við erum stödd á undrafögr- um stað í blíðskaparveðri á Narf- eyri á Skógarströnd. Niðri við sjóinn stendur gömul kirkja. Við göngum inn, og það er leikið á orgelið. Við látum hugann reika til liðinna kynslóða, sem hér hafa átt sínar hátíðarstundir. Þessi kirkja er vel byggð og á mjög verðmæta muni. Gaman væri að geta gert eitthvað fyrir þessa kirkju. Með þetta í huga ræðum við þetta við frú Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, sem af sinni alkunnu rausn og endurgjaldslaust fer vestur og gerir teikningar af kirkjunni, og vinnur að þessu máli af miklum áhuga. Við hugsuðum okkur að styðja bændur þar vestra til að kirkjan yrði máluð að innan, því þess var mikil þörf. Þessu verki er nú lokið undir leiðsögn frú Guðrún- ar, en málarameistari var hinn þekkti kirkjumálari Jón Björns- son. Þessu listafólki, frú Guðrúnu og Jóni Björnssyni, viljum við færa okkar beztu þakkir ásamt öllu þvi fólki, sem lagði fram fé til að þetta mætti takast, — bæði fólki fyrirvestan.alþingismönnum og ungu fólki, fornleifafræðing- um og fleirum. Var mjög ánægju- legt að finna áhuga hjá svo mörgu fólki, og virðingu fyrir gömlum byggingum, svo komandi kynslóð- hafði ég fengið mig fullsaddan og strauk. Mig langaði að afla mér peninga og fara að lifa sómasam- legu lífi. — Ég hef tekið eftir einu, sagði Elisabeth. — Ég hef sagt þér nánast allt um mig. En ég veit hreinlega ekkert um þig, Bruno. Mig langar svo að vita, hvernig þú lifðir áður en við kynntumst. Mig langar að þú segir mér frá dvöl þinni á munaðarleysingjahælinu og svo eftir að þú varst í Útlend- ingahersveitinni. Viltu segja mér frá því? Það var satt, hún hafði sagt honum allt um sjálfa sig. Allar hömlur voru af henni horfnar, eins og álagaHamur. Fyrsta nóttin með Keller hafði ráðið úrslitum, hún hafði svo gersamlega sleppt fram af sér beizlinu, að eftir það varð ekki aftur snúið. Síðar hafði hún sagt honum frá bernsku sinni, foreldrum og ýmsu, sem áður hefði ekki hvarfl- að að henni hún gæti rætt við nokkurn mann. Og hann hafði hlustað á allt — með athygli, að því er bezt varð séð. Hann hafði aldrei talað um sjálfan sig við nokkurn mann. Honum vafðist tunga um tönn. Hann hafði aldrei sagt Souha neitt og henni hafði aldrei hug- kvæmzt að spyrja neins. En Elisa- beth hafði fært honum heim sanninn um, að kona er ekki aðeins ástkona og matráðskona, hún gat líka verið félagi. Hann dró hana að sér og kyssti hana. Hún hafði mjúkar varir, sem gott var að kyssa og hann hafði yndi af þvf að fara höndum um hár hennar, mjúkt sem silki. ir geti séð hvernig fólkið bjó i landinu. Og svo kærar þakkir til SIipp- félagsins í Reykjavík, sem af miklum myndarskap gaf alla málninguna. Heill og hamingju ykkur öllum. Helga Þorsteinsdóttir, Unnur Hermannsdóttir.“ 0 Öskjuhlíðin og byltingin gegn „grænu bylting- unni“ Austurbæingur skrifar: „Það fer ekki á milli mála, að ökuglaðir menn og jafnvel konur líka, á tímum jafnréttis kynjanna, eru búnir að segja hinni „grænu byltingu" og borgarstjóra vorum strið á hendur. Hver sá, sem kemur upp að hitaveitugeymum, getur um þetta sannfærzt á augnabliki. Er með ólíkindum hve svæðið umhverfis hitageymana hefur farið illa á því einmuna sumri, sem nú er að kveðja. En nú í vetur hefur garðyrkju- stjóri borgarinnar vissulega tím- ann fyrir sér til að sporna við þessari gagnbyltingu óvina „grænu byltingarinnar" á hjólun- um fjórum. Og fyrst Öskjuhlíðin er á dag- skrá, svo og slæm umgengni þar, langar mig til að biðja forráða- menn menntaskólans við Hamra- hlíð að sjá til þess, að nemendur verði sendir á þann stað í öskju- hliðinni, sem þeir boðuðu mynda- tökumenn sjónvarpsins á í haust, svo þeir geti fjarlægt verksum- merkin, t.d. tunnurnar, sem þeir Hann hugsaði sem snöggvast að þau væru bæði vitskert að hegða sér svona. Þetta gæti haft hörmu- legar afleiðingar fyrir þau bæði. En hann gat ekki stöðvað það, sem var að gerast. Þau höfðu gengið of langt. Aftur varð ekki snúið. Hann gat ekki hætt að girnast hana og hann gat ekki heldur kæft þá tilfinningu, innra með honum, sem hann grunaði að ætti eitthvað skylt við ást. Hann gat ekki gefið hana upp á bátinn. Hún var þungamiðjan í lífi hans núna og hann hafði aldrei átt neitt sem var honum neins virði fyrr en nú. Hann elskaði hana vegna þess að hún var gáfuð, hún var skemmtileg og hann elskaði hana ekki síður fyrir það að stundum var hún svo barnalega fáfróð og kjánaleg — eins og til dæmis það að hafa aldrei heyrt um Dien Bien Phu. — Hvað langar þig að vita um mig? sagði hann. — Allt. Hvernig var að vera á munaðarleysingjahælinu? Keller hugsaði sig um. — Ég veit það ekki. Hann hik- aði við og reyndi að rifja það upp. Hvað gat hann sagt til að lýsa þessum löngu árum, þar sem tím- inn virtist standa kyrr og allt endurtaka sig frá degi til dags, á sömu mínútu hvern dag. Lyktin, aginn, refsingarnar, aldrei friður til að vera einn í næði. Hann gæti ekki skýrt það nema með einu orði. — Það var einmanalegt, sagði hann — En það var betra en að eiga alls ekkert skjól. Ég fékk að vita það hjá krökkum, sem komu skildu eftir þegar þeir voru búnir að vera fyndnir. Að lokum þetta: Þegar garð- yrkjustjöri hefur fundið ráð til að vernda grasflötina við hitaveitu- geymana, ætti hann að láta setja smekklegt skilti þar, sem hinn fornfrægi staður Beneventum er í öskjuhlíðinni. Það er hreint nauðsynlegt. Austurbæingur.“ 0 Bakkabræður kemnir á kreik? Björn hringdi, og bað okkur að setja eftirfarandi á þrykk: „Þegar maður les f dagblöð- um, að setja eigi djúpsprengjur I hafið til að granda háhyrningum, þá dettur manni í hug, að Bakka- bræður séu enn við líði og leggi á ráðin.“ Nokkurs ruglings gætti fyrst þegar farið var að huga að skað- semi háhyrninga nýlega, en i ljós kom, að eftirlætisfæða þeirra voru síldarnætur. Ymist var skað- valdurinn sagður vera höfrungur eða háhyrningur. Háhyrningar geta verið skað- ræðisgripir, en höfrungar eru allra dýra vitrastir. Þeir eru vin- sælir I dýragörðum og tekst að kenna þeim ýmsar listir. Sem dæmi um vitsmuni þeirra má taka, að í borg einni á austur- strönd Bandarikjanna var höfr- ungur þjálfaður upp í hafnsögu- starf á sínum tima, og fóru miklar sögur af snilli hans. Mun það jafn- vel hafa gerzt, að hann bjargaði mannslífum. Nánari spurnir höf- um við ekki haft af þessum fyrir- myndarlóðs þar vestra, né held- á eftir mér á heimilið. Móðir mín vildi ekki hafa mig. Hún lét mig i hendur systranna á heimilinu, þegar ég var aðeins fárra vikna gamall. — Hvernig gat hún fengið það af sér? sagði Elisabeth reiðilega. — Hvernig stóð á þvi, að hún sveik þig svona ruddalega. — Ég hugsaði stundum um það, sagði Keller. — Ég hugsaði líka oft um þessa móður mína og ég man að ég gaf henni nöfn og velti fyrir mér, hvernig hún liti út. En seinna skildi ég ýmislegt betur. Hún hlýtur að hafa verió blásnauð. Kannski hefur henni verið nauðgað og alténd veit ég að hún var ekki gift. Hver veit, hvernig faðir minn brást við. Ég horfði upp á það á þessum timum, að einstæðar mæður reyndu að halda börnum sínum og ala þau upp. Það var ekki auðvelt. — Ekki hefur þetta verið auð- velt fyrir þig, sagði hún. — Var vel farið með þig? Voru systurnar góðar við þig. — Við vorum mörg hundruð á heimilinu og það var stríð, sagði hann. — Ég býst við þær hafi verið eins góðar við okkur og hægt er að gera kröfur til. Ein systirin var góð við mig og sinnti mér meira en hinum. Hún bað mig að skrifa sér eftir að ég fór og ég gerði það, en þá hafði ég ekkert fast heimilisfang, svo að ég fékk aldrei bréf. — Hvert fórstu eftir að þú hvarfst frá munaðarleysingjahæl- inu? spurði Elisabeth. Hana var farið að iðra að hafa spurt. Það var svo mikið vonleysi og dapur- leiki í lýsingum hans. ur hvort menn hafa þjálfað fleiri til slíkra starfa. Þessum tveimur skepnum — höfrungum og háhyrningum — var ruglað saman marg sinnis i fjölmiðlum um daginn, en nú ætti sá misskilningur að vera á enda. 0 Slátursuða Við gerðum suðu og geymslu á slátri að umræðuefni hér í dálk- unum um daginn. Helga Jóns- dóttir hafði samband við okkur að því tilefni, og hafði hún farið flatt á því að taka sér til fyrirmyndar þær leiðbeiningar, sem þar komu fram. Helga segist hafa gert slátur árum saman, og hafi hún jafnan fyrst keppina ósoðna, en siðan sett þá frosna í pottinn og soðið þá I tvær og hálfa klukku- stund. Hefði þetta alltaf reynzt sér vel, en nú hefði hún ætlað að reyna þá aðferð, sem við bentum á — þ.e. að frysta slátrið hálf- soðið, taka það síðan og sjóða i klukkustund. Utkoman hefði þvi miður ekki orðið eins og til stóð — slátrið hefði orðið eins og grautur, og sæi hún nú varla annað ráð en að taka það allt úr frystinum, fullsjóða það og setja í súr. Helga sagði, að hún gæti að visu látið það vera í frystinum og soðið það þá lengur, eða í einn og hálf- an tíma, en hálfsoðið tæki það bara miklu meira rúm i frystinum en ósoðið. Okkur þykir fyrir þvi að hafa orðið til þess að valda Helgu og e.t.v. fleirum óþægindum, en ann- ars væri gott að heyra frá fleirum um það. ERLENDAR BÆKUR Mmsbækur Danskar Atlas 2. Astronomi. Bölgelære for gymnasiet. Dansk Sagaprosa. Nyere dansk prosa. Dansk skoleordbog. Ellære 1 og 2. Englene. Fysik 1. og 2. Opgaver i fysik. Grafskrift for Rödhætte. Litteratur for Niende 1. Litteratur for tiende 1. Mekanik 1. og 2. NA/TE 2. og 3. Nudansk ordbog. Moderne dansk for udlændinge. Þýzkar Bidermann und die Brandstifter. Deutche erzáhlungen 1—2. Die Panne. Emil und die detektive. Leseheft 1. Humor und satire. Max und Moritz. Úbungen zu synonymen verben. Franskar Rendez — Vuz en France C-1 og C-2. Choisi Pour Vouslivre D'exercices. Enskar Bushfire and hurricane Paula. Developing skills. Living English structure. Target 1. og 2. Oxford advanced learner's dictionary. Latína Med lárde pá latin Bókaverzlun SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstræti 18, sími 13135 S2F SIGGA V/öGA £ ÍG EW Þ® W0C-.S4 UYI MVfmGW <S0M\e vm \ 9E 7 rrE\ ’iszrzjsr'W —TS7 OG WVE$m SöVf^ WA \ PmNGOM VELVAKANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.