Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974
Kalevala og
sjö bræður
f GÓÐUM hópi finnskra gagnrýn-
enda í Turku í septembermánuði sl.
bar margt á góma. Ég spurði þá
Pekka Gronow og Kristian Aberg
um menningarlegt samband Finna
og Rússa Þeir sögðu að rússnesk
áhrif á finnskar bókmenntir væru
lítíl Þó mætti til dæmis nefna
Maxim Gorkí, sem hafði á sínum
tíma viss áhrif
Finnar skilja ekki rússnesku,
Rússar skilja ekki finnsku Helst eru
það Eistlendingar, sem skilja Finna.
Á síðustu árum hefur það aftur á
móti færst í vöxt að Finnar legðu
stund á rússnesku, einkum ungt
fólk, sem veit að það kemur sér vel
að kunna rússnesku. Gronow og
Aberg neituðu því ekki að sóvét-
vinátta margs ungs fólks i Finnlgndi
ráði hér nokkru um.
Flestir finnskir rithöfundar eru rót-
tækir vinstri menn. Andstæðurnar
milli vinstri og hægri eri: meiri í
Finnlandi en á fslandi. Að sögn
Juha Virkkunen eru hægri menn í
Finnlandi margir hverjir andvígir
stuðningi við menningarmál og í
hægri blöðum birtast oft greinar,
sem túlka fasíska stefnu
Ég spurði Juha Virkkunen um
Tentti Saarikoski, skáldið, sem orti
Ijóðaflokk um Reykjavlk (Jag blickar
ut över huvudet pá Stalin) og hefur
lengi verið ein skærasta stjarna
finnskra vinstri manna. Saarikoski
sneri bakí við stjórnmálum fyrir
þremur árum, sagði Virkkunen, von-
svikinn lýsti hann því yfir að hann
ætlaði að helga sig skáldskap og
þýðingum Síðan hefur hann gefið
út þýðingar á klassiskum bókmennt-
um, kviðum Hómers m.a., og sent
frá sér Ijóð, sem ekki eru pólitísk i
venjulegri merkingu Ljóðin fjalla
einkum um finnska náttúru,
Ævisögur eru mjög i tisku í Finn-
landi, sagði Juha Virkkunen. Flestir
meiriháttar rithöfundar eru beðnir
um að semja ævisögur. Eftir nokkra
daga kemur út ný bók eftir Saari-
koski, ævisaga skáldsins Eino
Leínos Virkkunen kvaðst hafa lesið
bók Saaríkoskis, sem er i Ijóðum, og
sagði að hún yrði mikill bókmennta-
viðburður
Eíno Leino (1878—1926) var
bóhem eins og Saarikoski, drykkfelt
skáld, sem aldrei tileinkaði sér siða-
reglur þjóðfélagsins Finnsk náttúra
var aðalyrkisefni hans og hann varð
fyrir miklum áhrifum af finnskum
þjóðkvæðum Virkkunen fullyrti að
Leino væri mesta skáld Finna fyrrog
síðar.
Juha Virkkunen stlrfar við finnska
útvarpið og er sjálfur Ijóðskáld. í
útvarpsþáttum sínum leggur hann
áherslu á að kynna erlendar bók-
menntir og ekki síst bókmenntir.
sem einhverra hluta vegna hafa ekki
hlotið verðskuldaða athygli. Hann
nefndi sem dæmi verk finnskumæl-
andi rithöfunda í Sovétrikjunum.
Hann Tiefur safnað Ijóðum og sög-
um eftir þessa „týndu Finna" í sýnis-
bók, sem komíð hefur út i Finnlandi
Virkkunen er einkennilegt sambland
af sósíalista og þjóðernissinna og
trúir á nýja þjóðernisvakningu
meðal Finna.
Kalevala er mest selda bókin í
Finnlandi, sagði Virkkunen.
Kalevalaljóðin hafa ýtt undir þjóð-
ernishyggju ungu kynslóðarinnar.
Það er einkum friðar og bróðernis-
boðskápurinn í Kalevala, sem höfðar
til unga fólksins Þótt Kalevalaljóðin
séu hetjuljóð, fjalla þau um raunir
venjulegs fólks harða llfsbaráttu.
Eins og kunnugt er hefur Karl ísfeld
þýtt Kalevala á íslensku.
Frá Kalevala er ekki langt til eins
helsta meistaraverks finnskra bók-
mennta, Sjö bræðra eftir Aleksis
Kivi(1834—1872). Gagnrýnendur
á þingi I Turku fengu tækifæri til að
sjá leikgerð þessarar frægu skáld-
sögu, sem Ijóðskáldið Elmer Dikton-
ius þýddi á sænsku á sínum tíma.
Sjö bræður voru leiknir I Turun
Kaupunginteatteri. Leikritið var leik-
ið á finnsku svo að undirritaður
skildi ekki nema fáein orð, en með
hjálp sænskrar leikskrár var auðvelt
að átta sigá efnisþræðinum
Áður en leikurinn hófst ávarpaði
leikstjórinn , Kalle Holmberg, gagn-
rýnendurna. Sjö bræður hafa lengi
verið leiknir I Turun Kaupungin-
teatteri við metaðsókn. Innan
skamms hefjast sýningar á leikriti
eftir Veijo Meri og fjallar það um
Aleksis Kivi. Leikstarfsemin verður
því helguð Kivi fyrst um sinn. Á
stóra sviðinu verða Sjö bræður hans
leiknir, en á litla sviðinu leikrit Meris
um hann. Meðal verkefna á næst-
‘ppni er Galileo eftir Bertolt Brecht.
I<ialle Holmberg sagði að Turun
Ka Ucunginteatteri ætti að vera
alþýðtJeikhús Tekist hefði að vekja
athygli^lþýðu manna á sýningum
leikhússfrie Nú væru flestir gestir
leikhússins'túr alþýðustétt. Að hans
dómi væri þaRgleðileg þróun.
Sjö bræður fjalla um óstýrláta
bræður, sem eiga 'erfitt með að virða
reglur þjóðfélagsirt^ Þeir eiga í sí-
felldum útistöðum við Ibúa
fæðingarþorps síns. Þeir nenna ekki
að læra að lesa. Frelsið er þeim fyrir
mestu, hið áhyggjulausa og náttúru-
lega líf. Þeir minna að sumu leyti á
Bakkabræður i einfeldni sinni, inn-
byrðis deilur þeirra, slagsmál og
drykkjuórar, eru I ætt við prakkara-
sögur ýmissa landa Áhorfandinn
fær samúð með þeim vegna hjarta-
hlýjunnar, sem Kivi innblæs þeim
Smám saman verða þeir skyldu-
ræknir borgarar, snúa frá villu sins
vegar, kvænast og hefja búskap likt
og forfeður þeirra. I leiknum er lögð
mikil áhersla á hina skoplegu hlið
sögunnar, afkáraskapinn, sem gefur
ekki helstu absúrdleikritum nú-
timans eftir. Sviðsetningin er óbrot-
in og Ijós er viðleitni leikstjórans til
að ná beint til áhorfenda ( hléinu er
einn bræðranna til dæmis látin
ávarpa leikhúsgesti og segir hann
þeim frá ferðalagi til Turku við góðar
undirtektir. Ég hafði orð á því við
Lars Hamberg að leikritið minnti é
sögur Veijo Meris, ekki síst Manilla-
reipið, sem komið hefur út á ís-
lensku. Hann sagði að það væri ekki
fráleitt. Veijo Meri hefur ekki samið
leikrit um Aleksis Kivi að ástæðu-
lausu Hann hefur áreiðanlega
fundið til skyldleika við þennan
brautryðjanda finnskra bókmennta
Fyndni fáránleikans eiga þeir Kivi og
Meri sameiginlega.
í Finnlandi er blómlegt leikhúslif.
Úr Sjö bræðrum eftir Aleksis Kivi.
Bræðurnir læra að lesa.
Finnsk höggmyndalist: Minnis
merki Eila Hiltunens um
Sibelius.
Lars Hamberg sagði að Finnar væru
með leikhúsæði og margir tóku i
sama streng. i Turku er eitt leikhús
fyrir sænskumælandi fólk.
Meðal þess sem gaman er að
kynnast í Turku er Sibeliusar safnið
Þar eru margar minjar um Sibelius,
auk hljóðfæra hattur hans og stafur.
í Wainö Aaltonen listasafninu I
Turku, sem er eins konar Kjarvals-
staðir borgarinnar, var m.a. sýning á
verkum austur-þýskra listamanna.
Sumar myndirnar voru likar göml-
um jólakortum, en verk nokkurra
listamanna voru nýstárleg og sönn-
uðu að í Austur-Þýskalandi er til
þróttmikil nútimalist. Einn lista-
mannanna sýndi óhugnanlega
tæknivæðingu. Myndir hans minntu
á heimsendamartröðina í verkum
Danans Palle Nielsens. í austri og
vestri óttast listamennirnir hið sama:
að maðurin gleymist eða verði troð-
inn undir í valdakapphlaupinu
mikla.
Ferðamaður i Finnlandi rekur sig
fljótlega á eina hindrun. Finnar
eiga ekki auðvelt með að tala erlend
mál. Aðeins sex til sjö prósent
Finna er sænskumælandi og sænsk-
an er á hröðu undanhaldi í Finn-
landi. Þótt enskukunnátta sé nokk-
ur, einkum meðal ungs fólks, er hún
oftast bágborin. Ferðamaðurinn
finnur glögglega að hann er staddur
I framandi landi. En þægilegt við-
mót Finna gerir dvöl I Finnlandi
eftirminnilega. Það má margt læra
af þssum frændum okkar og ná-
grönnum gerska risans.
Að ætla sér að islándisera Finn-
land er jafn fjarstætt og hugsa sér
finnlandiseringu íslands.
Hönnuóir utnbúöanna, sem hlutu viðurkenningu. Frá vinstri: Kristfn Þorkelsdöttir, Þröstur Magnússon,
Guðjðn Eggertsson og Hilmar Sigurðsson.
Níu umbúðir hlutu við-
urkenningu í Umbúða-
samkeppninni 1974
FJÓRÐU umbúðasamkeppni
Félags fslenzkra iðnrekenda er
lokið og voru veittar viður-
kenningar fyrir nfu umbúðir.
Voru umbúðirnar, sem viður-
kenningu hlutu hannaðar af fjór-
um aðilum, Auglýsingastofu
Gfsla B. Björnssonar, þrjár af
Þresti Magnússyni auglýsinga-
teiknara, tvær af Auglýsingastof-
unni Argus og ein af Auglýsinga-
stofu Kristfnar Þorkelsdóttur.
Fernar umbúðanna, sem viður-
kenningu hlutu, eru framleiddar
af Kassagerð Reykjavíkur, en
fimm fluttar inn. Umbúðirnar eru
um mjög mismunandi vöru-
tegundir, tilbúinn áburð, Nóakon-
fekt, osta og kavíar, Tropicana,
fisk og umslag undir Iceland
Review. I dómnefnd sátu 7
manns, en formaður dómnefndar
var Tove Kjarval.
Allar umbúðirnar eru til sýnis í
Norræna húsinu, þar sem nú er
finnsk umbúðasýning. Er hún op-
in frá kl. 14 til 22 daglega fram á
sunnudagskvöld. Fyrst var efnt
til umbúðasamkeppni 1968.